mánudagur, maí 26, 2008

Emmessís með súkkulaðisósu og engu marz

Persónulega er ég ekki mikill aðdáandi Eurovision en mér finnst synd og skömm að Frakkland hafi ekki unnið þessa keppni. Hvað þá að Rússland hafi unnið, það er nú meiri bábilja og grautargerð - án efa bara vegna þess að Plushenko tók þarna nokkur spor í kringum söngvarann. Sem var alveg töff, því Plushenko er töff gaur, en kommon. Allavega, þetta er killer gott lag og ef þið eruð ekki sammála mér...fokk jú.
http://www.youtube.com/watch?v=ZoJqO1bzrCg

Ég er mjög sorgmædd þessa dagana því ég vil ekki hætta í Menntaskólanum á Akureyri. Það er svo margt sem er svo ótrúlega erfitt að skilja við og eins og Árný kennari sagði við mig að þegar maður er í skólanum, þá þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur því það er allt planað fyrir þig - það eina sem þú þarft gera er að mæta í tíma, læra heima, taka próf og svo auðvitað njóta félagslífsins. Núna þegar skólinn er búinn, þá þarft Þú að plana það sem framundan er. Ég viliggi.

En ég fór að rifja upp gamlar/nýjar stundir úr MA er ég sat í fanginu á Bryndísi á föstudagskvöldið, hágrenjandi.
Ég man...
-1.F. Líflegasti og skemmtilegasti bekkur sem ég hef verið í. Þetta var elítan í skólanum: Anna Haff, Sandra Bjé, Katrín, Bryndís, Þorsteinn, Dóra, Logi, Einar (ekkert endilega lesið upp eftir vinsældum, þið eruð öll æðisleg) og margir fleiri.
-Þegar Logi og Einar voru alltaf að kveikja í sokkunum sínum í G1. Þeim fannst ekki gaman í dönsku.
-Þorsteini fannst heldur ekki gaman í dönsku og hann var alltaf skammaður af Ragnheiði. Blessunin hún Ragnheiður.
-Busapartýið góða. Ég var ung og hafði ekki kynnst Bakkusi. Þarna voru allir mígandi fullir, bekkjarbróðir minn kvað sig vera Messías og bekkjarsystir mín rúllaði niður stigann, til allrar lukku slapp hún ómeidd.
-Ýdalir 2005. Katrín, ég, Anna Haff, Linda Ársæls og Björg Finnboga. Þarna kynntist ég Bakkusi og mikið ofsalega rosalega ógeðslega gaman þetta var.
-Þegar ég kynntist Erlu Karlsdóttur. Það var í 2.A en ég þekkti voðalega fáa þar og á þeim tíma var ég bitur og þunglynd, haha. Erla hjálpaði mér að horfa á björtu hliðarnar og kætti mig oft með krúttleika sínum og eintómri gleði. Án Erlu hefði ég átt erfitt með að fóta mig í MA og eflaust skipt um bekk eða braut. (Alveg dagsatt).
-Þegar við vorum í þýskuprófi og það kom hunangsfluga inn. Ég fékk móðursýkiskast, rauk upp úr stólnum og ætlaði að hlaupa út úr stofunni.
-Öll stelpupartýin góðu í 2. bekk þar sem Katrín kenndi okkur frábæran drykkjuleik sem hefur fylgt okkur gegnum öll MA-árin.
-Þegar ég og Erla vorum að renna okkur á ullarsokkum í skólanum.
-Þegar 2.A og B fóru til Randers í Danmörk. Ég og Erla fórum á kostum í dönskunni.
-Omar Bongo verkefnið okkar Erlu í frönsku. Svo og öll önnur skemmtileg verkefni sem við unnum saman sem ég var annað hvort sofandi við eða með hugann einhvers staðar í þunglyndi.
-Þegar ég og Erla vorum að safna auglýsingastyrkjum fyrir Muninn og við vorum sendar í heimahús til ökukennara sem var með mikið skegg og vissi ekkert hvað við vorum að tala um.
-Þegar ég sagði oft bara ætla að taka "allnighter á þetta" en sofnaði samt alltaf.
-Frisbísumarið mikla.
-Þegar ég kynntist Védísi, Júlíu og Sigrúnu betur og við héldum ótal mörg þemapartý saman, meðal annars söngstund sem er mjög eftirminnilegt.
-Þegar ég, Sigrún og Vilhjálmur tókum allnighter fyrir nokkur próf. Þökk sé Villa, náði ég prófunum.
-Þegar ég, Sigrún, Steingrímur og Óli fórum á fyllerí á miðvikudegi eftir próf. Borðuðum Homeblest og fórum í frisbí.
-Léttirinn eftir hverja próftíð, sérstaklega á vorin. Það var æðislegt að klára einn annan bekkinn í MA og alltaf jafn gaman að byrja aftur á haustin. (Svo fékk maður ógeð einhvern tímann í jan-feb).
-Þegar okkur Erlu leiddist og við létum eins og hálfvitar (málabrautíngar) á göngunum. Meðal annars lékum við gamla kellingu og kall með kryppu á bakinu og löbbuðum framhjá gluggahurðinni á einni H-stofunni þar sem B-bekkurinn sat og lærði.
-Þegar ég datt í stiganum í gamla skóla og Erla var það heppin að fá að sjá það.
-Þegar Erla og Óli hjóluðu upp brekkuna.
-Steingrímur og Óli, alltaf að leika sér í boltaleik í frímínútunum.
-Rhodos.
-Busavígslan.
-Busapartýið okkar. Hahahaha.
-Síðustu Árshátíð MA. Erla var frábær, krúttlegur kynnir og ég flutti ræðu. Þetta var ógleymanleg árshátíð.
-Þegar ég eignaðist rauðbirkinn kæró.
-Öll skemmtilegu tvítugsafmælin.

Og svo. Svo er þetta bara búið. ( :( )













Takk þið krúttlega fólk í MA.

|

föstudagur, maí 16, 2008

Mávafóður

Ef þetta er ekki heitasta myndin, ever, þá veit ég ekki hvað.


Mér finnst spaghettí gott og ég er hrædd við hunangsflugur.

Hvað segiði annars gott?

|