þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Í tunglsljósinu

Í dag er þriðjudagur. Það bólar ekkert á veskinu mínu en ég held enn í vonina um að einhver gefi sig fram.

Jólaföndur á Svalbó hjá Katrínu í kvöld, ég hlakka ekkert smá til. Ég er búin að taka til nokkra jóladiska og þar á meðal jólasafn með hundrað eðal jólalögum.

Í dag á strákur afmæli. Srákurinn heitir Jónas Orri og er nítján ára gamall. Til hamingju með daginn Jónas og borðaðu nóg af kökunum hennar mömmu.

Lifum heil og hamingjusöm.

|

mánudagur, nóvember 20, 2006

Drazl

Helgarsaga hefst.

Á laugardaginn vaknaði ég klukkan 8 eftir ca fimm tíma svefn. Ég þurfti að mæta í vinnu klukkan níu. Dagurinn leið nokkuð hratt og um kvöldið var mikið að gera en allt gekk svona snurðulaust fyrir sig. Ég gekk út af Bautanum á slaginu ellefu, með feita fætur og verk í kálfunum (langt síðan ég hef tekið svona langa vakt).
Mér var boðið í afmæli til Arnrúnar Leu þetta sama kvöld og því brunaði ég heim, stökk í sturtu og klæddi mig í fínni fötin. Þegar ég kom á staðinn voru stelpurnar í góðum gír og við spjölluðum og áttum saman ágætis kvöldstund (fyrripart kvöldstund þ.e.a.s.).

Um eittleytið ákváðum við að kíkka á nýja og heita staðinn 1929 sem á víst að vera "algjörlega málið." Hávær tónlist og vel hífuð ungmenni, allir hýrir og sætir. Þegar við komum inn á staðinn ákvað ég að gera eitt af því heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni (sem mér fannst, á þeim tíma, ekkert rosalega heimskulegt (en það var það!)). Ég nennti ekki að hafa veskið mitt meðferðist og því tróð ég því inn í dimmt hornið á fatahengisskotinu og setti jakkann minn yfir. Fór að dansa með stelpunum og spjalla við fólk.
Eftir dálitla stund ætlaði ég að fara fram og tjékka á símanum mínum sem var í veskinu. Þegar ég kom að fatahenginu og ætlaði að teygja miður niður í veskið, fann ég ekkert nema jakkann. Panic. Ég renndi í gegnum hverja einu og einustu yfirhöf, fimm sinnum, en fann hvergi veskið mitt. Ennþá meira panic, því jú í veskinu mínu var aleigan mín: Debetkort, VISA kort, ökuskírteini, síminn minn (sem ég er nýlega búin að kaupa) og bíllyklarnir að bílnum sem var fyrir utan. Ég lét dyraverðina vita (sem gerðu náttúrlega ekkert í þessu, nema kannski Helgi sem var aldeilis indælis náungi) og sömuleiðis barþjónina.
Ég labbaði fram og tilbaka á staðnum og skimaði eftir veskinu mínu. Ég fór út og athugaði hvort bíllinn væri ekki enn þar. Fór upp á lögreglustöð og tilkynnti þetta. Fór aftur niður á 1929 og sá þá fram á að ég yrði að láta mömmu vita. Hringdi í hana og vakti. Hélt áfram að leita og prófaði að hringja í símann. Þá svarar einhver gaur og ég reyni að segja eitthvað en hann skellir á. Prófa að hringja aftur en þá hefur hann slökkt á símanum. Í bakgrunni heyrði ég nefnilega nákvæmlega sömu tónlist og var í kringum mig - gaurinn var semsagt á sama stað og ég. Þá varð ég reið, strunsaði um allan stað og reyndi að finna þann seka djöfulsins drjóla - án árangurs. Þá tók ég þá ákvörðun að fara og standa í dyragættinni þar til staðnum lokaði. Ég stóð frá ca hálf fjögur til hálffimm og fylgdist með hverri einustu manneskju sem gekk út af staðnum - án árangurs.
(Nú fer sagan að vera meira í hnotskurn því ég nenni ekki að rifja þetta upp, ég verð bara meira pirruð og plús það þá nennir enginn að lesa þetta - enda er þetta ömurleg færsla). Staðnum var lokað en ekkert veski fannst. Katrín sótti mig, keyrði mig heim, ég sótti aukalykla, sótti bílinn, keyrði Jónínu heim. Fór heim að sofa.

Eftir tveggja tíma svefn vaknaði ég í vinnu. Langur og ógeðslegur sunnudagur. Búin að vinna um 6, ætlaði að fara á æfingu en ætlaði að fara að leita að veskinu mínu í staðinn. Illt í kroppnum, augun þurr og ég bitur. Ákvað að leggja mig frekar. Fékk líka svona ágætis samviskubit frá athugasemdum fjölskyldumeðlima sem gerði þetta ekkert skárra.
Ég vaknaði klukkan ellefu um kvöldið og fór fram að pússla með mömmu.

Af hverju lendi ég alltaf í einhverju svona helvítis kjaftæði? Hvað í andskotanum hefur einhver að gera eitthvað með mitt veski? Kortunum loka ég að sjálfsögðu um leið, ökuskírteinið mitt gerir nú lítið gagn. Bíllyklarnir? Síminn minn er það eina verðmæta og ég skil ekki fólk sem hefur það á samviskunni að STELA frá öðru fólki. Fokkið ykkur fokking hálvitar sem stelið!

Djöfulsins.

Mér er skítsama um alla stafsetningu og málfræði í þessari færslu.

Fokking harða Heiða.

|

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

UF 303

Í morgun vaknaði ég klukkan sex við það að Ásta var að hringja: "Jæja, ertu ekki pottþétt vöknuð?" Ónei, það var ég ekki. Ég dröslaðist fram úr rúminu, klæddi mig í spandex buxurnar og setti ullarsokkana yfir. Þegar ég kom út þá langaði mig að gráta, "helvítis snjór." Snöggvast sópaði ég af bílnum og settist inn í ískalda bifreiðina. Ók af stað og fattaði að rúðuþurrkurnar virka ekki. "Djöfullinn."
Þegar ég og Ásta vorum hálfnaðar á leið inn í skautahöll (eftir nokkra millibila stoppi til að þurrka af rúðunni) hringir Erika í okkur. Þá hafði hún einhvern veginn, ég veit ekki alveg hvernig, fest sig í snjóskafli í Furulundinum og gat ekki losað sig. (Hún var semsagt á bíl, ekki gangandi). Við tókum því smá aukakrók uppeftir til Eriku og hjálpuðum henni. Ábyggilega hálftími var liðinn sem hafði farið í það að reyna að bakka, keyra áfram, bakka aftur, moka undan dekkjunum, setja mottu undir dekkið og prófa svo að bakka, moka meir undan dekkjunum - þegar loksins, LOKSINS ... ákváðum við að gefast upp. Við tróðum okkur allar inn í minn bíl, skildum Eriku bíl eftir og keyrðum niður í höll. Þegar við endanlega stigum inn á ísinn voru tuttugu mínútur eftir af æfingunni. Flott!

Næst þegar ég vakna klukkan sex að morgni til og finn að það er eitthvað skrítið í loftinu, þá ætla ég að fylgja eðlishvötinni.

|

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Bad man from California

Stundum finnst mér ég vera eitthvað svo misheppnuð. Kannski af því að ég er það pínu.

Ég ætla að fara að rýma betur tímann fyrir lærdómi, verða skarpari og duglegri lestrarhestur. Kannski ég klári jafnvel Stardust eins og ég ætlaði að gera í sumar. Lengi vel hef ég líka ætlað mér að lesa One Flew Over The Cuckoo's Nest...svo og fleiri bækur.

Ég fæ samviskubit útaf minnstu hlutunum. Til hvers að velta sér svona upp úr hlutunum og pína sjálfan sig með hugarangri?

Annars er allt gott að frétta.

|

mánudagur, nóvember 13, 2006

Þægilega dofin

Ég þarf að venja mig á að líta á ma.is - Kvosin þegar ég vakna á morgnana. Í gærkvöldi ákvað ég að vakna á morgun (semsagt í morgun) klukkan hálf sex og fara í ræktina, sem og ég gerði. Ég þurfti að lesa slatta fyrir svefninn og var ég ekki sofnuð fyrr en klukkan tvö. To sum it up svaf ég í 3 og hálfan tíma. Núna sit ég á bókasafninu að reyna að lesa Heljarslóðarorrustu vegna þess að ég er í þriggja tíma eyðu. Ég hef engan bíl og það er ekkert rúm í skólanum þar sem ég get lagt mig (sem mér finnst að ætti að vera). Svona kósíhorn þar sem allir geta lúllað og safnað nýrri orku ef þeir gerast þreyttir.

Ég er þreytt. Augun á mér eru bleik og þurr...ekki af því að ég er búin að lesa svo mikið heldur er ég með einhvers konar ofnæmi. Þarf víst að fara til læknis, ach foj.

Fyrir sunnan Langbarðaland er Ítalía eðr Valland; þar er ríki það, er Toskana heitir; þar er Flórensborg; þar var Dante fæddr. Þá er þar suðr af Páfadómr, er Arnljótr lærði kallar Rómaríki; þar er borgin Róma, hún er frægust borg í heimi næst Álaborg; þar er páfinn og þar var Cæsar; þar var Ágústus keisari; þar var Neró; þar var Trajanus; þar er áin Tífr, hún kemr úr norðrátt.

On with the butter.

|

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Fimmtíu draumar

Já ég er ekki frá því að Móri er að klóra í bakið á mér. Allavega eitthvað pínu. Pínu mikið.

Ég vildi að það væri ís á sunnudögum á þessum bæ, alveg eins og það var alltaf á Búrfelli. Það myndi kannski örlítið lífga upp á þennan mjög svo daufa dag. Ég veit hvað annað gæti lífgað upp á sunnudaga...eða bara alla daga, og það væri ný Scrubs sería.

Ég fór í afmælisveislu til Erlu í gær. Stofuborðið var búið að skreyta með grænum servíettum og saltstöngum. Borðstofuborðið var litskrúðugt: jarðaber, hindber, vínber, grænmeti með vogaídýfu (hún hugsaði sérstaklega til mín og Helenu, það var krúttlegt), snakk og svo guðdómleg frönsk súkkulaðikaka. Heppnin var með mér að það var nammidagur. Teitið var virkilega skemmtilegt en leið bara alltof hratt. Ég lærði svo líka góða aðferð til að losna við hiksta.

Létt og laggott. Mér finnst það besta smjörið.

|

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Petey

Í dag er gleðidagur. Erla á afmæli og hún er hvorki meira né minna en 18 ára! Innilegar hamingjuóskir Erla mín, ég vona að þú eigir ánægjulegan Geburtstag.

Ég man eftir þegar við kynntumst fyrst í 2.A. Ég var svo ánægð að hafa fundið einhvern hressan bekkjarfélaga til að eyða tímanum með - þá sérstaklega í frímínútum því jú, ég þjáist af þeim ótta að vera ein. (Haha).

...Ég ætla að bíða með "Manstu þegar/Ég man þegar" listann þar til þú verður svona þrítug. Það er að segja ef ég verð ekki flutt til Nuuk, búin að giftast selveiðimanni og eignast fjögur eskimóabörn.

Profile af Pierre


Húrra fyrir þér Pétur!

|

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

5 á Richter

Klukkan fjórtánhundruð sat ég í náttúrufræðitíma á efstu hæð á Möðruvöllum. Við stelpurnar sátum á aftasta bekk, Erla líka því hún er komin með ný gleraugu, og vorum að glósa í tölvunum okkar. Skyndilega kom skjálfti og skólastofan nötraði. Ég leit á stelpurnar með panik- og undrunarsvip. "Hvað var þetta?" "Jarðskjálfti?" Þá fengum við svar frá einhverjum bekkjarfélaga að þetta væru bara einhverjir verkamenn að starfi hér í skólanum. (What?) En þar sem að ég er ég, þá sagði ég bara "já, ókei..." og hélt áfram að glósa. Hálftíma síðar tilkynnir Júlía okkur að þetta Hafi í raun og veru verið jarðskjálfti. 5 á richter, hvorki meira né minna. Greinilega höfðum við ekki verið að fylgjast með því að aðrir bekkjarfélagar okkar á næstöftustu röð og framar voru búin að tala um þetta seinasta kortérið.
Gaman að segja frá því að þetta var fyrsti jarðskjálftinn sem ég upplifi. ADRENALÍNRUSH. Nei grín.

Ég er byrjuð í ræktinni. Ég, af öllum manneskjum. Ég sem lofaði að ég myndi aldrei stunda ræktina þar sem það er ekkert nema peningaplokk og grautargerð! En þar sem að það er orðið kalt í veðri, hálka og snjór farin að hylja göturnar get ég einfaldlega ekki farið mikið út að skokka, hjóla eða annað. Ég er líka byrjuð að borða grænmeti, glás af grænmeti. Mér finnst grænmeti ekkert spes þannig að þetta er pínu erfitt, sérstaklega að borða gúrkur. Gúrkur eru vondar...líka tómatar.

Katrín er meistari í nuddi. Mér finnst að það allir ættu að prófa nudd hjá Katrínu.
Erla er fyndin, hún er með smitandi hlátur. Það ættu allir að prófa að hlæja með Erlu.
Sigrún er djammari, hún er alltaf til í djamm (snillingur). Það ættu allir að prófa að djamma með Sigrúnu.
Júlía er harðjaxl, hún gæti bjargað mér á veitingastað þegar ég fæ hamborgarasósu á samlokuna mína í staðinn fyrir kokteilsósu. Það ættu allir að hafa harðjaxl eins og Júlíu nálægt sér.
Védís er fróð um kvikmyndir, hún kemur mér sífellt á óvart. Það ættu allir að spjalla við Védísi um kvikmyndir.

Ég hef komist að því eftir margar vesælar tilraunir að ég er hörmuleg að yrkja ljóð...sérstaklega með rími. Ég dáist mjög mikið að fólki sem geta ort góð ljóð (neih, vóóhó).

Nú fer að styttast í jólin og hef ég lagt höfuðið í bleyti um hvaða jólamynd ætli sé the best of the best.
...og ég komst ekki að neinni niðurstöðu. Hvað finnst ykkur?

Mig vantar fjólubláa skó fyrir árshátíðina. Mig vantar líka mambókennslu hjá Katrínu. Katrín mambómeistari!

Í kvöld er ég að fara að vera förðunarmódel. Hah. Byrjuð í ræktinni, borða grænmeti, fer í förðun. Hvarra skjé?

Þurru og ómerkilegu færslunni er hér með lokið. Nema jarðskjálftinn, hann var kúl.

Æðstistrumpur

|