föstudagur, mars 26, 2004

Jæææjjjaa......26. marz og það þýðir að ég er nú bara orðin sextán ára unglingur...einungis 3 ár eftir af táningsaldrinum...svei mér þá tíminn líður hratt! Í dag fæ ég svo heimsóknir og eikkað svo það ætti að vera ágæt....svo held ég náttlega afmælið fyrir skvísurnar mínar á laugardagskveldið svo já þetta verður bara mögnuð helgi!:)

Kristjana er að gera mig meira og meira æsta í að fá að sjá Spongebob myndina en hún er aldeilis búin að stækka forvitni mína!:D En greyið hann Ómar þurfti að byrja upp á nýtt vegna glappaskot einnhvers erkibjálfa...en þessi erkibjálfi lagði myndina niður þegar hún var ekki orðin nógu þurr...svo þar fór Spongebob nr. 1...:/ en þúst hann Ómar er alveg kolbilaður ...hann er að setja þetta á svona ekta svona listadæmi þið vitið svona....uhmm....STRIGA! alveg rétt...og er að olíumála þetta og alles....þúst...ég bað um svona litla skissumynd..en neinei ég fæ bara listaverk sko:D vúhah!

Jajjaja.....fór á Passion of the Christ um daginn og hún var ólýsanlega góð, og vá ég held ég hafi ekki séð meiri subbó mynd marr:S..Mæli þó eindregið með þeirri kvikmynd!!

En heyriði mig...ég heyri mömmu vera að fá útrás á uppvaskinu, það er að segja vaska upp mjög brussulega því hún er fúl af því að ég skipaði henni að fara úr tölvunni en hún var víst djúpt sokkin í einnhvern kapall....seisei...þessar mömmur...illskeytar dramadrottningar!

Seinna melir og hafið það gott um þessa helgi!:D

|

mánudagur, mars 22, 2004

Æjá....ég verð víst að blogga eitthvað.....ég bara hef svo sáralítinn tíma...og ef ég hef einnhvern tíma þá í hreinskilni sagt, er ég bara allt of löt til að pikka eikkura þvælu...:P

heheh.....síðastliðinn fimmtudag skelltum ég, Erika og Audrey okkur í lyftingasalinn í Höllinni og tókum lyftur og sonna....Jói nokkur, lítill stúfur sem æfir hokkí var alltaf eitthvað að vesenast í hurðinni svo Audrey ákvað því að læsa svo hann myndi ekki angra okkur meir....20 sekúndum síðar ætlaði hún svo að opna til að tjékka á því hvort þetta hafði ekki pottþétt verið hann Jói.....en úpsadeisí...hvað gerðist þá....hmm......lásin fór bara endalausa hringi og þjónaði engum tilgangi nema að snúast og snúast......o-óóó.......skelfingin var uppmáluð á andliti Audreyjar, sem var reyndar skiljanlegt því hún er claustrophobic greyið....hún tók nokkur létt spörk í hurðina og kallaði milt á Jóa litla.....ég og Erika tókum þessu hinsvegar ofur létt og fórum að hlæja að þessu....sáum fyrir okkur mynd á local avisen hér á Akureyri, 3 horaðir unglingar, án matar í lyftingarsal í Höllinni í nokkra daga.....Audrey var ekki sátt með þessa vitleysu....en að stelpnanna sögn átti ég víst að hafa sleppt mér og lamið dáldið í hurðina líka....svo má vel vera....en ég var nú frekar afslöppuð allann timann....Höfðum við verið í parísarhjóli og það stoppað meðan við værum á toppnum, þá get ég sagt að ég hefði algerlega kolklikkast sko......en svo var ekki........En allavega....nokkrum mínútum og stressköstum síðar kom hann Jói bjargvættur með Denna og hann opnaði fyrir oss....hoho....það var aldeilis hlegið að þessu eftir á:D

Um helgina hélt ég svo upp á afmælið mitt fyrir nokkra nánustu vini mína á skautum....en við fengum okkur Fajitast að snæða og guð minn góður....ég held ég fari ekkert í neinar ítarlegar lýsingar á hve mikinn mat við innbyrgðum...ehemmmm......En allavega var skemmt sér vel þar og fóru allir meira en saddir heim....

Á laugardaginn fóru svo mamma, pabbi og Hallur á árshátíð hjá bænum og ég var því ein heima....úúú...til alveg 12 leytið...þvílíkt og annað eins....en já, ég leigði mér semsagt slatta af spólum og skipaði Aroni að koma hingað.....við fengum oss pizzu og sonna gotterí og Gréta kíkkaði líka í heimsókn um kveldið....Svo þetta varð bara ágætis kveld skal ég segja ykkur...:)

Núna er mánudagurinn runninn hjá og ég er algerlega búin að vera...þreytt á líkama og sál....og svo þarf ég andskotinn hafi það að vakna klukkan 6 á morgun!!:@ arrrggg...helvítis æfing klukkan 7-8....sem ég varla get verið að mæta á því ég má ekki missa af neinu í skólanum, það styttist jú órúlega í samræmdu prófin:(:S:S

úúúú....vitið hvað?!?! Kærastinn hennar Kristjönu, hann Ómar...hann er svo æðislega góður strákur....hann er að búa til Spongebob Squarepants handa mér!! Hann er að teikna hann og gera hann með einnhvern veginn málningu eða eikkað....þvílíkt listaverk eitthvað handa mér:D Ég fæ það svo í afmælisgjöf:D:D Hrein snilld marr:P:)
Sem minnir mig á...ég á afmæli eftir bara 4 daga!! 16 ára bara....guð minn.....ég er að verða fullorðin bara....*sniff*....tíminn líður svo hratt....síðast þegar ég vissi var ég að leika mér á leynistaðnum með Grétu...en nuna....bara komin með maka, í atvinnuleit, hugsa út í framtíðina og læti......þetta er alveg hreint ótrúlegt!

ohhh......ég er svangur mangur....argg......en já.....ég held svo upp á afmælið mitt næstu helgi fyrir skvísurnar í bekknum, en það lofar ábyggilega góðu.....það verður aldeilis um slúður og blaður þar:D Sem er ekkert nema snilldin ein......
Hey....ég var að pæla í að fá mér strípur....en mamma er ekki sátt með það vegna fjárhagslegri stöðu minni....ætti ég að hafa hárið bara eins og það er....eða ætti ég að setja strípur??? hmmm.....púzzluspil þetta er......

En já...hér fáiði svo nokkrar myndir síðan af árshátíðinni sem var núna...uhmm....í janúar held ég.....ég ætlaði alltaf að setja myndir upp en gleymdi því:P En þetta er semsagt smá myndabrot af leikritinu Draumur á Jónsmessunótt:D

Hér hafiði það, sögulegt svið Oddeyrarskóla.....Þarna sjáiði 10. bekkinn brillera hlutverk Þeseifs, Lísander, Hermíu, Helenu, Demetríus og margra fleiri....


uhm..já..dökk mynd ég veit...en þetta eru...(talið frá vinstri): Addi, Ég, Sunna, Steinunn og Gréta litla:)
dramatískst atriði á sér stað þarna milli Sunnu og Steinunnar eins og sjá má....:P


Hérna má svo sjá Steinunni og Sunnu í góðum gír, syngjandi og djammandið við lagið "Nína".....stemmingin var alveg rífandi í salnum:P og já...það glittir í umsjónarkennarann minn þarna fyrir aftan, hana Fjólu.....


jajaja.....þetta var ansi skemmtileg árshátíð og því miður okkar síðasta:/....

En hey...ég kveð þá .....og eitt enn....þið verðið að dl þessu lagi: Sad Exchange - Finger Eleven...geðveikslega gott lag:P

Later dudes!:)

|

sunnudagur, mars 14, 2004

Jæja....ég var að keppa í gær og gekk nú ekkert of vel...lenti þó 2falt loop og seinni axelinn...en öll hin stökkin voru bara klúður:/.....En já...verðlaunaafhendingin var svo í dag og þá var mér tilkynnt 2. sætið og ég varð alveg agndofa og furðuhissa á því, en ég fékk að stíga upp á pallinn og fá bikar og svona voða gaman...eftir það var svo pizzuveisla.....og ég gæddi mér á pepp og skinku sneið frá Greifanum þegar hún Dóra kom til mín og sagði að Heiða þyrfti að tala við mig....ég fór og ræddi við hana....og þá var mér sagt að nöfnin sem voru lesin upp í sætin voru víst mislesin.....þannig að ég átti ekki að vera í 2. sætinu heldur átti ég að hafna í 3 sætinu...ég fór því heim með 3. sætis bikarinn.....frekar fúl því ég var jú mjög ánægð með þetta 2. sætið, allavega frá því að dæma hvað mér gekk drullu illa....

En já...ég á svona 70 bls eftir í þessari Mávahláturs bók svo þetta er allt að koma;) ehee.......
Í gærkveldi fór ég svo til Eriku og við eyddum kvöldinu með 3 léttflippuðum en skemmtilegum drengjum....okkur til dundurs fórum við að róla oss og svona gaman......það var magnað laugardagskvöld og góð afþreying eftir þreyttann og erfiðan dag....en samtals vorum ég og Erika inní höll í einar 10 klukkustundir:S úúúfff....

En jæja......ég hafði jú lofað ykkur skemmtilegum ljósmyndum úr afmælisteiti hennar Báru...svo hér hafiði þær=)


Hérna erum við semsagt samankomin þegar kveldið var rétt að byrja....en framundan tók svo við drykkja svallerí og gaman....(skák og grillað pylsur...)


Veggir Báru eru þaktir af allskyns plaggötum og gúbbleríi....en hér fundum við hann Orlando bara negldann við vegginn.....svo Sunna fékk aldeilis að njóta veggjarins þetta kveld....She hardly left his side....:)


Jáá.....það er svolítið spennandi saga við þessa mynd skal ég segja ykkur....*dregur inn andann*...neii annars...ég held ekki...


Ég held að hápunktur þessa kvelds hafi verið þegar hún Gréta hreppti verðlaunin í pakkaleiknum...en hún var orðin heldur betur æst þegar komið var niður á 2 manneskjur...hehe.....pakkaleikur...þvílík vitleysa...gerir fólk bara pirrað og er ábyggilega helsta orsök þess að fýla brýst upp í afmælisveislum.....


Yupp....hver er ekki sólginn í Brynjuísinn...;)...I think we and Sunna got too carried away..:S:P En stelpurnar fengu þó ágætis skemmtun með því að rúlla okkur í bolta og hoppa á okkur....gleðistundir þær voru:D


Hér er svo önnur mynd af genginu....en þessi var nú bara tekin á svipuðu leyti og sú fyrsta...allir í fúttuðu stuði og gaman....En talið frá efri röð til vinstri: Perla, Sólveig, Kristjana, Ég og Sunna. Síðan ef við skellum okkur í neðri röð frá vinstri: Steinunn, Gréta, Íris og Harpa:D ÚÚBER mikil beib þarna sko! Strákar.....þær eru nokkrar á lausu sko!! Hóið bara í mig;P


Þessa mynd ætlum við Sunna svo að senda inn sem umsókn um hlutverk í Scream 4....Sunna ætlar að reyna á hlutverkið sem kynvillta rækjusalann en ég sækist nú mest eftir því hlutverki líka sko....hmm.....ætli ég felli ekki Sunnu bara niður tröppur einnhvers staðar eða eikkað....yeah..That could work....

Það voru fleiri myndir teknar...sumar skondnar og sumar ekki....þessar skondnu myndir eru private og eru bara á milli mín og Sunnu sko....Sunna þú rokkar feitann!! Við verðum að sýna heiminum hve miklir hæfileikar búa í okkur í ljósmyndun....við myndum græða fúlgur!!;P

Annars er allt gott að frétta frá mér...Litli Aron minn kom hingað áðan og ég reyndi að pína hann til að horfa á Lotr.....ég get ekki sagt að sú tilraun hafi gengið neitt of vel....en það er ekki hægt að þvinga fólk til alls...=D

En já...ég vona að þið hafið haft ánægjulega helgi!:)

Later!

|

miðvikudagur, mars 10, 2004

Fólk er að fara á taugum og því verð ég víst að blogga....ég ætlaði bara að vera búin að redda myndum úr afmælinu hennar Báru...en svo fór ekki vegna þess að Photoshopið mitt bara dó og því hef ég ekkert forrit til að minnka myndirnar í...svo þið verðið bara að bíða þolinmóð litlu spergilkálin mín:)
En já...svo hef ég líka nokkrar myndir af árshátíðinni...semsagt leikritinu sem við settum fram: Draumur á Jónsmessunótt.....ég ætlaði ætíð að setja myndir af því en bara steingleymdi því:S....en þær munu koma upp von bráðar ásamt ammælismyndunum;)

En já...dagurinn í dag er búin að vera helvíti strembinn....en hrap mitt á sviðinu í Oddeyrarskóla núna fyrr í kveld bjargaði deginum alveg...aðeins 2 sjónarvottar voru viðstaddir þessa hraps...en þeir urðu rauður í framan af hlátri og gamansemi:D ......Allways good to amuse other people=)

úúú á morgun í skólanum verður svo pöntuð pizza og horft á Mávahlátur:P Sem er bara helvíti nett kvikmynd..er að lesa bókina núna....ehem...er varla hálfnuð með hana:S En þetta er samt mjög góð bók sko....ég verð að vitna í einn kafla...þegar ég las þennan kafla langaði mig geðveikslega mikið að fara í svona jólaboð eins og tíðkaðist oft hjá langömmu minni....þetta eru girnilegustu lýsingar sem hægt er að komast yfir sko:P

"Á afmælisdaginn í byrjun nóvembermánaðar voru fyrirliggjandi kanilterta, marengsterta, gráfíkjuterta, randalín, súkkulaðiterta, hjónabandssæla, furstakaka, flatkökur, kramarhús, rúsínukex, ástarpungar, mysuhringir, rúlluterta og pönnukökur. Rjóminn var þeyttur um morguninn og þegar hann var orðinnn hnausþykkur var honum smurt á terturnar af kostgæfni og alúð í morgunkyrrðinni."
....ef þetta er ekki ein fallegasta lýsing á matarkyns góðgæti þá veit ég ekki hvað skal segja!....úff....*þurrkar slefið sem lenti á hálsmálinu...*

úff...ég var að koma úr ljósum....það eina sem er í gangi í hausnum mínum núna er hvað mig langar geðveikslega mikið að hlaupa fram í frystikistu og ná í ís, flytja ísinn inní eldhúsið og þar mun árás jarðaberjanna herja á ísskálina.....jarðaber í svona dós....mmmmmm......fuuuucccckkk.....Andskoti erfið freisting....!!:S:(

Sjæts.....ég var að fatta að það er bara um mánuður í samræmdu prófin.....ussussuss....tíminn flýgur og stressið bíður..:/........Þann 11. maí klukkan 12- hálf eitt á hádegi mun ríkja gleeeðistund!:) Ég get vart beðið eftir að það bresti á:D:D

Jæja....ég er þá farin að prjóna eða lesa eða eikkað....þessi freisting er enn að naga mig....ég kveð með þeirri efasemd um hvort ég ætti að fá mér eður ei....hmmm....hvað ætli framtíðin búi í skauti sér??:O

Later dudes!:)


|

laugardagur, mars 06, 2004

Jæja..Þá er ég komin í sveitina....gott að komast frá borgarljósunum og öllum hávaða...losna úr kraumi stórborgarinnar og þannig..Indælt indælt:D.....

Um daginn fór ég á söngvakeppni MA og Audrey var þar að keppa, en hún söng lagið Ástarfár og söng það með glæsileika! Ég fékk alveg gæsahúð þegar hún söng lagið og Auður fékk meira að segja tár í augun....Þið getið ímyndað ykkur hve tilfinningalegt þetta var! En já Audrey hafnaði semst í 2. sæti og var það nú bara mjög gott sko!

næstu helgi er ég svo að fara að keppa...vonandi gengur allt mjög vel þar og sonna....

JEIJJJ ég á afmæli eftir 20 daga!!!:D:D:D alger snilld...
en krúttin mín...ég nenni ekki að blogga....gerði þetta aðallega fyrir hana Eriku óþolinmóðu:P

ég blogga þegar ég kem heim og er búin að setja myndir í tölvuna....var í afmæli hjá báru í gær nebblega og það var geðveikt stuð, ég og Sunna vorum að flippa með vélina...það var alger snilld:D Bára, takk fyrir frábæra skemmtun í gær...og Brynjuísinn marr...úff...Ógleymanlegur!!;);)

Friður veri með yður!!:) heyyy þetta rímar:P snilld:)

|