þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Merde

Ég veit ég sagði allt gott og blessað um marzmánuðinn sem nálgast óðfluga en ég má til með að tuða smá/mikið.

Hvernig stendur á því að öll verkefni og ritgerðir lenda saman í einni klessu á tveimur, þremur vikum?

Yfirlit yfir verkefni, ritgerðir og annað vesen í marzmánuði:

13. marz : Muninsgrein - skiladagur.
19. - 23. marz : Heimsókn Dana.
20. marz : Frönskuhópverkefni - skiladagur.
24. marz : Íslenskuritgerð - skiladagur.
25. marz : Keppa.
26. marz : 18 ára, Vei!
29. marz : Söguritgerð - skiladagur.
31. marz : Kjörbókarritgerð í dönsku - skiladagur.
(Njálukönnun í sömu viku).

Ekki skánar það í apríl...
3. apríl : Skriflegt próf úr Im Irrenhaus.
4. apríl : Munnlegt próf úr Im Irrenhaus.
6. apríl: Skila hópverkefni í Animal Farm.

Fokk?

|

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Tynhedslegen

Nezitic gaurarnir klukkuðu mig...

Þynnkuleikurinn.

Besti þynnkumatur?
Greifapizza. (Ekki upphituð)
Besti þynnkudrykkur?
Kókakóla eða kókómjólk. ...vanalega er ég ekki mikil kókmanneskja en á 'veikindis'dögum er kókið best. Annars kýs ég Brynjuís fram yfir allt, hann er besta þynnkumótefnið.
Besta þynnkutónlistin?
Ef um mikinn hausverk er að ræða þá er engin tónlist en annars verð ég að segja Sigur Rós.
Hvað geriru fyrst þegar þú vaknar þunnur?
"Aldrei aftur." ...borða og fer svo aftur að sofa.
Versta þynnkan?
Dagurinn eftir sunnudagsstaffadjammið með Eydísi. Þynnka samfleytt í tvo daga.
Besta þynnkan?
Mér finnst þynnka aldrei góð, betri eða best...en ef ég þyrfti að velja á milli þá myndi ég segja þynnkan í Danmörku.

Ég klukka...
Erlu, Önnu/Söndru, Wolverine og Ingu.

|

Ganamana

Íslandsmót barna og unglinga í Listhlaupi á skautum í Egilshöll, helgina 24. febrúar - 26. febrúar...

Föstudagurinn:
Rútuferð. Hermigervill, Imogen Heap, The Shins, The Magic Numbers = Tær snilld. Horfði á 13 going 30 og það var nú bara bærileg stelpumynd, gaman að sjá Andy Serkis í öðru hlutverki en Gollumn.
Egilshöll. Hótelherbergi svokölluð, leðursófar, stórt sjónvarp og kósíheit. Það albesta var langi gangurinn. Á langa ganginum voru glerveggir. Bakvið glerveggina var fimleikasalur. Í fimleikasalnum var Gunnar, ungur fimleikaþjálfari sem ég, Erika og Ásta féllum fyrir. Lúmskar vorum við að fela okkur bakvið blómapottana til að fylgjast með honum.
Drátturinn. Langdreginn og leiðinlegur. En eftir dráttinn (haha alltaf jafn góður brandari) fengum við að fara á almenning. Klárlega var það versti almenningur sem ég hef farið á.
Föstudagskvöld.Sofnaði um 10, hálf ellefu.
Laugardagur. Ræs kl. sjö, úldnar og óhressar. Óeftirsóknarverður morgunmatur. Málun og förðun fyrir framan leikaraspegilinn í Duran Duran svítunni (ójá). Leitað að Duran Duran meðlimi í svítunni - leitin skilaði engu. Keppni = ofurmikið stress, hörmung, klúður, svekkelsi. Tilfinningin eftir á = best.
Seinnipartur laugardags. Leitin að Mekong - leitin skilaði engu. Valið var því á milli Dominos, Subway eða Café Konditori. Ákváðum að leggja land undir fót og leita að almennilegum mat. Erika stakk upp á *styttri leið og við enduðum í garði. Þurftum að klifra yfir girðingu, Erika festi sig og við neyddumst til að hjálpa henni niður. Það var gaman.
Laugardagskvöld. Seinnipartur keppninnar þennan dag var æsispennandi. Kvöldið fór svo í slúður, skemmtilegheit og fíflagang.
Sunnudagur. Ræs kl. sjö, úldnar og óhressar. Keppni fram að hádegi, æsispennandi það. Löng rútuferð heim, sofnaði í mesta lagi hálftíma - ómögulegt að koma sér vel fyrir í rútu.

Frekar leiðinleg færsla...nema fyrir okkur stelpurnar. Gaman samt ef einhver nennti að lesa þetta allt.

Ágætis helgi eftir allt.

|

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Nozoil

Seinustu þrjá daga hef ég farið að sofa fyrir miðnætti. Í fyrsta sinn í langan tíma er ég virkilega hreykin af sjálfri mér.

Ég vaknaði klukkan hálf sex í morgun og er búin að vera hress í mestallan dag. Sofnaði ekki í sögu - afrek? Ég held það.

Kjólaæfing í kvöld, vei! Kjólaæfingar finnst mér alltaf jafn skemmtilegar. Suður á morgun, keppa á laugardag og heim á sunnudag. Stress? Indeedio.

Ég sé fram á mjög langa og erfiða rútuferð suður og því er ég búin að troðfylla geisladiskatöskuna mína ásamt nokkrum nýjum diskum frá Þorvaldi (The Shins, Hermigervill, Imogen Heap og The Magic Numbers). Einnig festi ég kaup á hlussuheyrnartólum til að yfirgnæfa píkuskræk, blaður og annan slíkan gauragang. Bókin Også om mange år verður meðferðis svo ég held að þessi rútuferð verði bara ágæt.
...lygar, allt lygar. Þetta verður hræðilegt. Ég mun gera margar tilraunir til að lúra í óþægilega sætinu sem er engan veginn hægt að koma sér almennilega fyrir, náladofi í fótum, hálsrígur og pirringur útaf gargi í stúlkum á kynþroskaskeiðinu.

Til ykkar allra sem farið á Todmobile um helgina...skrújú!

|

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Shyamalan

Eitt af mínum daglegu rútínum er að skoða nýja trailera á www.apple.com/trailers. Ég mátti til með að gera færslu um þetta þar sem það er ný M. Night Shyamalan kvikmynd í vinnslu. Hún heitir Lady In The Water og þið getið skoðað teaserinn hér. Vanalega myndi ég ekki gera færslu um kvikmyndaauglýsingu en þar sem þetta er Shyamalan, þá er ekki annað hægt.

Snillingur.

|

Sæt minta

Góð helgi. Mínus nokkur óþarfleg orð og önnur leiðindi. Stressvika framundan - blóð, sviti, þrek og tár.

Ég þarf að losna úr þessari plastkúlu án þess að hún brotni.

Stysta færslan? Ég held það.

|

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Pot

Anna panna klukkaði mig. Mér er sama hvað ég hef sagt um klukk, það er gaman að gera þau. Þegiði bara.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina :
1. Unglingavinnan. (Hver ekki?)
2. Þjónn og herbergisþerna á hótelinu Sveinbjarnargerði.
3. Þjónn á Bautanum.
4. Afgreiðsludama á Mekong, Kópavogi. (Tælenskur matsölustaður, tær snilld enda tælenskur).

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur :
1. Starship Troopers.
2. LOTR 1,2,3
3. A Midsummer Night's Dream
4. Footloose

Fjórir staðir sem ég hef búið á :
1. Ránargötu 21, Akureyri.
2. -II-
3. -II-
4. -II-

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar :
1. Futurama
2. Scrubs
3. Little Britain
4. Nip/Tuck

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :
1. www.netbanki.is (ég lifi í þeirri von að einhver gefi mér pening bara sísvona, allt í einu)
2. www.apple.com/trailers
3. Muninn og vefpósturinn
4. www.imdb.com (kannski ekki daglega en mjög mjög oft)

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
1. Danmörk. (Fyrsta utanlandsferðin mín)
2. Noregur. (Í sömu fyrstu utanlandsferðinni)
3. Noregur. (Novu(vinabæjarmót), mjög gaman)
3. Danmörk. (Með bekknum, besta ferð sem ég hef farið í)

Fernt matarkyns sem ég held uppá :
1. Chicken Fajitas - heimalagað.
2. Lambahryggur með brúnni sósu, brúnuðum kartöflum, maís og rifsberjahlaupi - heimalagað.
3. Rjúpur með sósu, brúnuðum kartöflum, maís og rifsberjahlaupi - heimalagað.
4. Verð að setja Brynjuísinn hér, annað væri glæpur.

Fjögur lög sem ég held uppá:
1. Bittersweet Symphony - The Verve
2. Phone Went West - My Morning Jacket
3. Dreaming Of You - The Coral
4. New Slang - The Shins
(5.) Pyramid Song - Radiohead
(það er ekki gerlegt að velja úr fjögur lög)

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna :
1. Á Ítalíu, á vetrarólympíuleikunum.
2. Í Nýja Sjálandi, í hobbitagrasinu, horfandi upp í stjörnurnar.
3. Í plastsundlauginni okkar, að sumri til. Útiborðið við hliðina á með stórum disk af samlokum og könnu með djús, blönduðum Egils djús.
4. Á Oktoberfest í Þýskalandi með góðum félögum.

Átta bloggarar sem ég klukka:
Ég ætla að fara á móti aðalstraumnum sem virðist vera í gangi (það að klukka engan) og klukka eftirfarandi bloggara með þeim skilyrðum að þeir kalli þetta ekki "klukk" heldur "pot".
Ég pota í...

1. Grétu Bald
2. Eriku Mist
3. Ástu Heiðrúnu
4. Audrey Freyju
5. Önnu og Söndru
6. Ingu Dagnýju
7. Katrínu Magn
8. Petru
(Þið hafið hvort eð er ekkert að skrifa um).

(Vá hvað svigarnir eru misnotaðir í þessari færslu).

Hvort setjiði punkt eftir sviga eða inní hann?

|

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Trúlofunarbeinið

Í hvert sinn sem ég labba í skólann þá mæti ég alltaf tveimur manneskjum: Konu á fimmtugsaldri, í snjóbuxum með litla svarta hliðartösku. Náunga á þrítugs/fertugsaldri í gallabuxum, með húfu og úlpu - hlaupandi. Hann hleypur alltaf. Eins og hann sé of seinn í vinnuna hvern einasta dag. Í morgun labbaði ég í skólann og mætti konunni fyrst eins og alltaf en svo þegar ég var komin framhjá kirkjunni og vel áleiðis upp brekkuna var náunginn ekki enn kominn. Ég mætti honum ekkert á leiðinni í skóla. Ég er smeyk um náungann, hvar gæti hann verið?

Ég má til með að koma með aðra sjúkrasögu...
Áðan fór ég á salernið að sinna köllum náttúrunnar (ekki kúka, nei). Þar sem ég get nú gert margt í einu (samt ekki pikkað á tölvu eða síma og talað við einhvern annan samtímis, neibb) þá klæddi ég mig í íþróttafötin á sama tíma og ég sat á setunni. Nýta tímann, þið skiljið? Í öllum fataskiptislátunum rak ég olnbogann, og það á engri smá ferð, beint í hilluna sem er hliðina á klósettinu. Ég fann dofa streyma um alla hendi og orgaði eins og smákrakki inná baðherberginu. Ég þurfti að fá hjálp frá mömmu við að klæða mig í restina af íþróttafötunum. Ég er svo fullorðin.

Valentínusardagur er bjánalegur dagur. Er ekki nóg að hafa bónda- og konudag, yngismeyja- og yngissveinadag?

|

sunnudagur, febrúar 12, 2006

atrix

Í dag vaknaði ég við gargið í gömmunum. Pirruð, úldin og þráði ekkert heitar en að sofa lengur. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að lúlla lengur sem heppnaðist illa þar sem ég vaknaði með ferlegan hálsríg (áhersla á ferlegan). Það lá við að ég þyrfti að halda um höfuðið er ég reisti mig uppúr rúminu. Þegar ég kom fram í eldhús sá ég öll hráefni í stóra súkkulaðiköku á borðinu. Mamma var að baka. Ég gladdist aldeilis við þetta og fékk bongógóðan second breakfest.

Í gær fékk ég tvisvar blóðnasir, í dag fékk ég tvisvar blóðnasir og fyrra skiptið var eins og sprautað væri úr garðslöngu útum nefið á mér. Síðastliðnu viku hef ég fengið blóðnasir allt í allt u.þ.b. 10 sinnum (án gríns) og alveg þrjú eða fjögur skipti í skólanum (virkilega þreytandi). Ég var hársbreidd frá því að fara upp á spítala og láta athuga með nasirnar. Þar sem mér líkar illa við spítala ákvað ég að bíða bara með þetta og hringja í doksa á morgun.
Skemmtileg sjúkrasaga.

Ég hlustaði á Johnny Cash í plötuspilaranum okkar í dag. Það var gaman.
I keep a close watch on this heart of mine
I keep my eyes wide open all the time.
I keep the ends out for the tie that binds
Because you're mine,
I walk the line

Tilhlökkun til 26. marz fer rísandi. Þá ætla ég að spila tónlist í plötuspilaranum, fara í háa hæla, kannski kjól ef ég verð í réttri stemmingu, elda góðan mat, kannski köku ef ég nenni og syngja afmælissönginn með vinum og vandamönnum á frönsku.

|

laugardagur, febrúar 11, 2006

Oj

Hausverkur: Mikill.
Bumbuógleði: Mikil en ekki jafn mikil og hausverkurinn.
Magnýl: Tvær.
Það eina sem ég get innbyrgt af mat: Ristað brauð með smjeri og Mix.
Töfratalan: Sjö komma fimm.
Eftirsjár: Miklar. Verð því í sódavatninu í kvöld, vonandi nógu góðu skapi til að dansa.
Ofsjónir: Ísland, hlaupandi á eftir mér.
Grounded: Næstu þrjú helgarkvöld. (Grín eða ekki, það hljómaði nokkuð alvarlega?)
Týnt: Síminn minn. (Fokk)

Tilkynning: Ef einhver rekst á símann minn (lítill silfraður flip-flop Motorola sími) á götum eyrinnar, endilega láta mig vita þar sem ég er ekki í réttu ástandi til að leita að honum um þessar mundir. Það yrði mér mikils virði.

|

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Mentólvaraáburður

Þessi færsla kemur mentólvaraáburði ekkert við.

...þetta lag kemur manni í svo hresst skap. Fékk stærðarinnar ritstíflu svo og það vantaði eitthvað nýtt, eitthvað ferskt.

What's up with my heart when it skips a beat
Can't feel no pavement right under my feet

Up in my lonely room
When I'm dreaming of you
Oh what can I do
I still need you, but
I don't want you now

When I'm down and my hands are tied
I cannot reach a pen for me to draw the line
From this pain I just can't disguise
Its gonna hurt but I'll have to say goodbye

Up in my lonely room
When I'm dreaming of you
Oh what can I do
I still need you, but
I don't want you now

|

laugardagur, febrúar 04, 2006

Mint?

Fuck off, I'm full!

Ég er svo södd. Ég er svo södd að ég held að það líði yfir mig. Ég svitna bara við það að pikka á takkaborðið. Dýrindis skírnarkvöldverði var að ljúka núna og ég get ekki annað sagt en að hann hafi verið bongógóður. Þá sérstaklega sveppasósan sem amma hennar Söru útbjó. Oh Thor almighty hún var ótrúleg, ólýsanleg, himnesk - ætla án efa að nappa uppskriftinni að þeirri sósu.

Við fengum forrétt: Sjávarréttasúpa. Nafnið gefur til kynna eitthvað mjög slæmt en hún var það alls ekki. Í henni var lúða, humar og fleira óhuggnalegt en hún var samt sem áður ótrúlega góð. Aðalrétturinn var kjötfest: Pabbi og Grétar grillmeistarar grilluðu í hellidembu með regnhlíf, hlaupandi fram og til baka á sólpallinum til að fá hreyfiskynjaljóskastarana til að kvikna aftur, á nokkra mínútna fresti. Eftir harða baráttu á grillinu var borið á borðið BBQ svínakjöt, lamba fille, folaldakjöt og öðruvísi lambakjöt. Þetta smakkaðist ekkert smá vel en ég get með sönnu sagt að ég hefði getað borðað þessa sveppasósu eintóma og ekkert annað. Úff hvað hún var góð.
...en eins og ég var búin að segja er ég smekkpakkandisödd, samt sem áður er súkkulaði skírnarkaka í eftirrétt (sjitt?).

Þetta var nú reyndar stór útidúr frá mikilvægi þessa dags og aðalástæðu fyrir því að ég sit hér og blogga. Litla stelpa Grétars og Söru fékk nafnið Aníta Fanney Falkvard Grétarsdóttir og ég er ekki frá því að þetta er sætasta stelpan hér í Keflavík. Skírnin var stutt og laggóð en ég skammast mín fyrir það að hafa næstum hlegið þegar við sungum sálm saman sem enginn kunni og enginn vissi hvenær þau ættu að fara hátt upp og hvenær lágt. Falskur og daufur tónn beggja fjölskyldnanna bergmálaði um kirkjuna og ég gat ekki hugsað neitt annað en: "The Giggle Loop". Ég iðaði í sætinu mínu, nötraði og fann þykkan hláturskökk myndast í hálsinum mínum. Faldi mig bakvið hárið og beit í vörina til að koma í veg fyrir að hláturinn myndi springa út úr skel. Skírnin fór samt vel og enginn hló upphátt.

Lifið heil en ekki of södd.

|

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Sigh

Ég trúi því ekki að ég missi af helginni. Andskotans djöfulsins. Ég missi af atburði ársins. Tilhlökkunin er búin að bíða lengi, þetta hefur verið umtalað...ég trúi þessu ekki. Ég er svo svekkt að ég gæti grenjað. Ef einhver hringir í mig þegar á þessum atburði stendur þá verð ég reið og fer að brjóta hluti. Helvítis djöfull.

Bróðir minn bað mig að vera skírnarvott. Það er eini sólargeislinn um þessar mundir.

|