fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Ég hef ákveðið að loka blogginu mínu.

Neeema........ég fái eitt comment í kassann minn, þið hafið skilafrest þar til sunnudags til að breyta ákvörðun minni um lokun á blogginu mínu.

Starting...Now: 1,2,3,4,5......................


I'll be watcing you..

|

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Gærkvöldið var ágætt og umræða ein kom mér í gott skap það sem eftir var kveldsins;.......

Ég og Sunna vorum að ræða um kvikmynd sem er verið að sýna í bíó og heitir hún The Texas Chainsaw Massacre og hljómar sú umræða svo....

Ég: "ohhh mig langar gegt í bíó á Texas Chainsaw Massacre..."
Sunna: "Ighrrr ég yrði svo gegt hrædd að ég gæti aldrei farið á hana, þessa Massachusetts Chainsaw Murders"....
---Bwahahahaha....*flisss* "Massachusetts Chainsaw Murders"---Æji Sunna krúttið mitt;P Það er ekki Texas Chainsaw sko heldur er það Massachusetts Chainsaw Murders.....tihihiihihih ahhh.....
Ég hló að þessu lengi kvölds og bara varð ég að birta það hér á bloggið mitt:]
Fyrir þá sem ekki föttuðu þetta, I don't blame ya....ég á erfitt með að koma mínu bulleríi á framfæri svo.........

En allavega.....gærkveldið var svosem ágætt, við fengum okkur drýgan göngutúr og endaði það með hausverk og þreytu svo við fórum beinleinis heim....Þegar ég kom inn úr dyrunum hafði bróðir minn ákveðið að taka spólu og fórum við því á videoleigu og tókum 2 myndir......Two Weeks Notice og Dutch.....Two weeks er svosem í lagi en ekki er ég mikill fan Hugh Grants en hann á sínar gullu stundir.....en þetta er svona týpísk rómó-gaman mynd......Dutch er náttlega snilldarmynd sem ég hef mörgum sinnum séð en maður fær aldrei leið á henni (Mæli með henni!)
Sofnaði ég svo strax þegar 30 mín höfðu liðið af Two Weeks notice.....

Sunnudagurinn var í daufari kantinum eins og vanalega.....en vaknaði ég um 12 leytið og fór að læra....svo horfði ég á Two weeks notice úr því að ég sofnaði yfir henni.....Svo þegar klukkan sló 4 tóku við Sinfóníu tónleikar í Glerárkirkju og þar var spilað m.a. tónlistin úr Lord of the Rings sem var bara mjöög flott hjá þeim og fékk ég alveg gæsahúð við hlustunina....svo voru mörg önnur lög tekin s.s. James Bond þeman......þetta voru agalega góðir tónleikar!
En ég verð að þjóta.......

Seinan melir!

|

laugardagur, nóvember 22, 2003

Wowsa, gærkveldið stóðs undir væntingum en var ég byrjuð að missa trúnna á því að kvöldið yrði ánægjulegt....Allt byrjaði þetta á því að ég og Ásta ætluðum að skella okkur á skautadiskó....Klukkutíma eftir að diskóið var byrjað var almenningurinn aðeins á borð við 8 ára krakka og foreldra þeirra, svo áhugi okkar á diskóinu slökknaði endanlega....Ákváðum við því að hringja í föður hennar Ástu og biðja hann um að sækja okkur...
Pabbi hennar kom eftir 10 mín sirka og í því bili sem við vorum að ganga úr dyrum koma þessir 3 myndarlegu gæjar inn í höllina og ætluðu víst að fara á skauta. Varð ég mjög svekkt þar að geta ekki notið diskóins með ásjónu af fallegum náungum þarna á ísnum....

En úr því að ég og Ásta hættum við diskóið langaði okkur þó að gera eitthvað villt og galið svo við ákváðum að joina félagsskap Audreyjar og fara út í göngutúr.....Við fórum því til Audreyjar og svo út í göngutúr....Upplýsti hún okkur þá um að hann Einar Guðni hefði hringt í hana og beðið hana að mæta í eitthvert partý......Á þeirri svipstundu ákváðum við að hringja í hann Einar og spyrja hann hvar þetta partý væri......
Svo lögðum við af stað í þessa hættulegu svaðilför, á leiðinni mættum við honum Einari sem minnti mann allra helst á bavíana sem hefur fengið sér of marga kokteila...I have to break it to ya but.....Einar er veerulega ímyndunarfullur, ég held að hann hafi verið á 5 sopanum þegar hann var byrjaður að labba á hvern einasta bíl á leiðinni...Ekki einu sinni fullur maður hittir á alla þessa bíla sko....Bökvaður loddari!! tsss.... En jááá.....þá semsagt vorum við komin í þetta partý þar sem flestir voru vel í því og allir hressir og kátir....Þar vorum við í einnhverja stund og ákváðum svo að labba eitthvert og fengum við nokkra myndarlega fylgimenn okkur til halds og trausts.....enduðum við svo í húsi einu ásamt nokkrum drengjum sem gerðu alls kyns tilraunir á drykkjuvalmöguleikum.....Það var spennandi að sjá úr hverju rættist þar......en já.....þar vorum við semst, ég ásta og audrey og fylgimenn okkar, spjallandi og hlusta á óþæginlegu þögnina....En það var ágætt svosem....Skemmtilegra þegar föstudagskvöldin fara í þetta heldur en sjónvarpsgláp, þótt að það sé frekar indælt......En já......svo um 12 leytið þurftum við öskubuskurnar að fara heim svo þangað var förinni heitið...Home sweet home....
Þar sat ég fyrir framan sjónvarpið og hugsaði útí þetta drykkjumikla kvöld sem var þó mjög ánægjulegt og skondið.....

Í morgun vaknaði ég svo....jaaa ...ekki beint hress...en ég vaknaði þó, og fór á æfingu og svo þjálfa, síðan tók við laaangur jólakortabrans í skólanum til að styrkja 10. bekk Oddeyrarskóla...
Byrjaði það um 11 leytið og var alveg til 17:00, það var hinsvegar mjög gaman, við sátum þarna og höfðum það kósý og spjölluðum saman....mætingin var frekar slæm hinsvegar og eigum við eftir að halda þokkalega ræðu yfir þessum aumingjum sem geta ekki mætt og gert nokkur jólakort......Aumingjar!!

....svo sit ég hér bloggandi og bíð eftir að kvöldið skelli á, svo ætlum við dömurnar að hittast og gera einnhvern gífurlegan skandala..........Þegar ég meina dömurnar, þá meina ég Gréta, Sunna og co.:]

En núna er ég að pæla í að hætta að blogga í bili.......

Later dudes!!

P.s. Drottist til að skrifa í comment kassann!!!

|

föstudagur, nóvember 21, 2003

Ég hata að taka rangar ákvarðanir!!

Maður á ALLTAf að fylgja fyrstu eðlishvötinni.....ekki annarri, heldur FYRSTU!!!

Andskotans....djöfulsins!

|

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Jíha...morgundagurinn lofar góðu....(eigi!)....10. bekkur Oddeyrarskóla mun fara smá kynningarferð í skólaskipinu Dröfn.....þar munum við læra meðal annars um lífið í hafdjúpunum, krabba og einkenni hans og undur....og rúsínan í pylsuendanum, þá fáum við að sjá hvernig á að blóðga fiska...ég held að það sé að fara ljúfum orðum í þetta með því að kalla þetta að blóðga....en útskýring mín er að rista þá á hol og skoða innyfli þeirra....ighhrr..."Mætið mjöög vel klædd, stígvél og lopapeysur.." Þessi orð mælti kennarinn minn, kannski frekar óljóst hjá mér en þau voru u.þ.b. eftirfarandi......svei mér þá.....lopapeysu og stígvél..ekki hef ég gengið í því síðan ég var á Búrfelli í gamla daga...En ég læt mig nú hafa það úr því að þetta er bara bekkurinn minn sem fer í þetta....það eru allir jafn mikil nörd þar svo fínt er :]

Hahh.....ég fékk að vita einkunnina úr munnlega dönskuprófinu og fékk ég 10.0 út úr því..var ég mjöög sátt með það, og bros sat á vörum mínum í allan dag:P Ég hef líka fengið að vita einkunnir úr öðrum prófum og voru þær bara mjög góðar, ég var yfir 7 í öllum fögum...en samt var ég ósátt við sumar einkunnir...En lífið er ekki sanngjarnt og svoleiðis verður það bara!

.....*rostungahóst*....

Hálsbólgan er enn sú sama og var í gær..og er vafinn byrjaður að aukast um að ég muni eigi taka þátt í söngvakeppninni sá arna..:( Sem ég tel mjög slæmt því að mig langar afar mikið til að taka þátt í þessari keppni, nú er ég loksins búin að byggja upp kjarkinn og ætlaði að kýla á þetta, búin að ákveða hárgreiðslu, flotta málningu og dress og alles.....og svo bara koma þessir bölvaðir sýklar og ónæmiskerfið mitt gerir ekki rassgat heldur situr bara og spilar póker við vini sína......spite!

Sykur....ég hata sykur......það er sykur í öllu! Gersamlega öllu! Það er allt óhollt! Þúst....hitaeiningarnar í banana eru geðveikt miklar....alltaf hélt ég að banani væri hollur en ne-eii! pff.....
Eins og ég var að segja þá hata ég sykur...var heima hjá Ástu fyrr um kvöldið og við hámuðum í okkur piparkökur og flögur og gos....ojj bara....þúst...Once you go sugar-mad there's no turning back! Svo ég segi við ykkur sterka fólkið þarna úti; Beware!!:S

Ég er reið, ég er mjög reið. Fyrr um kvöldið á æfingu fékk ég þær tíðir að hún Sigurlaug muni ekki keppa á Bikarmótinu, sem þýðir fyrir okkur að einvígið milli hennar og Audrey mun ekki vera......Þetta er veeerulega svekkjandi og er ég mjööög reið eins og er. Þegar hún Sigurlaug var aðspurð hvers vegna hún ætlar ekki að keppa þá var hennar mótsvar: "Æjii það er bara vegna öllu þessu veseni með þjálfarann..."
Vesen, hvaða vesen?!?! Þúst okei, það er vesen að hún sé að hætta og ætli að fara...en það er ekki fyrr en EFTIR bikarmótið....þjálfarinn er samt búin að mæta á ALLAR æfingarnar og þar að auki er hún búin að hjálpa henni Sigurlaugi ábyggilega mest af okkur ÖLLUM....og hún er að kvarta undan veseni með þjálfarann?!
Ég spyr enn og aftur, hvaða fucking vesen?!?!? Þúst......aðal ástæðan fyrir að ég og Ásta ætluðum að fara suður var til að fylgjast með þessari hörku baráttu milli hennar Sigurlaugar og Audreyjar....Þetta er bara ekkert annað en hreinn aumingjaskapur!! AUmingji!!! pffffffffff

Lög sem sitja föst í huga mér og ég mæli eindregið með!:
Placebo-Special Needs * Placebo-Special K * Placebo-The bitter end * Placebo-Every you every me og svo loks
Placebo-You don't care about us ----Dude they totally rock!!:Ð
*Ef einnhver á disk með þeim og býr í nágrenninu, hafiði samband við mig ;)*

Já....ég verð að fara að bæta einnhverjum myndum hérna inná marr.....ég og Sunna ætluðum að taka svona módels stellingar eins og hún víðfræga Helga, eða eins og hún er betur kölluð L|Beiba.....haha....heimasíðan er hlátursefni sem lengi er hægt að dvelja við...hún tæki sig vel út í Guiding Light marr.....En já..ef þið eigið einnhverja skemmtilegar myndir sem þið viljið koma á framfæri...endilega sendið mér í pósti ; eagle@internet.is Ég tek mjög létt í alla spotta:] Næstum alla....

Quote of the day...finally:P

Okei þessi er úr Atlantis, ég bara verð að leyfa Vinny að njóta sín, hann er svo æðislegur í þessari mynd.....alger snillingur......

Dr. Sweet: Wait, you mean to tell me that we're standing on a volcano that could blow at any time?!
Mole: "Oh, no-no-no, no! That would take an explosion of great magnitude.
[everyone looks at Vinny, who is fiddling with a time bomb]
Vinny: [looks taken aback] Maybe I should do this later, eh?

Mole: The volcano! She awakes!!!
Vinny: [waving a lit stick of dynamite] : Hey, I had nothin' to do with it!

.....og svo smá Golden moments úr Scary movie 3......en afar fá sko....

George: I have a dream!
Tom: What is your dream?
George: To have a dream!

[Holding Micheal Jackson From Window]
Tom: How do you like it?

Svo var náttlega alger snilld atriðið sem hljómaði svo;

Cindy: "What happened??" George:"I don't know...we were playing this fun game and I looked down and.......YATSEE!!"

flahahah.......*þerrir tár*....skondnir hlutir

En later you'all!



|

laugardagur, nóvember 08, 2003

Ojj bara........ég gæti ekki verið meira veikari.....hálsinn minn er í messi, ég næ varla að tala, ef ég reyni það þá heyrist varla neitt í mér nema óhljóð:(...Söngvakeppnin er eftir 6 daga og er ég mjög smeyk um að ég muni ekki taka þátt....ef að þessi veiki er til að vera......Andskotinn hafi það..........Svimi, ógleði, hálsbólga, hóstaköst.....sounds wonderful doesn't it? Mér líður eins og það sé gat á hálsinum og þegar ég kyngi einnhverju er eins og það sé verið að skera mig innan frá í kokinu með hníf...This sucks.....

Mér leiðist....verulega.....enginn online til að tala við.....vantar einnhvern til að hughreysta mig....
I'm booored......

æji......ég er farin.....deyja eða eitthvað....kæmi mér ekki á óvart

Later dudes......

|

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Jæjjja........Ég hef ekki bloggað í langan langan tíma.......semsagt síðan ég bloggaði vitleysuna sá arna...issss
En ég hef allavega mjög góða ástæðu fyrir að hafa ekki bloggað lengi.....ég semsagt hef verið upptekin við að prjóna.....alveg dagsatt sko, ég er búin með einn vettling og á bara hinn eftir :P........og jú líka ein enn ástæða og það er að það eru prófadagar í gangi núna. Ég á 2 próf eftir en þau er á morgun, stærðfræði og danska og held ég að ég sé bara búin að læra nóg undir það....allavega ráða augun mín ekki við fleiri x í öðru, ferningsrót og blabbs...........

Hahah......ég var að bera út í dag....og eins og þið vitið er búið að snjóa alveg heilan helling svo það var rutt mest allan snjóinn í dag.....en undir þessum snjó leyndust svona hálkublettir sums staðar svo maður þurfti því að vera mjög varkár....Ég var að labba eina götuna og það var búið að loka algerlega fyrir götuna með snjóhól...svo ég þurfti að fara umhverfist hólinn.....á leiðinni umhverfis þennan hól mætti ég drengi einum sem ég vil ekki nefna nafn hans, því hver veit að hann finni þessa síðu og sárni mjög að ég hafi hlegið að greyinu....en allavega......ég var semsagt að mæta honum á þessari leið umhverfis hólin og þegar hann var komin u.þ.b. 20 cm fram hjá mér steig strákgreyið á einn af þessum hættulegu hálkublettum og datt....tiihihi......ég vissi eigi hvernig ég átti að vera, hvort maður ætti að spyrja hvort að það væri í lagi með hann eða ekki......en ég labbaði allavega bara fram hjá og fór að hlæja.......ahah......ahh.......þetta allavega bætti daginn minn. Þið þurfið eiginlega að vera á staðnum til að geta skilið hver skondið þetta var sko...
En vá.....djöfulli er ég heimsk eitthvað......ég sagði hérna áður fyrr að ég myndi ekki nefna nafn hans því honum myndi sárna.......ef að sá strákur myndi lesa þetta blogg......þá er ég pretty sure að hann myndi samt vita að ég væri að tala um hann.....bara smá heimskuleg pæling hérna :P

Hey gott lag sem ég mæli eindregið með: Special Needs-Placebo ----Og ef að einnhver veit um fleiri góð lög með þeim eða eiga fleiri lög endilega látið mig vita!! Ég á reyndar nokkur fleiri.....En gefið mér smá pointers hérna :]

Jæja.....síðustu prófin eru á morgun og eftir það bara búúúin í prófum:D:D Eftir skólann ætlar Steinunn að gera prufugreiðslu í mig og Gréta ætlar að prufumála mig sko fyrir söngvakeppnina, svo það verður ýkt stuð:P
Svo seinna um daginn ætla ég kannski á Subway með Steinunni, sólveigu og ástu....en það er ekki víst sko.....ég á engan pening.....samt ekki alveg viss því ég á eftir að borga mömmu......en allavega, svo ætla ég mér að fara í bíó á scary movie 3 með grétu og kannski fleirum:] Svo morgundagurinn verður ágætur eftir hádegi......svo um helgina ætla ég til Ástu og við ætlum að æfa okkur vel og vandlega fyrir keppnina, því hún á þessar mögnuðu karaoke græjur:] Og svo rúsínan í pylsuendanum, þá verður stelpukvöld hjá Hörpu og við ætlum líklega að leggja saman í púkk og panta Dominos pizzu, það er jú megavika hjá þeim;] Stelpukvöld eru náttlega bara alger sniilldd, blöðrum hvor ofan í aðra fram á rauða nótt og hámum í okkur pizzur.....koddaslagur á nærbrókunum....neeee ég er bara að gantast í ykkur, there's no such thing as a girl-pillow fight....stelpur eru svo skapmiklar að þetta myndi leiða útí fúlustu alvöru og nokkrar tennur yrðu slegnar úr.....

En já......ég ætlaði nú bara aðeins að blogga til að reyna að losna við þessar ljótu sólir sem eru búnar að birtast 3 á blogginu mínu og ég get ekki losnað við:/

Svo skrifið endilega í comment kassann minn og tjáið ykkur um hvað sem er....!

Later dudes!

|