fimmtudagur, júlí 21, 2005

Tuttugastiogfyrsti júlí

Var að róta í tölvunni minni og fann nokkrar myndir frá gönguferð okkar pabba í íshellinn í haust. Ákvað að skella þeim á Jamapple. Góður staður sem maður þyrfti að sjá aftur.

Fimmtudagur á morgun, frídagur. Road trip austur, vestur, norður eða suður. Kannski að við tökum bara vegahandbókina með, opnum hana og bendum á einhvern stað og það verður áfangastaðurinn okkar.

Ég var í Nettó um daginn og fann Eplamauk, mér fannst það svo sniðugt svo ég ákvað að kaupa eina krús af Eplamauks barnamat, borða hana og gefa svo yfirlýsingu/gagnrýni á hvernig Eplamaukið smakkast. Ég opnaði krúsina eitt skipti og gleymdi henni svo...það eru nokkrar vikur síðan og dökkleit skán farin að setjast á maukið, svo ég held að gagnrýni á eðal Eplamauki verði að bíða...

Lifið heil

|

laugardagur, júlí 09, 2005

Hitt og þetta

Ég fékk eina skemmtilegustu lýsingu á hver Batman í raun og veru er...

"Batman er snarbilaður maður með svarta leðurgrímu og fetish fyrir að leysa glæpi og berja á óþokkum. Undir grímunni er hins vegar dáfallegur kvennmaður með allt fallegt sem fylgir kvennmönnum. Ég gæti komið með innihladslýsingu, en ég held að það sé við hæfi að koma með veðurspá: sól, hiti 27 stig, logn eða rjómablíða og stundum bjór inn á milli." sbr. Steini

Steini er elskulegur, ungur piparsveinn sem býr í borg óttans. Hann minnir mig ískyggilega á Tobey Maguire en þó aðallega neðri partur af andliti hans.
Ég er viss um að ég og Steini erum skyldmenni á einhvern hátt því að hakan hans er óhuggnalega lík minni höku og það eru ekki margir með svona höku...in fact þá held ég að við séum þau einu með slíka höku...jú svo og Jay Leno.
Steini er orðheppnasti maður sem fyrirfinnst. Það er í rauninni ofraun fyrir alla að bera sigur úr býtum í rökræðum við hann.
Steini er hjartnæmur maður, það sannaði hann í einni heimsókn sinni hér til Akureyrar. Ég hafði eldað mat fyrir hann og Kristjönu og þau voru bæði búin að éta á sig gat af Greifapizzu og brauðstöngum fyrr um daginn en þrátt fyrir það þá borðaði Steini dágóða summu af kjúklingnum, bara svo að tilfinningar mínar í garð eldamennskunnar yrðu ekki særðar.
Steini er svo sannarlega eðal.

Þá skipti ég úr öðru efni yfir í önnur...
...Ég elska ullarsokkana mína, þeir eru hlýjir, renna mikið á parketinu sem er gaman og svo eru þeir líka rauðir.

...Uppá síðkastið hef ég verið að horfa á nýtt afþreyingarefni. Ég hef ekki séð mikið af casting crew-inu í einhverju öðru en þessum þáttum nema kannski Portia De Rossi sem allir muna eflaust eftir í Ally McBeal. En það er það sem gerir þessa þætti alveg superb, allir leikararnir eru óþekktir en þeir fara svo ótrúlega vel með þessi hlutverk að hálfa væri nóg. Ég er viss um að þættirnir væru mun síðri ef að Elijah Wood, Kirsten Dunst, Ellen Burstyn og þess háttar leikarahópur færu með aðalhlutverkin. Reyndar er ágætt þegar frægir leikarar poppa í einum og einum þætti, t.d. Heather Graham og Julia Louis-Dreyfus.
Upptakan er ekki uppá milljónir, en alls ekki eitthvað sem skemmir fyrir.
Allavega...Þættirnir heita Arrested Development og ég fortakslaust með þeim.

...Mér er farið að líka æ meir vel við vinnuna mína. Morgunvaktirnar geta verið frekar leiðinlegar en kvöldvaktirnar eru hreinasta snilld, oftast. Ég vildi að kvöldvaktirnar gætu verið á morgnana, það er svo mun betra að byrja vinnuna snemma og ljúka henni fyrr um daginn, þá getur maður nýtt daginn í eitthvað sniðugt. Það er ekkert sérstakt að vakna um hádegisbil og hafa ekkert að gera þar til maður fer í vinnuna þar sem að allir aðrir nema ég eru í sinni vinnu...
Verð að finna mér eitthvað hobby.

...Hobby. Ég gæti leitað að pöddubókinni okkar og farið að stúdera skordýralífið...það er surprisingly skemmtilegt. Eða fugla, eigum óteljandi fuglabækur, kannski ég taki uppá því að fræðast um fugla.

...Hver sá sem veit svörin að öllu gefi sig fram.

Yfir og út held ég bara

|