miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Lottó smottó

Ef að ég myndi vinna 100 milljónir í Víkingalottó, þá...

-Gætum við borgað allar skuldir.
-Gætum við keypt aðeins stærra hús, með borðstofu og baðherbergi með baðkeri í.
-Fengi ég stærra rúm og ég myndi setja sundlaug og trampólín í garðinn.
-Þyrfti mamma ekki að bera út Dagskrána og Moggann.
-Gæti hún stofnað lítið kveðjufyrirtæki heima. Fólk gæti þá komið til hennar og beðið hana um að semja afmæliskveðju, samúðarkveðju, brúðkaupsræðu, þorrablótsvísur, árshátíðarvísur og svo lengi má telja. Seinna myndi hún svo gefa út ljóðabók.
-Gæti pabbi lært kokkinn og opnað síðan lítinn kósí veitingastað sem myndi heita Cheech. Þar væri hægt að fá allt mögulegt að snæða, allt frá djúsí heimalöguðum hammörum, uppí villibráðasteikur eins og rjúpur og gæsir.
-Gæti hann hvenær sem er skroppið í laxaveiði og jafnvel prófað hreindýraveiðar.
-Myndi Hallur hætta í kúkavinnunni sinni og fara erlendis að læra allt um tölvur. Hann kæmi svo heim í klikkað góðu formi eftir að hafa sótt tíma hjá Billy Banks og ríkur eftir að hafa komið með einhverja brilliant hugmynd fyrir Apple umboðin í Emeríku.
-Myndi ég kaupa mér árskort í ræktina, fá mér einkaþjálfara og missa 15 kíló. Svo myndi ég taka þátt í Tour de France árið 2009.
-Myndi ég fara til Los Angeles og læra kvikmynda- og leikhúsförðun og vinna svo við bíómyndir þar til ég eldist.
-Myndi ég koma af stað þeirri hugmynd að hafa lest á milli Akureyrar og Reykjavíkur, ég myndi svo gefa einhverjar milljónir til þessarar hugmyndar. Þá gæti maður heimsótt Grétar og Söru miklu oftar og kannski ekki þurfa að borga 7000 kall fyrir hvora leið.

Ó, ef bara.

|