þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Það er ekki lýsanlegt með orðum hve þægilegt það er að sitja hér við tölvuna og slappa af...sweeeet

Í gær upplifði ég mest erfiðustu hjólareynslu mína, en hún byrjaði um eitt leytið og þá lagði ég af stað upp að Perlu, gegnum skóginn (sem var mjög gaman), framhjá Nauthólfsvíkinni og út á Seltjarnanesið. Þar tók ég the hring fram hjá vitanum og svo lá leið mín tilbage....en þá varð allur fjandinn laus, því á leiðini úteftir var ég með vindinn í bakið en þegar ég snéri svo við..........þetta var hörmulegt.....vindurinn var svo mikill að þótt ég væri í fyrsta gír þá komst ég varla áfram, ég rann nú bara ekkert í þessum bröttu brekkum sem á leið minni voru heldur stoppaði ég bara vegna kraft vindsins....regndroparnir urðu eins og högl og ég var soaking wet á leiðinni til baka......en um hálf 3 ábyggilega rann ég í hlað og gat varpað öndinni léttar...
Til ykkar hjólaunnenda, mæli ég með að fara ekki í hjólreiðatúr nema að vera búin að tjékka á vindáttinni!

Annars var ég bara að vinna í gær, það var ný stelpa að byrja að nafni Benedikta og hún var bara mjög fín...gaman að hafa einnhvern til að spjalla við á sínum aldri for a change. Í lok vinnudagsins leyfði Edda mér að keyra bílinn upp að the thingie, svo hún gæddi sett ruslið í hann....þetta voru heilir 2 metrar eða svo sem ég fékk að bakka, mér fannst það spennandi:D

Dagurinn í dag var stinky...vaknaði um 9 við þetta ógeðslega hvassviðri og rigningarslúbberdí...eakk.....var í vinnunni til 5, hjólaði heim og hér er ég að njóta setu minnar í þessum stól...oh so nice

Einungis 9 dagar þangað til ég kem heim og ég hlakka óendanlega mikið til, en samt sem áður á maður nú eftir að sakna dvalarinnar hér í babylon Reykjavík eins og sagt er. Ég á eftir að sakna Söru og Grétars allra mest, en þau verða bara að vera dugleg við að koma í heimsókn til Akureyrar!
Frábært það verður samt að fá Greifapizzu, Brynjuís og að skauta aftur:) wooohooo

En já, fara ég verð að njóta stólarins...later dudes

|

laugardagur, ágúst 28, 2004

Þið sem eruð ekki búin að fara á Hárið, þá kvet ég ykkur öll til að týna þessi þrjúþúsundogfimmhundruð krónur upp úr buddunni ykkar og drífa í því að sjá þessa sýningu!
Allt við hana var frábært, leikurinn, söngurinn, dansinn og hljómsveitin var alveg stórkostleg!
En mér, svo og fleirum, brá heldur betur mikið í brún rétt fyrir hlé..þótt maður hafði nú búist við þessu...En þau bara rifu af sér spjarirnar, one by one og dönsuðu um kviknakin! Lýsingin var samt dempuð þannig að maður gat nú ekki greint hver ætti hvaða Mr. Johnson og þess háttar:P Það var alveg furðulegt að sjá Selmu Björns og Helga Rafn Idol-prins hlaupandi um eins og 10 ára krakkar:D Samt sem áður dáist ég ekkert smá mikið af krökkunum að hafa þorað og gert þetta!
Allavega..hundskisti á þessa sýningu!!

Ég er einnig búin að skella mér á Harold and Kumar go to White Castle, þvílík snilld sem það nú var og ég mæli með henni að sjálfsögðu!

æjæj..ég ætlaði út að línuskauta eða skokka eða eitthvað núna áðan....en veðrið segir bara nei! Mig langar engan veginn að fara út í þetta forsaken veður...oj bara

Mig dreymdi sniðuga drauma í nótt....nei ég nenni ekki að tala um það...to much work to be done

Ég ætla að lesa, hafið það gott í dag vinir og bandamenn

|

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

hmm....já ég er búin að betrumbæta bloggið mitt....mér tókst þó reyndar ekki að gera andskotans linkana nógu góða, heldur eru þeir í einum graut....þetta er seinna tíma vandamál, því núna hungrar mig í skyr....

.....jájá þetta er ágætt skyr.

....ég er að fara á námskeið á eftir í höllinni....nenni ekki.....líka á morgun...verð reyndar ekki allan daginn, samt sem áður er þetta leiðilegt...en það verður gaman um helgina, Hárið á föstudaginn, nammidagur á laugardaginn, sunnudagur á sunnudaginn.

2 vikur þangað til ég kem heim....skólinn byrjar bráðum og ég er ábyggilega sú eina sem er ekki búin að versla neitt einasta skóladóterí:S:S .....kannski maður geri eitthvað af því hérna....

Fókið sem ég vinn með er stórskrítið...í gær var ég í afslöppun að lesa dagblaðið þegar Dúdda kemur og faðmar mig...mér brá innilega mikið. Deginum áður henti hún núðlunum mínum í ruslið, sem var kvöldmaturinn minn..það gerði mig fokilla.
Ganda hélt að ég væri með gerviaugnhár......furðufuglar í húð og hár!

Ég lofaði Otto að tala um hann hér á blogginu. Otto er ungur piltur með seriously góða listhæfileika, þið ættuð að sjá myndirnar sem drengurinn teiknar...það er ekki normalt, en ég mun setja þær á síðuna þegar ég er komin heim því að hérna er ég ekki með Fetch svo ég get ekki gert neitt mikið meir með þessar myndir. Ég kynntist Otto í Noregi, hann er adorable og það verður frábært að hitta hann næsta ár í Finnlandi (vonandi).

Ég hata íþróttaauglýsingar Sýn!

Já...það er eitt súrt með þetta nýja útlit bloggsins....öll commentin sem hafa verið gerð á blogginu eru horfin, frekar súrt...:/ ....En lífið getur verið up and downie og þegar það kemur að tölvunotkun, þá eru vonbrigðin oft til staðar, svo og brjálæði.

Ég er farin núna að vaska upp og svona áður en ég fer inn í höll, og jahá ég ætla sko að fara í föðurland, ííískalt þarna....reyndar á ég ekki föðurland...en það næstbesta, þykkar sokkabuxur

|

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Vó hvað þetta er búinn að vera furðulegur vinnudagur....

Ég byrjaði jú að vinna um 10 og var til 1 þar til ég fór í ökutím wich btw gekk bara mjög vel....en það voru nú bara ósköp venjulegar klukkustundir ....
Um 5 leytið fór ég svo aftur í vinnuna og vann til 9.....

Það voru allavega 2 furðuleg atvik sem áttu sér stað...og hljómar hið fyrra svo....tekið skal fram að ég nennti ekki að pikka þetta svo ég notaði bara samtal af msn.....
Það kom náungi með kærustuna sína og hann var svona tvístígandi hvað hann vildi fá að borða
svo ég mældi nú með þessu og hinu og leyfði honum að smakka og svona
rosalega sprækur og hress strákur
ábyggilega á 20 og eitthvað aldrinum
um 30
Hann sló inn svona lúmskulegum bröndurum og gaman gaman
svo var ég að þrífa og eitthvað
og þá spurði hann mig hvort ég væri búin að fara í ...æji...andórexí skanna...
eða
man ekki alveg nafnið
það er semsagt svona leiser sem fer yfir húðina, og þá telur hún hve mörg andórexí-thingie maður er með í líkamanum
t,d, ef maður reykir eða er í kringum óbeinar reykingar, þá getur maður verið með allt of lágt andórexí-thingie
og þaðð er ekkert rosalega gott
og þá þarf maður kannski að íhuga betri lífsstíl
40 ára aldur
ef maður er búin að lifa heilsusamlega og er með nóg andór.... þá lítur maður helmingi betur út og líður betur heldur en þeir sem eru með lítið af þessu
en allavega
hann fór að segja mér frá þessu og ég spurði slatta spurninga og svoleiðis
svo spurði hann hvort ég hefði áhuga á að fara í þetta
og að sjálfsögðu játaði ég því
hann sagði mér endilega að kíkka með mömmu minni í þetta og sjá muninn milli okkar og hennar og balbblala...hann gaf mér boðsmiða í "Biophotonic Scanner"

Jáhh, þetta var semsagt fyrri partur hins furðulegs dag...en sá seinni hljómar svo......(tekinn úr samtali líka, ég er löt í dag.)

Var í afgreiðslunni þegar síminn hringdi
"Já halló, heyrðu...ég gleymdi hundinum mínum fyrir utan....."
ég hélt ég hefði heyrt eitthvað vitlaust, þúst veski eða eitthvað annað
"Bíddu, hvað sagðiru?"
"ég gleymdi hundinum mínum fyrir utan, ég held ég hafi bundið hann við borðið "
"væriru nokkuð til í að passa hann þar til ég kem"
...ég vissi ekki hvaða átti til orðs að taka, fór út fyrir til að tjékka á hundinum...og þarna var hann, þetta litla kríli, með mikið hár niður í augu.....Awwwwwwwwww.....svo ég passaði litla krílið uns eigandinn kom og sótti hann....

hmm......eg held að þeta hafi verið mín verstu skrif í langan tima....þar sem ég hreinskrifaði ekki og fór eilítið ítarlegar í málið...allt of þreytt......

Á morgun er bóklegur tími, nenni því ekki. Á fimmtudaginn klára ég ökutímana í heild og fæ æfingarleyfið:D woohoo
Á föstudaginn er einn dagur í nammidag og heimkomu mömmu=] ....svo eftir það eru bara svona orginal pringles dagar!

Þar sem enginn tilgangur fylgir þessu ritum mínum hætti ég hér með að skrifa.

Moro!

|

laugardagur, ágúst 14, 2004

hmmm....Það sem á daga mína hefur drifið er nú ekki mikið að þessu sinni....frá og með þessu ætla ég að hætta að hafa samband við einn einstakling, þar sem að hann hefur svikið mig talsvert oft og er farin svo mikið í mínar fínustu taugafrumur og þræði að ég er við það að springa!

Hún Kristjana ætlaði að koma í dag til Reykjavíkur og ég tók gleði minni aldeilis að fá að gera eitthvað, en neinei...aulabárðurinn missti af fluginu, hvernig sem það er nú hægt, svo hún kemur ekki fyrr en um hálf 10 í kvöld...en ætli maður geri ekki eitthvað skemmtilegt þá, t.d. að fara í Álfheima og kaupa sér cappuchino, karamellu ís með súkkulaðispænum..mmmmm ..það er svooo gott!! Það er það næstbesta við Brynjuís, það get ég sagt með fullvissu!

...Þar sem að ég er ein heima núna og þar til á morgun hef ég ákveðið að panta mér pizzu frá Uno og horfa á með öllum líkindum Death Becomes Her, en ef ég verð ekki í stuði fyrir það þá getur maður alltaf gripið nokkra glóðvolga Friends þætti!
Ég hef líka byrgt mig upp með nammi, þ.e.a.s. hvítt toblerone, djúpur og þarna hjartagúmmíið...ég gleymdi samt að kaupa lion bar.....Lion Bar, uuurrrandi gott

Ég fór í göngutúr í gær í Fossvoginum, ein og niðurdrepandi...en það var samt gaman.
Ég ætlaði að kaupa mér Garfield bækur í dag, en það heppnaðist víst ekki, heldur fór ég bara í Nóatún og verslaði mér ávexti og nammi...og sprengdi þar með handleggsvöðvana því ég troddi of miklu í einn pokann.

...ég ætla að panta pizzu frá Uno núna....

heyrðu já..ég gleymdi víst að ég ætlaði að blogga eftir að ég væri búin að panta svo ég er búin að borða pizzuna, horfa á mynd og borða helling af nammi...ég held ég haldi því áfram bara nuna..það er greinilegt að það verður ekkert úr þessu kvöldi.

|

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Ojojoj....er að horfa á Popp tíví...þeir eru að tala um náunga að 18 ára aldri sem að svaf hjá 45 ára móður sinni....sjúúkur heimur sem við búum í gott fólk!:S Usssss hvað þeir eru illir við greyið sveppa...awww..poor little buggah

Þrátt fyrir ógeðfellda hneyksli þá er allt gott frá mér að frétta. Ég fór til Akureyrar síðastliðið þriðjudagskvöld og vá hvað það var dásamlegt að komast aftur til hennar:) awwww....bara ef maður hefði verið ögn lengur, tíminn var allt of skemur!
Allir dagarnir voru samt gullmolar og verslunarmannahelgin heppnaðist bara vel þrátt fyrir það að ég fékk ekki einn einasta strákling til að fara niður á hnén og grátbiðja um númerið mitt:( ....Hins vegar var hún Sunna on fire sko...eins og hun orðar það: "Hún laðaði þá að sér eins og flugur að eldi!"
Í alvöru talað, ég held að ég endi sem sorgleg, gömul piparmey sem býr ein ástamt litlum fluffy hundi..
Steinunn og Sunna voru hins vegar mjög vinsælar í augunum á einnhverjum fertugum frekar creepy náunga sem tók um þær og ætlaði að draga þær á brott, en ég bjargaði þeim..*stolt* ...kannski ég gerist bara súper hetja í nunnugervi...það væri kúl..
Minn tilgangur væri þá að bjarga kvenfólki frá illum karlmönnun, eiginleikar væruuu....well...ég gæti bara whooopað karlana í bakaríið....know what I'm sayin'!

úff..margt sem mig langar til að sjá í bíó....Mig langar líka til að giftast Tobey Maguire....en..raunveruleikinn bítur...ég held samt að The Village eigi eftir að vera geðveik! Sama hvað múlasnar segja!!!

Lyktin á almenningsklósettinu á Mekong er alveg eins og í gamla daga þegar Videoland ríkti og ég og bróðir minn fórum ótal sinnum og leigðum spólur, keyptum Spro mix og Mix að drekka...og ef til vill eitthvað sælgæti að narta í..þá þurfti maður ekki að hafa áhyggjur af að þurfa að gera eitthvað daginn eftir, eða líkamlegu ástandi vegna óhollustunnar...nema kannski uppköst eftir á...en það hendir bara veimiltítur...það vorum við ekki! En allavega er hápunktur dagsins að skúra almenningsklósettin og sniffa minningarnar....

Ég er farin að gera eitthvað annað, t.d. lesa í Akstur og Umferð....

|