þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Aldrei, aldrei kaupa B-vörur. ALDREI !

Ég er blönk. Ég er það blönk að ég neyddist til að kaupa létta AB-mjólk með múslí og jarðaberjum í hádeginu í dag þar sem allt annað kostaði yfir hundrað og fimm krónur...
Aldrei, aldrei kaupa ykkur létta AB-mjólk með múslí og jarðaberjum. ALDREI!

Egilsstaðir á morgun = Vagg og velta. Ágæt keyrsla sem þetta er svo maður getur nýtt tímann í lestur og notið útsýnisins og kyrrðarinnar..

Reykjavík næstu helgi = Ekki eins mikil vagg og velta og þó ágætt fjör held ég bara. Álfheimar er möst.

Amma og afi eru kreisí...á mjög indælan og þakklátan hátt samt sem áður. Ég kom heim eftir langan og þreyttan skóladag, henti frá mér töskunni og sá þá eldrautt umslag sem lá á appelsínugula lakinu mínu. Ég las það sem á því stóð og opnaði umslagið...Þar fann ég hvorki meira né minna en eina, tvær, þrjár, fjórar- Fjórar Ragnheiði Jónsdóttur. Þessar fjórar Ragnheiðir eiga að fara upp í bílpróf. Æðislegt alveg hreint.

Meira var það ekki

|

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Ég geng niður í dimman dal. Verð að finna undirgöng til Hvergilands.
Tíminn hleypur frá mér...hvað er þetta, grátt hár?

|

Sigur Rós er snilld en sunnudagar eru það ekki.

|

laugardagur, febrúar 19, 2005

Ég Læt Mig Líða Áfram
Í Gegnum Hausinn
(Hugsa) Hálfa Leið
Afturábak
Sé Sjálfan Mig Syngja Sem

Fagnaðarerindið Við Sömdum Saman tyooo...
Við Áttum Okkur Draum
Áttum Allt
Við Riðum Heimsendi
Við Riðum Leitandi
Klifruðum Skýjakljúfa
Sem Síðar Sprungu Upp
Friðurinn Úti
Ég Lek Jafnvægi
Ég Dett Niður
Ég Læt Mig Líða Áfram
Í Gegnum Hausinn
Ég Kem Alltaf Niður Aftur Á Sama Stað
Alger Þögn
Ekkert Svar
(En) Það Besta Sem Guð Hefur Skapað
Er Nýr Dagur

|

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Ég bara verð...fékk frábæra hugmynd.

Hvernig væri að stofna Endurskinsmerkjaklúbb?

Ég held að það þurfi að gera róttækar aðgerðir í sambandi við endurskinsmerki. Þess vegna er ég að íhuga að stofna klúbb. Mig vantar stórt og gott teymi til að hjálpa mér að hrinda framkvæmd minni í gang.

Tilgangurinn með þessum klúbb er að auka nýtingu endurskinsmerkja svo auðveldara verði fyrir ökumenn eins og mig að sjá mannesveskjurnar í umferðinni...svo er ekki spurning hve hipp maður er með endurskinsmerkin á sér.

Ég spyr því: Hver er með mér?

|

Ég steingleymdi að segja frá viðburðarríku helginni sem átti sér stað þann 11. - 12. febrúar. ..eða viðburðarrík var hún kannski ekki, en voru skemmtilegheitin nokkur? Jebb, ég held það.

Föstudagurinn var nú mest megnis bara afslöppun, fór í kvikmyndahúsið og sá White Noise sem var svona þolanleg svosum..

Hins vegar vorum við steplurnar með áform fyrir laugardagskvöldið...'Rúnturinn'. Þar sem Steinunn er komin með bílpróf var ákveðið að hún myndi vera ábyrg fyrir 4 hnossum þetta kvöldið. Allar settumst við inn í bílinn og bárum kvíðboga fyrir.
Þegar á var liðið vorum við flestar komnar í ágætan galsa. Hvernig er annað hægt þegar maður hefur 4 glæsipíur með sér í rauðum eðalvagni af tegundinni volvo og poka af súkkulaðifroskum?
En já, mergur málsins er að ég ætlaði að segja ykkur örlítið frá reynslu minni af að hafa Steinunni sem ökumann..

Þannig var það að við vorum að aka eftir Mýrarveginum þegar Steinunn þurfti skyndilega að snurfusa sig eitthvað í spegli en varð fljótlega ljóst að það er enginn spegill á sólskyggninu í ökumannssætinu.. þá reyndi hún að aðlaga baksýnisspegilinn eftir sínum þörfum...En eins óþyrmileg og hún Steinunn getur verið, þá tók hún aðeins of harkalega í spegilinn og úpsadeisí...Hann kom af. Ég held að faðir hennar hafi ekki tekið þessu með eins miklu gríni og við gerðum.

óóókei. Þá voru það önnur tvö atvik sem áttu sér stað á svipuðu svæði. Annað þeirra var fyrir framan Vogue en hitt var á miðjum rúnthringnum fyrir framan Hólabúðina. Ætli þetta glappaskot komi ekki fyrir flesta á sínum fyrstu dögum sem ökumenn...En Steinunn drap óvart á bifreiðinni og reyndi að koma sér af stað en það gekk brösulega...tók hún þá eftir að bíllinn var í 2. gír..

Nokkur smámunaatvik urðu einnig s.s. þegar Steinunn tíðnefnda var með augun við annað og rólega fór að sveigja í átt að kyrrstæðum bílum. En þar sem tryggu tindátar hennar fylgdu henni hvívetna var komið í veg fyrir stórlys.

Já þetta verður eflaust endurtekið aftur...ogj þá eru súkkulaðifroskarnir jafnframt möst!

Yfir og út og ekki fleiri blogg í dag...held að nóg sé nóg.

|

hahah, nei farðu nú úr bænum!


"Keikoburger" og "Filibom-bom-bom"
Deilt á norsku nafnalögin.
Það er víðar en á Íslandi, sem deilt er um nöfn og nafnalög. Frændur vorir í Noregi hafa líka sínar skoðanir á þessum málum og finnst sumum þeirra fulllangt gengið þegar búið er að leyfa nöfn á borð við "Keikoburger" og "Filibom-bom-bom".
Gulbrand Alhaug, prófessor við háskólann í Tomsø, er einn af þeim sem eru ekki alveg sáttir við úrskurði norsku nafnanefndarinnar og í viðtali við Aftenposten nefnir hann sem dæmi "Batman", sem nú hefur verið úrskurðar gott og gilt.
Hann er líka hneykslaður á því að Þrándheimsbúinn Espen Scheide skuli hafa fengið viðurkennt millinafnið "Keikoburger"; að ævintýramaðurinn Aleksander Gamme heitir nú "Filibom-bom-bom" að millinafni og að sjónvarpsmanninum Espen Thoresen skuli hafa verið leyft að taka sér ættarnafnið "Værsgo". Thoresen bað raunar um annað nafn, "Tilykke", en því var hafnað.
Alhaug segir að gömlu norsku nafnalögin hafi verið of ströng en þau nýju séu bara skrípaleikur.

...Batman slær allt út held ég

|

Looooovely!

Ég náði bóklega ökuprófinu með núll villum. Ójá 0-0 !


Sommerfuglerne


Ég tel það afar brýnt að þið hlustið á þetta lag.
Það verður bylting í tónlistarheiminum þegar þessir folar komast á kortið!

|

mánudagur, febrúar 14, 2005

Hahh, ég fékk býsna sniðugt símtal áðan..

Ég: Halló?
Hann: Já hæ er þetta Heiða?
Ég: Já
Hann: Já sæl þetta er Einar hérna.
Ég: Öhhh já..
Hann: Ég kúrði hjá þér í nótt?
Ég: Öhhh...ha?
Hann: Ég kúrði með þér í nótt...eða er ég ekki að tala við rétta Heiðu, vinkona Brands?
Ég: Heyrðu ég er viss um að þú ert að fara mannavillt.
Hann: Heyrðu já ég hef lesið vitlaus..heyrðu þú afsakar þetta
Ég: Ekkert mál
...Og hann kvaddi..

Hvort ætli þetta eða pizza með peppum og svepperoni sé vandræðalegra.. Ég hafði allavega gaman að þessu.

Stund sannleikans á morgun...krossaprófið. Gaman gaman:)

|

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Skemmtilegt hvað foreldrar eru skarpir inná tölvur... Ég ætla allavega ekki aftur að skilja eftir óklárað rit hérna, það er fyrir vissu.

Það sem var, er eða mun verða á döfinni...:

-Búin með ökuskólann. Þreytti stöðupróf og náði með 2 og 2 villum, magnað það. Fyrsti ökutíminn á morgun eftir langt sjálfskipt tímabil...mun eflaust drepa ótal sinnum á bílnum og skapa þar með umferðateppu.
-Steinunn komin með bílpróf og er því orðin löggildur ökumaður, tilykke Steinunn!
-Páskafrí eftir eina 36 daga.
-Keppni eftir 2 vikur, Reykjavík, rútuferð..foj
...ætli þetta sé ekki allt og sumt.

Undanfarnar vikur hef ég gert rannsóknir á hvaða verslun býður upp á girnilegustu og bestu ávextina. Er þetta nokkurn veginn niðurstaðan sem ég hef útreiknað:

1. Strax- Allt byrjaði þetta á eplaleiðangri mín og Lilju í Strax í hádegum. Voru þarna ein bestustu og safaríkustu epli sem ég hef nokkurn tímann smakkað. Þessir leiðangrar urðu næstum daglegir og alltaf voru eplin jafn unaðsleg.
Ég held að verslunin Strax hreppi verðlaunin fyrir bestu gæði epla...og þó kom ég við þarna um daginn og var búið að skipta um tegund..ég tel það mjög vafasamt að sú epli séu eitthvað í samanburði við The Apples.

2. Nettó- Þar sem ég er burðarstúlka móður minnar í flestum innkaupaleiðöngrum, átti ég eitt sinn leið þar í gegn og ákvað ég að líta við í ávaxtahorninu og finna mér eitthvað hollt og girnilegt. Keypti ég mér þá jarðaber, vínber, epli og jú ananas.
Ég tók eitt jarðaber upp, beit í það og nánast samstundis skyrpti ég því útúr mér í ruslatunnuna. Gerði ég þá heiðarlega seinni tilraun í að smakka þau en fór á sama veg og hið fyrra...Jarðaberin voru ekki góð, lin, lítil og ég hefði alveg eins getað verið að borða blautan salernispappír.
Vínberin voru svosum ágæt en alltof mikið var um steina í þeim og mér leiðist að þurfa að hafa spes skál fyrir steinaskyrpingar eða þurfa að hlaupa að ruslatunnunni að hverju vínberi loknu.
Eplin...Eplin voru bara ekki góð. Furðulegt bragðið og ég bókstaflega varð þyrstari á því að borða þau..sem á ekki að gerast.
Ananasinn...þar sem þetta var í 1. eða 2. skiptið sem ég prófa venjulegan ananas þá get ég ekki sett mikið út á hann. Hef ekki mikla þekkingu um ananas. En get ég með sönnu sagt að niðursoðinn ananas er mun betri.

3. Bónus- Þar eru fínustu perur að finna. Þegar þær eru vel þroskaðar er safinn svo mikill að hægt væri að squeeze-a þær í nokkur Kóka Kóla glös.
Eplin eru frá sömu tegund og í Nettó, allavega þegar ég gáði að síðast. Svo það er ikke godt nok.
Bláberirn komu mér mjög á óvart...reyndar testaði ég þau bara í ávaxtaköku með glás af öðru gumsi...svo það er spurning hvernig þau eru eintóm. En allavega fá þau smá plús fyrir að vera ætanleg, þar sem erfitt getu reynst að finna almennileg bláber annars staðar en í köngulóamóa.
Bananarnir eru snilld...Reyndar eru bananarnir það eina sem alltaf er hægt að stóla á í flestum verslunum.
Vínberin jú ágæt, kemur fyrir að maður fær steina, en það er smáræði.
...Ágætis ávextir bara.

4. 10-11- Laaaaaangbestu vínberin eru fáanleg þar! Aldrei steinar, alltaf safarík, alltaf góð.
Ef þið viljið finna góð, stíf og stór jarðaber þá fariði í 10-11. Jarðaberin fra Marocco er málið!
...ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki rannsakað mikið meira í 10-11 en bera-section-ið...en sagt er að eplin þarna séu dílisjús og mun ég skjótt vinda mér í það verk að prufukeyra eplin þar.

Þar með lýkur svokallaðri Ávaxtarannsókn minni með þeirri óljósu niðurstöðu að...
Strax er með bestu eplin, 10-11 bestu berin og Bónus með bestu banana og perurnar. Þá er bara um að gera að testa þessa ávexti og finna lokaúrskurð á þessu máli:

Er það Bónus, Nettó, Strax, 10-11 eða jafnvel Hagkaup sem hefur upp á bestu ávextina að bjóða?

|

laugardagur, febrúar 05, 2005

Ég óska eftir mikilfenglegum slaghörpuleikara sem væri til í að spila fyrir mig þemuna úr Schindler's List.
Vegleg laun eru í boði!

|