mánudagur, október 31, 2005

How it ends

Væri til í að sjá þessa mynd...

Everything Is Illuminated

...sef ekki dúr.

|

sunnudagur, október 30, 2005

Hamagangur

Gærkvöldið var býsna villt. Hitti gamla félaga mína sem var afskaplega gott að sjá aftur, fór í listagilið og hlustaði á hressa tónlist og endaði kvöldið í rólegu teiti.
Ágætis kvöld.

Það er rosalega gott ef maður sefur yfir sig og missir af teiknimyndunum að þá er alltaf hægt að stóla á Cheers á Skjá Einum.
"I'm not bitter Sam. I'm just consumed by a knawing hate that's eating away at my gut until I can taste the bile in my mouth."
Ágætis þættir.

Mér finnt ég alltaf vera að upplifa sunnudaga. Af hverju eru þeir svona oft, ég vil hafa þá bara aðra hverja viku, það væri frábært.
Ágætis þrá.

Hallur er kominn með nýtt blogg og ég hvet fólk til að skoða það þar sem hann skrifar oft skemmtilega pistla og þá sérstaklega gonzo journalism, það er áhugaverð lesning. Hann og Gunni, vinur hans, eru með þetta blogg sameiginlega og endilega skoðið The Suicide Booth
Ágætis byrjun.

Ég kveð með höfuðið ofaní vatni.

|

laugardagur, október 29, 2005

Outer-Creek

Þá er bekkjarpartýið á Ytri-Vík liðið hjá og ekki get ég sagt að það hafi verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en ágætis skemmtun? Já ég held það megi alveg segja það.

-Ferðin úteftir var samt mjög skemmtileg. Ég og Erla fórum í bíl með Kristínu og við áttum heitar umræður um The Notebook og hvað veruleikinn er frábrugðinn kvikmyndum.
-Við vorum ótrúlega harðar og keyrðum niður brekkuna á Subaru Imprezu...og upp brekkuna aftur.
-Katrín kynnti okkur fyrir sniðugum leik sem ég skemmti mér vel í.
-Við dönsuðum villt og tryllt við góða tónlist.
-Sumir voru vitlausir og flökkuðu á milli áfengistegunda sem leiddi til mikillar ælu.
-Sumir dóu.
-Mætingin var af skornum skammti en skammturinn var samt prýðisfólk.
-Ég átti góðar umræður um megrunarkúra og mat.

Þegar klukkan var gengin í 2 fórum við aftur til Akureyrar og á leiðinni glumdi sefandi tónlist í eyrunum varð til þess að allir urðu frekar syfjaðir. Ég fékk að nota salernið hjá Erlu og þá verð ég að segja að þetta var besta salernisferð sem ég hef nokkurn tímann farið í. Svo fékk ég að smakka heimsins bestu skinkuhorn hjá Erlu og ég finn ennþá eftirbragðið af því. *Slef*

Þegar á botninn er hvolft þá var þetta bara nokkuð skemmtilegt kvöld. Ég skemmti mér mjög vel með Erlu, Katrínu, Sigrúnu, Júlíu, Kristínu og Védísi og ég segi bara við ykkur stelpur mínar, við munum gera betur næst.

|

miðvikudagur, október 26, 2005

No_7

Núlíðandi viku hef ég verið í því átaki að mála mig ekki neitt. Vanalega set ég á mig maskara á morgnana, svona aðeins til að lappa uppá tuskulegt útlit mitt, en núna vakna ég á morgnana og geri ekkert slíkt. Þetta er ótrúlega þægilegt og ég mæli með að allar stelpur taki uppá þessu. Ég er viss um að þið stúlkur hugsið núna „Guð minn góður, ég get ekki farið út meðal almennings ómáluð, jeminn nei." Alls ekki vera smeykar við þetta, ég ætla að gefa ykkur hér nokkra góða og gilda kosti við það að vera ómálaður yfir daginn.

1) Þú getur nuddað augun að vild án þess að hafa áhyggjur af því að maskarinn klessist útum allt. (Yndislegt að nudda augun.)
2) Getur sofnað í tíma/eyðu og ekki haft áhyggjur af því að maskarinn skilji eftir sig svarta bauga.
3) Ef þú ert ómáluð á virkum dögum, í skóla og þess háttar og ferð svo út að skemmta þér um helgar þá tekur fólk frekar eftir fegurð þinni þar sem viðbrigðin eru svo mikil er þú stekkur úr venjulegri/ómálaðri manneskju yfir í flaming hot gellu.
4) Betra er að fólki bregði við að sjá ásjónu þína svo fagra heldur en að fólki bregði við að sjá þig úldna. Það sem ég vil meina: Ef þú ert máluð alla daga og mætir svo einn daginn ómáluð í skólann þá fær fólk frekar neikvætt sjokk, en ef að þú ert úldin alla daga og svo bamm! mætiru sem flaming hot gella á ball í skólanum, þá fær það jákvætt sjokk.
5) Þú getur nýtt þessar dýrmætar 10 mínútur sem fara í málningarbras á morgnana í eitthvað skynsamlegra t.d. góðan svefn.

Þessu átaki mun ég halda áfram og stelpur, takið saman höndum, held það komi ykkur skemmtilega á óvart hversu þægilegt þetta er.

|

þriðjudagur, október 25, 2005

Borborygme

Í staðinn fyrir að gera eitthvað af því sem ég þarf að gera sit ég hér og blogga um ekki neitt. Ég er afar hrædd um að ég sé að breytast í það sem ég hef alltaf óttast...Tossa.

Mér til mikillar gremju er jólaskraut farið að poppa upp hér og þar. Hagkaup er stútfull af allskyns jólaglingri og fólk er meira að segja farið að setja seríur út í gluggana sína. Þetta sýgur algerlega allan jólaandann úr manni og skilur fólk eftir jólafílingslaust. Vonum bara að hlutirnir fari ekki út í meiri öfgar eins og að til byggða komi 13 jólasveinar til viðbótar eða þá að tekið verður einfaldlega uppá því að hafa jólin allan ársins hring, líkt og í skáldsögu Dr. Seuss.
Mér finnst að það ætti að gera þjóðarmarkmið og halda jólaæsingnum í buxunum þar til lok nóv./1.des.

Fór á DeppMA vöku áðan og það var horft á Cry-Baby. Stórfurðuleg mynd en tónlistin skemmtileg og Johnny skartaði sínu fegursta og fékk tær kvenmanna í Kvosinni til að krullast.

Til að fylla upp í eyðurnar, season all.

|

föstudagur, október 21, 2005

Leiðrétting

Tryggvi Páll og Jónas Orri eru mestu plöggarar októbermánaðar.

Þúsund sinnum takk.

|

fimmtudagur, október 20, 2005

Skólinn verður alltaf skemmtilegri og skemmtilegri. Ég hlæ meira heldur en ég læri.

Í gær sáu Birkir og aðrir piltar um gríðarlegt plögg og keyptu eina 14 miða á Sigur Rós tónleika þann 27. nóvember. Einn af þessum 14 miðum verður minn. Eins og Erla talaði um, þá fæ ég hnút í magann við tilhugsunina. Ég mun ábyggilega detta úr öllu sambandi, fljóta í öðrum heimi og gráta.

Lengi vel hef ég viljað halda því fram að maður segir "Tölva" en ekki "Talva" og ég spurði mann nokkurn sem er vel að sér í íslenskunni og ætti að vita þetta manna best...hann svaraði mér því að maður notar orðið "Tölva" en eigi "Talva".
*Hams*

Það er margt til að hlakka til...

7 dagar í AB bekkjarteiti.
18 dagar í Randes ferðina.
38 dagar í Sigur Rós.
42 dagar í Árshátíð.
65 dagar í Jólin.
5 mánuðir og ein vika í átján ár.

Með hamingjusaman huga ég kveð

|

sunnudagur, október 16, 2005

Ny myndasiða

Þá er ég komin með nýja myndasíðu en ég mun vinna í því seinna að breyta linknum á henni.
Slóðin er: Myndasida. Um að gera að skoða myndirnar úr skálaferðinni.

...talandi um skálaferð, ég nennti ekki að blogga um hana svo ég vísa bara leiðina á bloggið hennar Erlu, en þar er hægt að lesa allt um ferðina.

Allt að gerast, hjólin stjórnlaus og tíminn alltaf jafn knappur.

|

þriðjudagur, október 11, 2005

27 dagar

Get ekki lýst reiði minni einmitt núna. Ég var komin með þennan fína pistil og var að leggja lokahönd á þetta þegar allt þurrkaðist út. 1-2-3-4-...10. Okei þá byrja ég bara upp á nýtt.

Það styttist æ óðar í Randes ferðina og í dag fengum við upplýsingar um manneskjuna sem við komum til með að gista hjá. Ég verð staðsett á sveitabæ nokkrum 12 km frá Randes en á býlinu eru hestar, svín og hundur. Ég er nokkuð viss um að enginn annar í A eða B bekk muni gista á sveitabæ líkt og ég en samt er ég nú bara ligeglad með það, hef alltaf haft gaman af sveitasælunni og friðsæld, ef eitthvað er þá hlakka ég bara afskaplega mikið til.
Anne Kaa heitir stelpan, hún er 18 ára og hún lýsti sér sem mjög frískri stelpu sem lætur bæjarrölt um helgar ekki fram hjá sér fara...svo og Doktorinn hennar Erlu, hún hefur býsna gaman af helgunum sem lofar nú öllu góðu. winkwink.

Það var mikið gert gys að hinum og þessum pennavinum og ég hló alveg ótrúlega mikið yfir öllum athugasemdunum. Samt ekki jafn mikið og Erla, hún var alveg að missa sig yfir þessu...þá sérstaklega skátanum hennar Katrínar sem lifir víst og andar fyrir skátahreyfinguna. Hahah...góður dagur þrátt fyrir slugs á ýmsu.

En ég ákvað samt að skella upp einni mynd af Gene Wilder þar sem ég hef ekki sett mynd á bloggið mitt í dálítinn tíma.

|

sunnudagur, október 09, 2005

Pure Imagination

Ég einfaldlega fæ ekki nóg af þessu lagi, ótrúlega fallegt lag og myndin líka ótrúlega falleg. Ég vona að sem flestir drífi sig á næstu videoleigu og taki sér eintak af Willly Wonka And The Chocolate Factory.

Gene Wilder er virkilega góður leikari ef ekki einn af mínum uppáhalds og ekki er hann síðri sönglega séð. Fyrir ykkur sem vitið ekki hver Gene Wilder er...óheppin.

Veit ekki hvort þið lesendur getið hlustað á þetta en ég læt á það reyna.

Pure Imagination

|

föstudagur, október 07, 2005

Le cafard

Ég hafði haldið að ég væri frekar sterk en í rauninni er ég ekkert nema lítil, veikburða hnáta sem á það til að festast í augnablikinu og komast ekki úr því.

|

fimmtudagur, október 06, 2005

Danny Elfman

Ég er búin að liggja sveitt yfir tónlistarvali fyrir frjálsa prógrammið mitt og loksins, loksins hef ég komist að niðurstöðu...svona nokkurn veginn.

Lengi vel hef ég verið aðdáandi Danny Elfman og ætlaði mér alltaf að nota eitthvað af hans tónlist. Það var ekki fyrr en núna að ég sló til. Þegar mixingum verður lokið mun lagið vera eitthvað í þessa áttina: Charlie And The Chocolate Factory/Edward Scissorhands/The Hulk. Mig grunar að þetta verði bara nokkuð hipp.

Október og nóvembermánuður verða auðugir af fjöri en framundan er...
-Skálaferð
-Bekkjarteiti
-Vikuferð til Randes, Danmörku
-Sigur Rós tónleikar (vonandi)
-Árshátíð (reyndar í byrjun des)

Mér þykir það miður að ég hef tekið upp á nýjum lífshætti með ýmsum ósiðum. Sem dæmi má nefna kaffidrykkju, af og til í of miklu magni, fara seint í bólið sem verður til þess að ég sofna ALLTAF í sögutímum, geyma allt sem þarf að vera gert þar til á seinustu stundu.
Eins og svo oft er sagt þegar ekki er vitað hverju skal svarað: "Ekki er það nógu gott." Ég ætla því að reyna að bæta úr þessu rugli, fara fyrr að sofa, skella í mig nokkrum spirulinum og halda kaffinu innan hóflegra marka.

Út og yfir

|

sunnudagur, október 02, 2005

Freebird

If I leave here tomorrow
Would you still remember me?
For I must be travelling on, now,
'Cause there's too many places I've got to see.
But, if I stayed here with you, girl,
Things just couldn't be the same.
'Cause I'm as free as a bird now,
And this bird you can not change.
Lord knows, I can't change.

Bye, bye, its been a sweet love.
Though this feeling I can't change.
But please don't take it badly,
'Cause Lord knows I'm to blame.
But, if I stayed here with you girl,
Things just couldn't be the same.
Cause I'm as free as a bird now,
And this bird you'll never change.
And this bird you can not change.
Lord knows, I can't change.
Lord help me, I can't change.

|