þriðjudagur, júlí 25, 2006

Petey Pan

Hahahahahahahahahahah. Ég elska þegar einhverjum tekst að gleðja mann svona mikið. Hugsa sér hvað ein mynd getur gert margt gott fyrir aðra. Takk Petra.

Petra lumar ábyggilega á hvað fyndnustu myndum sem ég hef séð og hún sendi mér smá preview af hennar fjársjóðri. Ég get ekki annað en deilt gleðinni með öðrum.

Þessi mynd var tekin í eitt af frægu partýum Halls. Ég að missa mig í karíókísöng, Hallur mannætuslátrari í Casinosvuntu að vera kynþokkafullur og Jónas veit bara ekkert hvað er að gerast þarna.


Hahahahaha. Jónas, aftur, veit ekkert hvað er að gerast. Ég og Petra með kúlasta lúkkið. Jónas er samt kúl líka.


Okei þarna sýnist mér ég vera tilbúin til að brjóta nokkrar hnéskeljar eða fleiri með mike-num. Benni annað hvort að dansa hiphop eða skíthræddur við mig. Ég myndi giska á að Hallur sé að segja "Dashleebad".


Þessi mynd var tekin þarseinustu helgi, á föstudeginum. Myndir af mér og Erlu eru bara alltaf fyndnar, það þarf enga frekari útskýringu.

Efsta myndin kom mér samt til að gráta.

|

sunnudagur, júlí 23, 2006

BonkklonklonkKLONKKLONK

Nei. Ég neita að sætta mig við svona lagað. Þetta er bara alls ekki rétt. Hvorki gagnvart mér, þér eða öðrum í kringum okkur. Að vera veikur á sumrin? Ég hélt að svoleiðis bábilja og grautargerð tíðkaðist ekki lengur. Ég er að missa helling úr vinnu og svo dúndurskemmtilegri útilegu á mánudaginn fyrir þetta béskotans rugl! Súpa og heitt kakó í hvert mál. Mmmm (kaldhæðnislegt unaðarhljóð).

Ef að dagurinn á morgun verður eins og dagurinn í dag þá stekk ég í sjóinn.

Hvernig stendur svo á því að enginn hefur komið í heimsókn með heimalagaða kjúklingasúpu?
Ég er vonsvikin...vonsvikin með ykkur öll!

Ef einhver skilur titilinn á færslunni þá er hann...tjah, jafnbilaður í höfðinu og ég.

|.|.|.|.|.|Óráðisdraumar eru verstir|.|.|.|.|.|

|

sunnudagur, júlí 16, 2006

Friday the fourteenth

Gærkvöldið var svo mikil snilld að ég verð eiginlega að skrifa færslu um það...í punktum.

-Dúndurgóður kvöldverður: Lambalæri með brúnni sósu, sykruðum kartöflum, maís og rifsberjahlaupi.
-Spjall við fjölskyldu og ákvörðun tekin um að hafa bara smá teiti hér heima með mammu, pöbbu og Halli.
-Ásta, Petra, Erla, Jónas, Þorvaldur, Benni, Friðgeir, ég og Hallur vorum öll samankomin í feitt eldhúspartý í Ránargötunni.
-Miðbærinn.
-Fólk splittaðist norður og suður.
-Ég og Erla gerðum tilraun til að komast inn á KaffiAk.
-Tilrlaun mislukkaðist.
-Bíll með Sigrúnu. Ashington, tannstönglar og harðfiskur. Hahah.
-Ég og Erla gerðum tilraun til að komast inn á Amor.
-Tilraun tókst.
-Einn bjór og svo reknar út. Hahah.
-Tilraun var gerð af mér og Erlu, aftur, til að komast inn á KaffiAk.
-Tilraun tókst og high five-að og hlegið dátt að uppátækinu.
-Dansidans.
-Hitti Báru og Grétu, það var afskaplega gleðjandi.
-Meiri dans.
-Eftirpartý hjá Benna. Ég, Erla, Þorvaldur, Jónas, Benni og Petra.
-Þorvaldur var myndarlegur og útbjó heitt kakó handa okkur öllum. Minna málið hennar Ágústu Johnson, Ugly, fleiri ávextir, rjómaostur og te- og súkkulaðikex.
-Jónas og salerni. Læst hurð.
-Heiða og Þorvaldur ofurmenni með tíkall.
-Meðan á öllu þessu gekk lá Petra á gólfinu, með Bjarti, hlustandi á Backstreet Boys - I want it that way. ...og Benni sofandi í sófanum.
-Ég settist í lítinn, óþægilegan stól og ákvað að halla aftur augunum...
-Vaknaði klukkan hálfníu í litlum óþægilegum stól og sagði eftirfarandi: "Fokk!"
-Í örvæntingu minni leita ég að Petru.
-Petru finn ég. Sofandi í rúminu hans Benna. Hahah.
-Segi henni að við höfum sofnað. Hún sefur áfram.
-Ég labba heim, enn undir áhrifum mjöðursins og hlæ dátt að þessu.
-Svefn.

En þá er komið að öðru örlagaríku kvöldi. Ég og Petra erum farnar í það erindi að mála bæinn rauðan.

Boj.

|

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Jakújemm

Sönn orð eru aldrei of oft kveðin...

Heima er best.

Ferðasaga er væntanleg, ég þarf að fara yfir dagbókina og bókhaldið.

Geisp.

|