mánudagur, apríl 30, 2007

Pass

Aftur skjátlaðist mér...mér skjátlaðist alveg rosalega.

Mér finnst ég í alvörunni vera að missa tökin. Ég er ekki að standa mig í skólanum, á engan pening og þegar ég á pening þá eyði ég honum í vitleysu, hætt í listhlaupi og er búin að klúðra öllu sem mögulega er hægt að klúðra í þeim leik sem maður notar ekki spil í. Í rauninni kann ég ekki lengur leikreglurnar.

Boltinn er algjörlega sprunginn og búið að moka honum fimm fet niður í jörðina.

|

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Feitubolla

Ó, hríf mig burt frá mínum hversdagsleika.

Hríf mig burt frá þessu verkefni og þessu kvefi.

Bara hríf mig burt.

|

föstudagur, apríl 20, 2007

Jojo

Mikið voðalega var ég í skitlegu skapi eitthvað síðast þegar ég bloggaði. Eitt get ég sagt ykkur, það er ég vissulega ekki núna. Síðasti miðvikudagur var skemmtilegasti og besti miðvikudagur í heimi. Mig óraði ekki að miðvikudagar gætu verið svona góðir, gosh. Ætli hamingjan hafi ekki byrjað þegar tilkynnt var í frímínútunum að menningarferðinni yrði flýtt þar til 27. apríl. Sniiiiilld sagði ég og fór að kreista vini mína. Það sem eftir var dags fékk ég svo furðuleg spassaköst og hló mikið upphátt að ástæðulausu.

Félagsfræðiárshátíðin var svo seinna um kvöldið og mikið rosalega var hún gleðileg. Spjallaði við fullt af fólki og lenti þar á meðal í svona skemmtilegu kvikmyndaspjalli (ég elska kvikmyndaspjöll, sérstaklega ef maður er í glasi). Dans, mikill dans. Ég dansaði eins og hálviti (og þá meina ég hálviti) ásamt nokkrum kampakátum félögum og þar ber helst að nefna Arnrúnu Tjé en ég vil meina að við séum dans-Meistarar. Virkilega skemmtilegt kvöld, virkilega.

Ég er hamingjusöm. Frekar lítið að gera í skólanum en brjálað að gera í LMA og ég sé svo alls ekki eftir að hafa tekið þátt í þessu leikriti. Sjaldan hef ég hlakkað jafn mikið til frumsýningar á leikriti...af öllum tíu grunnskólaleikritum sem ég hef verið í.

Framundan:
-Æfingar
-Frumsýning, Draumur á Jónsmessunótt
-Frumsýningargleðskapur
-Menningarferð
-Sidsteshowglædskap
-Bekkjarpartý Ei end Bí (ó já)
-Próf. Geðveikt.

Svo væri alveg rosalega gaman ef einhver myndi vilja kaupa harðfisk af mér? Hálft kíló, 2500 krónur. Gullfisk, Hafnafirði - eðal harðfiskur.

Lifið í gleði

|

mánudagur, apríl 16, 2007

Essigjéhá

Vá, núna get ég bloggað á hindí ... ég ætla samt ekki að gera það.

Næsta vika verður mjög annasöm og ég er með smá bakþanka og fýlutilfinningu. En það er bara ég, ég er svartsýnn og neikvæður fýlupúki. Ég semsagt mun taka þátt í LMA leikritinu í ár og er frumsýning næstkomandi sunnudag. Ég fór allt í einu að hugsa hversu rosalega tímafrekt þetta er og þarf ég einnig að læra fyrir próf í þessari sömu viku...og svo verð ég líka alveg ofboðslega stressuð manneskja þegar kemur að því að standa í kastljósinu fyrir framan fjölda fólks. Æji fokk. Ég ætla samt að bita í það súra og kýla á þetta því ég er jú enginn fokkin beiler.

Vandamál nr. 2
Ég er með versta og ömurlegasta skólaleiða í geiminum. Ég er nánast með þannig tilfinningu að mig langi til að hætta í skóla og fara að gera eitthvað allt annað. Sumar, kom snart.

Tekex með bláberjasultu.

|

miðvikudagur, apríl 11, 2007

0308

Páskafríið var mjög notalegt, skemmtilegt, fyndið og bara væntumþykjukreistlegt. Leti, sjónvarp, matur og rúntur um bæinn með fræðslu. Þar að auki fór ég í heimsókn til Grétars og Söru og fékk gæs í páskamat - eðalstöff. Aníta Fanney er orðin stór stelpa og farin að labba, svo er krúttið komið með krullur líka, ooooo.

Fór á tónleikana með Björk á annan í páskum og vá, ó vá. Þessir tónleikar voru með einu orði sagt geðveikir. Hún tók mörg af gömlu lögunum sínum eins og Army of me og Bachelorette sem var alveg ótrúlega...geðveikt. Lögin af nýju plötunni hennar voru líka mjög speisuð og ég held bara að ég festi kaup á disknum hennar í maímánuði. Mér brá líka þegar ég sá og heyrði í Antony syngja með Björk, ég hafði ekki hugmynd um að hann myndi mæta á svæðið. Hot Chip spiluðu svo á eftir en þá fórum við nær sviðinu og vú það var algjör snilld. Fólk hoppandi og einhverjir þöngulhausar berir að ofan, mjög gaman.

Vanalega finnst mér alveg allra best að koma heim eftir nokkra daga frí í burtu...ekki svo mikið í þetta skiptið samt.

Elephant með Damien Rice er alveg rosalega fallegt lag og Little Miss Sunshine er alveg rosa góð mynd, töff að sjá Steve Carell alvarlegan í hlutverki sínu - flottur leikari.

Þó svo kápan sé ekki keypt, þá er hún allavega frátekin.

|

sunnudagur, apríl 01, 2007

Tilkynning

Vantar einhverjum far til Reykjavíkur næsta laugardag? Ég er nefnilega að fara til Reykjavíkur og mig vantar fólk til að fylla í bílinn minn svo kostnaðurinn verði ekki eins mikill. Ef þið fáið skyndilega löngun til að fara til Reykjavíkur þegar þið sjáið þessa tilkynningu, endilega hafið samband.

Heibba

|