þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Öddi

Ég finn fyrir miklum vorfílingi þessa dagana, ef ekki ögn af gleði líka. Núna þegar snjórinn er farinn að hverfa og sólin að gægjast bakvið skýin þá birtir yfir bjartsýni og jákvæðni.

Í dag er sprengidagur. Ég er eini fjölskyldumeðlimurinn sem borðar ekki saltkjöt og baunir. Í raun þykir mér þetta alveg rosalega óbragðgott. Hvað er nú það?

Á miðvikudaginn er svo öskudagurinn. Aldrei þessu vant, þá höfum við bekkurinn ákveðið í sameiningu búning og ætlum að gera heiðarlega tilraun til að vinna pizzahlaðborðið.

Birkir Karlsson (a.k.a. BíKei) átti tvítugsafmæli í gær. Innilega til hamingju með það BK!

HeIðA

|

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Báðum megin, ósprengt

Ég ætla að byrja á afsökunarbeiðni. Ég nenni ekki að svara kommentum í síðustu færslu en þau voru alveg 15 talsins...ég bjóst við svona þremur. Takk, það var gaman að lesa athugasemdirnar.

Dagur 2:
Þetta gengur vel. Í kvöld bíður mín hin mesta og versta freisting hugsanlega. Ég læt ykkur vita á morgun, á degi 3, hvernig gekk. Toi toi.

Nokkuð nýjar og nokkuð heitar fréttir frá mér.
Þann 14. - 18. marz er ég að fara til Toledo á Spáni. Af hverju? Nú, það var einhvers konar happdrætti í 3. A og B bekk og voru dregnir 2 nemendur sem fara með 2 kennurum til Toledo að kynna ferðamálafræðiverkefni. Þarna hittum við önnur ungmenni frá speisuðum löndum eins og t.d. Slóvakíu. Þá get ég fengið að nota kunnáttu mína síðan í sumar: "Zmrzlina vanilko prosim" og "snurka", en þá ætti ég að geta beðið um vanilluís eða skóreim. Ég hlakka til...held ég.


Í fyrsta sinn í 19 ár er ég í kreppu. Í fyrsta sinn í 19 ár tekst mér að eyða það miklum peningi, þannig að þegar á botninn er hvolft stend ég í mínus. Ég er blönk. Ég er beyond blönk. Ég er gjaldþrota.

Helgin var skemmtileg. Hún var aðallega skemmtileg af því að bróðir minn Grétar og dóttir hans (frænka mín) Aníta Fanney komu í heimsókn. Ég lék mikið við hana og fannst mér bönd okkar styrkjast enn meira. Það er bara mjög erfitt að reyna að vera uppáhaldsfrænkan þegar krílið býr í Keflavík.

Ég er búin að vera að velta fyrir mér vinnumöguleikum í sumar. Hafiði einhverjar hugmyndir? Ég er mjög óspennt fyrir þjónustustörfum (þ.e.a.s. gengilbeina eða sjoppusuddi) og efst í huga mínum er útivinna. Jafnvel leikskólastarf, tjaldstæði eða bara vinna hjá bænum.

Það er víst konudagur á næsta sunnudag. Ég er ekki kona neins, það er pínu svekkjandi. Bara pons.

Hvernig viljið þið hafa eggið ykkar?

Ykkar einlæg,

Heibba Bjöbba

|

mánudagur, febrúar 05, 2007

Ælupokar

Föstudagur 26. jan '07
Þá er fyrsti dagur okkar í París liðinn hjá. Ferðin gekk eins og smurt brauð, ég og Sigrún fylgdumst með sætum bossum ganga framhjá og skemmtum okkur vel við einkunnagjöf. Þegar til borgarinnar var komið tók við hið hræðilega RER system. Nokkur mistök og vitlausar stoppistöðvar en að sjálfsögðu bjargaðist þetta að lokum og við komumst á Le Patio Saint Antoine Hotel með hjálp alveg ótrúlega indællrar eldri konu sem, ótrúlegt en satt, talaði örlitla ensku. Við viljum meina að þessi kona hafi verið okkar verndarengill í ferðinni.
Herbergið okkar var snoturt og gluggarnir gamaldags. Við hentum draslinu okkar inn og skunduðum á Nation (lestarstöðina).

Við hófum túristagöngu okkar á Le Garnier Opera. Það er sumsé eldra óperuhúsið í París og þar hafa ýmis leikrit, söngleikir, tónleikar og ballettsýningar farið fram. Sagan af The Phantom Of The Opera er að sjálfsögðu það fyrsta sem ég tengi við þetta óperuhús og vá hvað það var Magnað (nb áhersla á m-ið) að fá að sjá þarna inn. Stiginn, hurðirnar inn í klefana, salinn sjálfan og stúku 5 (þið fattið sem hafið séð myndina). Ömurlegt bara að það var lokað og læst niður í kjallara og engin leið til að komast að stúku 5. Maður hefði samt þurft að eyða heilum degi þarna inni því smáatriðin voru svo mikil...en nevertheless, alveg frábært að skoða þetta magnaða óperuhús.

Áfram hélt dagskráin og við tók örlítið (hah) búðarráp. Við fórum í Lafael sem er sjö hæða verslunarmiðstöð og ekkert smá flott líka, gamaldags með myndrænu glerlofti. Við fengum heldur betur áfall að skoða 20.-30. þúsund króna flíkur og flúðum þennan vettvang tískudjöfulsins.
Áfram löbbuðum við meðfram húsinu og gerðum góð kaup á útimörkuðum. Er lengra var komið, júh! Haldiði ekki að við finnum H&M, geðveikt! Ekki nóg með það heldur var útsala og ég verslaði mér sitthvað. Verst að við fundum búðina á háannatíma (kl. 18.00 á föstudegi) og við höfðum bara ca. klukkustund til að versla.

Þegar fæturnir höfðu fengið gott nokk, fórum við uppá hótel aftur og löppuðum uppá mygluð andlit okkar. Þá var að velja veitingastað til að borða á og maðurinn í móttökunni mældi með Le Temps Des Cerises. Að sjálfsögðu treystum við kauða og fórum á þennan stað. Huggulegur staður, þjónustan ágæt en því miður töluðu þjónarnir ekki ensku og heldur var matseðilinn ekki á ensku.

Í forrétt ákváðum við öll að fá okkur það sama. Já, ég ætla bara að afhjúpa leyndarmálinu og viðurkenna að ég er hræsnari. Við fengum okkur öll foie gras. Ég trúi því varla uppá sjálfan mig að hafa prófað þetta en það er ekki hægt að breyta því sem er í fortíðinni. Helvítið að hafa pantað þetta samt því þetta var svo sannarlega Ekki gott. Salatið sem fylgdi með var löðrandi í einhverju djöfulsins ediki sem Frakkar greinilega troða alltaf á og því var ótrúlega súrt bragð af þessu. Þar sem við erum vel upp aldir Íslendingar, píndum við þetta ofan í okkur og svöruðum þjóninum "trés bien!" þegar hann spurði "Alors?" Semsagt, gæsalifur er jafnógeðslegt á bragðið og meðferðin sjálf á dýrunum.
Við biðum því spennt eftir aðalréttinum í þeirri von um að hann yrði betri en lifrin. Ég ákvað að taka áhættuna og pantaði mér "de magret" sem er andafilet. Villi og Sigrún pöntuðu því miður fisk (í þeirri trú um að það stæði nautakjöt með bernaise en ekki fiskur (við vorum öll viss um að þetta væri nautakjöt!)). Ekki nóg með það heldur bragðaðist þessi fiskur eins og reyktur fiskur sem er náttúrlega hreinræktað lambasparð. Katrín valdi sér lambakjöt með piparsósu (eða allavega sagði gaurinn sem hjálpaði okkur með þýðingu á matseðlinum að það væri það). Þegar þetta kom á borðið var þetta ekki falleg og girnilega lambasneið með piparsósu heldur var þetta hækill í einhverju glæru gutli og bragðaðist eins og saltkjöt og baunir. Æji, óheppnu greyin. Þið eruð örugglega forvitin núna hvernig andafilet-ið bragðaðist? Óóó það var fokkin geðveikt, bara með tveimur orðum sagt: frábær önd. Ég kyngdi samt hverjum bita með samviskubit yfir að vera að borða eitthvað frábært meðan hinir fengu eitthvað fret.
Eftirrétturinn var ágætur, ekkert til að hrópa fimmfalt húrra fyrir og nota frasann "formidable!" en alveg ágætur. Rósavínið okkar Sigrúnar var samt ágætt.

Eftir matinn fórum við á smá pöbbarölt. Byrjuðum á Canon De La Nation sem var frekar sloppy staður. Fengum okkur þar einn franskan öl og fórum fljótlega í leit að meira notalegri stað (á sama tíma fór Villi heim á hótel). Á leiðinni rákumst við á tvo gaura, tvo hræðilega gaura. Þeir stoppuðu okkur, töluðu við okkur og að einhverri óútskýranlegri ástæðu, eltu okkur. Á pöbb no. 2 sátu þeir með okkur og reyndu að tala við okkur. Þar sem þeir voru frá Egyptalandi og höfðu búið í Frakklandi í 3 ár kunnu þeir enga ensku what so ever og töluðu mjög lélega frönsku þar að auki. Við stungum þessa gaura af, Muhammed og Hammúhammhamm? (náðum aldrei nafninu á hinum gaurnum), og hlupum á kaffihús no. 3 - Extra Old Café. Þetta var klárlega besta kaffihúsið í hverfinu, þar sem allir þekktu nafn okkar.
Á Extra Old Café blönduðum við geði við innfædda og blikkuðum sæta gaurinn á næsta borði. Þegar einhver starfsmaður þarna fór að stóla upp rúmlega kortér yfir 1 (en staðnum átti að loka 2) fannst okkur sem verið væri að reka á eftir okkur. Við sátum nú samt örlítið lengur og fórum svo. Katrín var orðin sybbin og því fylgdum ég og Sigrún henni upp á hótel og að sjálfsögðu héldum við áfram labbi okkar niður götuna í leit að einhverju gamani. Við rákumst á myndarlegan Frakka sem gaf okkur upplýsingar um klúbb einn. Hann fylgdi okkur mestalla leiðina en stakk svo af heim til sín, "lélegur félagi marr".
Nafnið á klúbbnum munum við ekki, en hann var alveg semi-kúl. Stigi niður á klósettið, stigi niður í setustofu, dansgólf...eitthvað í þá áttina. Ég og Sigrún blenduðum inn og dönsuðum við innfædda.

Dagurinn eftir var eins og hríðskotaárás fyrir mig. Ég vil meina að það hafi verið vatnið í franska ölinu eða byggið...en mér hefur ekki liðið jafn hörmulega í langan tíma.

Laugardagur 27. jan '07
Núna, þegar ég skrifa þessi umtöluðu orð sit ég á bekk á 1stu hæð í Eiffel turninum. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hversu frábært það var að sjá Eiffelinn er við fórum yfir Signu með lestinni. Þessi turn er svo miiiklu stærri en maður sér á ljósmyndum. Þegar við svo nálguðumst áfangastað hélt ég að ég myndi guggna. Svo varð ekki og ég labbaði rösklega upp tröppurnar með Sigrúnu, Katrínu og Villa. Allan tímann ríghélt ég mér í hendina á Sigrúnu og horfði beint áfram. Þetta var erfiðasta tröppuferð sem ég hef gengið. Þegar ég kom upp hljóp hjartað um nokkra slætti og fæturnir á mér titruðu.
Nú sit ég enn á 1. hæð og bíð eftir félögunum sem fóru uppá topp. Mér er alveg sama hvað ykkur finnst, en það var ekkert sem var hægt að segja við mig á þessum tíma sem hefði fengið mig til að fara alla leiðina upp.

Næst á dagskrá var svo Sigurboginn. Fleiri tröppur, meiri lofthræðsla. Útsýnið var frábært en hnén voru enn veikburða eftir Eiffelinn þannig að ég kiknaði enn meir en áður. Það var því mjög gott að komast niður á jörðu aftur og vita að það yrði ekki meiri hæð í dag.

Frá Sigurboganum löbbuðum við niður Champs-Elyssés sem er svona ríka-fólks gata. Þar finnur maður allar rosalegu tískubúðirnar, á borð við Hugo Boss, Gucci, Dior og allt heila klabbið. Á leiðinni niður götuna, sem var alveg eins og að ganga í New York, rákumst við á Virgin. Þar misstum við okkur því það var jú janúarútsala á ýmsu, svo sem Friends seríurnar á ca 1800 krónur, góðir geisladiskar eins og Coldplay á 500 o. fl.

Ég verð að skjóta því inn hér að ég var búin með plássið í dagbókinni minni og því tók ég uppá því að skrifa á alla ælupoka í flugvélinni með Iceland Air. Allt í allt fóru fimm ælupokar, snilld.

Áfram héldum við með smjörið og við tók hið fræga listasafn, Louvre. Við fórum ekki inn í safnið heldur létum okkur nægja að skoða undurfagra garðinn, minni Sigurbogann, pýramídana og öll smáatriðin á safninu - svo sem Frelsisstyttuhöfuðið. Safnið var ekkert smá stórt og mér þykir það fyndið að þetta var gamla keisarahöllin, skil ekki að fólk hafi ekki bara villst í eigin húsi.

Um þessar mundir vorum við orðin býsna svöng en ákváðum að útkljá einu máli við H&M...aftur. Villi fór á hótelið á meðan við stelpurnar spekkuðum H&M. Mission-ið tók aðeins lengri tíma en við höfðum áætlað og við vorum ekki komnar uppá hótel fyrr en um 8 leytið. Þá þurftum við að fara í sturtu, snurfusa okkur og skipta um flíkur.
Það var ekki fyrr en um hálftíu leytið sem við vorum sest niður og byrjuð að borða. Ég man því miður ekki nafnið á veitingastaðnum en hann var nálægt Bastillunni.
Við fengum okkur öll það sama, heimalagað lasagne. Ég get ekki sagt að það hafi verið neitt frábært, en það var þó étanlegt. Osturinn í Frakklandi er alveg ofboðslega bragðlaus þó, það var það versta við lasagne-að...ostur er jú ómissandi í þeim rétt. Ég og Katrín vildum endilega fá okkur desert svo við pöntuðum kúluís sem var mjög góður.

Þegar maturinn var búinn höfðum við áætlað að fara aftur í Eiffelinn til að sjá ljósasýninguna, en hún er alltaf kl. 9, 10 og 11 á kvöldin. Því miður vorum við of seint og misstum af henni. Í staðinn fyrir það fórum við smá rúnt í metro-inu. Á Charles De Gaulle stoppistöðinni komu inn nokkrir hífaðir unglingar á okkar aldri. Þeir töluðu prýðilega ensku og spjölluðu við okkur. Stelpan í hópnum, sem var vel hress, var alltaf að reyna að koma Sigrúnu saman við einhvern gaur. Talaði um hvað hann væri góður strákur og með blá augu, það var mjög fyndið. Einnig bauð hún okkur eitthvað áfengi í plastflösku en við afþökkuðum pent. Við spurðum hvað kvöldáætlun þeirra væri og þau voru á leiðinni í Reif-partý. Okkur Sigrúnu datt nú í hug að fljóta með og fá að sjá hvernig alvöru franskt reifpartý væri en þar sem Metro hættir að ganga kl. 2 að nóttu til vorum við ekki svo spenntar fyrir því.

Við fórum heim eftir rúnthringinn og ég rotaðist er ég lagðist í skoruna á hjónarúminu.

Sunnudagur 28. jan '07
Seinasti dagurinn. Tíminn er búinn að líða svo alltof hratt. Dagurinn byrjaði á skoðunarferð í Notra Dame kirkjunni. Sjónin sem blasti við er við gengum meðfram horninu var rosaleg. Þessar byggingar sem við erum búin að sjá núna er svo gríðarstórar. Notre Dame er án efa fallegasta kirkja sem ég hef séð (ekki það að þær séu mjög margar). Er við gengum inn í kirkjuna var messa í gangi, orgel ómaði og fagur söngur. Fyndið að túristaflæðið er leyft á meðan á messu stendur. En fólkið hlýtur að vera vant því þar sem þetta er jú kaþólsk kirkja og því nokkrar messur á dag. Við vorum pínu svekkt með að hafa ekki komist í turninn en hann er víst lokaður á messutíma. Reyndar á leiðinni tilbaka var búið að opna hann en þá var röðin líka rosalega löng svo við ákváðum að sleppa því.

Næst á áætlun var að fá sér ís í Berthillon, en það var eitthvað sem Anna frönskukennari hafði mælt eindregið með. Þetta reyndist vera svona frábær ís líka. Súkkulaðiís, cappuchino - mmm.
Áfram gengum við litlu þröngu hliðargötuna þar sem Berthillon stóð á. Mér varð litið inn í eina litla, krúttlega búð og sá ég þar vegg með fullt af fallegum grímum. Svona realdeal masquarade grímum. Ég kallaði á krakkana og við fórum inn. Vá.
Ég hefði getað verið þarna inni í margar klukkustundir að skoða. Það var svo rosalega mikið af flottum grímum og öðru dóti. Við stelpurnar gátum ekki gert annað en að kaupa okkur sitthvora grímuna. Einnig keyptum ég og Villi okkur eðal fjaðurpenna og blek, mjög töff. Konan í búðinni var virkilega indæl og kunni meira að segja prýðisgóða ensku.

Þá var haldið aftur í Metro-ið og næsti áfangastaður var Sorbonne háskólinn og Lúxemborgargarðurinn. Við rétt svo skoðuðum Sorbonne, bara svona til að sjá hvar hann Björn Teitsson var við nám á sínum tíma. Lúxemborgargarðurinn var ofar í götunni og því örkuðum við þangað. Það var nú ekki eins mikið af rómantískum pörum og við höfðum búist við, en trúið mér, ég sá ábyggilega svona þrjátíu til fimmtíu ástfangin pör allsstaðar í þessari ferð, díses kræst og oj bara. Ekki nóg með það heldur reyndust stereótýpurnar sannar. Ég sá hóp af skólakrökkum og var hver einn og einasti með alpahúfu á höfðinu. Allt í allt sá ég svona tuttugu, ef ekki fleiri, konur og kalla með langt baquette brauð í bréfpoka, labbandi um göturnar. Það vantaði bara röndóttu bolina.

Eftir garðinn fórum við á Le Luxemborg til að snæða. Ég var enn södd en krakkarnir fengu sér samloku og panini og var það bara vel útilátið, gott og ódýrt (samt ekki gosið sem kostaði jafnmikið og maturinn).

Á leiðinni svo tilbaka niður götuna lentum við í magnaðri fatabúð. Við stelpurnar misstum okkur í kaupum og Sigrún held ég að hafi átt metið í þeirri búð, dugleg stelpa. Fæturnir urðu að fá smá pásu og því fórum við á hótelið, skiluðum draslinu, og fórum svo fljótlega aftur út.

Sacre Coeur var næst á dagskrá. Enn og aftur, váá. Riastór kirkja og geðveikt falleg, alveg eins og hún sé klippt úr rómverska tímabilinu eða eitthvað. Inni var líka messa, líkt og í Notre Dame. Nema hvað að mér fannst söngurinn og orgelið mun fallegra í Sacre Coeur, allavega fékk ég þvílíkan gæsahúð og hef aldrei upplifað jafn notalega kirkjustund (ég sem er ekki trúuð manneskja).

Nálægt Sacre Coeur er málaratorgið. Þar sitja allir málarar og reyna að fanga þig svo þeir geti teiknað mynd af þér og látið þig borga morðfjár fyrir. Það var samt gaman að labba um og skoða, mörg mjög góð listaverk þarna. Hungrið sagði til sín og því fórum við á besta veitingastaðinn í þessari ferð, "Chez Ma Cousine". Þar fengum við 3ja rétta máltíð fyrir ca 14 evrur, sem er ekki neitt neitt.
Í forrétt fengum við franska lauksúpu sem var alveg sjúklega góð. Í aðalrétt var spaghetti bolognaise, mjög gott líka en hefði mátt vera örlítið meira hakk með. Í eftirétt fengum við svo mousse chocolat, það var geðveikt. Þjónarnir voru almennilegir, spjölluðu við okkur og dekruðu. Einn þeirra sagði meira að segja við mig "You are very beautiful", voða franskur gaur eitthvað. Þessi seinasta kvöldmáltíð var því óborganleg.

Þar sem við misstum af ljósashow-inu fyrri kvöldið ákváðum við að fara á ellefusýningu eftir kvöldmatinn. Áður en sú sýning brast á, áttum við samt eftir að labba götuna sem Moulin Rouge stendur á. Á leiðinni þangað töfðumst við í nokkrum búðum þar sem við græddum ný stígvél og fleira skemmtilegt dót. Á Moulin Rouge voru kynlífsbúðir og búllur útum allt. Gaurar stóðu í dyrunum og auglýstu duglega. Einn gaurinn greip í hendina mína og sagði "Special offer for girls, yes", ég harðneitaði hlæjandi og við greikkuðum sporin. Fyndnast var samt þegar við löbbuðum framhjá einni búllunni, feitur maður stóð fyrir utan og notaði alveg rosalega grípandi auglýsingaherferð: "Sex", sagði hann með mjög djúpri og grófri röddu.
Rauða Myllan var samt glæsileg að utan og örugglega gaman að kíkka á einhverja sýningu þar.

Pokunum okkar skiluðum við á hótelið og tókum svo lestina í Eiffelinn. Ljósasjóið var ekki eins magnað og við höfðum búist við en það var samt jú alveg flott að sjá og gaman að sjá Eiffelinn svona nálægt manni aftur.

Seinasta afþreying þessarar ferðar átti að vera kaffihús og rólegheit en eftir að hafa labbað útum allt í leit að einhverju almennilegu sem var opið gáfumst við upp. Héldum heim á leið (hótelið) og ég eyddi góðum tíma í að pússla saman hvernig ég gæti komið öllu niður í tösku. Það hófst á endanum.

Nú sit ég í flugvélinni á heimleið. Þetta er búin að vera frábær ferð en hefði mátt vera lengri.

Stjörnur í Parísarferðinni:
-Plie Chocolat (sætabrauð) í Bakaríinu á horninu. ****
-Le Temps Des Cerises veitingastaðurinn *** og 1/2 (hinir krakkarnir eru samt ábyggilega ekki sammála þeirri stjörnugjöf).
-Croque avec jambon et fromage, (samloka í einhverju Bakaríi). * og 1/2
-Chez Ma Cousine veitingastaðurinn *****
-Ís í Berthillon *****
-Verndarengillinn okkar *****
...ábyggilega lélegast stjörnulisti ever.

Frasar í Parísarferð (Mest svona inside jokes).
"Halló seppi" (Sigrún sagði þetta við hvern einasta hund í Parísarborg, hvern einasta).
"Alo Emil" (Dúfnaáköllun).
"Hey! Þarna er diskótek! ...neii, þetta er bara apótek" (Katrín sagði það fyrst þegar hún sá grænan blikkandi kross og gerði ráð fyrri að það væri diskótek. Við héldum þessum frasa uppi alla ferðina).
"Un grand coca, s'il vous plait"
"Mig langar heim!" (Ég og Sigrún byrjuðum á þessu í Ytri-Víkur partýi þegar við höfðum ekkert far aftur í bæinn. Héldum þessu áfram í ferðinni uppá gamanið).
"Erum við að fara út núna?" (Ég, við hverja einustu stoppistöð þegar við ferðuðumst með Metro-inu).
"Sjáðu þennan, hann er sætur" (Ég og Sigrún).
"Hey Sigrún, klukkan níu" (Ég).
"Vó maður, ég datt næstum því þarna áðan" "Já ég líka" "Varstu að horfa á strákinn?" "Já, hahah" (Ég og Sigrún).
"Hey Heiða, klukkan sex" (Sigrún).

Au revoir

|