föstudagur, júní 25, 2004

*grát*...þá er ég komin frá Noregi og vá hvað ég er ekki að nenna að vera hér á Íslandi...mig langar að fara aftur þangað og vera með öllum krökkunum í allt sumar...:( En nú tekur við veruleikinn þar sem ég þarf að vinna og afla mér fjár fyrir framtíðina...
Ég var að koma úr fyrsta vinnudeginum og gekk það bara svona ágætlega svosem...samt er ég alls ekki kassavæn, það get ég sagt! En þetta kemur allt saman...maður verður betri og betri með degi hverjum....

En Noregsferðin var eins og hef ítrekað alveg frábær og ótrúlega súrt að við gátum ekki verið í aðra viku ef ekki tvær=]
Ég kynntist aragrúanum af fólki þar á meðal Jussi, Joel, Jakob, Heidi, Meri og svo margir margir margir fleiri! Og margir voru strákarnir fríðir..úffff! Að sjálfsögðu bað ég um msnið þeirra svo ég gæti haldið sambandinu sko! ....og þegar Finnarnir voru að fara þá komu Jussi og Joel og knúsuðu mig bless...awwwwww....sweeeet .......
En ég þarf víst að bíða í ár þar til ég get hitt þetta fólk aftur..það á eftir að verða erfitt...kannski ég skelli mér bara út núna í vetur, hmm?:)

Ég komst inn í MA...wooohooo...það verður gaman..vonandi lendir maður með einnhverjum nýjum, sprækum og skemmtilegum krökkum....jájá...þannig er það já...

En eitthvað hef ég svo rosalega lítið að segja frá einmitt núna....þannig að ég kveð bara í bili....verð að borða og svona..og reyna að ganga frá þessu drasli...ég elska ykkur öll

|

sunnudagur, júní 20, 2004

Jaammm tu ert aldeilis skritinn strakur Steini minn...en eg sit herna i tessari kompu og pikka a tolvuna a medan einnhverjir danir sitja hlidina a mer og hneykslast a tvi hve hratt eg er ad pikka: Pheeewwww...segja tau...en einn af straknum er myndarlegur og heitir..hmm..eg get ekki sagt tad tvi ef hann sagi nafnid sitt a skjanum ta yrdi hann abyggilega mjog hissa!:)

En tad eru allir adrir uti i fotbolta ad leika ser, medan sit eg herna og pikka i tolvuna...how sad am I? En fotbolti eru bara ekki minar ær og kyr svo jamm....enda var tetta bara sjalfsmord ad vera tarna inn a!

En ufff hvad eg væri til i nybakadann brynjuis einmitt nuna...sveiattann...en jamm tad er buid ad vera mjog gaman herna i Noregi og verdur abyggilega erfitt ad fara hedan....en eftir tessu tekur vid horkuvinna og læti bara svo ja....eg verd nu ad vinna mer inn pening svo eg get borgad æfingarleyfid og keypt mer DMC Delorian...ahaha...hey jaa...sem minnir mig a....a 16. juni ta forum vid a Oddeyrarskola ad skoda fallegu fallegu bilana a lodinni...og viljidi giska hvada bil eg rakst a?! ojaaa...tad var DMC Delorian...ufff....hjartad mitt tok stopp og tad er enn an lifsmarks...

eg er ekki ad segja neitt nema steypu einmitt nuna..en mer leidist frekar og hef ekkert ad gera, get ekki hladid inn MSN her svo fult fult fult...

Tad er ekki godur matur herna..besti maturinn sem eg er buin ad lifa a er sælgæti og ekkert annad..gos ju....enda er tad alger megrun tegar eg kem tilbaka..skyr og grænmeti og stuff like that...en ja tad er stelpa sem situr fyrir aftan mig og eg held ad hun se ordin otolinmod svo eg ætla ad skilja vid tolvuna....en jæja...eg er farin....veridi bless og hafidi tad gott litlu labbar!!

|

fimmtudagur, júní 17, 2004

Gott mál, það eru komin 27 comment og ekki eyðileggja þessa fallegu fallegu tölu:]

Ég er farin til Noregs, legg af stað með rútu eftir abúút....hálf tíma! úffff þetta á eftir að vera spennuþrungin ferð menn:D:D En hafið það gott vinir og vandamenn, jafnt sem bandamenn!

Seinna melir

|

fimmtudagur, júní 10, 2004

Jæja jæja....þá eru bara um 4 dagar eftir að þessum skautabúðum og ég er komin með ælu upp í kok vegna óbeit minnar á skautum! úff.....
En það verður fínt bara að komast í langt sumarfrí og vinna og taka sér pásu svo maður æli ekki óbeitinni!
En jamm það styttist einnig í að ég fari til Noregs, en eftir þá ferð fer ég beint suður og strax að vinna sama daginn og við komum heim....full dagskrá bara:)
En ég er búin að vera dugleg við að leggja matseðilinn á minnið og svona, það gengur jú ágætlega...svo þetta blessast allt saman!

Ég og Erika ætlum að hitta gengið í kvöld, því þetta er jú síðasta skiptið sem ég get hitt sveitadurgana mína áður en ég fer og eins með Eriku því hún er bara að fara til Spánar þessi litli lúsablesi...svei mér þá!

Með öllum líkindum þá er þetta síðasta skiptið sem ég skrifa í bloggið mitt hér í þessari tölvu, hér heima, á Akureyri...svo já...ég ætla að hafa smá ljósmyndashow...bara svona ljósmyndir frá þessu og hinu, ýmsu og öllu....svo hafiði gaman af því bara:]
En ég þakka innilega fyrir alla sem eru duglegir að lesa í bloggið mitt og endilega reynið að fylla comment kassann...allavega látið það ná tölunni 27. Ok?:)
.....ég skrifa að sjálfsögðu á fullu þegar ég verð í Reykjavík...allavega reyni það=]
Elska ykkur öll og á eftir að sársakna hvers einstaklings hér á Akureyri!!:( Snifffff


EEEAKK! Þetta er listaverkið hennar Steinunnar, dundaði sér við þetta í Photoshop...en þetta getur líka verið skemmtileg gestaþraut, giska á hver á hvaða bút, ha? ha? jíhah


Ég grátbað Ástu um að leyfa mér að setja þessa mynd á bloggið...en svona verða fæturnir eftir æfingar....mjög fríðir fætur=] Kannski getiði séð eitthvað út úr þessu....prófið að fara í skýjaleikinn við þessa mynd!:D


Já þessi var tekin á jólasýningunni....en eins og sjá má erum ég og The Nutcracker góðir félagar!


Já þetta er nú bara ógnvekjandi...en Sunna tekur þessu með ágætum þótt ég ætli að borða hárið á henni! Sunna er líka the ultimate flugubani, roooarrr


Sunna fer á kostum á didgeridoo-ið og bongó trommurnar...eða bongó trommur......jájá...allvega var þessi mynd tekin á þemadögum í skólanum og ég og Sunna ferðuðumst um Ástralíu og það var gríðarlega spennandi.....sérstaklega þegar Sunna barðist við bavíanann um síðasta bananann og datt síðan um bjöllu, það var skondið


Undirbúningur fyrir Lokaballið...stress í gangi þarna og svona....lófarnir sveittir og næ ekki að smella hálsmenninu...úff...*hjartastopp*


Dálítið fuzzy wuzzy þessi mynd....en þarna erum við að twista eins og brún laufblöð í brjáluðu roki þar sem mikið rafmagn ríkir!! Þetta var samt agalega skemmtilegt...Ómar leyndi líka á sér og tók nokkur villt dansspor í cha-cha við mig:] Takk Ómar fyrir þessa skemmtun, henni verður seint gleymt;)


Jáá.....þarna eru sveitadurgarnir mínir samankomnir, allir í sínu fínasta pússi=] awww...talið frá vinstri: Addi, Ómar, Steini, Tjörvi, Einar Guðni og Steinunn...


Hælarnir voru farnir að segja sitt eftir allt trimmerí og danserí svo maður varð að setjast niður og fá sér eitthvað í svanginn....
þvílíkar dömur við erum! *hvææsss*


sniffff....Skólaslitin í Oddeyrarskóla....allra síðustu skólaslitin....Þarna er verið að gefa Jóhanni gjöf vegna alls sem hann gerði fyrir okkur og þess háttar.....Bergljót var heiðruð líka svo og Fjóla, eins og sjá má á næstu mynd...


awww.......þetta er svei mér sorglegt:( Oddeyrarskóli bara genginn í garð:/
en hann mun lifa í minningum til eilífðar..mhmm


Allra síðasta hópmynd af árgangi '88...Takk fyrir krakkar, þið eruð uppspretta Brynjuíss! Alltaf gaman að borða ykkur:D

Yfir og út

|

miðvikudagur, júní 02, 2004

Ahoi! Þá er fyrsti dagurinn í júní að bresta á og já...klukkutími í að ég þarf að byrja þessar 15 daga skautabúðir...ætli þetta leggist ekki bæði og vel í mig ....
hmm...í gær og hinn var maraþon á skautum og við skautuðum 24 klst....það var heví erfitt sko og var maður orðinn andskoti þreyttur eftir þessi trítil trylltu rússíbanaferð sko......en ég og Erika skemmtum okkur með Futurama, mat, spilum og skutlum...svo þetta var nú bara ágætlega skemmtilegt:D

En já....óttalegt nörd eins og það gerist þá skrifaði ég í svokallaða dagbók í 10. bekkjarferðinni...bara til að fullvissa mig um að gleyma engu sem gerðist og sonna...laugh all you want, en mér til varnar þá segi ég nu bara að ég mun hlæja dátt þegar þið eruð orðin 40 og viljið lýsa ykkar ferð fyrir ykkar börnum en eruð búin að gleyma öllu! muahahhahahaha.....til að segja söguna alla í heild sinni ætla ég bara að lesa það sem skrifað var í dagbókina!
Fyrir ykkur sem lesið aldrei neitt sem ég skrifa hér sem er í stórri lengd: Look away! En þið sem eruð á fullu að lesa fréttablöðin og allt svona gúmbasla, hafið gaman af:)

25. maí '04
Ferðin er þá loksins hafin eftir endilanga bið og tilhlökkun!
Við byrjuðum daginn á að hlaða rútuna eða réttara sagt kerruna sem við höfðum meðferðis og naumlega náðum við að kremja allar töskurnar og loka þessum agnarsmáa vagni....þá settumst við inn í bílinn þar sem loftið var extremely þykkt og rútan mjög lítil að innilokunarkennd myndaðist allverulega hjá flestum!

Förinni var heitið á Skagafjörðinn þar sem "gæðingarnir" biðu okkar. Krakkarnir stigu öll á bak og flestir voru bara til í slaginn! Þá tókum við hressilegan rúnt um fjörðinn sem tók rúmar 2 klst.
Það voru flestir mjög fegnir þegar hestatúrnum var lokið vegna þess að afturendinn þeirra var kannski ekki upp á sitt besta eftir þessi trylltu brokk:P
Ég vitna í Kristjönu: "Það flísast úr rassbeinunum!!" heh..kjáninn sá arna...seisei

Það fóru allir sáttir og vel lyktandi beint í hádegismat á Króknum eftir þetta!
Þar var hent í okkur 1000 krónum á mann og við áttum að kaupa okkur eitthvað gott í gogginn.
.......Stelpurnar komu úr hádegismatnum nokkrum tattoo-um ríkari og voru þær afar stoltar af Power Puff líkamsskreytingunum:D

Þegar líða fór á daginn skelltum við öllum töskum og dóti í Löngumýri en þar gistum við yfir nóttina.
Útsýnið var glæsilegt og þetta var mjög "kósý", ef svo má segja.
Það er samt eitt sem hræðir mig örlítið og það er þessi galopni gluggi sem stendur hér fyrir ofan mig....(einhvern veginn verðum við jú að þurrka rennblautu sveitasælu-raftings fötin okkar..) ....ég er afar hrædd um að einnhverjir óboðnir gestir úr skordýraheiminum munu eiga sér leið inn um þennan risavaxna glugga...
En hér erum við samankomnar 4 vinkonur sem eigum við örlítinn skordýravanda að stríða....allavega allt sem er gult og svart og gefur frá sér suuuð.....eaakkkk!

Anywhooo..........ég er farin langt af teinunum og týnd í bláberjalynginu....

Um 3 leytið var sfvo haldið af stað í ógleymanlega river rafting ferð:) Josh, Vince og Baba voru foringjar að þessu sinni og þeir stóðu sig með prýðindum og voru afar hressilegir piltar!

Fyrstu mínúturnar á ánni gengu nú bara ágætlega þrátt fyrir dettur hjá Hörpu og Sólveigu en þær fengu alveg nett adrenalínflæði við það en ekkert alvarlegra!
Á leiðinni niður ánna spjölluðum við heilmikið við Baba, en hann var með mér, Valda, Kristjönu, Sunnu og Grétu á báti.
Útsýnið í kring var æðislegt og minnti mann ógurlega á LOTR, svo það var ansi vinsæl umræða á leiðinni niður:D
Hápunktur þessara ferðar var samt án efa að stökkva af klettinum, en það var ekkert smá adrenalínrush sem flæddi um hvern lim líkamans....
Þetta var eins og togað út úr einum hröpunardraumum mínum!
Eftir mikinn heigulskap og margar tilraunir til að telja upp á 3, lét ég mig hafa það og stökk ofan í hafdjúpið.
Mér fannst ég fara endaluast ofan í vatnið og súrefnisskorturinn var að því að syngja sitt síðasta þegar ég loksins komst á yfirborðið.
Örvingluð og með sleftaumana niður á höku skimaði ég um allt eftir gulum hjálmum og synti eins og óður maður í att til þeirra.
Steinunn kvað skelfingarsvipinn minn alveg ómetanlegan og mun hann sitja í minningunum í langan tíma.
Það var dýrlegt að sjá viðbrögðin á hinum krökkunum þegar þau stukku og syntu eins og þau ættu lífið að leysa, en ég er afar stolt af bekkjarfélögum mínum að hafa þorað þessu:)

Eftir vel heppnaða og magnþrungna ferð var þakkað innilega fyrir skemmtunina og skundað svo í heitan pott...ahhhh.........

Að afslöppunartímanum loknum fengum við okkur kvöldverð í Kaupfélaginu í Varmahlíð en þar fengum við subbó kjúlla og feitar franskar.
Maturinn var greinilega ekki nógu uppfyllandi fyrir suma því flestir áttu sér leið í sjoppuna og keyptu sér smá nætursnarl;)

Um níu leytið komum við svo aftur í Löngumýrina og við stijum hér í rólegheitunum og nörtum í snarlið og spjöllum:)
Sumir eru að leika sér í knattleik....kannski maður skelli sér út..aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér=)


26. maí '04
Við byrjuðum daginn á að teygja vel úr okkur og snæða morgunverð.
Gestgjafinn í Löngumýri var dásamlegur og útbjó morgunmat sem að hann reyndi að láta öllum falla í geð.
Við þökkuðum honum svo fyrir okkur og brunuðum af stað í Borgarfjörðinn.

Keyraslan var löng og mjög heit, enda þegar það var lagt af stað var um 20°, blæja logn og steikjandi sól:P

Á leiðinni í Húsafell tókum við stutta pásu í Baulu þar sem við fengum enn og aftur 1000 kr til að kaupa eitthvað í svanginn..
Ungmennin fundu öll eitthvað sér til hæfis og ég og Sunna nutum þess að háma í okkur frönskunum og svolgra gosið.
Einnig fengum við frábært útsýni yfir á næsta borð þar sem fjallmyndarlegur gæji sat að borði og var að lesa í Fréttablaðinu....það var afar sorglegt að sjá hann svo keyra burt á rauða volvonum..:/

Þegar klukkan var gengin í fjórtánhundruð vorum við mætt á svæðið við Húsafell og vissum ekkert hvað var fyrir höndum,
allavega höfðum við allt annað í huga.....

....Surtshellir var fyrsti áfangastaður í þessari dagsferð en þar var allt stórbrotið! Klakar og grýlukerti um allt sem minnti mann ógurlega á púpurnar í Aliens...en þetta var allavega magnað, löbbuðum á svona þykkum ís eikkurn veginn og lala..gaman nok!

Seinni part dagsins fórum við svo í erfiðustu, blautustu og landregnustu gljúfurgöngu.
En þar löbbuðum við í ískaldri ánni sem eittt skipti lét mig fá krampa í lungun....það var ógurlegt!!
Svo voru nokkrir villingar sem stukku af fossum en það voru Rúnar, Andri, Valdi, Addi, Bára og Gréta! Þau gerðu þetta með glæsibrag og skemmtu sér ærlega!
Skál fyrir þeim! *Skál!*

Þegar það fór að styttast í Húsafellið voru allir orðnir uppgefnir og margir farnir að hrasa í öðru hverju skrefi, en það var nú bara hin ágætasta skemmtun fyrir mig:P

Eftir 3 tíma af göngu staðnæmdumst við í sundlauginni og fórum þar í ljúft, heitt bað.....swweeet...
Síðar var svo keyrt í höfuðborgina þar sem við skelltum okkur í keilu og viti menn! Ég bar sigur af hólmi í þetta sinn með 91 stig....
3 stigum hærri en Jóhann muahhaha:D

Hálftíma fyrir miðnætti komum við okkur fyrir í Árseli. Fengum okkur kex, flögur og fleiri sóðaleg heitin rétt fyrir háttinn.....Núna liggjum við 5 ungkviðin og hlustum á ljúfan tóninn sem kemur frá gítarnum hans Andra....Ég er að sofna og því býð ég góða nótt
P.s. gúrkur eru rjómakenndar!


27. maí '04
Mér er heitt og líður illa, því ætla ég að hafa þetta stutt að þessu sinni...

Við vöknuðum snemma og fórum í Go-kart sem var alveg frábært og allir skemmtu sér konunglega!
Strákarnir sýndu örlítinn glæfraskap en ekkert sem hafði alvarleg slys í för með sér!

Bláa lónið var næst á dagskrá en þar fengum við furðulegustu pizzurnar sem allir fengu fljótt óbeit á.
En svo var buslað í lóninu, slappað af og skellt á sig kísilgúrs gumsi!

Eftir þessa dýrindis afslöppun var farið í Smáralindina þar sem allir versluðu sér eitthvað
hvort sem það voru nærföt eða strokleður!

Við áttum ekki pantað borð á Ruby Tuesday fyrr en um hálf 7 leytið, svo við drápum tímann með því að skoða
Hallgrímskirkju en hún var stórglæsileg! Við hlustuðum á orgel tónleika sem voru afar skemmtilegir=)

Ruby Tuesday tók svo við en þar fékk ég mér gómsætar svínarifjur í BBQ sósu með laukrhingjum og frönskum....grrr....
.....máltíðin var frábært og við spjölluðum vel og lengi saman um heiminn og geiminn!
Næst lá leið okkar í lúxus bíóið þar sem við létum fara vel um okkur í letibekkjunum og narta í sælgæti=)
Þarnæst var haldið heim á leið í Ársel og farið í háttinn.......

Nenni ekki að skrifa meir, er að fara að klippa hárið á Báru:P
Ahoi!


28.maí '04
Þá er síðasta deginum lokið en hann er búinn að vera yndislegur.

Ég byrjaði á því að vakna kortér yfir 7, en skylduvakning var nú ekki fyrr en um 9 leytið...en loftið var svo svei mér þungt og ógeðslegt að ég gat einfaldlega ekki sofið mikið lengur. Þá fór ég bara að pakka niður og margir pokar urðu í vegi mínum...því öðlaðist ég gælunafnið "Pokadýr" frá Jóhanni...ahah...já...fyndið..mhmm....

Um 10:30 fórum við í Paintball sem var algert stuð og við fórum þaðan mörgum marblettum ríkari! Ég fór nú samt alveg á kostum í Kill the Captain og Capture the Flag sko..svei mér þá, ég var í brennandi stuði eins og pönnukökur í bullandi smjörlíki!

Paintball staðurinn var frekar illa lyktandi og gallarnir subbulegir og því var fljótlega eftir málningarkúlu stríðið farið í sund,
þvoð af sér skítinn og málninguna sem festist í sumum hausum...ussussusss.....

Kringlan tók þarnæst við eins og engisprettukapphlaup og þar fengum við okkur að eta á Smáratorgi..*haha....smáratorgi..ég hef ætlað að skrifa Stjörnutorg hérna...en svona er að keyra um hánótt í rútu og reyna að skrifa með hugann við efnið*........svo var eytt sentum og penníum í föt og þess háttar!

Kl. 18:00 áttum við pantað borð á Hard Rock og þar var enn og aftur étið á sig gat og sprengt sparifötin.
Rúnar fékk svo afmælissöng og stórt applause frá öllum á Hard Rock og ís í tilefni afmælis síns.

Eftir gríðarlega máltíð fórum við í okkar fínasta pússi beint í leikhúsið á Chicago og það var mjög gaman
en mátti þó stytta um eina og hálfa klukkustund eða svo:S

Núna sitjum við í bíl á heimleið en ég sé afar lítið það sem ég er að skrifa því ég þarf að nota ljós á símanum hennar Steinunna.
Það eru orsök fyrir lélegri skrift minni.....eða....kannski ekki....hmmm

En allavega er þessari ferð lokið og ég segi fyrir hönd allra að þetta var stórskemmtilegt og leiðilegt að þetta er búið!
En allt gaman tekur enda og hér verður því að ljúka!
Takk fyrir!

Jæja...þetta var þá ferðin í hnotskurn......ég er farin í háttinn krakkar mínir....

Nóttin!

|