föstudagur, desember 31, 2004

Hmmm..Það eru aðeins tíu tímar eftir af árinu og ég hef ekki enn klárað pússlið. Þetta er næstum ógerlegt.

Þá er það stóra spurningin, hvað á maður að gera í kvöld? Ætli við snótirnar leitum ekki upp eitthvað teiti, ef það er þá að finna...en ef það bregst er alltaf hægt að fá sér göngutúr í Akureyrinni og enda svaðilförina á góðu spili og hlátursgasi fram eftir nóttu.

Ég er sammála Eriku, skil ekki hvað fólk er að gera með að sprengja að degi til. Það er bara ekkert gaman í því.

Jæja..prófin nálgast óðfluga og ekki get ég sagt að ég sé búin að læra það mikið til að vera stolt af því..Ætla ekki að stressa mig á þessu samt sem áður, en lesa ég mun vel næstu daga.
Ég var aldeilis byrjuð að hlakka til þann 21. janúar, lok prófanna...en nei, ég fékk þær skelfilegu fregnir að þann 22. og 23. verð ég í Reykjavíkurborg að keppa..get ekki lýst andstyggð minni á þeirri staðreynd:/ En svona er lífið, full of disappointing surprises. Alltaf er þó hægt að finna einhverjar bjartar hliðar á hlutunum og í þessu tilfelli er það að við fáum viku frí eftir þann 21. sem þýðir að eftir helgina 22-23 bíður mín ágætt frí frá skóla sem ég get brúkað í skemmtilega hluti.

Þannig er víst hefðin að bloggarar skrifi langa lista um hvað sé hægt að gera til að betrumbæta næsta ár og þess háttar...ég held ég leggi ekki í að gera svokallaðan lista en ég get sagt ykkur það að ég mun strengja áramótaheit...sem í sér felur: Kurteisi, stjórn á skapstyggð, jákvæðni, sparsemi, engan rolugang, dugnað og þolinmæði. ... Ef að mánuður er liðin hjá af nýja árinu og ég hef ekki enn rofið þessu heit, þá skal ég hundur heita.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir um þetta blogg, t.d. eitthvað sem má betur fara á nýju ári, klúður sem hér hafa orðið eða þá eitthvað jákvætt um mitt dýrmæta eplamauk - endilega skrifið þá í comment kassann. Hvort sem það er jákvæð eða neikvæð gagnrýni, ég er stór stelpa og get tekið við flestum hortugheitum.

Að lokum vil ég óska ykkur öllum Gleðilegt Nýtt Ár með vonum um að þið hafið það sem allra best í kvöld!

|

þriðjudagur, desember 28, 2004

Það var aldeilis góð byrjun á skokkferð okkar Eriku í gærkveldi..

Við örkuðum af stað út í tungsljósið, ekki vitandi þess að mikil hálka væri þakin götunum..Bílaplanið var ansi varasamt og við áttum einungis nokkur skref eftir og þá værum við komnar á óhultu götuna, eða óhultu og ekki óhultu.
Í þessum síðustu bílaplans-skrefum, gerðist enn og aftur hið ófyrirsjáanlega- Erika missti undan sér fæturna og skall í götuna með miklum látum..en hún ætlaði svo sannarlega ekki að fara niður ein heldur dró hún mig með í þessa niðurlægingu sem betur fer fáir urðu vitni að, en þó nokkrir.
...Heppnar vorum við að engar meiriháttar injuries urðu, en þetta mun varðveitast í góðum minningum:)

En ég held ég leggi mig í óvissan tíma þar sem að ég fékk ekki mikinn svefn í nótt og vaknaði snemma, fór á æfingu, gerði styrktaræfingar og labbaði heim, sem reyndar var nú bara ofur hressandi. Þá sérstaklega að elta hundinn...man they run fast.

Hvort mynduð þið segja að væri betra, Kókið eða Egils Appelsín..I go with the orangesine

|

mánudagur, desember 27, 2004

Jólin eru jú afar ljúf, en hafa alltof marga ókosti. Þessir ókostir eru fyrst og fremst að maður borðar alltof, alltof mikið þar til stærðarinnar samviskubit fær setu í manni og maður neyðist til að skokka billjón kílómetra til að ná þessu samviskubiti og fitumagni af sér..semsagt markmiðið næstu vikuna er að hreyfa mig þar til ég æli lifum og lungum..svo og læra eins og lúnatikk.

Fleiri ókostir sem má nefna eru að maður hreyfir sig lítið sem ekkert þar sem flest íþróttafélög taka jólafrí þar til í janúar. Reyndar er ég svo ofboðslega heppin að það eru æfingar í jólafríinu á morgnana og um kvöldin, þökk sé Búdda fyrir það.

Það sem ég vildi sagt hafa án þess að gera langa sögu stutta er að meginmál jólafrísins er að éta þar til maður verður grænn, liggja í leti sinni og horfa á all you can watch, leika sér í tölvuleikjum eða spila. Þetta er jú allt saman fint afþreyingarefni og hef ég skemmt mér afar vel í síðastliðnum leikjum-muhah og vann bobbið með naumindum..:D..
en samt sem áður vantar eitthvað fútt í þetta jólafrí.

Það er samt sem áður eitthvað eftir að þessu jólafríi og það sem á dagskrá stendur hjá mér er...
- Morgun- og kveldæfingar + skokk eftir á.
- Læra eins og lúní yfir daginn, þá sérstaklega stærðfræði.
- Borða hollt.
- Gera kvöldin áhugaverð.
- Klára pússlið áður en það verður mér að bana.

Annað í fréttum, fyrir utan þetta tuð sem hér vætlaði út úr mér..
- Aðfangadagur vel heppnaður, góður matur, góðar gjafir, gott veður.
- Iveta komin, æfingar á fullu= Gút
- Jólaboð í dag, frekar slappt.
- Ekki byrjuð að læra, slæmt.

Ætli þetta sé ekki allt og sumt. Ég vil bara óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið hafið það ánægjulegt það sem eftir er jólafrísins. Verið dugleg við að fara og renna ykkur á snjóþotum, búa til snjókalla og allt þetta sem maður á að gera þegar frítími er fyrir höndum.

Munið bara að neikvæðni og dapurleiki spreads like a disease, þekki þetta af eigin reynslu!

Gleðileg jólin! :]

|

fimmtudagur, desember 23, 2004

Þessar morgunæfingar eru svei mér hressandi:)

|

miðvikudagur, desember 22, 2004

Ég veit ekki, ég skil ekki.

-Æfingar byrjaðar á fullu, það er jú bara ágætt.
-Jólin innan seilingar.
-Steini rennur í hlað bráðlega.
- Læra...stærðfræði, jarðfræði..mega crap
-Vesen

Gleeeeðileg jólin

|

mánudagur, desember 20, 2004

Þriðja eirðarlausa kvöldið í röð...gengur ekki

|

laugardagur, desember 18, 2004

Someone's drinking all alone
Someone's left the TV on
I don't suppose, no I don't suppose

Someone's sleeping in my bed
Someone's let the genie in
I don't suppose, no I don't suppose
You know who you are
Who you are, who you are today

Baby's gone and died again
Taken by the tide again
And it's no surprise
She hates goodbyes

Someone's folding paper planes
Someone's on the line again
Someone's crying at the sonnet
Someone's hiding from someone

I don't suppose, no I don't suppose
You know who you are
Who you are, who you are today

úú þetta er svo gott lag.. Tears for Fears verða betri og betri

Ég held að lúnatikkum á eyrinni fari fjölgandi....Um hálf 2 í nótt var legið á dyrabjöllunni og eg sá fram á að þurfa að fara til dyra þar sem að foreldrar mínir þótt ótrúlegt megi virðast, sváfu eins og solid rocks..eeeða þá að þau hafa ekki nennt til dyra og vildu að ég myndi sjá um þetta fíaskó.
Ég fór þá til dyra og þarna stóðu tveir strákar með gítar í hendi og hófu að syngja lög fyrir mig..ég bölvaði öllu illu, rak þá á brott og sagði þeim að sofa þetta úr sér. Eitthvað töluðu þeir um ömmu sína sem ég gerði ekki alveg skiljanlegt og lokaði á þessa þvoglumæltu blöðrufiska.
Ætli það sé þorandi að sofa í húsum sínum hér á eyrinni? Aldrei að vita hvenær maður vaknar einn morgunin og einhver skuggaklæddur maður er að gramsa í sokkaskúffunum. Verið á varðbergi nágrannar

|

föstudagur, desember 17, 2004

Everything I do seems to turn into shit, ólukkan eltir mig á röndunum!

En ég fékk samt 7.3 út úr stærðfræðiprófinu og er meira en sátt með það og komin í jólafrí. Jollyfun

Glædelig jul alle sammen

|

miðvikudagur, desember 15, 2004

Ó mér leiðist.

Ætlunin var the rúnt og Brynja, en þegar líða fór á kvöldið urðu afleiðingarnar: Skrifborðsstóll, banani og tölvuskjár.

Fimmtudagur á morgun, danska-samtal sinnum tveir. Hvað gerir maður ekki fyrir Valda?
Föstudagur...jólastand og jú einhvur skemmtun um kveldið....langþráð jólafrí.

Steini hefur gerst svo djarfur að hann ætlar að taka að sér jólastarf sem felur í sér að stækka heilann minn um örfáar prósentur. Sem minnir mig á, fór í stærðfræðipróf í morgun og skal ég nú draga ásinn og segja að mér hafi gengið bara prýðilega...samt merkir prýðilega vanalega fall upp á síðkastið.

Ég vil benda ykkur á að skoða þessa síðu, og þá sérstaklega myndirnar. Ég held að þessir piltar gætu gert það aldeilis gott í tónlistarbransanum. Criticts


Annars er allt svona miðlungs hjá mér, vona þó að það hækki sig um sæti.

|

laugardagur, desember 11, 2004

Gott júlelag: I'll be home for Christmas-Beach Boys :D

Ég hata Idolið, óþarfa tíma- og peningaeyðsla!

|

Ég er eins þreytt og hægt er að vera. Kannski er ástæðan fyrir því að ég var að skauta frá tíu til tólf í gærkveldi og vaknaði svo átta og fór að skauta og þjálfa til eitt..og þar að auki fórum við í powerskating í tuttugu mínútur...oh the agony

En þrátt fyrir þessa vítilega þreytu er ég bara hress. Ég fór á skauta í gær á tjörninni og skemmti mér afar vel. Það er ekki oft sem maður nær að skauta á svona bjúútifúl svelli, absolutely bjútifúl segi ég ykkur. Grípið gæsina á meðan hún gefst og skellið ykkur á skauta í dag, þið sjáið ekki eftir því:]

En annars hef ég hér nokkrar árshátíðarmyndir sem ég verð nú að birta.


Bryndís looking all gorgeous.


Ekki var hún Lilja ofurskutla síðri.


Gervilegra bros finniði ekki..


Stöllurnar ég, Lilja, Bryndís og Dóra=]


Gæjarnir Ágúst, Valdemar, Logi og Einar. Sjáiði hvað hann Valdi er dædur!


Að lokum Ragna og ég í hátíðarskapi.

Ætli ég reyni ekki að laga eitthvað til, versla jólagjafir, skreyta eða eitthvað..spurning hvort ég geti staðið upp..efasamt, mjög efasamt

Heil og sæl

|

mánudagur, desember 06, 2004

Where are the missing puzzles?

Jarðfræðiverkefni, LKN verkefni, stærðfræði heimadæmi, næsta helgi, munnlegt þýska, stærðfræði próf, skreyta, baka, jólakaup, jólafrí, jólasýning...vesenisvesen.......fattlausa flón.

Það sem ég vil fá í skóinn er 20 prósenta viðbættar gáfur og ofurkrafta.






|

laugardagur, desember 04, 2004

Hmmm Home Alone, trivial pursuit, pizza, táp og fjör. Ég held að það verði ágætt:]

Annars eru þrettán dagar til jólafrís:D

|

miðvikudagur, desember 01, 2004

Valdemar er yndi..
Kennarinn: "Hvað mynduð þið halda að das Ei þýðir? Þið þekkið ábyggilega öll sælgætið KinderEi, hvað þýðir það?"
Valdi með glampa af eftirvæntingu í augunum: "Kindakæfa!"
Okei, okei. Hann var víst þreyttur, svo ég get ekki álasað honum þetta, en þetta var ansi sniðugt.

Ég og Lilja ætlum að brjóta reglurnar. Bööött, við ætlum að njóta þess.

Um það bil tvær vikur, tilhlökkunin er þó ekki til staðar

|