laugardagur, apríl 29, 2006

Crystalic

Slúður slúður allsstaðar.

Ég vil sjá rannsókn á slúðri. Virðist vera djobb fyrir félagsfræðinema?

Það er til margt skemmtilegra, en þetta er eitt af því sem mér finnst mjög skemmtilegt. Þegar ég stíg á vigtina og sé að talan hefur minnkað. Seinustu tveir dagar hafa sýnt sömu minni töluna (meira að segja þremur tölum minni). Semsagt: Yahoo!

Ég hlakka mjög mikið til kvöldsins.

|

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Le Fabuleux d'Amelie Poulain

Í gær horfði ég á ótrúlega góða mynd sem ég hef lengi vel áætlað að horfa á. Þetta var franska kvikmyndin "Amélie". Ég heillaðist mjög mikið að þessari mynd og vá hvað Audrey Tautou (Amélie Poulain) er falleg. Hvílík fegurð, mikil öfund.

Í gærkvöld sofnaði ég kl. 20:30. Já nei, ég er sko ekki að grínast. Veit ekki hvort ástæðan var vegna þess að ég hafði ekkert að gera, nennti ekkert að gera og ákvað að loka augunum eitt augnablik...eða þá að þetta voru einfaldlega góðu áhrif Amélie Poulain. Allavega svaf ég góðar 10 klukkustundir og 45 mínútur. Hvað er í gangi?

Litlir fuglar hafa verið að hvísla því að mér að ég er kannski á leið til útlanda í sumar. Hvert, með hverjum, hvenær? Get engu svarað í augnablikinu þar sem málið er enn í umræðu. Hlakka samt til að heyra niðurstöður málsins og vona að eitthvað verði úr þessu. Mig langar til útlanda, ég fer einmitt mjög sjaldan út en á lífsleiðinni langar mig til að ferðast sem mest um heim allan.(Framtíðarplanspælingar).

Ich habe hunger.

|

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Pigeaften

Seinasta laugardagskvöld var tær snilld. Þið getið lesið allt um það á blogginu hennar Erlu og skoðað sjóðheitar myndir frá kvöldinu hér.

Power til pigerne!

|

mánudagur, apríl 24, 2006

Lena Eilstrup


Ógeðslega leiðinlega bók. Ég hata þig!

Ekki nóg með þessa 250 blaðsíðna bók um nákvæmlega ekki neitt heldur er framhaldsbók líka...

Mig bli'r kvinde. Æji common.

Gvakkamólí.

|

föstudagur, apríl 21, 2006

Mig og fyrene

Ég skil ekki...

...fólk sem gefur ekki stefnuljós.
...fólk sem lokar ekki klósettinu eftir að hafa sinnt sínum þörfum.
...fólk sem spennir ekki á sig bílbeltið.
Allt saman tekur þetta 2 sekúndur max.

Ég skil heldur ekki...
...fólki sem finnst Brynjuís ekki góður.
...sudoku.
...klikkunina í kringum fermingar og fermingarveislur nú í dag.
...íslenska karlmenn í bomsum eða flókum.
...fólk sem stelur stígvélum, bomsum eða flókum...samt aðallega stígvélum.

Ætlaði að gera langan 'skil ekki' lista en fann svo ekkert meir. Mér datt bara nokkur atriði í hug í dag á klósettinu. (Vá margar forsetningar).

Í hvert skipti sem einhver hringir dyrabjöllunni eða í heimasímann þá geri ég mér óþarfa vonir og hugsa "stígvélin eru fundin." Maður á ekki að gera svona miklar væntingar til lífsins. Leiðindarvonbrigði.

|

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Powerline

Þetta er fyrsta færsla mín sem ég skrifa í skólanum, í tíma, þegar ég á að vera að læra.

...ég hef ekki mikið annað að segja en: HAH, hí á ykkur lúsera sem notið penna og blað!

|

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Námskeiðsdagur

Páskafríið er búið. Hárið á mér er orðið mosagrænbrúnt.

Grétar, Sara og rúsínubollan Aníta Fanney eru farin, sömuleiðis Húgó. Þetta þýðir það að ég hef ekkert loðið krútt til að kúra með í nótt.

2 stykki ritgerðir. 1 stykki dönsk bók í líkingu við Bert. 5 stykki gular buxur. Fokk.

Það bólar ekkert á skónum. Helvískur.

|

sunnudagur, apríl 16, 2006

Missing

Brúnum kúrekastígvélum með mynstri er sárt saknað. Þeir hurfu á mjög dularfullan hátt í Grenivöllum 12 í gærnótt. Hver sá sem tók skóna mína, viltu vinsamlegast skila þeim undir eins. Það er ekki eins og ég kúki peningum og þetta voru ekki stígvél úr Bónus sem kostuðu 1500 krónur, takk fyrir. Og þú sem tókst skóna, ef ég sé þig einhvern tímann á labbinu í Mínum stígvélum, þá hjóla ég í þig, tek skóna af þér og lem þig - using the heel as a tool.

Geðveikt (áhersla á geðveikt) ítrekuð leit útum allt (áhersla á allt) fjölbýlishús skilaði engum árangri. Mér finnst mjög leiðinlegt að tapa hlutum sem mér þykir vænt um, ohhh ég gæti farið að vola núna. Og ég veit að þið hugsið: en þetta eru bara skór...en þetta eru ekki bara skór. Þeir hlutir sem ég fæ að gjöf þykir mér vænt um, svo þegiði bara.

Þú sá sami sem tókst skóna mína, gjörðu svo vel að skila skónum hans Bjarna líka.

Að fólk skuli gera svona lagað, alveg ótrúlegt.

Fólk sem var viðsta(tt?dd?) í gær - fyrigefið bræðiskastið, þið voruð öll mjög hjálpsöm, takk.

Könguló könguló, vísa mér á kúrekaskó.

|

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Photoalbum

Ég er kona minna orða.

Hér er kominn linkur á nýja myndasíðu og þar má finna myndir úr Randers ferðinni, heimsókn Dana hér á Akureyri, myndir af Anítu Fanney, myndir af barna og unglingamóti og svo myndir úr teitinu hans Halls þann 31. marz.

Vei!

|

mánudagur, apríl 10, 2006

Apple iBook G4

Ég er ástfangin.

|

sunnudagur, apríl 09, 2006

My Lady Story

Til hamingju Tryggvi Páll, Magni Þór og Ásgeir Berg með sæta sigurinn á fimmtudaginn. Hipphipphúrra!

Mér finnst stikkorð þæginleg. Þess vegna ætla ég að stikkorða helgina:

Fimmtudagur
-Rútuferð suður. Kvikmyndaleikurinn og fleira skemmtilegt.
-Kringlan. Mintuís og búðarrölt.
-Gettur Betur. Hiti, sviti, æsingur og spennufall. Piltarnir burstuðu þetta með glæsibrag. Hipphipphúrra!
-Pizza Hut. Vaxlitir og litabók, litla Heiða.
-Ari í ögri. Fjölmenn samkunda þar sem fögnuðurinn var í fyrirrúmi og afbragðs tónlist spiluð.

Föstudagur
-Ræs kl. 06:45. Aaalltof snemmt.
-Morgunverðahlaðborð á Hótel Sögu. Egg, beikon, vínarbrauð, jógúrt - þéttur pakki.
-Laugardagshöllin. Ný innilaug þar og ég hélt ég myndi drepast eftir eina skriðsundsferð.
-Hárgreiðslustofan Soho. Fjórar pæjur og allar í nýja klippingu - spontanious og skemmtileg ákvörðun.
-Kringlan. Búðarrölt, Boozt og bamboozle. Nei okei ekki bamboozle en það passaði svo vel þarna inní.
-Forðist okkur. Ekkert nema tær snilld. Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið af manni í apabúningi.
-Hornið. Klárlega besti pizzustaðurinn í Reykjavík.
-Miðbæjarrölt. Frekar slappt rölt en Ellefan var skemmtileg - heill hellingur af vel dressuðum og foxy strákum. Skil samt ekki tilganginn með moshpit, stórhættulegt.
-Danskir hermenn.
-Fullur, sídettandi og brúnn busi. Ég og Katrín bjargvættir hjálpuðum busanum heim.

Laugardagur
-Ræs 11:30.
-Lunch hjá Valgerði Sverrisdóttur. Brazzi í rauðvínsglösum, snittubrauð og gotterí. "Góður þynnkubani" sagði businn.
-Smáralind. Erfitt búðarrölt, ábyggilega erfiðasta búðarrölt sem ég hef upplifað. Keypti mér samt sólgleraugu og Café Latte ís.
-American Style. Ó guð, svo gott og svo sanngjarnt verð. Af hverju kemur Stællinn ekki til Akureyrar?
-Áttabíó í Regnboganum. The Producers - mjög skemmtileg mynd og ég grét pínu af hlátri í einu atriðinu. Söngleikir eru svo skemmtilegir.
-Koddaslagur í stofu 1. Klárlega hápunktur helgarinnar. Æsingurinn var mikill og ég endurvakti grunnskóla hlið mína og missti mig í koddaslaginum.
-Stutt bæjarrölt, rúnturinn og svo beddinn.

Sunnudagur
-Ræs 10:00
-Tiltekt
-Heim

Heima er best, það er svo sannarlega satt. Ég elska rúmið mitt.

|

laugardagur, apríl 01, 2006

Móri

Já það er klárt mál að móri er að klóra í bakið á mér núna.

Ég hef sagt það áður en eigi staðist við það: Aldrei aftur.

Fyrigefðu Hallur Örn.

It is time.

Viðbót sem ég hvet alla til að lesa. Eða réttara sagt vil ég að allir lesi þetta, þó svo að þeir nenni því ekki. Ég ætla að opna mig fyrir tryggum lesendum Eplamauks:

Ég drekk. Ég drekk oft áfengi. Ég byrjaði að drekka sautján ára gömul. Ég viðurkenni það að ég byrjaði að drekka af því að flestir vinir mínir gerðu það og ég varð að svala forvitni minni. Eftir að ég byrjaði að drekka þá finnst mér fátt skemmtilegra en að fara á Djammið með góðum vinum og vera örlítið hífuð. Ég hef átt skemmtileg djömm, ég hef átt frábær og ógleymanleg djömm og svo hef ég líka átt skelfileg djömm með miklum eftirsjá. Svo er líka til mixtúra af þessu, skemmtilegt djamm með miklum eftirsjá. Eitt af þeim átti sér stað í gærkvöldi. Þannig er það að margir sem drekka og hafa gaman af því geta fundið sér hvaða ástæðu sem er til að drekka. Gott dæmi var gærkvöldið. Það var föstudagur og ég þurfti ekki að mæta á æfingu í morgun eða þjálfa, svo mér fannst þetta rosalega spennandi hugmynd, drekka á föstudegi vúhú.
Við byrjuðum heima hjá Halli. Ég, Benni, Þorvaldur, Jónas, Petra og bróðir minn Hallur vorum stödd þar, seinna kom svo engillinn hún Katrín. Ég var með ískalda kippu af Carlsberg í ísskápnum og svo hafði Hallur einnig keypt Tópas flösku. Byrjun kvöldsins var mjög góð; ég og Hallur sungum í mike-inn, við krakkarnir fórum í ýmsa bjánalega drykkjuleiki sem klárlega sett sinn svip á afleiðingar kvöldsins. Þá erum við að tala um beer-bong, waterfall og fleira heimskulegt. Þegar líða fór á kvöldið létu Bjarni og Friðgeir sjá sig og var þá komið fjör í liðið. Um miðnætti eða seinna ákváðum við að fara út á bæjarrölt og var þá ísskápurinn tómur, einungis tómatsósa og ostur í honum - og sömuleiðis Tópas flaskan nema hvað að það var ekki tómatsósa og ostur í henni.
Við fórum á Oddvitann, Amor, Kaffi Akureyri. Þarna hefst móðan. Á Oddvitanum keypti Hallur handa mér Sex on the beach og ábyggilega var ég að stela bjór frá félögum mínum. Eftir þetta man ég Núll. Bróðir minn þurfti að upplýsa mig um hvað gerðist það sem eftir var kvöldsins. Ég fór á barinn þar sem strákur úr fortíðinni ásótti mig og átti ég víst að hafa verið mikið utan í honum og spjallað við hann, oj. Ég veit ekki hvenær strákarnir fóru en ég er ánægð að þeir fóru áður en ég byrjaði að grenja og æla í snjóskafl. Ég tek það fram að aldrei, Aldrei drekka þegar þið eigið við tilfinningarmál að berjast - regla númer 1. Ég hitti Grétu og Kristjönu og þær hugguðu mig og fóru með mig heim til Halls meðan hann fór að kaupa hamborgara handa okkur.
Þá komum við að leiðinlegustu afleiðingunum sem eru að naga samviskubit mitt. Bróðir minn, eins frábær og hann er hljóp (með áherslu á hljóp) í TikkTakk til að kaupa eitthvað að borða handa subbulegu systur sinni sem grenjaði og ældi útum allt, oj. Á leiðinni rann hann eða missteig sig og datt harkalega í jörðina. Hann fékk stuðning frá einhverjum hjálpsömum gaurum og haltraði i TikkTakk og svo heim til sín. Heima var systir hans ælandi í klósettið og góðar vinkonur hennar, Gréta og Kristjana, hjálpuðu henni. Hallur sýndi þeim rauða og þrútna ökklann og voru viðbrögð svo: "Vóóó sjitt maður." Í kringum þetta leyti dó subbulega systir hans Halls.
Ég vaknaði við það að mamma stóð yfir mér. Ég skildi ekkert hvar ég var eða hvað hafði gerst um kvöldið. Það næsta sem ég veit er að Hallur er á leiðinni upp á sjúkrahús. Ég finn hvernig móri setur klónna í bakið á mér og rennir henni eftir mænunni. Ég stend upp og mæti heimsins versta og mesta hausverki. Mig svimar eins og fjandinn sjálfur og stend varla í lappirnar. Mér er drulluillt í rassinum, bakinu og síðunni en ég hafði víst dottið harkalega áður en við fórum á Oddvitann. Ég lagðist aftur upp í rúm.
Ég vaknaði aftur við það að mamma stóð yfir mér. Við fórum öll heim og mamma og pabbi hlógu að þessu. Ég elska mömmu og pabba. Sama þótt maður geri mistök - meira að segja oftar en einu sinni, þá eru þau alltaf til staðar. Ég elska ykkur. Reyndar hló ég nú ekki yfir því að bróðir minn snéri uppá ökklann og er á hækjum núna. Hann þarf að vera á hækjum í 10 daga og má ekki vinna. Ég ætla að rækta systkinasambandið og vera hjá ökklasnúnum bróður minn.
Mér varð litið á klukkuna og ég er að verða sein í leikhús, ég á eftir að fara í sturtu og tilheyrandi. En tilgangur minn með þessari færslu er...tjah enginn sérstakur tilgangur, mig langaði bara að deila þessari reynslu með ykkur og hvetja fólk til að drekka í hófi, passa bara uppá að draga mörkin einhvers staðar. Ég gerði það einmitt Ekki í gær.

Semsagt. Ég hef sagt þetta oft "aldrei aftur" en samt alltaf framkvæmt verknaðinn aftur. Í þetta skiptið er mér fúlasta alvara. Kannski verða einhverjir hneykslaðir á þessari færslu, fólk sem hélt að ég væri fyrirmyndarstúlka en við lendum Öll í þessu einhvern tímann, ekki segja mér annað.

Ég bæti jafnvel við þennan pistil seinna, ég er orðin mjög sein.

|