fimmtudagur, júní 29, 2006

Piešťany

Þá er ég búin að pakka öllu niður í risastóra ferðatösku og er bara nokkurn veginn tilbúin í þetta langa ferðalag sem er framundan. Af hverju er það langt? Jú við þurfum sumsé að fara inn á flugvell á eftir um áttaleytið og bíða þar í 2 tíma. Fljúgum út kl. 22.00 og lendum í Køben um þrjúleytið í nótt, á dönskum tíma. Þá þurfum við að bíða þar til klukkan sex í nótt til að tjékka okkur inn og svo fer flugvélin klukkan 8 á morgun, allt á dönskum tíma. Þá fljúgum við til Vín og lendum þar um hálf 10 á morgun. Keyrum svo einhverja kílómetra í borgina Piešťany í Slóvakíu.

Svo er ég búin að vera dugleg að læra nokkur nytsamleg slóvensk orð:

Snurka = Reimar á skóm.
Halló! = Zivjo!
Bless/bæ = Adijo
Skál! = Na zdravje!

Og svo lærði ég alveg heila setningu...
Zmrzlina vanilko, prosim. = Einn vanilluís, vinsamlegast. (Geðveikt erfitt að bera fram fyrsta orðið, fimm helvítis samhljóðar saman).

Verið bless og ég sé ykkur von bráðar, kát í júlígleðinni.

Se vidimo potem!

|

föstudagur, júní 23, 2006

What if these brakes just give in?

Ég ætla ekki að keyra bifreið í náinni framtíð. Mongoose er blítt og nánast hættulaust farartæki sem ég ætla að brúka mikið héðan í frá.

Af hverju er ég að blogga núna eftir að hafa lent í árekstri sem tjónaði fínu súkkuna okkar alvarlega svo hún er ekki lengur ökuhæf heldur gerónýt? Ég veit það ekki. Ég get bara ekki farið að sofa, ég er enn í einhvers konar sjokki, endurlifi þetta og get ekki hætt að hugsa 'hvað ef'.

Þannig var það að ég var heima hjá mér í kvöld og langaði mjög til að gera eitthvað. Á endanum, seint um kvöldið, ákvað ég því að fara í smá bíltúr. Ég sótti Grétu og við tókum hring um bæinn. Við komum við í Brynju og keyptum okkur ís, eins og fylgir flestöllum rúntum. Svo var ég að keyra upp Tryggvabrautina og ætlaði að fara beint áfram, yfir gatnamótin hjá Glerárgötu. Framundan skín skærgrænt ljós og ég held stefnunni beint áfram. Þá sé ég bíl koma frá vinstri akrein og hann ætlar að keyra beint áfram (sumsé upp Glerárgötuna). Ég átta mig ekki á stöðunni, ég bara fatta ekki hvað er að gerast - hika við að negla niður en geri það svo eftir fimm sekúndna hik og fattleysi. Bíllinn rekst harkalega utan í bílinn minn, ég loka augunum og vona að ekki fari illa. Dynkurinn var rosalegur en þegar ég opna augun sé ég ís út um allan bíl sem ég hélt fyrst að væru glerbrot og þá fæ ég móðursýkiskast. Hágrenja, skjálfti í allan líkama og hendurnar fara á fullt. Hefði Gréta ekki verið með mér, sallaróleg til að segja mér að allt væri í lagi, þá veit ég ekki hvað ég hefði gert. Bíllin varð ónýtur, vinstri hliðin öll töluvert tjónuð og svo ísinn hennar Grétu útum allan bíl - enda var þetta enginn smá dynkur.

...svo koma þessar 'hvað ef' pælingar.
Hvað ef ég hefði haldið áfram hikinu og ekki bremsað? Ég skoðaði nefnilega bílinn eftir að ég róaðist niður og þetta var enginn smá stærðarinnar beygla á vinstri hlið húddsins. Hefði ég ekki bremsað, þá að öllum líkindum hefði hann keyrt í framsætishliðina og þetta hefði farið mun verr.
Hvað ef ég hefði ekki hikað í fyrstu og neglt niður, þá væri súkkan í góðu standi og við myndum ekki þurfa að standa í neinu veseni.
Hvað ef ég hefði bara horft á Huff eins og ég ætlaði að gera enn eitt kvöldið?
Ég hata bíla.

...

I'm going out for a little drive, and it could be the last time you see me alive.

Það er nokkuð til í þessu. Nokkuð mikið.

|

miðvikudagur, júní 21, 2006

Vík Wool

Ég held ég sé komin með mígreni. Hversu ömurlegt? Ég sem fæ nánast aldrei hausverk, fæ þetta allt saman tvöfalt borgað núna.

Ég elska sokka sem er þægilegt að klæða sig í. Þá meina ég sokka sem renna mjúklega á fæturna, ekki svona þykkir og ógeðslegir íþróttasokkar sem maður þarf að tosa á fæturna með örðugleikum - Byrjar á því að troða þeim yfir hælinn og svo tosaru smám saman sokkinn upp yfir ökkla og aðlagar táslurnar. Ég á mjög fáa slíka sokka, aðallega bara góða sokka, litríka sokka. Uppáhaldssokkarnir mínir eru brúnir með bleikum, hvítum, dökkbrúnum og mintugrænum hjörtum á, keyptir í Bónus held ég.

Hvernig eru ykkar uppáhaldssokkar?

|

mánudagur, júní 19, 2006

AHBL

Hvernig getur svona lagað gerst? Sunnudagsfílingar eiga bara alls ekki að tíðkast nema á veturna. Helvískur.

Það eru ellefu dagar þar til ég fer til Slóvakíu. Ég kvíði meira fyrir en ég hlakka til, ég skil ekki af hverju.

Mig langar pínumikið í tímavél. Bara ef ég gæti pantað eina af netinu eins og Uncle Rico.

Ég ætla að fara að lesa bók. Stardust jafnvel.

|

laugardagur, júní 10, 2006

Mongoose

80 kílómetra hjólatúr er ekkert grín. Aldrei á ævi minni hef ég verið jafn örmagna. Ég á erfitt með öndun bara þegar ég sit í skrifborðsstólnum, þó svo að ég hafi notað gelhnakk.

Gærkvöldið var skemmtilegt kvöld. Ég, Gréta og Sunna gerðum okkur glaða stund og fórum á flakk og gerðist margt skemmtilegt og fyndið á þessu örlagaríka kvöldi okkar. Ég var búin að ákveða fyrirfram að ég myndi ekki vera lengi úti þar sem ég var dauðþreytt og þurfti að vakna daginn eftir kl. 7. Þegar lengra leið á kvöldið rættist svona skemmtilega úr því og tímdi ég engan veginn að fara heim og missa af fjörinu. Ég ætla ekki að lista kvöldið neitt frekar, heldur leyfa því bara að lifa í minningunni. Ég get þó sagt frá því að ég hef aldrei, aaaldrei séð jafn fyndna hlaupatakta og krullhærði, fulli maðurinn í Glerárgötunni. Þetta var einhvers konar samblanda af Herra Kitlinn (Herramenn og heiðurskonur) og Tortímandanum (Robert Patrick sem T-1000 í Terminator 2). Vá hvað ég hló.

Tilveran blómstrar. Mér líkar það.

|

sunnudagur, júní 04, 2006

Hvað ef?

Þessi helgi var tilfinningabomba. Alls ekki leiðinlegar tilfinningar, ó nei, þvert á móti. Þessi helgi var fyndin, furðuleg, tilviljanakennd, uppákomumikil, óhuggnaleg, skemmtileg, pressumikil, heit og spennandi. ...ég hef alltaf efast að til séu svokallaðir sálufélagar en ályktanir mínar hafa gjörbreyst.

Miðasala á leiksýninguna Footloose hefst 9. júní. Er ég að fara til Reykjavíkur bráðum? Ó já, ég held það.

Hvernig verður það á miðvikudaginn næstkomandi, engar próflokagrillveislur, útilega eða eitthvað?

Ég er búin að gera yfirlit yfir kaffidrykkju mína í þessari hræðilegu próftíð sem ætlar aldrei að taka enda. Here are the figures for the coffeechart:
24. maí - 2faldur Swiss Mocca + 1faldur Swiss Mocca.
25. - 2faldur SM + ískaffi.
26. - 1 SM.
27. - 2 venjulegir kaffibollar.
29. - 1 og 1/2 venjulegir kaffibolli.
30. - 1 venjulegur kaffibolli + 1 SM.
31. - 2 venjulegir kaffibollar.
1. júní - 2 SM
4. júní - 1 SM + 1/2 venjulegur kaffibolli.

Hversu slæmt?

|