miðvikudagur, maí 30, 2007

Carbuncle

Boggablogg hvatti mig til að koma með myndafærslu...

Hallur perri.

Ég veit ekki alveg...ég held að þetta eigi að vera eftirherma hjá mér. Frekar lélegt.

Góðar minningar úr Oddeyrarskóla. Sunna með boldlúkkið og ég alltaf sami perrinn.

Og já apinn sem við bjuggum til. Eða kóalabjörn, whatever.

Æjii sjáið Hafliða til vinstri, litli kúturinn.

Chaplin góði.

Þríeykið sæta á Árshátíð MA...hva, 2005?

Steingrímur var wasted og Óli high on life.

Naughty naughty.

Zææææta zæta. Mikið ertu sæt á þessari mynd Sigrún. Foxy ladeh!

Svona er ég alltaf kát á jólunum.

Æjh, maður á nú eftir að sakna þess pínu...


...og sýningarnar, those are the best.



Bæ.

|

sunnudagur, maí 27, 2007

Bra Bra

Klukkan er fjögur, það er miðdegi. Ég er ekki byrjuð að læra fyrir frönskuprófið sem er á þriðjudaginn og ég nenni ekki að byrja. Þetta próf á ábyggilega eftir að sökka jafn mikið og enskuprófið á fimmtudaginn. Nei samt ekki, það getur ekkert próf sökkað jafn mikið og það. Þvílíkt bömmelse. En ókei ég er í Reykjavík með fjölskyldunni, það er ljúft og próf er eitthvað sem ég er síst að hugsa um. Ekki nógu sniðugt myndu menn segja.

Ég horfði á Ungfrú Ísland á föstudaginn. Mikið rosalega er þetta leiðinlegt og óáhugavert sjónvarpsefni. Er ég kannski sú eina með þá skoðun?

Það styttist í 1. júní. Þá gerist nokkuð merkilegt - reykingar verða bannaðar á öllum veitinga- og skemmtistöðum. Sjálf er ég manneskja sem reyki ekki og get ég því ekki verið annað en sátt með það að maður geti farið út að skemmta sér án þess að fá sviða í augun, stanslausan hósta eða verða fyrir því að fólk oti þessum óbjóði að manni og eyðileggur flíkur eða skilur eftir ör eins og ég er með einhvers staðar á hægri handlegg. Hins vegar veit ég að reykingarmenn eru ábyggilega ekki sáttir með að þurfa að fara útaf skemmtistað í 14 stiga frosti í nóvembermánuði til að fá sér "ferskt loft". En ég segi bara, Gott á ykkur.
Á föstudaginn var fór ég með foreldrum mínum og Halli bróður á Café Bleu í Kringlunni. Við settumst niður á reyksvæði (þar sem mamma reykir) og fengum okkur kaffisopa. Við hliðina á okkur sátu sex stelpur og fimm af þessum sex voru að reykja. Mökkurinn, sem var frekar dökkur og stór, fór allur yfir á okkur sem reykjum ekki (ég, Hallur, papa). Þetta þótti mér ósanngjarnt og pirrandi og ég hlakka til þess þegar réttlæti verður borið fram (beinþýtt).

Ég var að skoða heimasíðu Pedromynda og rakst þar á gamla jólasýningu, The Grinch. Fann ég ekki nokkrar myndir af mér og hér er ein þeirra.

Næsta haust fjúka þessir skautar af en svartir og hvítir koma í staðinn. Ég hlakka til.

...ég hlakka líka til að hoppa á trampólíni og drekka jordbærgubbgums eftir próf.

Adieu, adieu!

|

sunnudagur, maí 20, 2007

Hann hét Jan

Ef það er einhver hæfileiki sem ég vildi vera gædd þá er það að geta hraðlesið. Ekki bara hraðlesið, heldur líka haft áhuga á bókum og lestri. Minn hæfileiki er að ég er geðveikt góð í að horfa á bíómyndir, það er svosum ágætt en ég get lítið notfært mér það í námi.

Lítið annað er að frétta nema það að prófatíðin er framundan og veit ég ekki alveg hvað mér finnst um það. Ég er allavega ekkert alltof spennt.

Helgin varð aðeins öðruvísi en ég hafði hugsað mér. Semsagt, hún var góð og óvænt.

Já, svo er ég komin með Myspace. Hræsnarinn ég.

Þetta verður ekki mikið innihaldsríkara en svo,

Stay cool.

|

laugardagur, maí 19, 2007

Hvad?

Leitin að strákunum

Skoðið þetta ellegar þið slasist. Og kjósið Hall að sjálfsögðu.


Later chumps

|

þriðjudagur, maí 15, 2007

Angel of Music

Í gærnótt dreymdi mig að ég sæti í óperuhúsinu í París (gamla óperan) og ég var ein í öllum salnum. Síðan lít ég til hliðar, og þremur sætum fjær situr Hann. Hann brosir og færir sig svo nær. Ég spyr hvort við eigum ekki að syngja saman (því í draumnum var ég jú með alveg gífurlega góða rödd). Hann fer að hlæja, daðrar við mig og gefur mér svo þykkt special edition DVD albúm með The Phantom Of The Opera. Stuttu eftir það, þá vaknaði ég. Mikið var ömurlegt að vakna í blákaldan og leiðinlegan raunveruleikann.

Helgin var alveg rosalega skemmtileg og þá sérstaklega bekkjarpartýið...




...en það er líka komin alveg rosalega lang pása núna.

P.s. Myndirnar fékk ég af síðunni hennar Sigrúnar.

|

föstudagur, maí 11, 2007

Hunkahunkaburninlove

Ég þoli ekki þegar maður heldur á litlum hlut eins og eyrnalokk og svo missir maður hann í gólfið. Hann skoppar á einhvern dularfullan stað og það er geðveikt mikið vesen að finna hann aftur. Alltaf þegar ég missi litla hluti í gólfið þá skoppa þeir alltaf á einhverja fáránlega staði og það endar með því að ég er heillengi að finna þá aftur. Hafiði lent í þessu?

Ég átti aftur mjög kátan miðvikudag í gær. Gaman að brjóta af og til upp á hið hefðbundna miðvikudagsþunglyndi og fara í glímu og henda skóm. Ég er bara svona nokkuð kát um þessar mundir og ætla að reyna að halda mínu striki.

Mikið langar mig samt að kvarta yfir einu. Ég hata (með þunga og dramatíska áherslu á 'hata') gangstéttirnar/göturnar á Akureyri. Það er ekkert grín að línuskauta í þessum guðsvolaða bæ. Í fyrsta lagi eru margar gangstéttirnar það þröngar að ef maður ýtir sér með of miklum krafti þá rekur maður sig utan í girðingu eða runna og dettur. Í öðru lagi er ennþá grjót útum allt eftir veturinn og festist þetta í dekkjunum og maður dettur. Í þriðja lagi, af hverju í andskotanum er ekki malbikað sumar götur upp á nýtt? Mér finnst að það ætti bara að taka svona malbiksátak í sumar. Jafnvel bæta inn nokkrum göngustígum for pete's sake. Ég vil meina að ég sé enginn byrjandi á línuskautum en ég leit út eins og floating poopie þegar það var alltaf grjót að festast í línuskautunum og ég hrópandi lágt mjög kellingalegt "úú" eða mjög karlmannslegt "woow" öskur. Persónulega finnst mér karlmannlega öskrið flottara. Hvernig öskrið þið?

Ég hlakka alveg rosa mikið til helgarinnar, hún lofar góðu. Eftir hana kemur svo alvara lífsins - próflærdómur. Endalausar klukkustundir, hausverkur, matar- og sælgætis þrá, þunglyndi, lítill svefn, svekkelsi yfir að hafa ekkert lært yfir önnina...nei vó, þetta má bíða þar til í þarnæstu viku. Fokkðissjitt.

En við lifum í núinu góðir hálsar, njótum þess!

|