föstudagur, október 29, 2010

Coors Light

Loksins er netið komið og þvílíkt gayass nettenging sem það er. Ég er beisiklí alltaf að detta út og ég get ekki einu sinni verið með tölvuna inní stofu því það er bara núll samband þar. Frekar glatað að borga 50 þúsund fyrir nettengingu sem sucks donkeyballs.

Í gær komu Jen og Aisling í heimsókn til mín. Við fengum okkur nokkra bjóra og ákváðum klukkan hálf tólf að prófa að rölta á pöbb. Þegar við vorum loksins komnar á Gilberts & Wright þá var síðasta round á drykkjum. Ekkert annað var opið í Dún Laoghaire né Blackrock svo við ákváðum bara að splæsa í taxa niðrí miðbæ. Stefnan var tekin á Coppers og skemmtum við okkur heldur betur vel þar. Jen var alltaf að hella í mig Tequila rose skotum á milli þess sem við drukkum brewskies. Eftir mjög skemmtilegt kvöld og spjall við random fólk fórum ég og Aisling á Subway að fá okkur að éta. Á leiðinni á Subs rákumst við á heimilislaust kærustupar og fórum að spjalla við þau. Þau voru greinilega á einhverju mjög sterku því það var hræðilegt að tala við þau og horfa á þau. Stelpan sagði svo að hún væri ólétt sem gerði þetta ennþá hræðilegra. Ég, alltaf að reyna að vera spekileg og koma með heilræði, hélt áfram að segja gaurnum að tala við pabba sinn. Eða eins og Aisling hafði eftir mér "go to your father". Við hlógum heldur betur að þessu morguninn eftir.
Nokkrum evrum fátækari, fórum við heim og kúrðum í risarúminu mínu. Dagurinn í dag var svo timburríkur en fyndinn þegar við Aisling rifjuðum upp kvöldtaktana hjá okkur.

Í dag fékk ég pakka frá Íslandi. Mikið rosalega er gaman að fá pakka eða bréf eða eitthvað í pósti. Maður þyrfti að fara að gera það oftar að senda bréf á milli, það er svo gaman. Ég fékk semsagt pakka frá ömmu og afa. En hún elskulega amma hafði sent mer nokkur viskustykki og tuskur sem hún var búin að hekla með fallegu mynstri á. Leyndist svo ekki Siríus súkklaði með rúsínum inn á milli. Já amma þekkir svo sannarlega barnabarnið sitt.

Ég verð víst svo að finna mér búning fyrir sunnudagskvöldið. Ég held ég ætli bara að vera ófrumleg og setja á mig Lady Gaga málningu og fara bara í einhvern kjól. Því miður á ég ekki það mikinn pening að ég hafi efni á að eyða í eitthvað Halloween thingmajigg. Sem er leiðinlegt því mér þykir fátt skemmtilegra en búningapartý og legg vanalega mikið í mína búninga og förðun. En einhverju verður maður að fórna.

Ef einhver vill senda mér skemmtileg bréf eða súkkulaði þá er heimilisfangið mitt:

12 Trafalgar Terrace
Monsktown
Co. Dublin
Ireland

|

föstudagur, október 22, 2010

Fullers Earth

22.10.10 Föstudagur

Ég sit í rútu á leiðinni til Cork þar sem Jane á heima. Þar munum við svo sannarlega eiga ánægjulega helgi, en það er Jazzfestival í gangi þessa helgina sem er snilld því djazz er ljúft. Ekki skemmir það heldur að hafa smá bjór á kantinum. Það er samt svo slæmur gaur sem situr hliðina á mér. Hann er spikfeitur, ógeðslega sveittur og lyktar eins og gamall ostur og úldnir sokkar. Ég kemst varla fyrir í sætinu mínu því hann er svo stór. Fml.

Ég fór í fyrsta prófið mitt á þriðjudaginn, sem var reyndar nokkurskonar "æfingarpróf". Bara til að sýna okkur hvernig prófin verða uppsett etc. Mér gekk mjög vel í prófinu og fékk einkunnina 9.2 eða 92% og var næst hæst í bekknum. Í dag var svo "alvöru" prófið. Þegar við vorum allar búnar fór kennarinn með okkur yfir prófið og við ræddum smáatriði og annað. Svo fór hún að tala um hvað það væri mikilvægt að læra á hverjum degi, etc og allt í einu sagði hún: "Heidi, how long do you usually study after school?" Ég svaraði að 1-1/2 klukkutími færi í lærdóm á kvöldin og þá spurði hún mig hvað ég lærði mikið um helgar - ég sagði að það væri misjafnt en helgina fyrir prófið hefði ég nýtt í að læra ágætlega mikið. Þá sagði hún: "English is her second language girls and she got a 91% on the test, let's all clap for her." Þá fékk ég semsagt 9.1 á prófinu í dag og hún ákvað að láta allan bekkinn vita af því og klappa fyrir mér. Þetta var mjög vandræðalegt og ég roðnaði en ég gat ekki annað en brosað yfir þessu og gleðjast. Ég var sumsé hæst í bekknum og næsta hæsta einkunnin var 8.2.

Næsta vika verður hálf einmannaleg þar sem við byrjuðum midterm break í dag og Jane ætlar að fara til systur sinanr á sunnudaginn. Sem þýðir að ég verð ein frá mánudegi til laugardags næstu helgi. En ég nýti vikuna þá bara í lærdóm og skipulag á möppunni minni. Hver veit svo nema netið verði komið, HAH.

Á sunnudagin eftir viku er svo Halloween og planið er að hittast heima hjá okkur, borða saman, drekka og fara í bæinn - í búningum. Við erum semsagt búnar að bondast nokkrar í skólanum - ég, Jane, Aisling, Amy, Camilla og Jen. Aisling var einstaklega spennt fyrir þessu, hún var það spennt að hún labbaði á staur. Ég dó pínulítið úr hlátri. Þær eru yndislegar þessar stelpur.

Svo vantar mig módel um jólin, ég þarf að safna 30 verklegum klukkustundum. Vantar sjálfboðaliða í: förðun, bikinívax, undirhendur vax, vax á fótum, hand- og fótsnyrtingu, andlitsnudd...og fleira.

Ást og umhyggja til Íslands.

|

16. október

Þá er tvær og hálf vika liðin síðan ég kom til Dublin. Hlutirnir eru ekki beint búnir að ganga mjúklega síðan ég kom hingað, en þá ber helst að nefna internetið. Leigjandinn okkar er algjör beygla sem talar útum rassgatið á sér, fuckin' cunt.

Svo er central heating í íbúðinni okkar sem þýðir basically það að við verðum að stilla hvenær við viljum fá hita og heitt vatn og við megum náttúrlega ekki hafa það sígangandi því þá verður það alltof dýrt fyrir okkur. Semsagt, það er skítkalt alltaf í íbúðinni. Á hverjum morgni þegar ég vakna og klæði mig í skólabúninginn þá er ég að frjósa úr kulda. Ef það er eitthvað sem er óþægilegt þá er það að vera alltaf skítkalt á morgnana. Síðan ég kom hingað hef ég ekki sofið í öðru en náttbuxum, sokkum og mikkamús peysunni minni. Þegar ég er heima er ég vanalega að stikna úr hita og sef á stuttbuxum eða nærbrókinni.

Sturtan er samkynhneigð as hell. Við þurfum semsagt að stilla hvenær við viljum fá heitt vatn og ef við viljum fara í sturtu ekki á þeim tíma sem við höfum stillt í kerfið þá þurfum við að kveikja á the emershian, sem kostar. Og auðvitað tekur sinn tíma að hita vatnið og við erum búnar að fara í nokkrar sturtur sem eru annað hvort alltof kaldar eða sjóðandi heitar. Heimska sturta.

Svo þegar maður er að skrúfa frá heitu vatni eða kalda vatninu á baðherberginu þá fer alltaf eitthvað tæki í gang sem gefur frá sér þvílíkt leiðinlegt og hávært hljóð. Þetta tæki, samkvæmt Caroline (leigjandanum), gefur vatninu meiri kraft. Sem er ekkert nema donkeyballs því sturtan er svo sannarlega ekki kröftug.

Eins og ég sagði fyrr þá eru hlutirnir ekki beint búnir að ganga mjúklega hjá mér. Á fimmtudaginn ákváðum við nokkrar úr skólanum að kíkka á pub eftir skóla. Ég ákvað því að grípa tölvuna með mér í skólann og nýta tækifærið til að fara á netið (því jú ég er internetlaus). Svo eftir skóla fórum við á pub og ég fór eitthvað örlítið í tölvuna, gekk svo frá henni og blandaði geði. Svo opnaði ég tölvuna aftur og tók til nokkrar myndir á google frá Íslandi til að sýna stelpunum því það var búin að vera heit umræða um landið og hvort þær myndu koma þangað eftir útskrift. Þá var ég tilbúin með nokkrar myndir uppi en sá svo að netkortið var að verða búið og ætlaði að fara á barinn og fá annað. Þá studdi ég mig við borðið þegar ég ætlaði að standa upp, gerði mér ekki grein fyrir hversu valt það var og hálft bjórglas sem var á borðinu flaug yfir tölvuna mína. Hún slökkti á sér samstundis. Mig sortnaði fyrir augun og ég panicaði. Tveir gaurar af barnum komu hlaupandi með tissjú og sögðu mér að þurrka hana í þurrkaranum inná baðherbergi. Ég gerði það. Fór með tölvuna heim og setti hana á ofninn og vonaðist til að hún yrði í lagi. Þetta er orðin svo leiðinleg frásögn að ég ætla að hlaupa aðeins áfram…mikið panic, hringdi í Hall bróður, prófaði nokkrum sinnum að kveikja á henni og á endanum kviknaði á henni og ég get notað hana ef hún er í sambandi, svo virðist sem batteríið sé ónýt. Hvort ég þurfi að fá nýja tölvu er spurning, þegar þessi gefur upp öndina.

Ég eyddi föstudeginum grenjandi uppí rúmi að tala ýmist við mömmu eða Hall í símann. Mér fannst eins og það væri gat á maganum mínum. Ég var svo pirruð út í sjálfa mig og trúði ekki hvað allt er búið að vera mikið fuck up síðan ég kom hingað. Ég var með gríðarlegan heimþrá, mig langaði bara að komast heim í faðminn á mömmu og grenja. Þetta er bara svo ótrúlega týpískt fyrir mig. Ég á ekki að eiga dót, í alvörunni. Mér tekst bara að eyðileggja það á einn hátt eða annan. Eyðileggja eða týna. Held ég sé í alvörunni ein af óheppnustu manneskjum í heiminum.

Svo til að toppa þetta, þá fór Jane til systur sinnar yfir helgina og allar hinar stelpurnar í skólanum fóru heim til sín líka. Sem þýðir að ég er alein alla helgina, með heimþrá og miður mín yfir tölvu atvikinu, svo og að internetið er ekki komið.

Ég var búin að hugsa mér allt saman miklu skemmtilegra. Því miður hefur bara lítið skemmtilegt átt sér stað síðan ég kom. Það eina skemmtilega er skólinn, svona í alvörunni. Mér gengur mjög vel í verklega hlutanum og alltaf þegar kennarinn labbar til mín til að sjá hvað ég er að gera og hvort ég sé að gera rétt þá hefur hún alltaf hrósað mér. Eins og í gær þá vorum við að gera manicures og ég er mjög skjálfhent en engu að síður negldi ég að naglalakka með rauðu naglalakki, en þær voru nokkrar sem áttu í miklum erfiðleikum með að naglalakka.

En svona í alvörunni. Hvers þarf ég að gjalda? Af hverju gat ég ekki lent á íbúð þar sem allt er ekki fornt, internetið hefði verið til staðar í byrjun og ég þyrfti ekki að borga 50 þúsund í internet fyrir veturinn, og tölvan hefði ekki skemmst. Þetta er þessi kona. Hún er djöfullinn í mannsmynd. El diablo.

Rosalega er ég samt með mikinn heimþrá. Minnir mig pínu á þegar ég var á Búrfelli eitt skiptið og Ragnhildur frænka mín var farin heim aftur og ég var bara ein eftir. Þá fékk ég svona ótrúlegan heimþrá og grenjaði bara og vildi fara heim.

Ég sakna rúmsins míns og hitans í Ránargötunni. Sturtunnar heima, hitastigið er fullkomið og hún er kröftug. Ég sakna mömmulis og pabbalis og Halls. Verður leiðinlegt að geta ekki sett upp seríur með pabba og baka smákökur með mömmu. Vonandi geyma þau einhver verkefni þar til ég kem, eins og t.d. laufabrauðið. Þótt okkur systkinunum finnist þetta hundleiðinlegt þá er þetta bara eitthvað sem fylgir jólunum.

Þetta verður samt betra. Bara þegar hlutirnir fara svona vitlaust af stað, þá verður maður svo niðurdreginn og svartsýnn. En ég sé fram á skemmtilega helgi næst með Jane í heimabæ hennar Cork. Jazzfestival. Svo helgina eftir það er Halloween og við stelpurnar í skólanum ætlum að gera eitthvað saman. Internetið ætti svo að vera komið á þriðjudaginn ef allt gengur upp, en ég veit ekki hve oft ég er búin að segja það síðan ég kom. Ég held ég sé farin að læra að hætta að gera mér vonir, sem er gott þar sem ég geri mér alltaf vonir.

Fyrsta prófið er svo á þriðjudaginn. Hef bara ágæta tilfinningu fyrir því. Mikið samt sem þarf að leggja á minnið og mig vantar aðeins upp á orðaforðann, kemst náttúrlega ekki á orðabókina mína þar sem ég er ekki með internetið.

Bless bless kæra dagbók

|

þriðjudagur, október 12, 2010

Increasing of the seabum

Það ríkir enn internetleysi í 12 Trafalgar Terrace. En þá er ekki annað hægt en að fara á Gilbert's pub og fá sér einn Miller. Grand, yeah? En ég held að internetið fari að kikka inn á næstu dögum, vonandi fyrir helgi, annars dey ég. Ætla samt ekki að gera mér vonir, er búin að gera of mikið af því síðan ég kom og verða alltaf fyrir vonbrigðum.
Ég semsagt verð ein "heima" frá föstudegi til mánudags, sem er alveg frekar skítt. En ég þarf að kaupa mér nærföt og ég gæti svo alltaf farið í bíó bara. Dapurt? Ehh já.

Móðir mín er sú yndislegasta. Henni að þakka á ég von á dásamlegu snyrti"kit" frá Avon á næstu vikum. Þessi skóli og allt viðtengt honum er að kosta mig töluvert meira en ég hafði áætlað, en hver hoppar þá inn og bjargar málunum? Mamma...og Avon. Svo er elsku mammalis einnig búin að panta fyrir mig flug heim um jólin. Þannig að ég verð væntanleg á eyrina um 5-6 leytið þann 16. desember.

Ég hlakka svo til desembermánaðar. Hallur bróðirlis tók til alveg skotheldan jóla playlist handa mér og ég get ekki beðið eftir að spila White Christmas með Bing Crosby og fleiri, ó svo góða jóla hittara. Fara christmas shopping með Jane, en Dublin á víst að vera alveg þvílíkt jólaleg í desember samkvæmt Jane.

Mér gengur mjög vel í skólanum, þá sérstaklega í verklega hlutanum. Var fyrst af öllum í dag til að klára cleansing rútínuna, mont. Svo erum við byrjuð í facial massage, margar hreyfingar að læra en með æfingunni held ég að þetta verði ekkert mál. Spurning bara hvort maður koxi nokkuð í prófinu og fari í blackout. Ég hef nú lent í því í skriflegu prófi, en þá getur maður allavega horft upp af blaðinu og hugsað djúpt, en þarna ef þú gleymir einhverju, hreyfingu etc, þá er það bara frekar skítt.

Svo vil ég bara ítreka það að það eru allir velkomnir í heimsókn til mín. Það er nóg af plássi hér og mig vantar leikfélaga. Komið endilega milli 22. október og 2. nóvember, það væri grand.

Knús á ykkur púngsar og púngsínur.

|

sunnudagur, október 03, 2010

Grafton Barbers

Hérna eru tvær dagbókarfærslur, ekki búið að ritskoða þær.

1. október 2010
Fyrstu dagarnir í Dublin eru satt best að segja búnir að vera erfiðir. Held ég hafi aldrei verið jafn einmanna á ævi minni. Bara þrír dagar reyndar, en engu að síður…alein í nýju landi, nýrri borg, nýju heimili - pínu erfitt fyrir mitt kjúklingahjarta.
Ekki hjálpaði heldur þetta internetvesen.
Ég grenjaði fyrsta kvöldið þegar hún var ekki búin að græja internetið hérna niðri í íbúðinni. Daginn eftir gat hún heldur ekki reddað því. Það var spurning hvort Graham (gaurinn sem ætlar að græja internetið) kæmi í kvöld (föstudagur) eða annað kvöld - til að græja þetta vesen. Það er ekkert grín að vera netlaus - maður missir allt samband við umheiminn og getur ekkert gert - tjékka netbankann, emailið, farið á Skype og spjalla við ástvini heima, skoða flug fyrir jólin (því ég þarf jú að gera það með góðum fyrirvara), bloggað svo vinir og vandamenn geti fylgst með mér og síðast en ekki síst farið á Facebook. Netið er nauðsynlegt fyrir heilsu og sál. Í alvörunni.

Ég gerði örvæntingarfulla tilraun til að komast á netið í kvöld en indælis piltur í búðinni benti mér á að það væri frítt net á Gilbert's Pub. Þá rölti ég af stað yfir í Dún Laoghaire, klukkan níu á föstudagskvöldi - flott Heiða. Það var að sjálfsögðu stappað og hvergi sæti að fá svo ég labbaði buguð tilbaka og setti á "Can't always get what you want" með Rolling Stones.

íbúðin er ágæt. Ekki nógu heimilisleg þó, kannski breytist það þegar Jane kemur, ég vona það. Íbúðin er samt risastór, gætu örugglega 15 manns gist hérna, ef ekki fleiri. Herbergið mitt er alveg mjög stórt, með stóru rúmi og skíðatæki, vúha. Svo erum við með risastofu þar sem eru tveir sófar, tveir stólar og borðstofuborð. Svo er annar sófi frammi á gangi. Þannig að ef ykkur vantar gistingu í Dublin þá er það minnsta vandamálið.

Skólinn byrjar svo í næstu viku og ég get ekki beðið. Læra á fullu og vonandi hafa tíma til að vinna eitthvað með skóla. Svo fremur sem það komi ekki niður á náminu en þetta verður drulluerfitt nám, meira að segja húsleigjandinn sagði mér það. Hah.

Svo er ég komin með jólagjafaóskalista.
Ef þið ætlið að gefa mér hálsmen eða snyrtidót - sem vanalega væri ótrúlega skemmtilegar jólagjafir - sleppið því þá og gefið mér frekar bara fimmhundruðkall sem ég nota svo í flugfar heim. Ég vil bara fjölskyldu mína, kærasta og vini í jólagjöf. Væmið? I don't care bitch!
Íslenskur jólasnjór, rjúpa, malt og appelsín…keyra út jólakortin á aðfangadag með Halli bróður. Borða jólaísinn og vinna möndluna. Skjóta litlum bjánalegum ragettum upp á Gamlárskvöld, kyssa Oddpúng á miðnætti. Skála í kampavíni og kíkka í gamlárspartý með öllum mínum kæru vinum.

Ég hlakka til að fá Jane á morgun. Þá loksins byrjar ballið og einmannaleikinn hverfur.

2. október 2010

Klukkan er tvö á laugardegi. Mér leiðist meira en nokkru sinni áður (af þessum þremur dögum þ.e.a.s.). Ástæðan fyrir því er að ég var að klára síðasta þáttinn af Glee, í fyrstu seríunni, en það er bókstaflega búið að bjarga mér hérna.

Jane er semsagt ekki komin og því miður er ég ekki með númerið hennar til að tjékka status á henni. Ég nenni ekki að vera að fara neitt ef hún skyldi svo koma þegar ég er í burtu. Plús það mig langar ekki að fara neitt ein, ekki nema þá bara í göngutúr eins og ég er búin að vera að gera síðustu daga.

Val á tónlist síðan ég fór frá Íslandi og dagana sem ég er búin að vera hér er klassísk tónlist og djazz. Af hverju? Það er sú tónlist sem heldur mér í hlutlausu skapi. Gerir mig ekki leiða eða lætur mig sakna Íslands. Nema kannski Claire De Lune - Debussy. En það er eitthvað við djazzið og klassíkina sem fyllir mann af svona gúdd-fílíng. Djazzið, ó ég elska djazzið. Benny Goodman er mitt yndi. Ég einmitt rölti framhjá veitingastað í gær þegar ég var að leita að internet café og sá að þar var verið að spila live tónlist fyrir matargesti. Take Five með Dave Brubeck var lagið og ég stoppaði fyrir utan veitingastaðinn og brosti.

Mig langar rosalega að vinna með skóla en Caroline, konan sem leigir okkur íbúðina, hún talaði um að "you're going to be realllly busy". Þegar við byrjum í skólanum meinar hún. Ætli ég geti alveg unnið með skóla án þess að gera út af við mig? Því mig langar líka að rækta líkamann og svona. En samt. Önnur hver helgi, það ætti nú ekki að vera mikið mál. Vildi bara að ég ætti meira en nóg af peningum.

Ég átti alltaf eftir að tala um hvernig ferðalagið frá Íslandi til Dublin var. Tjah, það var hunddrulluleiðinlegt. Ég mætti á flugvöllinn klukkan sex og stóð í biðröð til að tjékka mig inn i örugglega hálftíma, uppi sat ég bara og gerði ekkert þar til flugið var - jú borðaði ógeðslega vonda samloku og kók sem ég borgaði 1100 kall fyrir. Ég var líka með tvær töskur og úlpu með mér þannig að ég nennti basically ekki að gera neitt þarna. Ætla svo sannarlega að ferðast léttar heim um jólin. Flugið frá Keflavík til London var fínt, nema á miðri leið var mér litið á skjáinn við hliðina á indverska vini mínum, og þar sá ég að við fljúgum Beint yfir Írland, Dublin og yfir í London. Það gerði mig svo pirraða, að það sé ekki flogið beint frá Íslandi til Dublin. Heldur er flogið beint yfir Írland og í London, og svo aftur frá London og yfir í Dublin. Þvílík heimska. Er ekki hægt að henda mér niður bara í fallhlíf þarna á leiðinni í staðinn fyrir að eyða meiri pening og ótrúlega miklum tíma í að fara tilbaka í rauninni. Ég vona svo innilega að það verði einhver bein flug um jólin, tel það mjög hæpið en ó, hvað ég vona.

Rúmið í herberginu mínu er með því óþægilegasta sem ég hef komist í kynni við. Ég finn fyrir gormunum sama í hvaða stöðu ég er - á hægri hlið, vinstri hlið, bakinu, maganum. Svo er koddinn örugglega búinn til úr froðuplasti, allavega ekki þægilegur.

Cheers.

|