fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Jæja...Fimmtudagurinn að líða hjá og hann er nú bara búinn að vera mjög skemmtilegur:P
Öskudagurinn var í gær og skemmti ég mér alveg konunglega á honum....ég, Erika, Elín og Ásta fórum að syngja og söfnuðum heljarinnar sælgæti og í leiðinni skemmtum við okkur aldeilis vel sko....
Eftir langt og erfitt nammibetl þá ákvað ég að hringja upp á sjúkrahús og tjékka hvort það væri ekki einnhver krakki þar á barnadeildinni sem mætti gæða sér á sælgætinu þar.....Hjúkkan sem svaraði í símann tók vel í það mál og sagði að það væri einn strákur hér sem myndi hafa lítið á móti því að fá nammi.....Ég fór því upp á sjúkrahús með allt nammið sem ég hafði fengið um morgunin og gaf þessum stráklingi nammið......Þegar ég kom inn í herbergið þá var hann að spila hættuspilið við móður sína og ég sá að það voru svona slöngur í höndunum á honum en ég þorði vart að spyrja hve orsökin væru fyrir því að hann væri á sjúkrahúsinu.......En ég heilsaði honum og sagði fáein orð við hann og móður hans og gaf honum svo allt nammið......Svipbrigðin á stráknum voru mér ógleymanleg og lét hann eftirfarandi orð falla af vörum sér: "Vá, má ég eiga allt?? Kærar þakkir" eitthvað í þá áttina.....og já....þetta var án efa æðislegasti öskudagur sem ég hef upplifað....æji litli stráklingurinn var svo mikið krútt.....og mamma hans alveg himinlifandi yfir því að hann hafi fengið sætindi á öskudeginum sjálfum...
Já, síðan fór ég að þjálfa og vesen og svo á æfingu sem ég hélt að myndi aldrei taka enda......
Eftir það skundaði ég heim og lagaði ögn til og stökk í sturtu og sonna......Um 9 leytið komu svo Erika og Ásta til mín og við pöntuðum okkur pizzu og borðuðum nammi og flögur og höfðum það óhollt;P
Síðar komu þeir Sveinn og Einar í heimsókn og varð þetta kvöld bara að einu heljarinnar partýi....hehe;)....Einnig kíkkuðum ég og Erika smá á rúntinn í millitíðinni.......Þegar liðið var yfir miðnætti skunduðum við stelpurnar síðan í háttinn eftir frábærlega skemmtilegt kveld:)

Á fimmtudeginum vaknaði ég svo um 11 leytið og við stelpurnar fengum okkur að borða og sonna......síðan kom Aron skvúsl um eitt og var haldið stuðinu í öllum þar til klukkan sló 5...en þá fór hann Aron á æfingu og eftir vorum við stelpurnar.....þreytan tók völdin hjá mér og eriku og því sofnuðum við.....ég svaf nú bara í hálf tíma eða svo en hún Erika blundaði nú alveg til hálf 7....á meðan var Ásta að vera bæld í tölvunni.....gaman af því skomm.....Síðan fóru stelpurnar heim, vel mettaðar og ánægðar eftir heljarinnar sleep over;)

Svo var ég að bragða mér á gómsætu chicken fajitast áðan og gott gott....síðan tekur video spóla og brynjuísinn við.......þetta er bara andskoti æðislegt vetrarfrí get ég sagt ykkur!:)

En sjæsen....ég var að horfa á Donnie Darko og úfff hvað Jake Gyllenhaal er faaaaallegur!!:P
hérna fáiði eina mynd af þessum guðdómlega fallega stráksa!


grrrr.......Hvað sagði ég ekki:P

Hey já......hér er svo heimasíða eins geðklofa sem ber nafnið Steini og kemur úr furðulegum bæ er heitir Hrafnagil......Schizo!

....það sem þið eigið að gera er, farið á þessa síðu og í Myndbönd....þar sjáiði skemmtilega brenglaðar stuttmyndir ..hoho.....og hláturinn í Squikily er sniiiiiillldd.....Steini þú ert léttflippaður drengur á góðann hátt!! Takk fyrir þessa dásamlegu skemmtun:D:D

Friður!

|

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Já enn einn sunnudagurinn að líða hjá.......þessi helgi er nú bara búin að vera fín skomm......föstudaginn var fórum við á skauta með skólanum og heppnaðist það bara ágætlega, síðar um daginn var svo æfing og um kvöldið horfðum við Aron á æsispennandi Idolið..:P

Snemma á laugardaginn fór ég svo niðrí höll og þar tók við Vinamótið.....Ásta litla náði að hreppa sér í 1. sætið og Elín þar á eftir í 2. sæti......og sjálfur snillingurinn, hann ég, lenti nú bara í 1. sæti líka.....hhoho......það var nú ekki við öðru að búast, enda var ég ein í mínum flokki:S:P....
En þetta gekk bara ágætlega fyrir utan nokkur hrös á ísinn, en ég hlóg mínu léttasta að því bara:)
Síðan fór ég á hokkíleik sem var nú bara ansi spennandi og þar unnu SA ingar..uhh ég man ekki hver lokastaðan var en SA malaði þetta bara.....Eftir þennan dúndurspennandi leik fór ég til Hörpu á stelpukveld....þar á milli keyrði maður um Akureyrina með ýmsum furðufuglum.....

Núna er sunnudagurinn svo að líða, en klukkan er hálf 6, matur eftir smá og svo æfing hálf 7.....
Á morgun er svo venjulegur skóladagur, þriðjudagurinn er einkunnaskil og svo tekur við vetrarfrí stendur yfir þar til á þriðjudaginn, vikuna eftir.....

Anywho......ég set eikkað spennandi upp næst eða eikkað......ég þjáist bara af miklum hugmyndaskorti eins og er.......

Later

|

mánudagur, febrúar 16, 2004

Jajajaj.............mánudagur....mér er illt hér og þar og alls staðar........

Var að ljúka við prófin í dag og fór ég í ensku og íslensku.....það gekk bara mjög vel ...allavega svo ég haldi...Helgin var mjög vel heppnuð bara......ég skemmti mér konunglega á laugardagskveldinu með fjórmenningum sem eru illa ruglaðir:P en það var æðislegt........og já....ég fékk meira að segja herra á valentínusarkveldinu.....og á dögunum sem fylgja þar á eftir:P .......Gott mál bara;)

Svo er ég að fara að keppa næstu helgi svo það er allt sett í botn þessar æfingar......samt er ég þokkalega fokreið út í það að ég er EIN að keppa í mínum flokki........Það sökkar.....illa feitann.....

Annars er allt gott að frétta fyrir utan að bakið mitt er dáið og ég verð nauðsynlega að fara til hnykklæknis og láta hann fixa bakið og öxlina mína!..Helst ókeypis sko því ég er blönk:P

En allavega......ég var nu bara aðeins að blogga smá fyrir ykkur aðdáendurna.......er frekar fámál í dag.....enda dauðþreytt og að drepast í öllum mögulegum limum líkamans....

Later dudes!=)

|

föstudagur, febrúar 13, 2004

Jah....þó er 1 prófdagurinn liðinn hjá en í dag var stærðfræði og þjóðfélagsfræði......Þjóðfélagsfræðin tjaa.....veit ekki alveg hvernig hún kom út...allavega koma spurningarnar um stjórnmál og allt það ábyggilega ekki vel út........En stærðfræðin gekk svona bærilega held ég........allavega án vasareiknis parturinn gekk bara mjög vel þótt ótrúlegt megi virðast:P
Á mánudaginn er svo íslenska og enska......ahh biti af köku bara sko! Samt er íslenskan eilítið strembnari en enskan....Og svo á mánudaginn um 1 leytið er ég bara búin í prófum!! Vúhúúú:P Þá verður aldeilis kátt í höllinni og ég ætla mér aldeilis að gera eitthvað skemmtilegt...

Þessi helgi vonar góðu, Valentínusardagurinn á laugardaginn...Ástin mun streyma um allt andrúmsloftið í Akureyrarbæ:) .....Það er víst ball i kvöld líka en ég held ég haldi mig bara heima og horfi á Friends og Idolið:P veit ekki......:)

Helgina eftir þessa er ég svo að fara að keppa og andskotinn vona ég að mér gangi vel......mér er búið að ganga bara ágætlega á æfingum síðastliðnu dagana og er búin að lenda öll tvöföldu, vantar kannski 2-15 mín uppá....en ekki í öllum stökkunu:D Ég, Ásta og Elín erum búnar að ákveða að við munum aldeilis hreppa einnhver verðlaun sko.....Það er nú tímabært að við fáum einn svona flottan pening!;)
En já ég vona að allt fari eftir óskum þar bara...........

Mig sárvantar klippingu........ég er komin með leið á þessu hári.....en ég tími ekki að stytta það.....langar að særa það pínu og setja styttur í það.....svei....

Jjaaj svo styttist bara í Öskudaginn og vetrarfríið og svona, allt að gerast bara.. ég, Erika, Ásta og Elín erum búnar að ákveða að vera saman í öskudagsliði og við ætlum að vera Íslendingar.....heh....hve frumlegt er það?......ehem....En úr því að ég er nú í átaki þá ætla ég bara að gefa nammið mitt til þeirra barna sem eru veik og komast ekki á öskudaginn. Gera smá góðverk........en fyrst þarf ég að finna börn sem fá ekki að vera á öskudaginn og þannig.......

En jæja.....ég er farin í langa og þægilega sturtu eftir erfiðan dag;) Later dudes!

Friður!:)

|

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Jæja já......Það er víst dáldið síðan að ég bloggaði.....enda er ég búin að vera læra og vera löt....

En helgin er búin að vera ágæt, á föstudeginum sat ég nú bara heima og horfði á Friends og Idol og svona spennandi...Fór svo í gönguúr með pabba í þessu geðveika veðri sem var á föstdagskveldið. Það var nú bara andskoti mikið fjör fyrir utan nokkrar kafnanir sem urðu næstum í lungum mínum...

Á laugardagsmorgninum vaknaði ég í þeirri von að æfingum yrði frestað vegna ófærðar og ills veðurs...En svo var ekki þannig að ég drattaðist inn í höll og fór á æfingu sem var nú bara mjög skemmtileg...ég var aðallega ekki að nenna að þjálfa....En frá 10-12 var ég að þjálfa litlu krakkakrílin og það var nú í lagi því mætingin var nú í lægri kantinum.....
Deginum áður hafði Einar Guðni nokkur beðið mig og Audrey um að þjálfa með honum frá 12-13 vegna þess að hokkígaurarnir voru að fara til RVK að keppa svo það var enginn til að þjálfa krakkana nema hann Einar Guðni......Svo um 12 leytið voru alveg stór slatti af krökkum mættir í öllum búningnum og tilbúnir til að fara á æfingu en ekki lét hann Einar sjá sig......Svo í miklu stressingskasti vorum við Audrey, Auður og ég fara inn á ísinn og þjálfa litlu hokkídrengina......Denni sagði nú reyndar bara: "Já farið bara með þá í stórfisk eða eitthvað þar til það kemur einnhver þjálfari..." ehem...já einn stórfisk já.......Það endaði með því að við þjálfuðum þessa stráka nú bara allann þennan klukkutíma!! En það var nú bara nokkuð skemmtilegt skal ég segja ykkur! En ég verð hneyksluð niður í tær ef við stelpurnar fáum ekki þakkir frá Jan eða einnhverjum af þessum gaurum sem eiga nú að mæta og þjálfa krakkana!!

Laugardagskveldið var líka mjög fínt...það byrjaði með ljúffengri lambasteik með öllu meðfylgjandi. Seinna fór ég svo í heimsókn til Einars og við horfðum á video og spékluruðum í mögnuðum lögum og svona....Þegar miðnætti sló á fór ég heim og þá var ég langt frá því að vera þreytt svo ég fékk settist við tölvuna og gerði það sama og venjulega....síðan hringdi Hallur í mig og spurði hvort ég vildi ekki Búkollu frá tikktakk og horfa á video...Að sjálfsögðu samþykkti ég það og kom hann þá heim með geðveika pizzu sem þið verðið að smakka, VERÐIÐ! ....Pizzan var ekki það eina sem hann kom með heim....o-nei....hann hafði víst keypt bland í poka....ekki fyrir 150 kr eða þvíumlíkt....neinei, heldur einar brjálaðar 1000 kr!!
Enda var hann eitthvað búinn að fá sér í glas svo....I can't blame him hehe......
Við horfðum semsagt á Futurama og átum pizzu, franskar og nammi........þetta nammi var allt það sama svo við fengum fljótt ógeð.......og nú situr það í gluggakistunni hans og mun ábyggilega úldna þar næstu vikuna.......
Núna er ég farin í feeeiita megrun og er hætt að borða nammi þangað til á afmælinu mínu, en þá fæ ég mér pínu nammi. Og svo ætla ég aftur að byrja í átaki og vera í því þar til 10. bekkjarferðin brestur á!!

En annars er eitthvað lítið að frétta......er að fara í próf á morgun......eðlisfræði....það er helvíti súrt....
En á mánudaginn eftir viku þá verð ég búin í prófum......Ohh that's gonna be swwweeeet:P

Jæja.....ég þarf að taka mig til fyrir æfingu....svo ég kveð að sinni........
En eitt enn.........Þið verðið að dl þessu lagi!!: Infidelity - Skunk Anansie .....Geðveikt gott, belive you me!

Friður!

|

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Þessi dagur er búinn að vera bara mjög fínn. Í skólanum lærðum við afar lítið, heldur fórum við í bíó á Kaldaljós. Það var alveg hreint mögnuð mynd og ég segi nú bara við ykkur sem eigið eftir að sjá hana að draga upp peningabudduna og taka einar þúsund krónur úr og skella sér í bíó!

Í hádeginu skunduðum við Gréta og Krissi á Subway og gæddum okkur á gómsætum skyndibitamat.
Eftir skólann fór ég heim og þá tóku við heimilisverkin, en ég þvoði þvotinn, ryksugaði og vaskaði upp...djöfulli var ég dugleg marr úfff.....En allavega..ég lærði síðan, fór á æfingu og svo aftur á æfingu um kveldið en þá spiluðum við hokky......það var snilld......Ég og Ingibjörg vorum lið A, og Erika og Ásta voru lið B. Svo fór að lið A og lið B voru jöfn...Ég tel það hafa verið best, því það voru allir byrjaðir að reka kylfurnar í hvorn annan og hiti var fokinn í þennan leik, þetta gæti hafa endað á slagsmálum bara.....Þvílíkir ólátabelgir sem við vorum:P

Ég sit svo hér og er að fara að teygja á og svo sofa bara......Ööömmurlegur dagur á morgun......ÖÖÖÖMURLEGUR segi ég! Ég vakna, fer í skólann. Byrja á tvöföldum íþróttatíma.....síðan koma 3 aðrir tímar.......síðan fer ég heim og læri undir líffræðipróf en fyrir þetta próf þurfum við að lesa alla bókina.....Svo tekur við blaðburður, en ég fæ enga hjálp í þetta skipti frá minni ástkæru móður.....heldur verð ég að reyna að meika þetta á nokkrum klst. eða þangað til ég fer að þjálfa frá 4-6 og svo æfing 6-7......kannski maður klárar burðinn um kvöldið........fúlt.......:/ og svo tekur við meiri lærdómur..........sveiattann........

En já ég er byrjuð að tala um eitthvað sem er svo óspennadi og svo óskemmtilegt að ég held ég endi þetta bloggerí mitt með bráðskemmtilegum myndum úr afmælinu hennar Hörpu fyrir langa löngu!


Uhm hérna eru semsagt öll spergilkálin sitjandi í sófa og speglura af hverju það standi nakinn maður úti í horni á stofunni...


Hérna erum við að úti að reyna að finna nakta manninn, en hann flúði þegar Sunna prófaði að pota í hann með priki...


Ég og Sunna, sigursælar með að hafa náð nakta manninum. En við fundum hann ráfandi um Hagkaup í leit að teiknibókarekkanum....

Þarna hafiði það! Vel heppnað afmæliskvöld hjá henni Hörpu sem varð 16 ára þann 6. janúar!:D

Friður!

|