mánudagur, janúar 28, 2008

Kitl

Ég veit þetta er geðveikt glatað. Keðjuleikir eru alltaf glataðir. En ég geri þetta fyrir Sigrúnu, Sigrúnu beibí.

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1. Verða subbulega rík
2. Fara til Afríku í safaríferð
3. Skrifa bók
4. Ferðast um heiminn
5. Borða naggrís
6. Synda með hákörlum
7. Finna tilgang lífsins

Sjö hlutir sem ég get (gert) :

1. Chewbacca
2. Brett upp á augnlokin
3. Talað hratt
4. Skautað
5. Hreyft eyrun
6. Borðað líter af Brynjuís
7. ÞAÐ

Sjö hlutir sem ég get ekki:

1. Spilað fótbolta
2. Horft á fótbolta
3. Borðað tómata
4. Smellt fingrum
5. Logið
6. Sparað
7. Lesið

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

1. Lyktin
2. Hendurnar
3. Kímnisgáfa
4. Skegg
5. Hárið
6. Augun
7. Brosið

Sjö þekktir sem heilla:
(í engri ákveðinni röð)
1. Viggo Mortensen
2. Shia LaBeouf
3. Spiderman
4. Ryan Gosling
5. Michael C. Hall
6. Brad Pitt
7. Gerard Butler

Sjö orð/setningar sem ég segi oft:

1. Djöfulsinsandskotanshelvítís
2. Drasl
3. Typpi
4. Ég á engan pening
5. Ég nennekki
6. Mig langar í bjór
7. Ég hata miðvikudaga...og mánudaga og þriðjudaga.

Sjö hlutir sem ég sé núna:

1. Kodda
2. Annan kodda
3. Bækur
4. Ryk
5. Föt
6. Typpi
7. Tölvu

Sjö kítlaðar manneskjur:

Vá enginn. Þetta var hýrt.

|

föstudagur, janúar 25, 2008

I love to sing-a

Það er tvennt sem ég hata hvað mest í lífinu í augnablikinu:

1) Tómatar. Þeim er troðið allsstaðar. Í allar samlokur, salöt og hina ýmsu rétti. Það er eins og ég sé slegin í andlitið með blautum lopavettlingi þegar ég kaupi mér girnilega samloku með skinku, osti, ferskum gúrkum, paprikum og...BWAH tómötum. "Hvað í fjandanum?! Æji drasl, ég get þá svosum tekið þá af bara." Nei, það bara virkar ekki þannig því tómatarnir eitra. Þeir skilja eftir sig einhvern ógeðis tómatsafa sem eyðileggur fyrir mér þessa lostætissamloku sem ég er í þann mund að snæða. Helvítis tómatar.

2) Hálka. Ég hata hálku meira en allt. Sérstaklega þar sem ég hjálpa mömmu með Morgunblaðið á morgnana og þarf að standa í allskyns snjó, bleytu, drullu og helvítis böggi. Og hvað er með fólk sem getur ekki mokað tröppurnar sínar? Hversu erfitt er að grípa skóflu og taka burtu þessa ófærð sem gerir blaðberum og öðrum erfitt og hreint útsagt hættulegt að komast að hurðinni? Hérna er það sem gerist þegar fólk mokar ekki tröppurnar:

Dagur eitt. Það er búið að snjóa mikið og færðin að bréfalúgunni er leiðinleg. Ég þarf að stíga í 20 cm snjó í hverri einustu tröppu, fæ snjó undir buxurnar og er töluvert lengur að bera þessi drasl blöð út.
Dagur tvö. Það er búið að rigna og frysta. Frábært. Þá er komin helvítis hálkan. Alveg hreint dásamlegt að bera út þegar snjórinn sem fólk gat ekki mokað er búinn að frysta og er þetta eins og að labba á smjörsmurðum þúfum. "Andskotans drasl. Æji ókei, þetta væri nú verra ef það væri búið að snjóa yfir hálkuna..."
Dagur þrjú. Það er búið að snjóa yfir hálkuna. "Helvítis andskotans. Ég hata lífið." Þetta er martröð allra blaðbera. Þú veist ekki hvað leynist undir þessu þunna snjólagi. Hvar er í lagi að stíga og hvar ekki? Þetta er svosum ekki slæmt ef þú heldur þig við götuna en um leið og þú ert farin að labba í tröppum til að koma blöðunum áleiðis - jú þá er nú allur fjandinn laus. Helvítis smjörsmurðu þúfurnar eru þaktar í ...einhverju sleipu og þá er eins gott að þú haldir þér í handriðið því annars...þið vitið. Gerist eitthvað slæmt.

Ég upplifði semsagt dag þrjú í dag. Ég byrjaði á að renna til svona tíuþúsundsinnum (svona pirrandi renna til - þannig að þú ert alveg ótrúlega nálægt því að vera dottin, finnst það geðveikt pirrandi svo þú bölvar og verður æst (allavega ég)). Svo var það í tröppum í Vanabyggð þar sem fyrsta dettan var. Ég steig í fyrstu tröppuna, var tilbúin með blöðin í höndunum og ZÚMM. Ég hryn með látum á handriðið eftir glataða tilraun til að bjarga mér frá dettu. Í dettunni kramdi ég blöðin ofaní snjóinn og við þetta allt saman fann ég að ég var að fá reiðiskast. Ég stóð upp með pirringshristlátum, tók blöðin og kramdi þau saman í höndunum í bræðiskasti. Tróð þeim svo ofaní tösku og hélt áfram, mjög pirruð.
Detta tvö átti sér stað í Norðurbyggðinni og ég átti ekki nema einhver 5 dyr eftir (var semsagt raðhús). Þá var ég að labba frá einni hurðinni og það voru tvær mögulegar leiðir sem ég gat farið. "Hmmm. Ókei ætti ég að labba bílastæðið þar sem virðist vera þykkur snjór og stöðugleiki eða ætti ég bara að fara venjulegu leiðina þar sem virðist vera hættuleg hálka. Mjaa ég tek bílastæðið, það er öruggara." ZÚMM. Kannski tvær sekúndur voru liðnar eftir að hafa tekið ákvörðun um að það væri minni hálka þar sem væri þykkri snjór. En neinei. Ég datt, aftur, á hnéð og meiddi mig í þetta skiptið. Ég sat þar smástund og hugsaði. Stóð svo upp, frekar ótrúlegt en mér tókst að halda bræðiskastinu niðri...að mestu leyti.
-Þetta er svona nokkurn veginn ástæðan fyrir að ég hata hálku.

Kannski kem ég með færslu næst með hvað ég elska hvað mest í augnablikinu. Kannski. Efast samt um það. Sjáum til.

Pís

|

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Crab Juice

Samkvæmt Facebook er ég New York. Hægt er að taka ýmis quiz á Facebook, eitt þeirra er Which City Are You? Ég er víst New York. Og já, svo skoraði ég 100 prósent á fimm Labyrinth quizum. Feis.

Framundan er frívika. Allir mínir ástkæru eru að fara eitthvert í burtu. Ég verð ein. Alein. Ekkert að gera. Mig langar að fara eitthvað. Kannski gönguferð uppá súlur á nýju gönguskónum mínum eða renna mér á rassaþotu hjá Fálkafelli.
Er einhver til í að sýna mér tíma lífs míns á næstu viku?

Ég er með rosalega mikla væntumþykju þessa dagana. Mig langar rosalega að dreifa þessari væntumþykju um heiminn. Mig langar að láta eitthvað gott af mér leiða. Kannski langar mig að fara til Afríku og hjálpa börnum að læra um bíómyndir og gefa þeim kóka kóla. Kannski fá mér vinnu á elliheimili og vera dugleg að spjalla við fólk og dreifa gleði. Því ég er jú alltaf svo glöð?

Ég ætla allavega ekki að hanga uppí rúmi næstu vikuna. Þó svo að mér líði eins og ég nenni engu nema því þessa dagana. Ég er eitthvað svo innantóm. Ég ætla að leita að tilgangi lífsins. Ókei. Á hverjum degi, næstu vikuna ætla ég að gera eitthvað skemmtilegt. Það verður að vera eitthvað eitt skemmtilegt/spennandi á hverjum degi næstu vikuna.
Ég hef litla sem enga trú á þessu þó.

Feitubolla

|

þriðjudagur, janúar 01, 2008

2008

Færslan hennar Erlu var innblástur að nýrri færslu hjá mér.

Já.

Tíminn líður hratt. Botn. Árið 2007 er farið og 2008 komið. Ég var mjög svekkt að ártalið var ekki kynt í Vaðlaheiði eins og hefur verið gert árum saman. Gaman að segja frá því að það var langafi minn, langamma og nokkrir aðrir sem störtuðu því öllu. Fólk heldur að það sé verk skátanna en svo er ekki. Þeir sjá jú um þetta núna en í denn var þetta handverk langpáp og langömms. Ég var samt mjög ánægð að pabbi gerði það sem hann gerir alltaf á hverju Gamlárskvöldi...en hann var eiginlega búinn að ákveða að gera það ekki í ár. En það bárust allavega hvellir þrír frá Ránargötu 21 þegar árið 2008 hófst.

Árið 2007 var viðburðarríkt. Ég ætla að punkta það hérna fyrir neðan...það sem ég man allavega.
-Parísarferð ásamt Vilhjálmi Braga, Katrínu Magnús og Sigrúnu Ásu. Æðislegt
-19 ára afmæli okkar stelpnanna. Eftirminnileg og skemmtileg afmæli
-Menningarferð. Öl + Ellefan + Guns n' Roses
-Drama
-Fyllerí
-Tónleikar í Höllinni með Björk og Hot Chip. GEÐVEIKIR tónleikar.
-Útskriftarferð MA á Rhodos
-Bitin af hundi
-Kynntist skemmtilegum homma
-Busun
-Besta busapartý í heimi. Ég, Erla og Óli - fólk kvöldsins
-Dagurinn eftir besta busapartýið í heimi. Fyndinn og hræðilegur
-Fyllerí

Vá. 2007 hefði ekki getað verið meira óviðburðarríkt og óáhugavert.

Æji ætli ég komi svo ekki með hugsanlegt yfirlit á það sem framundan er á árinu 2008:
-Fá mér nýja vinnu
-Grennast. 10 kíló helst
-Tvítugsafmælið mitt. Stórt og margmennt
-Roskilde. Fer eftir hvaða hljómsveitir verða
-Keyra hringinn í kringum landið og detta í það á ólíklegustu stöðunum
-Bandaríkin milli jóla og nýárs. Ferðast og læra barþjóninn
-Hugsanleg kaup á Oddvitanum
-Finna mig í lífinu

Þetta var leiðinleg færsla. Endilega komið með einhverja leiðinlega viðbót á hana í athugasemdarkassanum.

Gleðilegt nýtt ár

|