miðvikudagur, mars 29, 2006

Turkish ullarsokkar

Já það hlaut að koma að því einn daginn. Dagurinn í dag var sá dagur.

Ég og Erla vorum að labba niður stigann í Gamla skóla ásamt Snæfríði bekkjarsystur okkar. Til allrar lukku hafði Roberto hleypt okkur fyrr úr tíma þannig að klukkan var um 20 mínútur yfir ellefu og því góðar 5 mínútur í rush hour. Mér varð litið á sokkana hennar Erlu og tók eftir því að hún var í ullarsokkum, alveg eins og ég. "Hey kúl, þú ert líka í ullarsokkum!" Einni tröppu síðar, eftir ullarsokkaathugasemd mína fann ég hvernig ég missti fæturna undan mér. *Bomm-bomm-bomm-bomm-bomm-bomm-bomm-(jebb, þau voru svo mörg)* Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta gerðist en það eina sem ég sá voru turkish ullarsokkarnir mínir í loftinu og ég fann hvernig rassinn minn hlammaðist í hverja Einustu tröppu í stiganum. Ótrúlegt en satt þá slasaðist ég ekki neitt og ég mætti þakka afturendanum fyrir að hafa dregið úr þessu rosalega falli. Ég leit upp í stigann og sá skelfingarsvip hennar Erlu og fór að skellihlæja. Þarna lágum við tvær í dágóða stund í svo miklum hláturskrampa að það verkjaði. Eins og ég sagði áður voru 5 mínútur í rush hour svo það varð enginn annar vitni að þessu nema einhver piltur sem var að bíða eftir að fara í þýsku munnlegt próf (held ég), hann hló mikið.

Ég vil hvetja alla nemendur í MA til að fara varlega á ullarsokkunum, það er svo sannarlega sleipt hérna.

|

þriðjudagur, mars 28, 2006

Break free

I want to break free
I want to break free
I want to break free from your lies
You’re so self satisfied I don’t need you
I’ve got to break free
God knows God knows I want to break free

Erla, við erum bestar.

Jodleejodleejoohoohoo

|

föstudagur, mars 24, 2006

Vi må skynde os

Þessi vika leið hjá alveg skuggalega hratt. Ég var farin að hlakka örlítið til þess að gestirnir okkar myndu fara heim aftur en áðan á flugvellinum fannst mér nú bara pínu dapurlegt að þau væru á förum. Ég, Erla og Katrín förum bara á Roskilde í júní, hittum de danske piger og så skal vi gå helt amok!

Ætli ég verði nú ekki að gera smá yfirlit yfir dönsku dagana hjá 2.A og 2.B...

Sunnudagur. Við sóttum Danina okkar og fórum heim þar sem fyrsta máltíðin beið okkar. Ó fyrsta máltíðin er alltaf mjög vandræðaleg og ég er ekki frá því að hafa roðnað við matarborðið. Anne gaf mér svo danskt gotterí og geisladisk: Home Dead með dönsku hljómsveitinni Kashmir, helvíti góður diskur.
Mánudagur. Skóli til hálf fjögur. Ískaldur ratleikur fram að kvöldmat. Íslenskt lambalæri með gúmmelaði. Kaffihús um kvöldið - rigtig sjovt.
Þriðjudagur. Hópavinna til 10. Skautar hálf ellefu til tólf - einstaklega skemmtilegt, sérstaklega hokkíið. Áframhaldandi hópavinna til 15:00. Hestbak seinnipart dags, afskaplega skemmtilegt þrátt fyrir agalegan kulda. Kvöldið frekar dauft, Brynjuís og rúnturinn.
Miðvikudagur. Hópavinna til 15:00. Skíðaferð svo um kaffileyti sem var algjör snilld þrátt fyrir að barnabrekkan var bara opin (sökkí donkíbolls). Sund bagefter, det var dejligt.
Fimmtudagur. Mývatnssveit. Svaf mestalla leiðina og veit ekkert hvað var um að vera. Um kvöldið var svo pizzuveisla fyrir Dani og Íslendinga, gaman gaman.
Föstudagur. Venjulegur skóladagur til 13:00. Undirbúningur fyrir veisluna til kl. 17:00. Veisla. Kveðjur á flugvellinum.

Þetta yfirlit gefur í skyn að vikan hafi verið súr en það var hún alls ekki, ég bara nennti ekki að skrífa ítarlega um hvern dag.

Weehoo! Macaulay Culkin helgi.

Jollygoodfun.

|

sunnudagur, mars 19, 2006

Blikkandi blá ljós

Rétt í þessu var ég að koma heim eftir 10 klst vinnu og níu og hálfa klukkustund af þessum 10 klukkustundum var ég standandi eða labbandi. Seinustu klukkustundina var hvert skref sársaukafullt. Það er ekkert smá gott að hvíla fæturna uppi á tölvuborðinu og varpa öndinni léttar.

Áður en ég fór heim eftir vinnuna kom ég við á Karó í vinnusuitinu og hitti nokkra hífaða kumpána. Það var frekar stutt stopp og fljótlega skutlaði ég fólkinu heim. Ég ók upp Þingvallastrætið, alsaklaus með Jónas og Bjarna í bílnum. Skyndilega sé ég blikkandi blá ljós í baksýnis- og hliðarspeglum. Ég panika. Strákarnir taka þessu með ró og leiðbeina ráðvilltu stúlkunni upp í Akurgerði þar sem hún (ég) stoppar. Ég skrúfa niður rúðuna og lögregluþjónninn gengur að bílnum og beinir vasaljósi inní bílinn (alveg eins og í bíómyndunum takið eftir). Hann biður mig um ökuskírteinið, ég rétti honum það og hann skoðar það. "Viltu vinsamlegast fara í aftursætið á bílnum." (Þá var hann að tala um lögreglubílinn). Ég steig inn í löggubílinn, mígandi á mig af hræðslu. Lögregluþjónninn sagðist hafa fundið áfengislykt í bílnum og lét mig blása. 0.00. Hressir kallar og skemmtileg lífreynsla...þeir slepptu mér lausri.

Ég á afmæli eftir viku, húrra!

Blöðrufótur kveður.

|

föstudagur, mars 17, 2006

Featherbottom

Life's a journey

enjoy the trip

|

miðvikudagur, mars 15, 2006

pump up the volume

Væntanleg er ný myndasíða með myndum frá Randersferðinni, Reykjavíkurferð, B og U mótinu og ábyggilega einhverju fleiru. Ég samt nenni ekki að gera það strax en ég varð samt að setja upp þessa hugljúfu mynd frá B og U mótinu. Smá lystauki.


Annars langar mig að fara í frisbí. Orðið of langt síðan og veðrið er gott.

|

sunnudagur, mars 12, 2006

des petits mots

Why'd you have to be so cute
It's impossible to ignore you
Must you make me laugh so much
It's bad enough we get along so well
Say goodnight and go

...

Mér leiðist sunnudagslærdómur. Hins vegar leiðist mér ekki Imogen Heap.

Eru sunnudagar ekki alveg bestir?

|

föstudagur, mars 10, 2006

You remind me of a babe

What babe?

The babe with the power.

What power?

The power of voodoo.

Who do?

You do.

Do what?

Remind me of a babe!


Trönuberjagotterí fyrir þann sem giskar rétt.

|

fimmtudagur, mars 09, 2006

Running Water

Í morgun vaknaði ég þreyttari en nokkru sinni áður. Ég lét mig hafa það að arka í skólann og er ég ekki frá því að vera mun hressari. Ég ákvað að vera bara í skólanum í þrefaldri eyðu til þess að læra (sem ég er ekki að gera núna) í staðinn fyrir að fara heim og fá mér kríu.

Ástæðan fyrir því að ég sit í þessari sveittu tölvukompu til að blogga er sú að ég hef nokkuð brýnt að segja...

Í morgun þegar ég var að ganga upp kirkjutröppurnar mætti ég konunni í snjóbuxunum með veskið. Það gladdi mig aldeilis að sjá hana aftur og beið ég spennt eftir að mæta Running Water (já, ég hef ákveðið að kalla hann það). Nokkrum tröppum seinna sé ég mann koma á harðahlaupum niður tröppurnar. Það fór ekki milli mála að þetta var Running Water. En hvað sé ég? Er hann ekki búinn að fleygja Simpson fatnaðinum sínum (gallabuxunum og húfunni) og kominn í brúnar flauelsbuxur og með derhúfu á höfðinu. Það vakti einnig athygli mína að hann er ekki með voða mikið hár kallinn.

Hah ég laug, ég hafði ekkert brýnt að segja - bara tilgangslaus og leiðinleg saga sem einungis ég og kannski Villi höfum gaman af.

|

þriðjudagur, mars 07, 2006

Brokeback Mountain

Var að koma úr bíói með Eriku. Þegar myndinni var að ljúka tókum ég og Erika til fótanna og rukum úr bíósalnum með látum, ég meira að segja rak löppina í gosstandinn sem hægði á mér og dróg enn meiri athygli að okkur. Ástæðan fyrir þessum glæpalega flótta okkar var að við vorum byrjaðar að vola. Við héldum ró okkar þar til við vorum sestar inn í bílinn og þá létum við allt flakka. Við hágrenjuðum og skellihlógum samtímis. Þessu hef ég aldrei lent í áður en þetta var mjög sorglegt/skemmtilegt. Það verður ekki farið á svona mynd aftur í bíó takk fyrir. Þess slags myndir horfir maður á heima, undir teppi og með líter af Brynjuís.

|