föstudagur, september 30, 2005

Kaffioverdose

Ég óverdósaði á kaffi í gærkvöldi. Ég drakk þrjá kaffibolla mjög hratt og rétt fyrir svefninn. Þetta leiddi til þess að ég vakti til hálf fimm. Ég teiknaði, ég hlustaði, ég naglalakkaði og ég skrifaði. Lengsta nótt lífs míns.

Skrítið samt að ég hafi ekki dáið úr þreytu í morgun heldur var ég bara nokkuð frísk allan skóladaginn, skalf reyndar öll og var á iði.

Farið varlega í kaffidrykkjuna gott fólk

|

þriðjudagur, september 27, 2005

.kkulK

Thessi klukkleikur dreifist eins og sjúkdómur...

Thannig er thad ad tvær manneskjur klukkudu mig, Inga og greinilega hún Eydís.
Ég verd ad vera sammála Ingu og segja ad kedjubréf eru ofbodslega threytandi og thessi klukkuleikur minnir mig skuggalega mikid a thau. Samt sem ádur vil eg nu ekki vera einhver partypooper og skemmileggja thessa finu kedju sem er ad ganga.

Fimm tilgangslausar, lítt thekktar eda vandrædalegar stadreyndir um mig:

1. Ég er skíthrædd vid hunangsflugur og geitunga, thetta er ábyggilega minn versti ótti. Ef ég væri á röltinu med félaga mínum og skyndilega myndi sk‡ af geitungum rádast á okkur thá yrdi thad fyrsta sem kæmi upp i huga mínum:
"It's every man for himself!" Thrátt fyrir thad, thá hef ég einstaklega gaman af köngulóm og ad fylgjast med theirra athæfi.

2. Ég dáist ad náttúrunni og veit fátt betra en ad liggja í grænni lautu og horfa á stjörnurnar eda fallegt landslag og ekki er thad verra ad hafa tonlist vid eyru.

3. Ég tala alltof mikid og finn mig oft i teirri stödu ad vera talandi vid veggi, staura eda eitthvad slikt. Einnig heyri eg illa sem verdur til thess ad eg skynja ekki thegar röddin hækkar allt í einu, thad ætti ad vera volume takki á mér.

4. Ég skrifa í dagbók.

5. Ég gæti skorad hvern sem er á hólm í Brynjuís-át-keppni og borid sigur úr b‡tum.

6. (Aukapunktur) Ég elska (í ordsins fyllstu merkingu) kvikmyndir og kvikmyndatónlist.

Tha held eg ad eg klukki Steina, Audrey, Eriku og Eydísi ...fló a› Eydís hafi klukka› mig en ég sé nú engar sta›reyndir hjá flér Eydís, hmmha?

|

mánudagur, september 26, 2005

?

Summer romances begin for all kinds of reasons, but when all is said and done, they have one thing in common. They're shooting stars, a spectacular moment of light in the heavens, fleeting glimpse of eternity, and in a flash they're gone.

...gó› mynd

|

sunnudagur, september 25, 2005

Power Macintosh G3

Tad vill svo ömurlega til ad eg kemst ekki i tölvuna mina og tad er ótrúlega mikid umstang ad lagfæra tad sem er ad henni...tannig ad i millitídinni nota eg tessa eldgömlu tölvu og tennan hryllilega skrifbordsstól sem varla er hægt ad kalla skrifbordsstól. Eins og tid hafid kannski tekid eftir ta eru takmarkadir islenskir stafir og svo kemst eg ekki a msn nema i nokkrar sekúndur...tetta er ótrúlega súrt allt saman.

Eg hef enga tonlist til ad hlusta a, ekkert coupling til ad horfa a og ekkert spjallforrit til ad tala á. Tar af leidandi er eg mjog bitur manneskja...

Eg ætla ad gerast otrulega girly og horfa a The Notebook og borda Brynjuis.

Godur endir a slæmum degi.

|

fimmtudagur, september 22, 2005

oompa loompa

Tvö lög sem ég get ekki fengið nóg af...
Freebird með Lynyrd Skynyrd og Nights In White Satin með Moody Blues. Ég mæli með að allir niðurhali þessum lögum.

Takk hefur ekki verið tekinn úr geislaspilaranum mínum síðan pakkningarnar voru opnaðar og mér finnst rúsínan í pylsuendanum vera Hoppípolla og Gong.

Ég fór á Charlie And The Chocolate Factory um daginn og hún var einstaklega skemmtileg. Það kom mér skemmtilega á óvart að Danny Elfman gerði tónlistina fyrir myndina en sá maður er undurverkamaður...eða kom mér á óvart og ekki á óvart, hann gerir tónlistina fyrir flestar Tim Burton myndir.
Eldri myndin er samt býsna góð líka en Gene Wilder skartar aðalhlutverki í þeirri mynd, talandi um snillinga. Gamla myndin fær auka plús fyrir Oompa Loompa lagið.

Annars er ég bara að skrifa til þess að skrifa þannig að segjum þetta gott heitið...

Willy Wonka: But Charlie, don't forget what happened to the man who suddenly got everything he always wanted.
Charlie Bucket: What happened?
Willy Wonka: He lived happily ever after.

|

laugardagur, september 17, 2005

Takk

Takk er virkilega góður diskur og bókahulstrið er flott.

Tíu epli.

|

Audrey Freyja

Audrey kom með frábæra skilgreiningu á The Triple S-Syndrome.

Skilgreining:

The Triple S -Syndrome (skautar- skóli -strákar ) er sjúkdómur sem leggst einkum á unglingsstúlkur á aldrinum 14-18 ára. Einkenni sjúkdómsins eru margvísleg, sum væg en önnur mun verri og greinilegri. Einstaklingur með The Triple S -Syndrome verður styggur í skapi, bráður og niðurdreginn. Hann verður fljótlega félagslega einangraður frá örðum og á erfitt með að tjá sig. Hlátursköst geta verið algeng og þá oftast af engu tilefni. Væg einkenni geta verið lítil afköst á æfingum og störur svo dæmi séu tekin. Alvarlegri einkenni eru svo sem græðgi, þá yfirleitt í mat og annað góðgæti, mikil niðurdregni, skapvonska og áhugaleysi. Einstaklingur með þennan sjúkdóm á það yfirleitt til að missa áhuga á þeim hlutum sem honum bera að sinna og allt virðist honum erfitt fyrir. Mikil umræða um mat á sér oft stað og erfitt er að bæla það niður. Smitaðir einstaklingar halda sig oft saman og mynda hópa og ræða um sjúkdóminn. Einstaklingur er yfirleitt meðvitaður um smit og á ekki erfitt með að tjá sig um hann. Í einstaka tilvikum greinist sjúkdómurinn ekki stax eða jafnvel aldrei og hann líður hjá. Hafir þú hugmynd um að vinur þinn eða vinkona sé smituð af The Triple S -Syndrome skaltu varast það að umgangast hann/hana. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og það eitt að tala við sýktan einstakling getur borið smit. The Triple S -Syndrome er þó auðlæknandi og líður oft hjá á nokkrum vikum, yfirleitt í kringum mars mánuð. (7gr. Landlæknisembættið)

Lesið betur um þetta á Audrey

|

laugardagur, september 10, 2005

Tyrkneskur pipar

Þessi helgi er búin að líða alltof hægt. Sekúndurnar eins og klukkustundir, mínúturnar eins og dagar, og klukkustundir eins og mánuðir...

Veturinn nálgast óðum, sumarið hljóp frá manni eins og byssuskot, áður en við vitum af eru komin jól.
Septembermánuður er núna, mánuður laufblaða, rigningar og rómantíkar. Október kemur þar á eftir og vanalega í kringum miðjan október er kjánalegt fólk farið að hengja upp seríur og kransa á húsin sín. Jólaskraut/jólakökur/jólanammi kemur í allar helstu matvöruverslanir. Hvað varð um hið víðfræga viðmið 1. desember?

Sumarið '05 er samt búið að vera tryllisferð og verður einstaklega eftirminnilegt. Kannski að Nezitic-krúið semji sitt fyrsta lag um sumarið '05 ? ...Það verður aldrei neitt í líkingu við Summer of '69 en ég held að titillinn sé grípandi.

Ætli það sé hægt að fá heimþrá sautján ára gamall eða er það bara eitthvað sem fylgdi manni þegar maður var skilinn einn eftir í sveitinni, í litlu herbergi með lítinn glugga sem hávær dragsúgur smaug sér í gegn og gerði mann skíthræddan.

Ég ætla að vera ótrúlega mikill lúði og fara að sofa núna, um miðnætti...annað kvöldið í röð.

|

fimmtudagur, september 08, 2005

Bölv

100 framsóknarmenn í mat. Andskotinn

Allt hundrað % á morgun. Helvítis

Flugvél, Reykjavík, strax eftir vinnu. Árans

Fyrirlestur alla helgina. Fjandinn hafi það

Fari þetta allt norður og niður

|

föstudagur, september 02, 2005

Idol

Eins og sumir hafa heyrt þá fór hann Hallur bróðir minn í áheyrnaprufu í Idolið á Hótel KEA. Hann söng lagið Smile með Charles Chaplin og af æfingunum að dæma þar sem ég og hann vorum viðstödd þá söng hann þetta bara með prýði.

Ég fór með honum á Hótel KEA sem stuðningsmaður og raddlaus sjúklingur. Við vorum þarna í alveg góða 3 tíma, ef ekki 3 og 1/2...en það var vel þess virði því hann komst í gegn í næstu umferð! Ójá hann fékk alveg 3 solid Já frá dómsnefndinni og eitt nei frá Páli.
Þetta var bara aldeilis skemmtilegur dagur og ég mæli með að allir kaupi sér næsta eintak af Séð & Heyrt, svo og fylgjast með næsta Idoli.

Þátttaka hans í Idolinu kemur sér vel að notum og þá fyrir mig líka. Núna neyðist mamma til þess að gerast áskrifandi að Stöð 2 og þá get ég farið að fylgjast með Third Watch aftur. Sweet.

Til hamingju með frábæran árangur Hallur.

|

fimmtudagur, september 01, 2005

Heiðar Björn

Þá er ég, Heiða Björg, hægt og bítandi að umbreytast í strák. Ég er farin í mútur og röddin mín brestur af og til og/eða dettur bara út. Ég er föl, úldin, rauðeygð og það lekur hor úr nefi mínu. Þessi umbreyting er farin að hafa áhrif á talsmáta minn, ég er farin að sleppa ýmsum orðum og því verður ekkert í samhengi í því sem ég er að segja. Einnig hefur umbreytingin áhrif á hversdags hluti í lífi mínu, líkt og að missa Special K útum allt eldhúsgólf "Ég sver að það rann í greipum mér", týpísk setning frá unglingspilti.
Ég held að umbreitingin hafi samt messt áhrif á stafsetninngu mína. Allavega tók ég eftir því þegar ég var að smirja brauð í morgunn meðann ég skrifaði niður nokkrar setninngar.

En í alvöru talað þá er ég komin með hor uppí kok af þessu kvefi...
Að vakna kl. 5 á næturna vegna hóstakasts er lítt skemmtilegt.
Að þekkjast ekki í síma er lítt skemmtilegt.
Að finna ekki bragð er lítt skemmtilegt...og þó kom það að góðum notum þegar það var Gúllas í kvöldmatinn.
Að geta ekki sofnað fyrr en mjög seint og sofa kannski í 4 tíma er lítt skemmtilegt.
Að missa röddina er lítt skemmtilegt.
Að finna hausinn á þér spila bongótakt er lítt skemmtilegt.

Ég held að það sé hægt að finna þúsund lítt skemmtilegar ástæður fyrir kvefi.

En ég rakst þó á eitt skemmtilegt í dag og það var pistill sem hún Gugga skrifaði og voru nokkur orð þar felld um mig...
"Eitt uppáhaldsbloggið mitt þessa stundina er Eplamaukið hennar Heiðu, kíkið endilega á það enda skemmtileg stelpa þar á ferð."
Í tilefni af þessu er ég búin að setja nýjan link hérna til hægri og það er linkur inná bloggið hennar Guggu.

Lifið frísk

|