þriðjudagur, september 28, 2010

Claire De Lune

Þá er ég komin til Reykjavíkur og fæ gistingu í Ásvallagötu hjá Cat og co. Á morgun fer ég til Keflavíkur og slappa þar af hjá Grétari bróður þar til á miðvikudagsmorgun. Miðvikudagsmorgun mæti ég á flugvöllinn rétt fyrir sex og þá hefst þarna nokkra klukkustunda ferðalag etc etc. Stressuð? Já. Spennt? Já. Leið? Já.

Kveðjustund getur verið svakalega erfið, sérstaklega fyrir mig því ég er með kjúklingahjarta. Ég átti mjög bágt með að kveðja alla á Akureyri í dag. Ég hafði fengið mér einn bjór rétt fyrir mætingu á flugvöllinn til að róa taugarnar þar sem ég er mjög flughrædd. Ég var búin að grenja öllum bjórnum áður en ég mætti á völlinn.

En þótt dagurinn í dag hafi verið frekar dapur þá er ég engu að síður mjög spennt fyrir þessari för minni. Ég hlakka mikið til að byrja í skólanum, verklegt nám í fyrsta sinn á ævi minni. Það verður öðruvísi. Öðruvísi en spennandi. Svo er ég víst fyrsti Íslendingurinn til að læra snyrtifræði á Írlandi að mér skilst, samkvæmt Félagi Íslenskra Snyrtifræðinga. Þannig að pressan er öll á mér, hohoh. En eins og ég segi, ég var döpur í dag en mér mun líða betur þegar ég er búin að koma mér fyrir í Georgísku íbúð minni og byrjuð á fullu í skólanum. Og vonandi komin með einhverja ágætis vinnu með skóla.

Mig langar svo að auglýsa Skype nafnið mitt svo allt þið fallega fólk sem mér þykir vænt um getið bætt mér á Skype og spjallað við mig og sagt mér slúðrið frá Íslandi. Nafnið er semsagt: heidagudjons. Svo þætti mér alveg ótrúlega vænt um ef þið mynduð skilja eftir eins og eina athugasemd við færslurnar mínar, en ég ætla að vera dugleg að blogga meðan á dvöl minni stendur í Dublin. Endilega látið mig líka vita ef þið eruð sjálf að blogga, því þá vil ég fylgjast með ykkur.

Knus og kram. Mun sakna ykkar allra.

|