sunnudagur, ágúst 31, 2003

Þreytt, svöng og verulega utan við mig, það eru orð sem geta mjög vel líst hvernig mér líður right now....Menningarnóttin stóð yfir áðan og var ég þar til eitthvað um 2 leytið....fjör, drykkja og drama ríkti aldeilis um í miðbæ Akureyrar. Okei......vitiði í þetta eina skipti ætla ég að sleppa því að brjóta heilann minn við hugsunum um hvað ég get skrifað, og ég gef ykkur smá pásu from my endless gybberish......Steinunn, ég lofa að setja tvífaramyndir upp seinna....ekki núna...þreytt......*sigh*
Peace out

|

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Jæææjjja..........Þá er ég komin heim úr stórkostlega skemmtilegri svaðilför sem átti sér stað í Reykjarvíkurborg. Við lögðum semsagt af stað með rútu kl. hálft tíu um sunnudagsmorguninn og var sú ökuferð Ekki ánægjuleg....Með þessari rútuferð fylgdi þvílík ógleði og höfuðverkur og svo stoppaði rútan á næstum hverjum einasta áfangastað sem mögulegt var og ef að það fullnægði henni ekki þá ákvað hún að stoppa líka við einnhverja litla sveitabæi og pikka upp einnhvern lítinn sveitadreng sem var held ég ekki með heilu geði.....allann tímann frá Víðihlíð til Reykjavíkur þá var þessi drengur með svokallaðann ferðageislaspilara og var að hlusta á einnhver lög sem læknirinn hans hefur örugglega útbúið fyrir hann svo taugarnar hans haldist rólegar....En þessi lög, þau voru allt annað en eitthvað smooth og hollt fyrir heilsuna...Ég man textann svona óljóslega svo ég kvóta dauflega úr lögum hans: Maaammaa gef mér snúð, mig langar til að balblalb......man frekar lítið en ég man samt eftir að hann söng veerulega hátt að einnhverjar franskar fröken sem sátu framar heyrðu þetta vel og vandlega og hlógu dátt að þessu...Í fyrstu var maður svona; "Tahh...ississ en skondinn drengur" en svo þegar lengra var komið í þessari ferð þá var þetta bara virkilega byrjað að fara í taugarnar á manni..svo ég þurfti að umbera þetta crap í zirka 3 og 1/2 tíma ...Einnhvers staðar á milli þessara klukkustunda byrjaði hausverkurinn að aukast um helming, ógleðin varð verri og ég byrjaði að snúast í hringi. Lætin í rútunni yfirgnæfðu hugsanir mínar, sveitastrákurinn hækkaði róminn þegar hann söng viðsönginn sem var; mammaaa....Ég fékk mér sopa af Mixinu því mér leið eins og ég ætlaði að fara að kasta upp þá og þar. Mixið bætti það ekki heldur varð það bara verra. Nokkrum mínútum seinna fór einn farþeginn úr svo ég ákvað að nýta 2 sætin hans og leggjast í þau, ath. hvort ég losna ekki við ógleðina. Ég ligg þar í einnhvern tima ómeðvituð og meðvituð......
Klukkann 3:15 birtust fyrir okkur alls kyns verur sem voru öll mjög frábrugðin á sinn hátt, dökkt, hvítt, sólbrúnt, lítið fólk, hávaxið fólk, Mansonistar og fullt af öðrum skrítnum fyrirbærum sem kann betur við að kalla sig sem fólk. Borgarljósin blöstu við okkur, sjoppur hér og þar, tylftirnar af hárgreiðslustofunum, Perlan og margt annað sem þessa borg prýðir. Við vorum komin til Reykjavíkur. Grétar bróðir okkar kom á rútustöðina og sótti okkur á glæisilegu birfreið sinni sem brunaði með okkur í gegnum stórborgina með öllum ljósunum og skrítna fólkinu, það var dásamlegt að komast úr krummaskuðinu og sjá fjörugt líf Reykjavíkurborgarinnar. Þegar við komum til Grétars gerðum við ekki mikið nema spjalla og horfa á DVD, hann þurfti fljótlega að fara í vinnunna og tína fugla sem seinna eru nýttir til matar til þess að þóknast græðginni í mannkyninu, sjálf tala ég sem borða þessa fugla....Later that night kom hann heim með geeðveikan mat frá MeKong. ATH. MEKONG, gómsætur maturinn þar og ég mæli þokkalega með þessum stað, algerlega, gersamlega!! Stóru máltíðinni var lokið og maginn minn var að því að springa, ég þurfti bara að passa upp á töluna á buxunum að hún myndi ekki fjúka í burtu því annars væri eina von mín um að halda maganum í skefjum fokin út í hinn villta heim! Varlega gekk ég í áttina að sófanum og lagðist í makindum fyrir framan imbakassann. Eftir nokkra tíma í eyðslu á sjónvarpsglápi ákvað ég að leyfa augunum sem verðskulduðu sína hvíld að lokast...

Ég var vakin af Halli bróður mínum með lúðrahljóm og látum, eftir að maður er vakin þannig þá er ekki í svefninn aftur snúið. Ég fór því fram úr um níu leytið og við snæddum morgunverð. Hallur fékk síðar hina sniðugu hugmynd um að fá sér mánudagsgöngutúr yfir í Smáralindina. Þegar í Smáralindina var komið fékk ég búðarglampann í augun, móðursýkin ásótti mig og hendurnar byrjuðu að fá kast, ég hristist öll og gat ekki hugsað beint. Ég rauk strax í fatabúðirnar en aðeins 2 þeirra fengu viðskipti frá mér og það voru Zara og eitthvað annað... Þá hafði ég róast aðeins niður, þar sem ég hafði fengið að eyða peningum mínum örlítið. Síðar kíkkuðum við í Apple og skoðuðum þar tölvur og stuff, síðan var það H&M en þar ríkti haust- og vetrar tískan...Ég var ábyggilega klukkustund þar að máta og skoða föt að bræður mínir gáfust upp og fengu sér hressingu í Kringlunni meðan ég útpældi og bræddi heilann minn um hvað ég ætti að kaupa. Þegar ákvörðunin var fundin dreif ég mig í að borga fötin og fór til bræðra minna. Eftir 4-5 tíma af búðarrápi snæddum við kjúkling og borgara á KFC og let me tell you..ef að ég flyt í framtíðinni til Rvk þá er KFC ekki einn af þeim stöðum sem ég ætla að fara í hádegi úr vinnunni til að borða..frekar smyr ég mér samloku með osti sko! Það var talað svo hátt þarna að það byrjaði að myndast suð í eyrunum sem síðar breyttist í hávært bíppp! Restin af deginum fór bara í slökun, sjónvarp og góðan kvöldverð. Ég gleymdi, við fórum líka í bíó á Pirates of the Caribbean, sem er geeeðveiikk og algerlega 800 krónunnar virði! Johnny Depp fer á kostum í þessari mynd með glæsilega takta og geislarnir hverfa að sjálfsögðu ekki af honum og Orlando Bloom. Geoffrey Rush er líka magnaður sem vondi sjóræringinn!! Verðið að fara á þessa mynd, that's an order!!! OG við leigðum mynd einnvern timann sem kallast Equilibrium sem er aalger snilld, geðveikt frumleg og ýkt massíf, ég mæli eindregið með þeirri mynd!

Þriðjudagsmorgun....vaknaði á svipuðum tíma og deginum áður. Grétar kom seinna heim og við fórum aftur í búðir, meðal annars Office 1 og BT þar sem við keyptum afmælisgjöf móður okkar sem á meðal annars afmæli í dag.
(Til hamingju móðir sæl!) Glæsilegt DVD tæki varð fyrir valinu úr því að hana mömmu var byrjað að langa í svoleiðis grip;] Svo fór ég aðeins í fleiri fatabúðir og verslaði mér dót.....Þegar hungrið var byrjað að buga okkur fórum við í Kópavogsnesti og keyptum okkur djúsí hamborgara og fórum með heim og snæddum fyrir framan Futurama. Síðan var aftur legið í letinni þar til klukkan sló hálf 7. Þá var tími til komin að leggja af stað á tónleikanna, Foo Fighters:P Við byrjuðum á því að sækja bróðir Grétars og svo var næsti áfangastaður Laugardagshöllin. Ohhhhhhh-þetta voru fyrstu orðin sem hljómuðu á vörum mínum þegar ég sá kílómetra löngu röðina frá höllinni út að götu. Biðin tók sinn tíma og stóðum við þarna í röðinni í svona zirka hálftíma. Við fórum inn í stóra salinn þar sem hann var byrjaður að fyllast af fólki. Þá var klukkan eitthvað um 7. En ég hafði ekki mikið pælt útí að við þyrftum að bíða þarna þar til klukkan slægi 8..neineii....Við stóðum þarna til átta leytis þegar upphitunar hljómsveitirnar byrjuðu að spila...which sucked btw.....fyrri hljómsveitin spilaði einnhver 5 lög og eftir þau kom bara heil eilífðs biiððð....þegar biðinni var lokið kom svo seinni hljómsveitin sem var ömurleg að sjálfsögðu, hún tók nokkur lög og eftir það tók við önnur bið en samt aðeins styttri en sú fyrri.....Um klukkan TÍU þá Loksins byrjuðu tónleikarnir, en um það bil voru lappirnar mínar alveg að gefa eftir þessar 3 og hálfa klukkustunda bið og leiðilegri tónlist.....It's times like these you learn to live again, I't times like these you give and give again, I'ts times like these you learn to love again. It's time's like these times, time agaiinn mhmhmhmhm Þetta var fyrsta lagið sem þeir tóku og hljómaði það helvíti vel. En augun mín náðu nú ekki yfir alla þessa lurka sem stóðu fyrir framan mig, augun mín náðu ekki yfir alla hoppandi brjálæða unglinga, augun mín eru ekki x-ray augu sem sjá í gegnum allt og alla. Augu mín eru venjulega augu. Svo í mesta lagi sem ég sá af hljómsveitinni var þegar ég náði að troða augum mínum á litla örrifu milli hausa sem voru lengra í burtu og þá sá ég hann í fyrsta sinn, Dave Grohl, magnaður gæji með húmorinn í lagi! Allt í einu skall eitt besta lag í heimi á; My hero. Þegar það lag barst í gegnum hljóðhimnurnar mínar þá komst ég í verulegt stuð, en það var annað lagið sem þeir tóku. Ég hoppaði eins og brjálæðingur og söng eins og ég ætti lífið að leysa. Grétar var svo frábær að lyfta mér í smá tíma yfir allt crowdið (hann á heiður skilið fyrir það, ég er þyngri en djöfullin sjálfur hehe..) svo ég gæti séð hljómsveitina, og þá sá ég þá í fyrsta sinn almennilega, djöfulli var hann Dave flottur þegar hann söng, ég hef aldrei séð manneskju ná að teygja munninn svona mikið opinn til að ná hljóði út úr sér, kannski til að troða í sig Subway but singing......no sirie! En allir aðrir memberar svosem Taylor og Nate voru skrambi flottir líka, en Dave er sá sem mest vekur áhuga minn:] En ullapojjj........fólk dansaði ekkert smá og hoppuðu að svitinn bara hreinlega gusaðist úr líkama þeirra.....ég var á hlírabol og í mörg mörg skipti var fullt af fólki sem nuddaðist utan í mig og leyfðu mér að fá þeirra svita allt útum allar hendur.....viðbjóður, hreinn viðbjóður. Og svo var fólk þvílíkt blautt um hárið og hristi það svo helling svo það skvettist á mann úr mílna fjarlægð.....*shiver* En annars var þetta bara æðislega gaman. En þreytan var alveg að fara með mann. Í allt stóð ég nákvæmlega í 5 klukkustundir! Seinna, eftir sveitt og brjálað gaman fórum við á Hróa Hött og keyptum okkur pizzu og hámuðum í okkur þegar við komum heim. Þreytan var nú það gífurleg að maður fór beint í háttinn eftir það.

Miðvikudagur.......Ég vaknaði seint, eða 20 mín yfir 11.......Grétar var komin heim úr vinnunni og við íhuguðum hvað við vildum gera.....hvorki ég né Hallur þorðum að segja neitt því maður var svo viss um að það sem maður myndi segja myndu hinir aðilarnir ekki nenna að gera svo á endanum fórum við í bíltúr og svo í kringluna. Þar sátu Hallur og Grétar á kaffihúsi og ég kíkkaði aðeins í búðir á meðan. Síðar fórum við heim og horfðum á tellíið þar til Grétar fór í vinnuna. Þá byrjaði að styttast í brottför okkar til Akureyrar. Eftir 3 tíma skall það á og Sara keyrði okkur á flugvöllinn. kl. 09:15 fór flugvélin í loft og var ferðin óþægileg og leiðileg en það var dásamlegt að koma aftur til Akureyrar:] Home Sweet Home

Hey ég gef ykkur double quote seinna bara því ég verð að hætta, mamma á afmæli og gestir frammi.....fara verð......Later!!

|

föstudagur, ágúst 22, 2003

Halló halló!! La vita e bella, vegna þess að hún Sunna mín hefur loksins snúið aftur til Akureyrar and let me tell you.....She is one fried bacon! Ég þarf að vera duglega að liggja í sólinni eða það sem eftir er af henni til að ná þessu súkkulaðistykki!
En í dag var skólasetningin og það var frekar venjulegt eins og öll flestu árin nema þetta ár þá er verið að betrumbæta smíðastofuna, interesting or what? But anywho...Við fengum stundaskránna okkar og ég var bara nokkuð sátt fyrir utan það að ég og Sunna erum í fatasaum og fatasaumurinn er akkúratt þegar sund er svo við verðum færðar í sund með 6. bekk:/ Sem er ekkert sérstaklega gaman því þegar önnur hver okkar er forfölluð í sund....þá verður bara ein í sundi! Arg:S Já, svo er komin ný stelpa í bekkinn, hún Þórdís frá Breiðdalsvík, mér sýnist hún bara vera ágætis fröken! Annars held ég að skólinn verði bara dásamlega skemmtilegur, það verður náttúrlega skrítið að hafa ekki 10. bekkinn til staðar, alltaf með sína góðu góðu brandara sem tengjast rími á annan eða einnhvern hátt og margt fleira sem maður á eftir að minnast til eilífðar.....

Ég er svöng....það er tortilla í matinn og núna er verið að taka til kjúklinginn sem fer í gegt gott kryddgums en ég fæ ekki að borða af því vegna þess að ég er að fara í afmæli til Grétu og fæ að borða safaríka pizzu þar.....svo núna er ég að berjast við freistingarnar um að stökkva fram og éta kjúklinginn í mig:Þ Svona er þetta líf, freistingar allsstaðar!:O

Váts marr, svo er ég að fara á Foo Fighters næsta þriðjudag og ég fer á morgun til Reykjavíkur með rútu og svo flugvél til baka.....en rútan er slæm því ég fæ ógleði og flugvélin er líka slæm vegna þess að ég er lofthrædd.....Slæmt mál.

En ég verð að fara núna vegna þess að hann Lotus er orðinn reiður, svo Veriði bless!

Quote of the day: *Scary Movie 2*

Brenda Meeks: Cindy it's just bones. Would you run from Calista Flockhart?

Father McFeely: How is she?
Mrs. Voorhees: It's gotten worse Father. She won't eat. She won't talk to me. The child won't let me touch her.
Father McFeely: Yes, sometimes you have to give them candy, first.

Dwight Hartman: Thanks, Handyman.
Hanson: I'm actually the caretaker. Oh, aren't those cool new skates? be careful with those, you don't want to fall and break something.
Dwight Hartman: Oh, that's funny, that's funny. Let me give you a *hand*
[starts clapping]
Hanson: Why, that's awful kind of you. Why don't you give me a standing ovation?
Dwight Hartman: Why don't you lift me up?
Hanson: Ha, ok, I see where this is going. You look familiar to me. Were you in Stomp?
Dwight Hartman: You can kiss my grits.
Hanson: I think I'll be the bigger man, now, and walk away. *Walk* away.

|

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Já......amma mín átti afmæli í gær....og var það haldið einnhvers staðar utan bæjar í einnhverjum ryðguðum kofa....(ryðguðum kofa, how is that even possible?...) Og ég var að deyja úr hungri þegar við komum á staðinn og gat ekki beðið eftir því að fá gómsætar kökur og gumserí að éta, því að þegar svona stórafmæli eru í gangi þá býst maður við allavega einnhverjum kökum þið vitið.....En neinei, í staðinn fyrir tvöföldu súkkulaði kökuna mína þá fengum við að smyrja okkur brauð. Já einmitt, brauð!!
Allar krásirnar og gúmmelaðið voru nokkrar brauðstegundir, ostur, hangiket til að setja á, síld og skinka einnhvers konar. Enginn kaka né neitt. Þetta átti víst að vera rosa special, því amma lagði mikla áherslu á þetta: "Og þið megið smyrja ykkar eigin brauð" Ahh Vúpíí! ......Seinna um kvöldið komum við systkinin heim og Sara, við fórum beint í símann og bjölluðum Greifann:P

Já......ég er þreytt og svöng og mig langar líka í Brynjuís, sem er náttúrlega ekkert nýtt.....En Sunna kemur ekki á morgunn heldur hinn!! Svo þá verður kátt í koti!:) Ohh....ég er fúl, þúst ég sit hérna heima og geri ekki neitt meðan allar hinar skautastelpurnar eru að hreyfa sig og skautast í Rvk......sem er að sjálfsögðu ekkert annað en fúlindi:/ En vonandi opnar skautahöllin hér sem fljótast....Og svo á ég eftir að fara og versla afmælisgjöf handa mömmu og Grétu, panta dóteríið að utan, og finna þessa bölvuðu músík fyrir skautana......Don't you just hate it þegar þið eigið eftir að gera fullt en bara getið aldrei komið því af stað svo þið dragið það bara ennþá lengra á langinn....og svo þegar langurinn er á enda þá eru þið alltof sein í því og allt fer í stress og vesen og mörgæsin kemur og tekur ykkur í burtu......I really hate that:/

En heilinn minn er lokaður svo ég nenni ekki að hugsa á þessari stundu svo...

Quote of the day:
*Shallow Hal*
Tony Robbins: Hal, don't you think you're being a bit shallow here in the way you look at women?
Hal: Well, no! You know, I'd like her to be into culture and shit, too.
Tony Robbins: Well, let me ask you. Which would you prefer--a girl missing a breast or missing half her brain?
Hal: Hmmm, toughie. What about the other breast? Is it big?

Hal: So what do you way, like 110? 115?
Rosemary: [sarcastically] Which one of my butt cheeks are you talking about?

[After Rosemary's weight crushed a chair]
Hal: Jesus Christ! What the hell's wrong with this chair?! What's this shit made out of, anyway?!
Restaurant Manager: Uhh... Steel.

Later dudes.


|

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

*sigh* rófubeinið mitt er í messi að einnhverjum ástæðum, hef rekið mig í ómeðvituð eða eitthvað svoleiðis, svo núna þarf ég að berjast við sársaukann þegar ég sit í þessu skrifborðsstól sem á að kallast þægindi...:( Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig ég sit við tölvuna..það er hægt að lýsa því við vel agaðan dreng sem seinna er orðinn gamall kall og er að hjóla á svona gamaldags hjóli með svona bognu stýri og mjóum dekkjum...allavega get ég vel séð það fyrir mér. ARRGGG Til hvers þurfum við þetta andskotans rófubein?! Það gerir ekkert gagn nema flækjast fyrir.....i think....fussum svei!
úfff ég var að horfa á Footballer's Wives áðan, og váz það er alltaf eitthvað að gerast í þessum þætti, þessi að sofa hjá þessu, hinn að deyja, annar að græða mikinn pening...Það mætti alveg líkja þessu við Guiding Light, bara betur leikið, skemmtilegra og raunverulegra. The Bold and the Beutiful, sjitt marr það eru leiðilegir þættir! Einnhvern einn laugardaginn lá ég upp í rúmi og var að fylgjast með þessu og mig langaði til að grenja þetta er svo awful.....*shiver*

En hér er svar við Birki: Eg nenni ekki að vesenast alla leið í vesturbæinn til að rökræða við þig um manninn og hans undraverk, svo þú verður að finna upp á einnhverju öðru. Því miður. Newsflash; Birkir er illa slasaður eftir göngu upp á Súlur svo eg efast um að hann komist í vesturbæinn að rökræða, sem ég ætlaði reyndar ekki að gera fyrr en ég frétti um slysið. Svo sigurinn rennur bara til mín. Ég held að það sé mjög sanngjarnt fyrir okkur bæði, hann fær tíma til að græða sárin, og ég....well þetta bíttar mig engu svo ég held bara áfram að lifa mínu óspennandi lífi. Ekki sammála Birkir?

Fliff! Ég er í stuði and i need sugar real bad....Brynjuís, that'll cure me:þ Þegar Sunna kemur aftur, og það er á mánudag eða þriðjudag, þá ætla ég að bjóða henni upp á feiitann brynjuís....þ.e.a.s. ef ég hef efni á honum;) Því eftir aðeins fleiri daga þá fer ég til Rvk á Foo Fighters, eina uppfylling sumarsins míns, sem er búið að vera algert screwup btw......

Og svo langt fram í framtíðina, þá ætla ég að fara til Mexico, Cuba eða Spánar og leita upp tónleika með Tito Puente, Gipsy Kings eða Buena Vista Social club, vegna þess að þessi musík er alger snilld, hreinasta snilld og ég verð að komast á tónleika sem eru haldnir einu sinni að ágústkveldi, dimmu kveldi. Vindill í einni hendinni og...Brynjuís í hinni. Perfecto! Reyndar ekki parturinn með vindill því vindlar eru ullapoj! En Buena Vista Social Club hafa reyndar komið til íslands og ég var það heimsk að vita ekkert um svona góða tónlist þá...pfff En allavega, þetta er æðisleg tónlist og ég mæli eindregið með henni!
I think this is enough for today, so I'll see you later Billy. And remember, good things will happen to you.

*Quote of the day. Varð að hafa úr Lilo and Stitch, það er svo mikið krúslíbúslí:)*
Stitch: This is my family. I found it, all on my own. It's little, and broken, but still good. Yeah, still good.

Pleakley: Oh great! He's loose!
Jumba: His destructive programming is taking effect. He'll be irresistibly drawn to large cities where he'll back up plumbing, reverse street signs, and steal everyone's left shoe.

Lilo: [creating voodoo dolls of her playmates] My friends need to be punished.

Stitch: Aloha!
Gantu: You are vile, you are flawed, you are foul.
Stitch: Also cute and fluffy.

Nani: There you are honey face, this is Mr. Bubbles.
Mr. Cobra Bubbles: Nice to meet you.
Lilo: Your knuckles say "cobra"... Cobra Bubbles, you don't look like a social worker.
Mr. Cobra Bubbles: I'm a special classification.
Lilo: Did you ever kill anyone?
Mr. Cobra Bubbles: We're getting off the subject, lets talk about you, are you happy?
Lilo: I'm adjusted.
[Repeats what Nani is signing to her behind Bubbles' back]
Lilo: I eat four food groups, look both ways, take long naps and get disciplined?
Mr. Cobra Bubbles: Disciplined?
Lilo: Yeah, she disciplines me real good. Sometimes fives times a day, with bricks.
Mr. Cobra Bubbles: Bricks?
Lilo: Uh huh in a pillow case.

Jumba: WHAT?? after all you put me through,you expect me to help you just like that? JUST LIKE THAT???
Stitch: Ih
Jumba: Fine
Pleakley: Fine?!? You're doing what he says?
Jumba: Uh,he's very persuasive

Lilo: You know you wreck everything you touch, Why don't you try and make something for a change?
[stitch starts building a city out of what he finds in Lilos room]
Lilo: Wow, San Francisco.
[Stitch destroys the city like Godzilla, picks up a toy car]
Stitch: [As car passengers] Eeeeee! save me!
Lilo: No more caffeine for you.

Og síðast en ekki síst.....

[Stitch and Jumba are tossing dynamite back and forth.]
Stitch: Merry Christmas.
Jumba: It's not Christmas.
Stitch: Happy Channukah!
Jumba: One potato...
Stitch: ...two potato...
Jumba: ...three potato...
Stitch: ...four...
Jumba: ...five potato...
Stitch: ...six potato...
Jumba: ...seven potato, more...
Stitch: ...and...
Jumba: ...my...
Stitch: ...mother...
Jumba: ...told...
Stitch: ...me...
Jumba: ...you...
Stitch: ...are...
Jumba: ...it. I win!

|

mánudagur, ágúst 11, 2003

Birkir! Sko ég vil ekkert stríð, það er nóg með það að Dómsdagurinn sé kannski að renna upp, þá fer ég ekki að eyða mínum tíma sem ég á eftir ólifað í að rökræða við drengstaula eins og þig! Það vita allir að ég er betri að rökræða en þú svo við skulum ekki gera þetta flóknara en það er! muahahha....En ég get náttúrlega ekki bara neitað einvígi því ég vil nú ekki koma út sem einnhver kjúklingur svo ég fann upp á betri úrlausn við þessu vandamáli okkar. Framvegis ætla ég að hafa hér svona Comment kassa og ég mæli með að þú fáir þér þannig líka. Og svo látum við allt fólk sem skoðar síðuna okkar gefa okkur stig, eða kjósa okkur í öðrum orðum. Og sá sem stendur með flestu stigin þann 27. ágúst, hann ber siguri af hólmi! Aight? Ef þú samþykkir þetta, láttu mig þá vita á hvern hátt sem þú kýst, msn, sms,blogg, símskeyti, flöskusending, skrifaðu það á himininn. Your choice!! Ég bíð spennt eftir svari.

|

Af hverju tekur fólk því alltaf svona persónulega þegar maður spyr hvað sé í matinn?? Svo er alltaf þetta væl um að það sé alltaf kvartað sama hvað er í matinn og yadayadayada, en ég meina sumir eru bara matvandir og geta ekkert að því gert! Hafiði einnhvern timann lent í því að hafa fengið einnhvern vibbafisk sem ykkur finnst í raun og veru alger viðbjóður og segið svo að þið kúgist af honum sem er hinn hreinasti sannleikur, en kokkurinn trúir því ekki, hann heldur að þið séuð með þessa afsökun svo þið losnið við að borða fisk.......en ég meina, það er ástæða fyrir því að ég fíla ekki allan fisk. Mér finnst hann hreint og beint ekki góður!! Eins og þegar sumir borða ekki tómata, eða kjúkling, pantaða pizzu, hrossakjöt; Það hafa allir sína matvendi! Það eru ekki allir eins og fólk þarf bara að sætta sig við það!! Og ég hata líka þegar foreldrar tjá sína fílu með því að skella hurðum eða hundsa það sem maður er að segja eða eitthvað í þá áttina! Og þetta með að spyrja hvað er í matinn, það verður allt brjálað þegar það skeður, ég meina við unga kvenfólkið eigum eftir að fá þessa spurningu hundrað sinnum yfir okkur í framtíðinni þegar feiti kallinn okkar kemur þreyttur heim í vinnunni og við erum búin að púla allan dag við að ryksuga, dusta rykið af hillum og púðum, mata börnin, leika við þau, skipta um bleijur. Auðvitað verður fyrsta spurningin á vör hans: "Hvað er í matinn gæskan?" Við eigum öll eftir að lenda í þessu, svo þið ungu dömur núna sem eigið ykkur framtíð í fallegu húsi með dásamlega fjölskyldur; Go easy on your kids, aight? (Þessi framtíðardæmisaga er fictional, svo ekki taka þessu nærri ykkur, þið eigið ábyggilega eftir að eiga skemmtilega framtíð.)En ég veit að ég með mitt skap og óþolinmæði að ég verð ábyggilega eins, en ég ætla samt að reyna að koma í veg fyrir það!

úff mig dreymdi 4 skemmtilega drauma síðustu 2 nætur. Fyrsti var alger snilld, Við sátum fullt af krökkum inní skólastofu í fyrsta tíma í myndlist, og þar á meðal var Bosco úr Third Watch (geggjað sætur btw!) og í draumnum var hann semsagt jafngamall mér. Og hann var eitthvað að tala um að hann væri að fara að segja upp kærustunni sinni en vissi ekki hvernig hann ætti að gera það. Og svo allt í einu var ég, hann og kærastann hans komin á hjól og við vorum öll að hjóla inní kjarnaskógi. Mig byrjaði síðan allt í einu að svima og ég sá allt á hreyfingu og eitthvað vesen. Þá datt ég niður í jörðina og lá þar bara, en þetta var samt líkt og að ég væri bara að gera þetta til að fá athygli Boscos.(i draumnum hét hann það ekki og var ekki karakterinn sem hann er í Third watch!) En þá stoppuðu kærastann hans og hann, og hann kom hlaupandi til mín og reyndi að vekja mig, en ég rétt svo rumskaðist eitthvað, svo allt í einu leið yfir hann....svo ég sast rólega upp og ath. hvort að það væri ekki í lagi með hann, hann lifnaði við eftir nokkrar sekúndur og faðmaði mig. Svo stóð hann upp og við föðmuðumst bara heillengi. Þúst....hvar var kærastan hans þegar þetta átti sér stað? heheheh.....En allavega, svo eftir þetta langa dramatíska faðmlag þá fór þetta yfir í annan draum;

Í honum var ég alltaf fljúgandi útum allan bæ, og í eitt skiptið var ég að reyna að hjálpa einnhverjum öðrum að fljúga og hann tók svona langt tilhlaup, stökk upp í loftið (ég hélt sko í hendina á honum allan tímann) svo þegar hann stökk upp í loftið flaug hann svona einn meter eða svo og hrapaði svo niður í jörðina og ég með. Það var fyndið í draumnum man ég og allt fólkið sá þetta. Svo ég skildi þessa manneskju eftir og hélt áfram að fljúga ein. Ég fór svo eitthvað inn í miðbæinn og þar var einnhver stemmning í gangi svo það var fullt af fólki þar. Í bænum hitti ég svo Johnny Depp en í draumnum var hann sami gaur og úr fyrri draumnum, semsagt hann Bosco. En hann hafði bara breyst yfir í Johnny. En í þessum draumi var hann alveg eins og hann leit út í "From Hell". Eitt skipti var einnhver gaur með byssu að reyna að skjóta eitthvað fólk og ég reyndi að tala hann til en hann ætlaði bara að skjóta mig, svo allt í einu tók hann til fótanna. Ég fór á eftir honum og náði að stökkva á hann, svo hrundi hann í götuna og ég barðist við að halda honum. Ég kallaði svo á Johnny og hann kom hlaupandi og tók hann fastan...Eftir þetta kom kærastan hans en hún hafði breyst yfir í eina stelpu sem mér líkar ekki við og spurði hvort hann myndi ekki vilja koma með henni á einnhvern skemmtistað, og hann jánkaði því eins og hann hefði ekki annarra kosta völ. En þau voru samt að ætlast til að ég kæmi með, en ég sagði þeim að fara bara tvö, og þá kom eitthvað þvílíka dramatíska lagið og Johnny horfði á eftir mér með samviskubitssvip á sér meðan ég labbaði á brott. Þegar ég var komin lengra þurfti ég að bjarga einnhverju fólki úr svona loftstokki vegna þess að það voru Aliens á eftir þeim, og hindranirnar í lofstokkunum voru blýantar sem voru kubbaðir saman, og ég var með einnhverja ofurkrafta þannig að ég náði að sparka þeim upp...Svo komumst við út en þá komu fleiri Aliens á móti okkur, og ég var sú eina sem kunni að fljúga svo ég sagði við þau að það væri betra að einn myndi bjargast enn að allir myndu deyja, svo ég flaug í burtu..hehe ekkert smá ill marr:S Ég flaug upp í eitthvað tré þar sem pabbi minn var, en hann var ekki mennskur lengur, heldur hafði hann breyst yfir í fisk, svo ég setti hann í bakpokann minn því ég gat bara flogið. Svo fór ég niður á jörðina og þar hitti ég mömmu mina og bróðir. Ég sagði þeim að taka bakpokann og ég myndi koma eftir smá stund. Þá fór ég inn í 10-11 eða einnhverja matsöluverslun og hitti þar strák sem vann á kassa og spurði hann hvort að hann vissi eitthvað um Johnny. Strákurinn brosti og opnaði veginn fyrir aftan kassann. Þar inni lá Johnny með einnhvers konar sjúkrabindi um magann á sér. Brosti til mín og ætlaði að standa upp. En eftir það man ég bara ekki meir, nema að ég var að fljúga helling. En svo seinni nóttina dreymdi mig annað.....;

okei, í þessum draumi var ég Cameron Diaz og var að leika í einnhverri mynd með Edward Burns.....eftir einnhverjar nokkrar sekúndur af tökum á þessari mynd, breyttist ég aftur í sjálfa mig. Og þá sat ég á jörðinni og lítil stelpa hliðina á mér. Við vorum eitthvað að spjalla og svona þegar allt í einu birtust fullt af dýrum sem voru særð. Og þau sátust á mig og stelpuna svo við vorum að meiða okkur þvílíkt mikið, af hverju?-það veit ég ekki!. En allavega, ég man eftir að þegar einnhver geit eða eitthvað var að sitja á mér, þá var það þvilíkt vont, ég man eftir sársaukanum. Seinna dó ég svo útaf þessum sársauka. Seinna breyttist ég yfir í draug, en var samt fólkinu sýnilegt. Ég fór síðan á jarðarförina mína sem var mjög falleg og talaði þar við kunningja mína og spurði dánarsögnina mína. Hún var að geitin hafði sparkað í lærið mitt eða eitthvað og hitt á slagæð og þannig dó ég....síðan spurði ég um stelpuna, hvort hún hefði lifað af, en hún gerði það ekki, sem mér fannst ekkert smá sorglegt, því þessi stelpa var alger dúllus:( En svo fór restin af draumnum bara eitthvað í það að ég og einnhver vinkona mín sem ég þekkti ekki vorum að gera restina af lífi mínu skemmtilegt, sem ég skildi ekki alveg vegna þess að ég var þáþegar dáin....En það var samt skemmtilegur draumur!:P

Hinn draumurinn minn....hann fjallaði um að ég fékk fullt af blöðum með myndum af ýmsu fólki á og ef ég benti á einnhverja manneskju þá birtist hún mér og byrjaði að spjalla við mig og eitthvað. Og að sjálfsögðu voru þetta allir strákar heheh......En allavega, ég benti á einnhvern strák sem var gegt sætur og hann kom til mín og barði mig að einnhverjum ástæðum og ég varð gegt pisst svo ég gaf honum kinnhest. En þá varð hann geðveikt sorgmæddur, eins og ég hefði sært tilfinningar hans...þá fékk ég eitthvað guilt yfir því svo ég faðmaði hann og sagði að mér þætti þetta leitt og eitthvað crap....við fórum svo að labba um, en þá kom kærastan hans bálreið og sagði honum að koma svo hann fór skömmustulega í burtu frá mér....hehe.......Síðan tók ég aftur upp bunkann af blöðunum mínum og benti á annan mann. Og getiði menn, þá kom hann Kevin Cline á blæjubíl og ég, Sólveig og Steinunn hoppuðum upp í bílinn. En seinna á rúntinum reiddist hann af einnhverjum ástæðum svo hann skipaði okkur að fara út. En þá sagði ég honum að skila mér allavega sængunum okkar Sólveigar (ég skil ekki heldur?!), en hann neitaði því og keyrði semsagt í burtu með sængurnar okkar. Svo hann stal sængunum okkar!! .....Þá varð ég gegt smeyk við að fara heim því mamma myndir vera forvitin hvers vegna ég hefði ekki sængina mína með. En þá var ég allt í einu komin í rúmið mitt og sængin var þar, ég var vöknuð.

En allavega, ég varð bara að tjá mig um þessa drauma mína, þeir eru svo skondnir á vissan hátt....:P

Quote of the day:P

*Evolution* Ira Kane-David Duchovny, Harry Block-Orlando Jones, Wayne Grey-Seann William Scott
Ira Kane: Ira Kane, head of the science department, Glen Canyon Community College.
Harry Block: Harry Block, geology professor, Glen Canyon Community College.
Wayne Grey: Wayne Grey. I took some chemistry in high school.

Wanye Grey: [trying to get the aliens attention] Ka Ka Tukki Tukki.
Harry Block: I think we have established that, "Ka Ka and Tukki Tukki," are not working.

[Harry has just had an alien removed rectally]
Dr. Allison Reed: Can we get you anything?
Harry Block: Ice cream...I want some ice cream.
Dr. Allison Reed: Ice cream, ok, what flavor do you want?
Harry Block: It doesn't matter. It's for my ass.

[They see a dying monster coughing something up.]
Wanye Grey: Whoa! It's like a big lugie!
[The 'egg' breaks, and another monster comes out.]
Harry Block: Mazel tov! It's a boy!

Það voru svo margir skemmtilegir að ég gat ekki valið svo:D
En bæjó!

|

laugardagur, ágúst 09, 2003

Váts, veðrið er búið að vera skrítið síðustu daga, í gær var þvílíka hellidemba, svo í morgun og allan dag var sjóóðandi heitt, og svo er núna seinna um kvöldið byrjað að hellidemba. Veðrið í útlöndum er líka búið að vera stórskrítið, sjóðandi heitt svo að fólk fuglar og fleiri hlutir eru bara að deyja. Hver veit, kannski er heimsendir að nálgast, alveg eins og hinn vitri heimspekingur hann Hallur var að tala um. Það er nokkuð til í því.

úfff.......sælgætið og kökurnar eru byrjuð að haunta mig,,, frænka mín situr hér með stóóran poka af nammi, þið vitið, 50% afsl....og......I'm exploding!!:S Mig langar líka geggjaðslega mikið í svona tvöfalda súkkulaði köku, svo það eru tvö lög af súkkulaði, og svo íískalda mjólk......yuumm.....Einnhvern veginn finnst mér að ég hafi talað um þessar freistingar áður..hmm...

En ég fór á fiskihátíðina á Dalvík í dag, og það var heitt! Maður þurfti að flýja í hvaða skugga sem maður koma auga á bara til að forðast ofþurrkun...ekki taka þessu bókstaflega. But anywho,, mér leiðist skelfilega, það er að sjálfsögðu ekkert nýtt. En það styttist enn óðar í að SUNNA komi heim:D:D Það verður dásamlegt......... Ennnn ég hef ekkert meir að segja, as usual, so l8er dudes!

*Signs* Mel Gibson, lifir sig inn í Sheriff starfið:P

Graham Hess: The police are here. I am with them. I am a police officer. I just want to talk with you. We know all about the hoax. We already took some of your friends downtown in a paddy wagon. Just tell us your name and why you did it, and we'll give you the same deal we gave the others. Don't throw your life away, son.

|

föstudagur, ágúst 08, 2003

Ég verð víst að skrifa eitthvað á bloggið mitt því aðdáendur mínir eru byrjaðir að flippa og kasta eggjum í húsið mitt. Þar á meðal einn brjálæðingur hann Birkir K. Ég hef líka ekki bloggað neitt síðan á sunnudaginn ef ég man rétt svo það er tími til kominn.

Fór á Legally Blonde 2 áðan.....hún var.....well.....hún var svo sem ágæt, en það var wayy to much af þessum ræðum....þannig ræðum um hvað fólk er gott, lífið frábært and the same crap over and over again.....og svo í endann urðu náttúrlega allir vinir og allt í gúddí .....cmon, fólk veriði raunsætt og hættið að lifa í fantasíum, lífið er ekki eins gott samanborið við myndir sko! En að sjálfsögðu lifum við öll í öðrum heimi og teljum okkur trú að eitthvað gott eigi eftir að henda mann.....sem er náttúrlega hið besta sko!...

Jeijj!! Það eru bara 11 dagar þar til hún Sunna, ljós lífs míns, kemur tilbaka frá æsiheitri Spánni:D Þá munu ríkja gleðistundir hér í Akureyrarbæ og hlátrasköllin hljóma eins og klukknahljómur:) Ég veit, ég get átt mínar ljóðastundir:?*blush*
En á meðan við Akureyringarnir sitjum hér í 10 stiga hita er hún liggur hún í makindum við sundlaugina, drekkandi martíní heh ég meina íste, og spókar sig í 40 stiga hitanum...isssss........En samt, ekki er allt gull sem glóir, núna síðustu dagana, vikurnar, hafa um 12 manneskjur látið líf sitt fyrir þetta letilíf þarna á Spánni, sem er þvílíkt sorglegt:/ En ég vona bara að hann Almighty okkar láti regnið falla til þeirra sem þurfa á hjálp að halda...eða eitthvað í þá áttina..

Okei ég er svöng, óþreytt, langar í pizzu en ekkert er til nema banani og cheerios....as usual! En það er ekki gott að vera svangur á kvöldin því það er óhollt að borða seint, og það er ekki gott að vera óþreyttur þegar maður er svangur, því þá er lengra í að maður sofnar, og því lengra sem maginn bíður eftir mat, því svangari verður hann......

ARRRGGG Lífið er svo...Ekkert að gera!! Ég er búin að hanga inni síðustu vikuna, eða síðan versló og gera ekki rassgat!! Hvert einasta kvöld stilli ég vekjaraklukkuna OG símann minn, en einnhvern veginn ómeðvitað þá slekk ég á báðu, svo ég sef til eitthvað 12, sem er bara slétt ekki kúl! Vegna þess því seinna sem maður vaknar því úldnari og pirraðari verður maður....og ég vil það ekki, ég vil vakna snemma, hress og kát í bragði, kannski laga til, sauma mér einnhverja indæla flík, eða dunda mér við eitthvað annað! Ekki vakna um 12 leitið.....ahhh nú get ég gert það sem ég geri alla daga, ligg í rúminu og horfi á sjónvarpið þar til ég fær hausverk, tek svo töflu við verknum, legg mig úr því að ég er með hausverk, vakna svo enn úldnari, horfi meir á sjónvarp þar til hausinn minn springur og sama ferlið fer annan hring!! Þið trúið þessu aldrei, en mig hlakkar til að byrja í skólanum....then i can at least do something, og þá byrja skautarnir aftur, ahhhh mig hlakkar ekkert smá til þess!!

En allavega hér er quote dagsins, enjoy my fellow Icelandics!

Big Trouble, aftur:) Mér finnst þessi bara svo ansi skondin, you know!

Henry Desalvo: We have a die-hard situation developing in the kitchen.
Leonard: What's happening?
Henry Desalvo: Well, either he's going to whack 'em with a rolling pin or bake him a cake. I don't know. Could go either way with this crew.

Johnny K.---Eddie: Let's get the hell outta here, Snake. I think I hear one of them silent alarms.

See ya'll later!

|

sunnudagur, ágúst 03, 2003

*sigh*........úfff.....þetta er búin að vera frekar leiðileg versló.....það er nefnilega Enginn hérna sem ég þekki, þúst Sunna á Spánni sem er náttúrlega bara ömurlegt;( Og svo eru Steinunn og Sólveig í Norge.....þannig að við erum svo fá eftir sem getum haldið í okkur stuðinu um versló:/ Þannig að ég get ekki sagt að ég hafi skemmt mér neitt voða um helgina......En það var nú samt skondið þegar einnhver náungi sýndi rassinum hennar Grétu ansi mikinn áhuga, hann meira segja stoppaði og sagði: "Yo!"......Svo hitti maður fullt af fólki sem voru ansi vel íðí! En í kveld er lokahóf þessara helgar, flugeldasýning og eitthvað um að vera í KA heimilinu....ég býst við því að ég fari á sýninguna ef ég finn einnhvern til að fara með.....en KA heimilið er ég ekki alveg viss um......maybe.....

En nú er aðeins 2 vikur þar til hún Sunna músíkrúsíið mitt kemur aftur og ég dauðhlakka til þessa!!:) Þá kemur hún tilbaka með fullt af myndum til að sýna mér, af sætum strákum og sollis;);) Ég dýrka myndir:D:D

Uffff var að sjá trailerinn að Scary Movie 3, sem kemur út í oktober, þriðja. Það verður massíf snilld sko. Og svo kemur fjórða myndin út 2004:þ .............en ég er svo þreytt og langt niðri svo það verður ekki meir að þessu sinni!

*FUTURAMA
*Leela: Didn't you have ads in the 21st century?"
Fry: Well sure, but not in our dreams. Only on TV and radio, and in magazines, and movies, and at ball games..and on buses and milk cartons and t-shirts, and bananas and written on the sky. But not in dreams, no siree.

|