fimmtudagur, október 23, 2003

pfff.....Ég er ekki sátt með þetta börnin góð, ég vil sjá meiri skriftir í comment kassann minn sko...issss
Ég er hneyksluð, hneyksluð segi ég.

Tásusokkar.......ég skil ekki þægindin við það fyrirbæri........Þetta er alveg makalega óþæginlegt!!
Hættið þessu bulli og kaupið ykkur almennilega sokka! Samt eru hælasokkar algert snilld til að ganga í innan húss.....En ekki til að fara í utan hús....því vanalega þegar þið komið til baka þá er ekki mikið eftir af sokknum.....

62 dagar til jóla.......það er frábært......Ilmurinn frá æðislegri svínasteik eða rjúpu, smákökugerðin á fullu....jólaljósin útum allt og lýsa borgina upp með stæl.....jólatónlist hljómar í hverri útvarpsrás fyrir utan vibba FM 95,7.....Let it snow let it snow let it snow...hmhmhmhm......Svo kemur að árinu 2004, sama ár og ég verð 16 ára, sama ár og ég fæ æfingarleyfi, sama ár og ég hætti í grunnskóla og byrja í framhaldsskóla :S, sama ár og útivistarbannið breytist ítarlega :D:D:D:D En hvað ég er fljót að vaxa upp úr grasinu....

Fimmtudagskvöld......enginn skóli á morgun.....pæla í að fara í brynju og leigja spólu og hafa það verulega nice.....jubb....ég held það bara......


Awwwww.......cute:)

Vi ses!!

|

miðvikudagur, október 22, 2003

Ahhrrrgg! Ég hata fullkomnista! Það er allt of mikið af fullkomnistum í þessum heimi. Fólk þarf að læra að hafa suma hluti ekki 100% normal......normal er ekkert gaman........

Sá auglýsinguna um Söngvakeppnina í skólanum mínum og ég er komin með heljarinnar bakþanka og sviðskrekk....ég efast um að ég meiki þetta sko....ég flý pottþétt af vettvangi þegar að því kemur að ég þarf að syngja....:S Fólkið í Idol á stórt hrós skilið og dáist ég verulega af hugrekki þeirra!

ighhrr......þýska á morgun og ég þarf að koma með eitthvað þýskt og segja frá því...ég hata að tala fyrir fólk sem ég þekki eigi neitt.......*sighh..*

Sjibbey.....næsta helgi verður ágæt helgi, föstudaginn ætlum við á skauta(kannski) og svo seinna um það kveld verður stelpukvöld og heyrði ég þann orðróm um að við fáum Fajitas til að seðja sárasta hungrið :P:P:P Fajitas er náttlega ekkert nema hrein snííllddd:D Laugardagurinn verður fínn líka, þarf reyndar að vakna snemma til að fara á æfingu og þjálfa....en það er svosem OK..Sunnudagurinn verður ekki eins fínn því þá er helgin búin og þá þarf ég að læra undir eðlis og efnafræðipróf....og svo styttist enn óðar í prófadaga :S:S

En jæja.......ekkert að tala um........æfing byrjar í bráð svo ég kveð að sinni!

Later dudes!

|

laugardagur, október 18, 2003

*sigh...* djöfulli sakna ég þess að vera lítil :( .....Þá var alltaf svo gaman á jólunum og sonna....það er náttlega enn gaman á jólunum en það er ekkert eins og þegar maður var lítill......þá hafði maður heldur ekki allar þessar áhyggjur og vesen.....þá þurfti maður ekki að vakna snemma um helgar nema til að horfa þá bara á teiknimyndir, og svo alltaf keypt nammi og flögur og horft á Funniest home vidoes með famelíunni......:(

Ohh........ömurleg helgi..ömurleg hreint og beint.....vaknaði kl. 6 i morgun, fór á æfingu um 7 og svo um 9 byrjaði þetta bölvað þjálfaranámskeið sem tók aldrei enda......og svo þarf ég að vakna um 8 á morgun og fara á þetta námskeið og fyrsti tíminn þarf endilega að vera verklegur......ég er ekki sátt með lífið eins og er. En það breytist aðeins um 5 leytið á sunnudaginn......því þá er ég búin á þessu námskeiði....en samt....þá byrjar niðurtalningin að næsta námskeiði......
fudge.. when does this end?! Ég hata áhyggjur og vesen....því er alger sæla að vera lítill og sprækur.....:/

Ég hef ákveðið að taka þátt í Söngvakeppni félagsmiðstöðvanna....og styttist enn óðar í því, þess vegna verð ég að fara að æfa mig vel undir það. En ég hef ákveðið að taka Walk like an egyptian með The Bangles. Þetta stendur allavega á dagskrá...en ég lofa engu að á söngvakeppninni sjálfri að ég muni bara flýja útaf staðnum.....ég er með geðveikan sviðskrekk á virkilega háu stigi...sem er verulega slæmt :S:S:S .....En kenningin mín er að við lifum aðeins einu sinni, svo reynið að gera sem mesta og besta úr því, hvort sem það kosti ykkur gríðarlegan skjálfa í höndum og taugaveiklun....

Mig langar að leigja Chicago í kvöld og kaupa mér líter af brynjuís og liggja í rúminu og gleyma algerlega leiðindunum sem munu fara fram á morgun...Sounds good doesn't it? :) En jæja....ég ákvað bara að skrifa aðeins og deila leiðindum og bluesinum mínum....Endilega bloggið í comment kassann minn og segjið mér hvað liggur ykkur á hjarta. Eða þá mótmælið því að ég eigi að taka þátt í söngvakeppninni því ég er með hræðilega rödd sem sprengir hljóðhimnu í fólki:P
Just write something dudes:D

Seinna melir!

|

laugardagur, október 11, 2003

Jæja.....Ég fékk nú ekki mör mótmæli gegn því að ég myndi hætta að blogga....isss.....ég er ekki nógu ánægð með þetta krakkar mínir. En góðu fréttirnar sem ég hef að færa er að ég ætla að halda áfram að blogga. Ein góð ástæða fyrir því er að góðvinkona mín fann einn besta tvífara sem ég hef augum litið og ég verð einnhvern veginn að fá að birta þann tvífara þó það myndi skapa dálítið fiasco vegna nokkra aðilda...:/

En ég er á fullu á skautum og hef mjög gaman af því. Fór á diskó í gærkveldi, ætlunin var að fara með nokkrum stelpum í bekknum en sviku þær mig allar og skildu mig eftir þarna bara aleina. En ég fékk smávegis félagsskap frá Einari Guðna og svo perra gaur who really creeped me out. En þessi perragaur kom eitt skiptið alveg upp að mér fyrir aftan og var að horfa á rassinn á mér ég leit líka á hann með -What the fuck?!- Augnlitinu og sagði svo: "Hvað?!" Hann: "Hva, má marr ekki bara skauta hérna eða?" Ég: "Jújú þú ert bara alveg utan í mér" Og svo hélt hann áfram að glápa en ég skautaði hratt í burtu og flúði frá þessu creepy......en annars var þetta svosem ágætt kveld......

Sunnudagur......illt í bakinu, brakið fer versnandi í öxlinni minni og held ég að ég þurfi að leita til læknis innan bráðar...en það er bara svo oft sem læknar vita ekkert og segja bara: "Já, kannski að þú ættir bara að taka þér smá pásu frá skautunum, minnka semsagt æfingarnar í viku í svona mánuð blbllabalb" Halló.......er ekki í lagi eða?! Þúst skautar eru mitt líf og brauð og mun ég aldrei minnka neinar æfingar og verða að einnhverju innipúkaletidýri sem gerir ekkert yfir daginn! En ég verð samt að láta checka þetta....kannski maður skreppi bara í nudd á Abaco eða eikkað:]

Stærðfræði....ég hata stærðfræði.....allar þessar reglur og mismunandi aðferðir að algebru, almennum brotum og bullshit....síðan notar maður ekki helminginn af þessu í framtíðinni!
Við sofum helmingin af ævinni og finnst manni það heljarinnar eyðsla.....hvað þá að eyða meiri tíma í stærðfræði sem nýtist manni ekki rassgat í framtíðinni!! Arggg! Og Anna Bergrós....íííssskk......Don't even get me started..ég held að það sé ekki hægt að finna verri kennara en hana....María stærfræðikennari á skilið stóra frystikistu af brynjuísum! iss......

Já...meira í fréttum.....ég keypti mér skó um daginn og fékk bíómiða á S.W.A.T. og verð ég víst að dríbbsa mig á hana...litaði á mér hárið dökkbrúnt, samt var þetta bara skol en ég er búin að fara í sturtur og liturinn situr enn fastur, en ég er sátt með það því hárið er miklu flottara svona.....ég keypti mér saumavél og var að sauma mér peysu í dag sem kom frekar víð út, en það er hægt að ganga í tuðrunni:)

*Sigh...* Skóli á morgun, langur skóli, sund ohh......Næsta helgi, þjálfaranámskeið, margar klukkustundir af glósum og röfli, dofa í rassi og hendi...*sigh...* Ohh.....finna lag fyrir prógramm....ohh....
Lífið mitt er endalaust vesen eftir vesen....ég vildi óska þess að dagurinn væri 48 klst....Everything would be so easy.....Þá myndi ég eyða meiri tíma í lestur, t.d. klára þessar 3 bækur sem ég hef ætlað mér að lesa...hanga meira með vinum og gera eitthvað skemmtilegt...vera á starfslista sem mig langar gegt til að vera á......Og fara í bíó oftar marr.....ég hef ekki farið í bíó í langan tíma .....hvað þá leigt margar vidospólur og legið yfir þeim um helgar......andskotinn hafi það....So many things but so little time! :(

En já.......ég ætla að reyna að koma einnhverju í verk, t.d. að klára þessa bölvaða stærðfræði og lesa kannski.....eða horfa á Six feet under sem eru snilldarþættir barasta......

Seinna melir!

|

sunnudagur, október 05, 2003

.....flaff.........ég einnhvern veginn er bara ekki í stuði til að hugsa né neitt eins og er....En ég er byrjuð á skautum á ný og tilfinningin er ææðisleg, fyrir utan að axelinn er enn hörmulegur sko en með tímanum lagast þetta....

Ég er ekki að nenna að blogga lengur því ég er farin að halda að fólk nennir bara ekkert að lesa bloggið mitt, og það særir mínar hjartarótir djúpt........allir sem eru á móti því að ég hætti að blogga skrifið í comment kassann......Þið sem eruð með því, skrifið bara ekkert eins og vanalega....sniff....

(P.s. ég er bara að gera könnun hér sko hverjir lesa bloggið mitt, að sjálfsögðu hætti ég ekki að blogga, hvernig myndi líf mitt halda áfram án bloggsins?:P)

|