fimmtudagur, nóvember 25, 2010

Sjálfboðalubbar

Hæ fallega fólk.

Allt gott að frétta. Skólinn gengur vel, vélarnar frekar leiðinlegar þó. Bara 20 dagar í Ísland, ég get ekki beðið. 3 dagar í jólalög og jólailmkerti. Var að panta wax kit svo það verður klárt fyrir jólin.

Mig vantar svo bara sjálfboðaliða um jólin og áhugasamir skiljið eftir athugasemd í kommentboxinu. Ég mun taka sjálfboðaliða til mín milli kl. 8 og 14 eftir 19. desember, en svo má nú alltaf hliðra því eitthvað ef 8-14 hentar illa. Allavega. Skiljið bara eftir athugasemd, með tillögu þá um hvaða dag og klukkan hvað þið viljið koma. Og hvað þið viljið fá gert.
Það sem í boði er:

-Vax á fótum
-Vax undir höndum
-Vax á bikinísvæði (fer bara upp að brókarlínu, aðeins lengra inná svæðið ef þess er óskað.)
-Andlitssnyrtingu (hreinsun á húð, andlitsnudd og maski (ef ég verð búin að kaupa maska.))
-Litun á augnhárum og augabrúnum + plokkun eða vax. NB. Ég því miður lærði lame aðferð við að lita augabrúnir sem ég held ég komi aldrei til með að nota en væri samt alveg til í að æfa mig í að lita augabrúnir eins og það er vanalega gert á stofum, sumsé móta augabrúnirnar með litnum og leyfa honum að sitja í í smá tíma - ef einhver þorir því. Ég lita sjálf mínar augabrúnir og stundum móður minnar svo ég er allavega engin tröllskessa við framkvæmdina. En ég er fuldbefær að lita augnhárin og plokka augabrúnirnar og ég læri að vaxa augabrúnirnar fyrir jól.
-Förðun. Ég er til í að taka fólk í förðun nánast hvenær sem er - ef það er fyrir sérstakt tilefni eða eitthvað þannig. Bara prófið að skilja eftir athugasemd ef það er einhver viss tími sem þið hafið í huga og ég reyni að gera mitt besta að uppfylla það.
-Handsnyrting (snyrting á nöglum, naglalakk og handanudd).
-Fótsnyrting (snyrting á nöglum, naglalakk og fótanudd).

Ég vil einungis frá greitt í knúsum og gleði. Kannski bjór. (djók).

|

þriðjudagur, nóvember 09, 2010

Kimba kimba

Í dag vorum við að læra um rafmagn og fleira leiðinlegt. Við lærðum meðal annars hvernig eigi að bregaðst við ef einhver fær rafstuð og ef þú ert ekki nálægt aðalrofanum eða tekst ekki að taka tækið úr sambandi þá áttu að bregðast svona við...

"Stand on some dry insulating material, such as a wooden box, rubber mat or newspaper and, by means of a brush, wooden chair or stool, push the casualty''s limbs away from the source." Ókei hver hefur tíma til að sækja gúmmímottu eða dagblöð þegar manneskja er að fá rafstuð? En neinei, svo er annar valkostur ef allt annað klikkar:
"Alternatively, loop a rope or tights around and pull the casualty away from the source."
Þannig að ef þið lendið í þessu og allt annað klikkar þá getið þið alltaf bara vippað ykkur úr sokkabuxunum, smeygt þeim yfir fórnarlambið og dregið það þannig í burtu. Lol.

Í dag var ég að reikna út hvað það væru margir dagar eftir af skólanum fram að jólum og þeir eru ekki nema 17. Hvaða djók er það? Svo er ekki nema fjórar og hálf vika í elsku Ísland. Það sem ég hlakka til að knúsa fjölskyldu mína og Odd og fá mér malt og appelsín. Það verður líka æðislegt að geta loksins sofið bara á brókinni og ekki vera kalt á nefinu og puttunum. Ahh.

Ég held ég fari bara á gúrkukúrinn fyrir jól, spara pening og foodbeibíið mitt hverfur.

Sláinte! [Sloijnta]

|

laugardagur, nóvember 06, 2010

Centipede

Vá. Það er strax búin nánast vika af nóvember. Ég held að tíminn eigi virkilega eftir að fljúga og áður en ég veit af er ég komin heim að leika við Oddpúngs og kveikja í ýlum með Halli og gera laufabrauð með mee peeps.

Í nótt vaknaði ég um 3 leytið og þurfti að pissa. Þegar ég kveikti ljósið á baðherberginu blasti við mér hlussu fokking margfætla. Ég fór inn í eldhús og greip það sem hendi var næst, sem var risastór hnífur. Ég vafði pappír utan um hnífinn og fór inn og lamdi margfætluna í klessu þannig að hún varð að einni fjólublárri sósu á baðmottunni. Svo ýtti ég baðmottunni útí horn og hugsaði að ég myndi græja það í fyrramálið bara. Mottan liggur ennþá í horninu og fjólubláa klessan á henni. Þetta er í annað skipti sem ég þarf að myrða svona margfætlu og ég fokkin hata þessi kvikindi.

Þetta hús er svo mikil hola og pöddulífið skrautlegt. Ég þurfti að bjarga Jane frá könguló í morgun og um daginn sló ég einhverja gráa pöddu af rúminu mínu, hef ekki hugmynd um hvaða padda þetta var og hvað varð um hana eftir að ég sló hana. Ughh. Ég bíð eftir að það skríði eitthvað kvikindi yfir andlitið á mér eina nóttina.

Jane og ég erum mikið að spá í að skella okkur í Winter Challenge í Educogym, sem er semsagt 5 vikna námskeið með einkaþjálfara og öllu klabbinu. Ætlum að losa okkur við "the food baby" fyrir jólin. Ég væri alveg rosalega til í að komast í fantagott form aftur, það væri grand. Spurning samt hvort aurarnir leyfir það.

Í dag eftir skóla fékk ég mér húðflúr, móður minni til mikils ama (ég elska þig mammalis). En þetta var mín ákvörðun og mikið var þetta skemmtileg lífsreynsla. Ég þoli ekki nálar og ég er með lægsta sársaukaþröskuld í heiminum en ég stóð mig ótrúlega vel og tilfinning eftir á er skemmtileg. Ég vildi að ég hefði tekið myndir af ferlinu. Þetta verður skemmtileg minning um lífsreynslu mína í Dublin sem ég ber með mér þar til ég verð hrukkótt gömul kona.


Lifið heil gott fólk.

|