miðvikudagur, desember 31, 2003

Jíhahh......þá er Gamlárskveldið að bresta á og vonandi verður það mér ánægjulegt...svo er frí á morgun.....ahhh svo ég getið sofið.......sofa......grrr:P .......en úff....ég er enn og aftur komin með hausverk, það er slæmt.....en allavega......Loksins loksins er ég komin með myndirnar úr svaðilför okkar Eriku og Audreyjar við skautahöllina þar sem við tókum nokkur risky stökk á hóli einum fyrir utan höllina...
Warning: This is done my professionals only, Please do not try this at home:P


Hérna er hún Audrey, algert skvíserí hvað annað??:D


Ég og Audrey, framtíðarfyrirsætur;P hohoho


Hérna erum ég og Erika algerlega að meika það í brettastælingunum.....Veit nú ekki hvað Erika er að gera þarna...held hún sé að blessa snjóinn, hún er mjög náttúruvernd þessi manneskja...eða kannski var hún bara búin að drekka einum of marga kaffibolla ég veit ekki:|


ehemm.....hérna er semsagt listaverkið okkar stelpnanna.....við erum ekki enn búin að finna nafn yfir það en ég kýs að kalla það The horny Ice-dude....Endilega skrifið í comment kassann ef þið hafið hugmynd um betra nafn!


Varla veit ég nú hvað er í gangi hérna...en ég tel orsökin fyrir þessu vera að það var broddgöltur í vegi mínum og því varð ég að víkja, og eitthvað fór þar úrskeiðis svo ég datt og þarna er Audrey í þann mund að klessa á mig....Eins og ég sagði var þetta mjög risky business sem við vorum að leggja stund á þarna...!


Yeaahh duude! Þarna er hún Audrey totally að mala þetta en ég ofar í hlíðinni að reyna að losa snjóþotuna úr broddgeltinum.....hóst..


Hérna er svo snillingurinn í persónu, hún Erika Mist og brillerar hún þarna með nokkra góða takta á snjóþotunni. Go Erika!!


Og síðast en ekki síst þakkar maður guði fyrir að hafa verið við hönd manns allan tímann, enda fórum við stelpurnar heim með bros á vör og óskaddaðar!

En annars segi ég bara GLEÐILEGT NÝTT ÁR to all of you dudes out there!! Þakka árið sem er að líða og sérstakar þakkir til allra sem eru búnir að vera duglegir að lesa þetta blogg og skrifa í comment kassann....Sérstaklega hún ERIKA, ég held að hún sé eina manneskjan sem er búin að lesa bloggið mitt frá byrjun til enda! I love ya'll!!! Gleymið svo ekki að skrifa í comment kassann og endilega dríbbsa sig í að skoða gömul skrif síðan fyrir langa löngu, það leynist margt spennandi á þessari síðu sko!! LATER DUDES!

|

þriðjudagur, desember 30, 2003

Jæja.........mikið að gera......æfingar á fullu.....

Fór á ROTK í gær og vá......ég meina váááá......Geðveik mynd, og það var nú ekki annar möguleiki sem ég átti von á. Og ég þurfti að berjast við að halda kökkinum í fjarlægð frá hálsinu.....samt lét ég nú nokkur tár streyma, gat ekki annað gert......það er allt í þessari mynd bara svo emotional.....tónlistin, landslagið, samband á milli allra og bara allt.......En allavega er þetta bara æðisleg mynd og var við engu öðru að búast og þetta eru 3 klst og 20 mín sem þið eigið ekki eftir að sjá eftir!!

Ég er þreytt.......verð að dríbbsa mig í að klára The Hobbit svo ég geti byrjað á ritgerðinni....en ég er búin að ákveða að gera bara ritgerð úr henni.....þótt hún sé á ensku og frekar þung bók ekkert svo samt....þá ætla ég að velja hana því hún er bara algerlega mögnuð og hef ég alltaf gert einnhverjar ljótar unglingabóka-ritgerðir.......En ekki í þetta sinn skal ég segja ykkur!!:D

Gamlárskveld er á morgun......býst við að það verði rosastuð.......samt er slétt enginn tilhlökkun til þess.....sem er ekkert nema fúlt:(.......Hlutirnir eru bara alls ekki eins og þeir voru þegar maður var lítill stubbur:/ Bömmer...

Skólinn byrjar nú bara bráðlega og er það líka fúlt.....því ég er ekki enn búin að klára fucking Jónsmessunótts handritið......svo janúar verður iðjumikill.......

Jáá alveg rétt! Á æfingu í morgun lenti ég 2faldan Lutz marr:D:D:D Ég er náttúrlega í skýjunum með það bara:) Þjálfarinn sem við erum með er bara hreinn snillingur og æfingarnar núna eru geðveikslega skemmtilegar.....en mjööög erfiðar:S:D ......Í lok janúar er svo Íslandsmeistaramót og ætla ég mér að keppa á því.....langar það allavega obboslega mikið:P

Anwhooo...........nenni ekki að skrifa meira, ætla að fara að lesa eða horfa á dvd or sum'n......verð frekar að lesa marr......

Allavega, LATER DUDES!!!:)

|

laugardagur, desember 27, 2003

sigh....leiðilegur dagur.....vaknaði um 9 og fór á æfingu.....það var ágætt......kom svo heim....gerði bókstaflega ekkert nema liggja uppí rúmi og horfa á sjónvarp.....

Í gær horfði ég á 28 Days Later... Það er alveg þokkaleg hryllingsmynd sko, eg mæli nú bara með henni!
Og ég rakst á einn geðveikt sætan mann í þeirri mynd og bara varð ég að posta mynd af honum hér....grr:P


.....í dag horfði ég svo á trailerinn að Spiderman 2......and let me tell ya.....Tobey Maguire hefur aldrei verið jafn sexy og seiðandi......þrátt fyrir nördalegu gleraugun;P En ég er alveg pottþétt á því að þetta verður alveg magnþrungin mynd príðir margan augu stelpna! muahha.......Svo sá ég trailer að myndinni 50 First Dates og skartar sú mynd honum Adam Sandler og Drew Barrymore....og er ég handviss um að sú mynd á eftir að gera byltingu í hláturgerðinni.....
......svo kemur mynd eftir M. Night Shyamalan út á árinu 2004 og get ég varla beðið eftir henni......þið hafið nú tekið eftir stórkostlegu meistaraverkum hans Shyamalans svo sem The Unbreakable, The Sixth Sense og Signs...Allar þessar myndir voru nú bara helvíti góðar og mikil skelfing lék um mann og hárin risu aldeilis þegar maður horfði á þær myndir...En þessi mynd sem kemur út '04 gerist semsagt í litlum bæ á árinu 1897 í Pennsylvania eða eikkað þvíumlíkt.....Við þennan bæ er skógur og ganga sögur um dularfull fyrirbæri í þeim skógi..... --Þetta ætti að vera nokkuð spennandi, haldiði ekki?

sighh........þarf að vakna klukkan 7 á morgun....æfing frá 8-10......og svo aftur um daginn klukkan 4-5...þetta er ansi súrt.......En stundum þarf maður bara að bíta í það súra og láta strauminn flæða.....Þetta er búið að vera frekar ömurlegt jólafrí.....og það er ekki að betrumbætast með því að þurfa að vakna svona snemma.....this stinks........en allavega......ég hef sirka 2 og hálfan tíma til að gera eikkað áður en ég þarf að reyna að sofna...sem mér á ALDREI eftir að takast......

Later dudes....sigh..

|

föstudagur, desember 26, 2003

Þetta er búin að vera öömurlegur dagur.....Ekki NEITT að gera.......jú ég fór aðeins með stelpunum þeim Eriku og Audrey út að renna okkur á snjóþotu.....svo hittum við hann Einar góðvin okkar í agnarstund og svo fór ég bara heim......búin að hanga heima í allan dag og gera ekki rassgat.....borða helling af nammi.....mér líður ógeðslega.....ætla að fara á morgun í kjarnaskóg og skokka heilan helling......ojj bara!!

Eina upplífgunin við þetta kvöld var að horfaá Moulin Rouge.....Og ég fór að hágrenja yfir henni........ég er sorgleg manneskja......sad sad sad............klukkan er þrjú um nóttina og ég sit hér við tölvuna grátbólgin gersamlega og hausinn er að springa eftir grenjið......ég er þreytt en samt ekki......ekkert skemmtilegt við morgundagin......ég ætla bara að skokka endalaust......ekki stoppa......taka þessa ógeðslegu sælgætisfitu af mér.....viðbjóður........

Það er fullt sem ég gæti komið í verk nuna í jólafríinu....t.d. að lesa eikkurar bækur....læra aðeins fyrir samræmdu, reyna að gera þetta fucking Jónsmessuhandrit.....en ég bara nenni ekki neinu.....ekki einnhverju svona leiðilegu.........það er jú gaman að lesa en......ég bara er ekki lestrarmanneskja........
anywho.............ég er bara að bulla einnhverja þvælu hérna....

Góða nótt......vonandi skemmtið þið ykkur í þessu jólafríi.....ég veit að ég er ekki að gera það........

|

miðvikudagur, desember 24, 2003

okei.......úff.......1-2-3-4-5-6-7-8-9-10.............Þetta er í ANNAÐ skipti sem ég ýti á vitlausan fucking takka!!!!!!!!!andskotans helvítis bölvað draslll!!!! Ég var semsagt búin að orða hérna mjög skemmtileg skrifheitin....En auðvitað ég með mína feitu putta, þurfti ég að reka mig í vitlausan takka og eyðileggja allt.....
Gaspp......

Allavega......það sem ég vildi sagt hafa....

Aðfangadagur, gaman gaman.....Pakkarnir búnir að staflast undir trénu og ég bíð bara eftir að finna gómsætu rjúpnalyktina....eftir það fáum við svo alveg geðveikan ís með möndlunni í.....Meðan við meltum þessa máltíð opnum við gjafirnar og nörtum í kökur og sælgæti....Svo þegar ekkert er eftir af pökkum opnum við jólakortin og höfum það nice....

Hihih Sunna grunar ekkert hvað ég gef henni....Gjöfin mín er líka svo skrítin í laginu að það var ekki hægt að pakka henni asnalegri inn.....hihi=) En eins og sagt er....Betra er að gefa en þiggja....Sem er ekkert annað en satt, allavega finnst mér miklu skemmtilegra að kaupa geðveika gjöf handa eikkurum og fá að sjá hann opna gjöfina heldur en að opna gjafir frá öðrum......

Jáá....ég talaði líka um að það styttist í árið 2004 og verður það ár mjög viðburðarríkt ár skal ég segja ykkur....Mikið stress mun fara í samdræmdu prófin og svo mun ég ljúka þessum 10 árum í Oddeyrarskólanum....sem verður dálítið sorglegt in a way....ég er búin að vera með sömu krökkunum í 10 ár og svo er bara komin tími til að .......vááááá úff marr.....það komu hérna tveir vinir hans Grétars í heimsókn, og einn þeirra.....úúuúfffff......Hann er ALVEG eins og gaurinn í Six feet under....þarna mexíkóski gaurinn...man ekki hvað hann heitir....but dude......hottie!! En allavega...getting back to may point.....já....svo er semsagt bara tími til komin að kveðja þessa krakka sem maður hefur verið með alla sína ævi næstum og skipta um algerlega nýtt umhverfi.....En ég tek létt í spottanna og kynnist vonandi helling af weirdoum á sömu bylgjulengd og ég=)
Svo fær maður náttlega æfingarleyfi og sonna....það ætti að vera spennandi;)

En allavega.....ekki mikið hægt að segja því það gerist svo lítið í jólafríinu......Svo Bææjooo og....
Mele Kalikimaka! Glædileg Jul! Marry Christmas! God Jul! Gleðileg jól og allt þetta ruglumbugl!!=)
Hafiði það gott í dag og næstu daga og passið nú nammiátið!! Ég tala af eigin reynslu gott fólk.....og hér er öryggi ykkar í fyrrirúmi gæskurnar mínar!!:):)

okei ég copyaði þetta allt svona til öryggis:S

24.des '03

|

Jæja já......Þorláksmessan er yfirliðin og nú er aðfaranótt aðfangadags....eða.....segiru maður það ekki þannig.......hmm.....who cares?

Fór í bæinn áðan og á Glerártorg, det var meget sjovt! .......Ég fékk samt heljarinnar samviskubit fyrir að hafa ýtt Steinunni á svell eitt sem hafði þær afleiðingar að hún flaug og datt mjög illa á rassinn.....í fyrstu hélt hún að hún hefði brotið hendina og var ég því skelfingu lostin.....en eftir smá stund lagaðist þetta.....en samviskan er enn að naga mig....FYRIGEFÐU STEINUNN!!:(

Já....ég var að leggja lokahönd á jólapakkanir áðan.....það var ýkt gaman...eins og allaf....svo núna er það bara að bíða eftir jólunum sem ég er btw ekkert úber spennt yfir......:/ Ekki nógu gott...

In the Closet-Michael Jackson .....geðveikt lag sem ég mæli þokkalega með!!!=)

Ekki NEITT að segja.......slæmt mál sko.....svo later dudes!

23. des '03

|

mánudagur, desember 22, 2003

Jájá........2 dagar til jóla....er búin að redda svona mest öllu jólaveseni=) Þá er það bara að bíða eftir jólunum.....
Frekar lítið að segja nuna......engar æfingar þar til á föstudag.....það er ekkert nema fúlt því ég komast á æfingar:/

Var að horfa á Eight Crazy Nights, en það er teiknimynd sem skartar Adam Sandler með aðalröddina, svo er Rob Schneider sem sögumaðurinn...Mæli með að taka hana ef þið eigið leið hjá videoleigunni;)

Vááá......ég hef svo ekkert að segja núna.....sem mér finnst alveg stórufurðulegt...ég hef oftast eitthvað að segja sko.......hmm......neibb, þetta virkar ekki, ég er búin að hugsa og hugsa.........
Jú! Horfði einnhver á Six feet under í gær??? DJöfulli var þetta magnþrunginn þáttur marr.......ég grét smá yfir honum .......úff.......Þetta eru svo geeðveikir þættir.....ég dýrka sérstakleg byrjunina á þáttunum, þegar þeman á þáttunum er spiluð bara.......meira að segja það er skemmtilegt þó það sé ekki eins og Simpsons, öðruvísi byrjun í hverjum þætti......en já.....Six feet under....alger snilld....ef þið eruð ekki með stöð 2 eru þið illa illa sett!

Anyways......heilinn vill bara ekki vera samvinnufús....Later dudes!

22. des '03

Ef þetta er ekki Pokemon teikning þá veit ég ekki hvað......!

|

laugardagur, desember 20, 2003

Jæja.......þá er ég loksins búin að læra almennilega inná hvernig ég get sett myndir inná sem ég hef tekið upp á vélina.......Ég, Audrey, Ásta og Erika vorum að flippa eilítið með myndavélina á æfingu í gær svo hér fáiði nokkur skemmtileg shot......Ég held við sláum bara allar fyrirsætur út sko!:)
....Ég þurfti að minnka myndirnar og sonna í Photoshop og lýsa þær því þær voru svo helvíti dökkar.......en eitthvað fór úrskeiðis svo þær eru pínulítið klesstar.....:/ En þið sættið ykkur bara við það, ekkert um annað að ræða!!


Hér er semsagt Erika, Ásta, Ég og Audrey. Djöfulli erum við flottar marr:D



OKei....this is a kissing look of some kind......eitthvað mistókst hann og misskildist svo þetta lítur út eins og 4 blöðrufiskar! ;P



Hérna er ein flott pósa hjá okkur stelpunum, alveg hreint sko.....It brings tears to my eyes:)



Hérna er mín uppáhaldsmynd alveg hreint....þetta er semsagt "pimp" lookið okkar.....eða réttara sagt köllum við þetta *****look......vil ekki nefna nafn þeirra manneskju sem við erum að stæla hér.....en ég held að flestir kannist við þetta sko.......;) muahaha



Hér erum við semsagt að undirbúa okkur fyrir System of a down tónleika......en við myndum verða grýtt niður ef við myndum setja þetta look upp marr........



Hér er líka ein af mínum uppáh. myndum, en hún er reyndar tekin á söngvakeppninni sem var núna í nóvember síðastliðnum.........Þetta er semsagt ég og Ásta en þetta er svona "Wazzup homie?" lookið okkar, Ya'll dig?

En þetta var þá allt og sumt.......ég býst við að það verði margar fleiri myndar settar upp og sonna og kannski sumar teknar niður ef að sérstakir aðilar eru ekki sáttir með etta....neinei ég læt þær bara vera sáttar! Hverjum er ekki sama um myndir.....myndir kyndir! ....... En jæja.....ég ætla að fara að gera eikkað næsta klukkutímann þangað til ég fer á þessa sýningu......sighh...............

Later dudes!=]

|

föstudagur, desember 19, 2003

Svei mér þá.......Skautasýning á morgun, laugardaginn 20. des klukkan 17:00 í Skautahöllinni....Hnotubrjóturinn verður sýndur og er þetta alveg rosalega flott hjá okkur krökkunum í listhlaupi......Í hlénu verða seldar veitingar og mun einnig Jólasveinninn mæta á svæðið. En ég er víst mjög náskyld þeim jólasveini....þessi jólasveinn er búinn að lita á sér hárið og skeggið og kom það bara nokkuð flippað út sko......Skoðið mynd af honum hér Skyrgámur

.........the man is crazy I tells ya......en hann hefur þó gaman af!;]

Föstdagur....það styttist í að ég fari á æfingu....eftir það veit ég ekki hvað mun taka við, það átti víst að vera stelpukveld en eitthvað sýnist mér hafa klikkað á því...en svo verður að vera....:/ Þannig að ég býst við því að mikið jólastúss taki við eða mikið mikið sjónvarpsgláp.............

Morgundagurinn gæti reynst ágætur fyrir utan að mig langar ekki að vera til þegar á sýningunni stendur....við fengum það frábæra hlutverk að leika rottur...vúhú! Og svo fyrr um daginn fáum ég og Ásta að dreifa miða á bíla á bónus.....Skemmtilegir tímar það verða................Svo um kveldið þá verður hápunktur dagsins, dúndur afmælispartý hjá ákveðinni manneskju, lítill hópur sem verður þar, en mjög skemmtilegur hópur svo kvöldið mun verða a night to remember=]

Já, jólafríið er byrjað og vona ég að það muni verða mjög ánægjulegt og skemmtilegt....samt verð ég nú ábyggilega að renna eitthvað yfir stærðfræðina á þeim tima...nýtta hverja minutu, samræmdu nálgast:S....Svo verð ég að bæta mig í lestrinum marr......fullt af bókum sem mig langar til að lesa en gef mér bara ekki tima til....seisei

19. des '03 ---úff......jólin á næsta leiti bara....samt vantar þennan geeðveika jólafíling:/


En jæja það var ekki mikið að þessu sinni,
verið sæl dömur og herrar!

|

miðvikudagur, desember 17, 2003

úfff, ég er aldeilis lúin í beinum mínum......enda var ég á æfingu áðan og við ákváðum að gera smá tilbreytingu og tókum einn hokkíleik:D Þetta voru ég, Ásta, Audrey og Erika sem vorum á æfingu og var þetta því alveg æsispennandi leikur, enda vorum við allar framúrskarandi leikmenn;) Eftir mikla reiði, hlátur og fíflagang var staðan 10-5 fyrir mínu liði. En Helga og Audrey voru á móti okkur þremur svo þetta var frekar ósanngjarnt, því komum við að því samkomulagi að þetta hafi bara verið jafntefli....hehe......í þeirra huga;) mauhahah neinei ég segi svona:D En já ég skoraði í allt 4 mörk....annað hvort 3 eða 4....og talan 4 hljómar betur, so I'm going with 4;]...... En já við ætlum definetly að endurtaka þetta og taka svo leik á móti meistaraflokk kvenna=) Við möölum þær marr:)

En allavega.......hef ekki mikið annað að skrifa um.....allt á fullu fyrir jólin;)

16.des '03

Hvað er jólalegra en Rockefeller center um jólatíðina........Audrey við förum eikkurn timann þangað á skauta marr!!:D

Later dudes!!

|

mánudagur, desember 15, 2003

Can't feel my ass........buin ad sitja of lengi a tessum stol og fara yfir essa andskotans tjodfelagsfrædibok.....


.....nenni ekki ad læra meira, er ad hlusta nuna a Jewel-Foolish Games. Eg mæli alveg gifurlega med tessu lagi...geggjad gott! .......Allavega er allt gott ad fretta fra mer....frekar litid ad fretta.....tad styttist i jolin og eg a eftir ad koma slatta i verk enn.......serstaklega tetta fucking Shakespeare handrit!! arggg.....

Mig vantar pening.....vantar vinnu.....hata ad vera 15 ara.....engin tækifæri opin fyrir mann herna.....bolvad vesen sko........En allavega eg hef svo ekki neitt ad tala um.....verd ad fara ad sofa.....klukkan er 1! tsssssss!!

ég veit að ég notaði varla einnhverja íslenska stafi.....það er eikkað bögg hé´rna í gangi....en já Saddam Husseim var captured í gær! ....jeijj.......I guess..?


15. des '03


later dudes

|

föstudagur, desember 12, 2003

Okei þetta er ein mesta snilld eever marr!

Hér er semst Group X, en það eru eikkurir gaurar sem semja virkilega weird lög svosem Johnny poo poo pants,
I just want to bang bang bang og víðsfræga Mario Twin lagið.

En hérna fann ég semst Mario Twin myndbandið og það er hreiin snilld. Hækkið í græjunum og hlustið á þessa snillinga!=] Fylgist líka með þegar lengra er komið inn í myndbandið þá eru þeir alveg að springa úr hlátri og leyfa hlátrinum að leka út á litlu tímabili.......geggjað fyndið:D
Mario Twins;]




Jóladagatalið.....

12.des '03

|

fimmtudagur, desember 11, 2003

Dj0fulsins andskotans helvítsi!! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er svo reið, eg er sentimetra frá því að fá taugaáfall andskotinn hafi það!! Ég var búin að gera hérna magnað flott bloggerí-skriferí með mögnuðum myndum og svo ytti ég á fucking vitlausan taka.....og neinei bara allt focking skrifið mitt farið í burtu!! Helvítis..!! Okei.......then we'll start from scratch.....

Okei ég fann semst hérna magnaðan tvífara..

Hann er leikmaður í meistaraflokki SA og gengur undir nafninu Jón Þór


Þið kvikmyndaunendur munið ábyggilega eftir þessum kauða úr kvikmyndinni Beetlejuice sem skartaði Michael Keaton í aðalhlutverki (snillingur að sjálfsögðu).....en ég kýs að kalla þennan gaur.....the small headed dude

Ef að þeir eru ekki líkir þá veit ég ekki hvað!!


En þessi gaur........þið þekkið hann ábyggilega úr kvikmyndinni Scary Movie2, ég hef lengi lengi verið að pæla hvað það er með þetta creepy útlit hans......did his mother exidently drop him as a baby or what......ef þið hafið svar við þessu endilega commentið! En bara varð að posta þessa mynd, þið getið hugsað um þetta snoppufríða andlit rétt áður en þið farið að sofa muahahha.....fyrir ykkur sem eruð tvístígandi, þá er ég að tala um skakktennurnar í miðjunni á myndinni...................





En jæja......jóladagatalið, við skulum sjá hvað við höfum í pokahorninu

11.des '03


later dudes........og ekki gleyma að commenta you bosos!

|

miðvikudagur, desember 10, 2003

tiihihih ég bara verð að sýna ykkur þetta......fann hérna fyrir löngu magnaðasta myndband ever....þetta er af honum Simma í Idol þegar hann var eikkað 13 eða 14 ára.......snilldin ein sko:D

Simmi í Idol:]

|

Snjóþota er án efa ein af merkustu uppgötvun mannsins!
Í morgun byrjuðum við skólann á því að fara í íþróttir og þetta var enginn venjulegur íþróttatími heldur fórum við í brekkuna hjá Akureyrarvelli að renna okkur á snjóþotum. Að sjálfsögðu tók ég stolt mitt og yndi með, blágrænu tvöföldu snjóþotuna, en í hana komast heilar 2 manneskjur án þess að vera að deyja úr þrengslum! Við fundum upp á þeirri sniðugu hugmynd að byrja mjög ofarlega í lítilli götu sem var ágætlega brött og renna þaðan beint í akureyrarbrekkuna.
Sú hugmynd reyndist bara mjög góð og var gefið nokkur hress "ýt" af stað niður brekkuna....Ég og Sunna áttum líka besta metið í hve langt fólkið þarna var að renna...eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir.....en ég meina....
Það sem drepur ekki, styrkir okkur!!

En jæja......það styttist í jólin, aðeins 2 vikur í það og enn á ég margt eftir ólokið...Jólakort, klára jólagjafir..vesen vesen.......svo þarf ég líka að skrifa handrit úr Midsummer Night's Dream eftir Shakespeare.....frábært alveg hreint:S:S Shakespeare er alger snillingur en það er mjög erfitt að stytta verk hans það get ég sagt ykkur.......

ohh.......könnun svo á föstudaginn andskotinn hafi það...í stærðfræði...fari það grábölvað...svo líka könnun á morgun í dönsku en það er ekki alslæmt......Við fórum í sagnarpróf í dönsku um daginn, og fékk ég 9 út úr því, þokkalega sátt með það enda var ég sú eina sem náði þessu prófi yfir 7...:D Varð að monta mig smá, reyndar ekki að monta sig, maður má alveg vera stoltur af sínum afrekum sem eru nú ekki mikil í mínu lásí lífi!

Anywho.............ég þarf að fara með móður minni í búðir eða eikkað bullshit.....nenni því ekki, það er argandi ófétis veður úti sem mig langar ekki í......

10. des '03

Awww:]

Seinna melir!

|

mánudagur, desember 08, 2003

okei.....ég bara verð að blogga.....þarf samt að klára þessa skaðræðis stærðfræði......fudge:/......

Allavega......það skeði skemmtilega skemmtilegt atvik í dag......Ég Sunna og Linda vorum að koma úr fjórföldum fatahönnunar tíma, allar mjög þreyttar og dasaðar eftir tímann...það hafði snjóað mikið svo göngufærið var frekar erfitt sko.....Sunna var mjög svo að vanda sig við að stíga í svona spor sem voru til staðar fyrir svo hún fengið ekki snjóinn upp að hnjám....Svo kom einnhver illkvittis púki í mig sem lét mig ýta við Sunnu út í snjómikinn kant....með miklum tilþrifum reyndi hún að hindra það að lenda í þessum skafl og ætlaði að stökkva yfir hann.....En í því fór verra því hún lenti með löppina á brúninni á gangstéttinni og datt beint út á götuna......þar lá hún í nokkrar sekúndur í hláturskrampa þar til bíll nokkur nálgaðist hana og flautaði 2 stórum og óþolinmóðum bíbbum.....og stökk hún því frá í hámarki skömmustunar og þegar betur var að gáð voru þetta eikkurir 17-18 ára gæjar svo það var ennþá meira hlátursefni.....en ekki var hún sátt með það greyið hnátan.......seisei

Anywho............verð að læra en bara varð að blogga nú eitthvað fyrir ykkur aðdáendurna:]

8. des '03


...varð að hafa annan Coca Cola Santa......he's just so christmas-ee, don't ya'll think?:]

Later dudes!

|

föstudagur, desember 05, 2003

Þetta hefur verið annamikill dagur........lagaði vel til inni hjá mér, á reyndar eftir að klára aðeins en ég kem því í verk eftir æfingu á morgun...sem ég er alls ekki að nenna að fara á marr......:S Svo fór maður bara á æfingu og þar gekk mer bara geggjað vel, var að lenda 2falt loop og flipp á fullu bara;] Kom svo heim, horfði á Idolið og því miiður þá datt hún Jóhanna Vala út, sem er ekkert nema sorglegt bara:/ En hún á samt eftir að gera það gott þótt hún hafi ekki hamsað Idol keppnina! Annars er ég bara svona að blogga og laga aðeins til í leiðinni núna......

Mikið að gera á næstunni....jólasýning í gangi á skautum og þarf maður að vera vel undirbúinn fyrir það, redda búning og vesen:S Svo þarf marr að versla jólagjafir og gera jólakort....og svo þarf ég að skrifa handrit að Draumur á Jónsmessunótt, það styttist jú í árshátíðina en hún verður í janúar, það mæta allir á hana náttúrlega og horfa á okkar ýkta leikrit:D .......... En allavega, ég ætlaði nú bara aðeins að blogga til að jú geta opnað dagatalið fyrir ykkur, sjáum nú hvað bíður okkar þann 5. des....

5. des '03


Greetings!

|

Ég samdi svoo flott ljóð um hana Sunnu marr, bara verð að deila því með lýðnum sko!!

Sunna,
hún götóttum sokkum í gengur,
hún pening á ei lengur
til að kaupa sokka nýja, hvorki þunna né hlýja.
Svo í jólagjöf hún fær, nýja sokka þessi mær!

Heiða Björg Guðjónsdóttir

Svo sagði hann Einar Guðni að hann gæti vel toppað þetta ljóð mitt og ég sagði honum að kýla á það og semja ljóð um mig. Svo hér fáiði það:

Eina stelpu ég þekki sem sem kann sko á skauta,
hun svo góð er að allir strákarnir flauta,
en hún er ekki mikið fyrir stráka að veiða,
því hun vill frekar skauta, þetta er hun Heiða.

Einar Guðni Valentine

Já framtíðin ber í skauti sér marga efnilega rithöfunda finnst ykkur ekki?
En skrifið í comment kassann hvort ljóðið á meiri heiður skilið; "A thing called Sunna" eða "Þetta er hún Heiða"

|

fimmtudagur, desember 04, 2003

20 dagar til jóla og serírurnar, kransarnir og gyðingaljósin spretta upp hver af fætur annarri...Það eina sem vantar er snjórinn sko, það þarf allt að vera hvítt í desember. Við erum reyndar ekki byrjuð að skreyta en það skellur ábyggilega á næstkomandi helgi...

Ég ætlaði alltaf að hafa svona jóladagatal hér á bloggi hennar Heiðu en gleymdi ég því á 1. desinum, svo við skulum bara byrja núna þann 4. des:]

4.des '03


Fór í bæinn í dag með móður minni í dag, og við kíkkuðum á Subway og ég prófaði að kaupa mér bræðing og mmmmmm........ég mæli þokkalega með því: bræðingur með káli og papriku, majones og BBQ, salt og pipar.....og þetta er geegggjaðð gott marr. Ekki vera hrædd við að prófa nýtt!!:D Síðan versluðum við nokkrar jólagjafir og ég keypti mér mergjað front í Ótrúlegu búðinni, en það er skreytt með myndum með Powerpuff Girls:P

En hey bróðir minn er að trufla mig við skriftina svo ég get ekki einbeitt mér.......

Seinna melir!

|

miðvikudagur, desember 03, 2003

Svei mér þá...lygar, lygar.......Síðast liði gærkvöld kom bróðir minn, Hallur inn til mín og spurði: "Hey við erum að fara í Brynju, langar þig í?" En ne-eii ég þurfti að fara á þessa bannsettu æfingu svo ég stakk upp á því að hann myndi bara kaupa handa mér ís í shake-boxi og setja það í frystinn. Hann svarar: "Æji nei við ætluðum á runtinn á eftir blalbla......við förum bara aftur á morgun" Okei, ég sætti mig þá við það..... næsta kvöld brestur á og hann svíkur það sem hann var búin að segjast ætla að gera. Hann er núna bara að fara með vinum sínum á kaffihús!! Getiði trúað þessari bölvaðri lygi??!

Svo ég sit núna hér fyrir framan tölvuna, geri ekki neitt, blogga hér...sem ég geri alltaf þegar ég hef ekkert betra við minn tíma að gera.....þarf að klára að læra.....sigh.....

En áður en ég kveð ákvað ég að setja upp eina sexy og seiðandi mynd hérna fyrir ykkur kvenkynið. Finnið bara fiðringinn í hnjánum og fiðrildin fljúga um í líkama ykkar;]



A bit large.....only better;]

|

þriðjudagur, desember 02, 2003

--Breaking news--

Það er búið að breyta opnunartímanum í Brynju í 23:00 en ekki 23:30.
Ég er alfarið á móti þessu og efli til mótmæli gegn þessari vitleysu!!

|

Isssssssss........það eru endalausir hjátrúafullir furðufuglar út um allt...allavega morandi í þeim á msninu mínu........
Ég er búin að fá held ég 4 sinnum í dag svona: "Sendu þennan bangsa til 15 manns eða þá að ólukkan eltir þig næstu 15 árin...." eða þetta: "Alþjóðlegi kyssi dagur, sendu til 5 manns....balblalbal" og ég fékk meira að segja líka : "Alþjóðlegi slá-í-rass dagurinn" ...Það sem fólki getur dottið í hug, alveg makalaust!!

Jæja.....ég er frekar þreytt, ekki beint þreytt, bara vöðvarnir eru svo þreyttir að ég á erfitt með að labba, en samt er ég að fara á æfingu á eftir kl: 22:15..ekki alveg að nenna því þar sem hausverkurinn fer aukandi líka....En ég spila nýja diskinn minn á æfingu og þá kemst ég í gott skap:]

...Mæli eindregið með þessu lagi: Dánarfregnir & Jarðafarir-Sigur Rós -- Totally rufus!

...ég er með andremmu og mig vantar tyggjó....erfitt að standa upp þar sem ég er búin að koma fótunum fyrir á skrifborðinu mínu og get ekki fært þá....

Það styttist og styttist í jólin og þarf maður að fara að hugsa um jólagjafir, jólakort, þrífa herbergi, skreyta og vesen vesen...en það er nú bara stuð að skreyta sko...en ekki að finna jólagjafir....sérstaklega ekki gjafir handa strákum eða karlmönnum réttara sagt......það bara er ekki hægt, svo maður grípur alltaf til neyðarúrræða: Boxer brækur eða dvd...
En ég er nú þegar búin að versla nokkrar jólagjafir og er það ágætis léttir....ahh.....Þetta jólastress getur verið alveg agalegt sko....

Ég er búin að vera að pæla í þessu lengi........af hverju byrjar Subway ekki á heimsendingarþjónustu?? Þúst...það myndi njóta svo mikilla vinsælda að það er vart að hugsa um það sko. Ábyggilega 80% þjóðarinnar hættir við að kaupa eitthvað af svona take away stöðum vegna þess að þau nenna ekki að fara í ljótu fötunum sem þau ganga í einungis inni beint í ískaldan bílinn, kannski þurfa að skafa af honum og vesen og svo keyra í 5 mín á take away staðinn til að ná í einn hamborgara.....látum frekar bílasendlana sjá um það sko! Þeir fá allavega borgað!

Anywho..........ég verð víst að taka mig fyrir æfingu og fá mér eina peru eða eikkað..það er kannski þess vegna sem ég er með hausverk, er ekkert búin að borða neitt.....síðan.....hmm.......hálf 6 leytið....4 tímar síðan úff mar......alltof mikið fyrir mig!

Greetings!

|

mánudagur, desember 01, 2003

Isss ég er ekki nógu sátt með þá staðreynd að ég er aðeins komin með 3 comment í kassann minn......Ég þakka þó þeim sem hafa áhuga á að lesa bloggið mitt og vilja heyra meiri heimspekilegar pælingar frá mér! En þúst...ég hjálpaði meira að segja aðeins til við að fá comment í kassann með því að auglýsa bloggið mitt á msninu mínu......tsss þetta er eigi nógu gott sko.......en ég hef ákveðið að halda blogginu mínu opnu, og vona að fá meiri aðsókn andskotinn hafi það!!

Ég er svöööngg:( En mig langar ekki að búa mér til samloku með laxasalati því það er alltof fitandi og klukkan er seint......brauð og salat....of feitt......svo ég ætla að hungra mig í svefn!! Ég hata mat...allur matur er feitur.....Þú mátt ekki borða nema eitt brauðkorn og beltið þitt springur.....

sigh......skóli á morgun......sigh.......

nenni ekki að blogga, er í frekar svona þreyttu skapi og nenni eigi neinu nema að sofa......sooofaaa.......

Seinna melir.....

|