föstudagur, janúar 30, 2004

Já ég veit ég veit.......Ég sagðist ætla að blogga á sunnudeginum en ég bara hreint og beint nennti því ekki! Svo er ég búin að vera upptekin við að gera ritgerð og vesenis vesen svo....

Síðasta helgi var alveg hreint geeeðveik skal ég segja ykkur!!:P
Þetta byrjaði allt með general prufu á föstudeginum og þar gekk öllum frekar mjög illa skal ég segja ykkur.......Það voru allir að gleyma textanum og töluðu of lágt og allt þetta slæma heh......
En við gáfum bara skít í það og ákváðum að gera helmingi betur á laugardeginum!

Seinna um kvöldið var svo afmælispartý hjá henni Steinunni og það var alveg geðveikt stuð!
Við hámuðum í okkur pizzur, brauðstangir, franskar, nammi og sötruðum sæta gosið við hvert tækifæri........Enda fóru allir heim mjög bumbulir í maganum...
Nokkuð skemmtilegt gerðist á heimleið minni, sem er nú bara um 20 skref frá húsinu hennar Steinunnar og yfir til mín...En þá var ég að labba með góðvinum mínum henni Sunnu og Sólveigu þegar ég var að raula titillagið úr Folinn Minn Litli og skyndilega birtist þessi hálkublettur upp úr þurru og að sjálfsögðu varð ég að stíga beint á hann. Þetta atvik leiddi til þess að ég rann á hliðina og datt beint í götuna......Sársaukinn var yfirgnæfandi í hné mínu en ég held að hláturskrampinn sem endist alllengi hafi sett smá töfrabrag yfir þetta, svo það var hægt að gera gott úr illu:P
Síðan fór ég beinleiðis heim og gerði að sárum mínum og vaknaði svo hress og kát í morgunsárið....

Ég fór á æfingu klukkan 9-10 og svo var ég að þjálfa rá 10 til svona hálf 12......Þá dreif maður sig heim í sturtu og sonna og rauk niður í skóla...Um 1-hálf 2 byrjaði fúlasta alvara þessa dags......En þá stigum við upp á sviðið og fórum með okkar runu og tókst það bara mjög vel......fyrir utan að ég var búin að komast í gegnum allt ósködduð og með allar línurnar 100% réttar þegar skyndilega fraus ég......Algerlega fraus. Ég gleymdi línunni minni...Ég átti eina fucking línu eftir og ég klúðraði henni!:P...heh..en það var nú svosem hægt að hlæja að þessu, ekki annað hægt!
Eftir þessa vel heppnuðu sýningu var svo kaffi og voru þar ýmsar kræsingar og ég át á mig stóórt gat....ullabjakk........Um hálf 4 byrjaði svo seinni sýningin..Við fórum upp á sviðið og vorum tilbúin í slaginn. Þá varð mér ljóst að þetta var síðasta skiptið sem við myndum standa upp á þessu sviði og sýna eitt af okkar frægu leikritum.......Síðasta Árshátíð okkar í Oddeyrarskóla....Við erum búin að vera í þessum skóla í næstum 10 ár!! 10 ár er laangur tími.....Svo þetta var mjög sorglegur tími, en við skemmtum okkur konunglega og tókst þetta bara helmingi betur enn fyrri sýningin!=)

Eftir vel heppnaða og geggjað skemmtilega árshátíð fórum ég, Ásta, Sveinn og Rebekka á hokkíleikinn......Þar var líka ýkt mikið stuð og var lokastaðan 7-10 fyrir SA að sjálfsögðu.
Í þessum magnþrunga leik skoraði hann Einar Guðni sitt fyrsta meistaraflokksmark og var það alveg hreint glæsilegt skot! Eins og við er að búast mun hann ábyggilega gera góða hluti í hokkíiðnaðinum:P

Seinna um kvöldið var svo hið víðfræga Árshátíðarball Oddeyrarskóla! Þar spiluðu Rokkunite og Duff og skemmtu fólksfjöldanum alveg ægilega! Um 80 manns mættu á ballið og það heppnaðist nú bara andskoti vel! Rokkunite og Duff voru algerir snillingar og ég mæli nú bara eindregið með þessum tónlistarsnillingum! Það verður mjög líklega annað ball eftir annalok og er orðrómur að ganga um að þeir muni koma aftur og spila fyrir oss! Svo það ætti nú bara að verða allglæsilegt!:P
Stelpurnar í Oddeyrarskóla voru alveg hreint glæsilegar á þessu balli og tók ég nokkrar myndir en því miður ekki á digital myndavélina mína, svo þið verðið að sýna þolinmæði eftir því að ég set myndir upp.....en það verður ekki í bráð:/:)
En það eru þó nokkrar myndir af ballinu hér Sabluba

........Frekar tiny myndir en það verður að hafa það!:P

Annars er þessi vika búin að vera mjög annasöm hjá mér....klára ritgerð og læra og æfingar og svona......same old same old..

Ætlaði að setja myndir úr afmælinu hennar Hörpu en ég kemst ekki inná hinn harða diskinn balbla.....vesenis vesen.......

En ég er allavega rokin! Later dudes!!:) OG GÓÐA HELGI!!:D

|

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Jæja já......þá er fimmtudagurinn að renna í gegn og á morgun tekur við annamikil helgi. En mun ég ábyggilega bara blogga um hana og atburði hennar á sunnudeginum=)

Síðastliðinn miðvikudag, þann 21. janúar átti vinkona mín Steinunn afmæli. Hun blev 16 år gammel og skal vi alle sammen ønske hende tilykke med fødselsdagen!!:P
Feitt partý verður hjá henni annað kveld.......Girls only!:P muahha En allavega .......Steinunn, innilegar hamingjuóskir!!:P

Þessa helgi mun Árshátíð Oddeyrarskóla 2004 skella á, en er það hin síðasta árshátíð okkar tíunda bekkjar. Því í júní munum við yfirgefa skólann fyrir fullt og allt......sorglegt mál.
En allavega byrjar Árshátíðin klukkan 1 á laugardeginum og munu þar koma fram margar og flottar leiksýningar, svosem Bugsy Malone, Draumur á Jónsmessunótt (Við:P) og margt fleira:P
Sýningunum mun ljúka um 5 leytið og kaffi verður þarna á milli að sjálfsögðu:P
Klukkan 21:00-01:00 verður svo ÁRSHÁTÍÐARBALL í ODDEYRARSKÓLA, aðgangseyrir er aðeins 400 kr!! Hljómsveitin ROKKUNITE mun halda rífandi stemminguni í loftinu fram á rauða nótt og einnig munu Sigga's band spila nokkra magnaða tóna!!
ALLIR AÐ MÆTA:P:P

Annars er allt gúddí hjá mér bara sko........var að kaupa mér geðveik stígvél um daginn, brún með hæl og alles........úff......ég elska þau.......en það er ekki gott að labba í þeim til lengdar......well, eins og góðvinur minn hún Gréta sagði ætíð í fornum daga: "Beauty is pain my friend." Ekkert nema satt sko;)

En ég hef afar lítið að segja svo ég er farin að gera eitthvað.......gera eitthvað....samasem ég þarf að fara í búð með mömmu....samt hafði ég planað að fara að sofa...Ef þú neitar mömmu þá fer hún í fílu, svo það gengur bara ekki sko!

Peace out! OG Munið ÁRSHÁTÍÐAR BALLIÐ á LAUGARDAGINN!!!!!


Sjáið bara þessar skvísur ha! Þið missið ekki af þeim ef þið mætið á ballið!!!

Later dudes!

|

sunnudagur, janúar 18, 2004

Sunnudagur.......þreytt.......skóli á morgun en sleppi við sund og það er enginn fatasaumur svo ég er búin í skólanum um 12......ahh......það verður slappað af á morgun sko:P:P

Fékk 2 kjóla frá Audrey lánaða til að vera í á ÁRSHÁTÍÐAR BALLINU Í ODDEYRARSKOLA, LAUGARDAGINN 24. JANÚAR. Veit ekki klukkkan hvað né hvað það kostar inn, en ég mun veita þær upplýsingar innan skamms.......á morgun semsagt eða eitthvað í þá átt......
En ég mæli með að allir ættu að mæta!!! :D:D:D

En ein tískuspurning......þessi kjóll: Fablú

Fablú2

EÐA þessi......Gúbbla


Ég veit eigi sko........búin að fá ábyggilega yfir hundrað álit á þessu máli en það stoðar lítt því það eru allir hugar svo misjafnir fari það grábölvað!........

En allavega.......ég set fleiri myndir síðar......myndum úr afmælinu hennar Hörpu:P

LATER!

|

laugardagur, janúar 17, 2004

Jahh það er aldeilis búið að snjóa mikið og sýnist mer bara ekki ætla að hætta að snjóa.
Það vantar lítið uppá að ég geti varla horft út um gluggann minn....en það er bara wicked sko:P

úff.........árshátíðin er eftir þúst 6 daga zirka og ég á enn eftir að læra textann minn og alles........sjæsen:| en já.........við stelpurnar hittumst áðan og horfðum á Midsummer Night's Dream. Það er kvikmynd sem er gerð eftir leikritinu samnefndu og erum við 10. bekkur Oddeyrarskóla með það í ár.....allavega...við vorum semsagt að horfa á það til að fá meiri "tilfinningu" í þetta sko....ef þið skiljið mig! Og svo ætluðum við að æfa líka en fór það út í fyrirsætu ljósmyndir og fíflagang....og ætla ég að leyfa ykkur að sjá smá sjónarhorn:)


Hérna erum við semsagt búnar að koma okkur vel fyrir í rúminu hennar Krissu og eins og sjá má eru allir í fúttí fílíng sko;) Steinunn, Gréta, Ég, Sunna og Kristjana ((Sjáiði, sjáiði, hún heldur á Brynjuís!!!!)):P:P


Hér eru tveir sexy og seiðandi sjarmörar......En þessi villidýr bera nöfnin Heiða og Sunna;)
Sunna gyðja! Himnesk rós í blóma! Við hvað skal jafna slíkum augnaljóma!!;P


Ég, brosmild eins og ætíð! Svo er eitthvað fyribæri þarna á milli mín og Kristjönu....ég tel það vera horklessu...prófaði að pota í það og það hristis eins og jelly-kaka.....hmm.....


Svo bara varð ég að setja þessa mynd af mínum heittelskuðu Sunnu og Steinunni......en þessi mynd var tekin á söngvakeppninni sem síðast var!=)


Jáá og þetta litla krúslímúslísvkúslí varð ég nú bara að posta líka. Því þið Eplamauksaðdáendur hafið aldrei séð litla yndið mitt og sál.......Nei Sunna, ég er ekki að tala um þig!.....En þetta krúttímútt er semst hann Gosi minn......a.k.a. GosaMosi.....Hann á eftir að gera góða hluti í reipklifri skal ég segja ykkur!!:D

En allavega........that's all........

Friður!!:D

|

sunnudagur, janúar 11, 2004

Fariði einnhvern tímann inn á Crown Chicken, Bautann eða þvíumlíkt og segið: "Ég ætla að fá einn skammt af frönskum kartöflum" .....? neii ég held bara ekki sko.....við notum orðið "franskar"......
það er bara ljótt sko.....eg ætla að koma af stað byltingu um góða notkun íslensku! Who's with me??:P Og þá á þetta líka við um að ef þið pantið ykkur "pizzur" þá segiði: "Já góðann daginn, ég ætla að fá 16" flatböku hjá ykkur" og líka í þessu atviki þá............."Melur, hvar er bifreiðin??"
Ég held að þetta eigi bara eftir að gera stóran viðburð á 21. öldinni!

Sunnudagar.....alltaf jafn skemmtilegir......á eftir að læra.....þarf að lesa í Gísla Sögu....það er súrt.....enda er hann Súrsson.......hahhaha góður þessi......ahha......ehh.......*sýg í nef*

Árshátiðin eftir 2 vikur og ég var að frétta í dag að ég fæ víst að vera með í henni því ég fer eigi til Reykjavíkur þá helgi......svo vonandi fær maður enn að vera með í leikritinu sjálfu en ekki bara leikstýra....ef ekki þá verð ég bara allra handa hlaupatík ásamt leikstjórninni......

Uhmmm.......fór í afmæli í gær til Hörpu, það var alveg hreint magnað.....tók myndir.....set upp seinna....

Ég var að heyra skemmtilegustu afþreyingu í gær, og kemur hún frá honum Hafliða í 8. bekk.....og mun ég afhjúpa hana núna.....Í gærkveldi var ég á hokkíleik ásamt góðvinum mínum Ástu og Eriku. Þegar fyrsti hluti af leiknum var að líða fékk hún Ásta sms frá Hafliða sem var að spyrja hvernig hefði gengið að keppa um morgunin......Hún svaraði því að henni hafði gengið bara ágætlega og hvernig stæði á að hann hefði ekki mætt og horft á.......Þá hafði hann sínar eigin ástæður sem hljómuðu svo: "Ég var að flokka fiskabúrssteina eftir litum."
Þá hugsaði ég með mér: Nohh......þessi drengur kann aldeilis að nýta sinn tíma.......
Fyrir hans hönd vona ég að hann hafi bara verið að bulla einnhverja þvælu!

En allavega....ég þarf að læra og ljótt vesenis vesen.....svo bless gott fólk og veri mátturinn með ykkur!

Peace!

|

miðvikudagur, janúar 07, 2004

MIG VANTAR VINNU!!

Ég nenni ekki að standa í þessari blaðburðarvinnu......Þetta er það versta sem hægt er að hugsa sér! Það er ekki til verri vinna en að dreifa blöðum í hús þar sem fólk kann ekki að moka snjóinn hjá sér, brjóta sem mesta klaka burtu frá hurðinni þannig að maður drepur sig ekki næstum með því að stíga á svellið og skella haussnum í vegginn eða eitthvað þvíumlíkt, fólk getur að minnsta kosti sett sand yfir hálkuhrúguna sem liggur þarna við hurðina! Þá sérstaklega að take care of hálku sem er á svona tröppum sem er beint fyrir framan hurðina, því þúst þegar það er hálka fyrir framan venjulegar dyr með engum svona fáum tröppum með palli þá getur maður allavega reddað sér á hálkunni með því að stökkva yfir í betri part.....en ef það er svona trappapallur, þá er þetta bara sjálfsvíg!! Ef þú ætlar að hoppa til að redda þér, þá augsýnilega hrynuru niður......Ég segi af eigin reynslu síðan fyrr í dag........Fáránlegar spítnatröppur með palli, hálka sem var búin að myndast þannig að þetta var einnhvers konar hóll þarna uppá. Og það var ENGIN þurr partur til að stíga á svo maður komist fram hjá banaslysi svo ég reyni með vargætni að komast að hurðinni og so far gengur allt vel, ég set blaðið í og allt er reddað, en svo tekur erfiði parturinn við, og það er að komast aftur niður.....og ég er að segja ykkur, ef þessi vinna verður ekki minn bani þá veit ég ekki hvað! Ég steig semst á þetta svell og rann, ætlaði að reyna að stíga í tröppurnar en þar var náttlega hellings hálka sem náði langar hæðir og leiðir svo í hendingskasti stökk ég af pallinum og lenti á jörðinni...haldiði að ég hafi verið óhult nú? ne-eii... svo var ekki, heldur þegar niður var komið tók við þessi gríðarlega hálka svo ég rann......en ég rétt náði að bjarga mér með því að styðja mig við vegg..........
Þetta var semsagt mín versta lífsreynsla í dag og komu mörg önnur atvik við sögu þar sem ég rann oft og mörgum sinnum........og það sem maður verður pist þegar marr er að bera út........ekki hægt að lýsa með orðum....maður fer bara í major depression allann daginn og er fúll út í allt og alla.........Þið fólk þarna úti sem viljið fá dagskránna ykkar í heilu lagi, skilaboð til ykkar: Mokið snjóinn fyrir framan dyrnar ykkar, passið uppá svellið sem liggur utan við hurðina svo færri banaslys verða, kaupið ykkur bréfalúgu ef þið eigið ekki og ef þið eigið einnhverja suckie bréfalúgu sem passar einungis utan um Post-it miða smíðið þá póstkassa eða gerið gat á hurðina ykkar!, fólk sem býr á efri hæð í tvíbýli eða einbýli-smíðið ykkur póstkassa! og í guðanna bænum.......hreinsið upp hundaskítinn ef þið eigið hund....Hafiði enga virðingu fyrir náttúrunni?? ...Eða 10.000 kr. Nike skóm??!.......Þetta var allt og sumt held ég.....varð að fá smá útrás......

En ég þarf að sinna mörgum erindum svo ég kveð að sinni!

Later....

P.s.............ef einnhver veit um EINNHVERJA vinnu, sem felst ekki í að delivera eitthvað eða passa brjáluð börn sem bíta.........Hringið í síma 694-1009!!! Ég er verulega örvænta hér

|

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Það sem maður er svangur marr.......er ekkert búin að borða síðan 12....og núna slær klukkan 6......úfff huuuungurrr......:(

Er búin að vera mestallann daginn við að gera þetta bévítans Handrit sem er ekkert nema veeesen.....Shakespear hafði mjög gaman af að leika sér að orðum og rugleríi......Kannski reykti hann allskyns óþverra sem leiddi það að verkum að hann varð svona grillaður....hmm.......En allavega....Það er semsagt virkilega erfitt að gera þetta vegna þess að í hverri málsgrein eru svona hundrað billjón setningar......það er ekki möguleiki að reyna að minnka þessa sögu niður í hva, 20 mín. fyrir árshátíðina marr.......ég er að verða búin með þetta og þetta er wayyyy too long marr.......þetta er ekki gaman segi ég!:( arggg......

Jæja....svo er ég bara að fara á æfingu á eftir, gaman gaman.....svo eftir það er ég að pæla í að leggjast upp í rúm, setja snillinginn minn hann Howard Shore í gang með sína sinfó-hljómsveit og lesa LOTR.....Þ.e.a.s. ef að það er ekki kvöldæfing......indælt að fá bara að lesa og fara svo í háttinn......
reyndar þarf ég að vakna um 6 leytið á morgun.....er svooo ekki að nenna því:/

Síðasti dagur jólanna.....það er fúlt.......ég er ekkert búin að komast í jólaskap...ég held að ég sé bara alveg búin að glata "The Childhood feeling"......þetta er ekkert nema grautfúlt bara sko......

Fór á ROTK aftur með Halli um daginn....æðislega gaman að sjálfsögðu......pirrandi gaurar fyrir aftan okkur, það var fúlt!

Næsta laugardag er ég víst að fara að keppa......Frissa Fríska mót, byrjar klukkan 9. Endilega kíkka;) hehehe......svo seinna um daginn er hokkíleikur, það er alveg magnað og svo um kveldið er afmæli hjá Hörpu, og það verður búið til pizzur marr:P:P:P Svo það verður magnað stuð.........Svo seinna í janúar er ég kannski að fara að keppa enn og aftur og missi ég þá af árshátíðinni;(;( Það er óótrúlega fúlt og er ég verulega svekkt yfir þessum skyndiilegu fréttum......

.......vóóó ég kafnaði á tyggjósafa........grose!

En allavega........Hér er ein glæsileg mynd af mér og Ástu ykkur til skemmtunar......


Friður!

|

laugardagur, janúar 03, 2004

Afmælisdagur John Ronald Reuel Tolkiens er í dag, hann fæddist 3. janúar 1892 og væri hann 112 ára væri hann enn meðal oss. Og óskum vér honum innilega til hamingju með daginn í dag!

Annað mál á dagskrá.......
Klukkan 9 í morgun var æfing og var maður mjög þreyttur og lúin í beinum og sál. Á æfingunni tóku við þónokkuð mörg spor og erfiði og eftir nokkur spor þegar klukkunni var að líða svona hálf 10 áttum við að gera eitt mjög áhugavert spor sem heitir chocktoe eða eins og hún Erika hin vitra segir: "Tjokktó".
Eftir allnokkuð marga hringi var hún Erika orðin eilítið dösuð á þessari æfingu og voru lappirnar hennar að reyna að segja henni að þeir gætu eigi neitt meir, en hún með sinn þrjóska hug (nei ég segi svona, þú ert fín!;)) píndi sig áfram og gerði fleiri chocktoe.
En eitthvað fór úrskeiðis þegar hún ætlaði að vinda sér í enn eitt tjokktóið svo að hún rak tánna í og flaug beint fram fyrir sig. Hún bókstaflega lá á ísnum algerlega útflett sko, hún minnti mann allra helst á krossfisk....
Það var aldeilis hlegið að þessu atviki enda var hláturgasið enn á fullu eftir annað eftirfarandi atvik sem gerðist nokkru áður...........

Þá vorum við semsagt að framkvæma önnur spor og allir voru á hundraði með að reyna að ná sporunum vel, og svo þegar við vorum búin að gera meira en nóg kallaði þjálfarinn: "Stopp" Það þýddi semsagt að við áttum að hætta og koma til hennar. En þá var dálítið að því að gerast sem ég sá ekki fyrir, nokkuð hræðilegt!
Ég semsagt skautaði létt í áttina til stelpnanna og þjálfarans og ætlaði að stöðva mig mjúklega við hlið hennar Ástu en þá skeði hið ótrúlega og það var að einnhvern veginn náði ég að flækja mig í minn skauta eða Ástu eða kannski bara einnhvern spotta sem lá þarna óséður ég veit ekki.....og ég semsagt flaug beint aftur fyrir mig, fyrir framan allar hinar virtu stelpur og þjálfarann.....Hún tók þessu mjög alvarlega og var frekar smeyk um að ég hafði meitt mig en hún greinilega veit ekki hve miklir screw up-ar við í SA erum;P
Ég slapp við smámuna meiðsli en skömmustan mun sitja í höfði mér for the rest of my life! hehe...
En sko...innsæið mitt segir mér að þetta hafi verið Ástu sök sko, hún er alltaf að reyna að útrýma atvinnuferli mínum. Einu sinni setti hún kínverja í skautann minn....hvað segir það ykkur??
En já, þið getið lesið líka um þessar skemmtilegu sögur á bloggunum þeirra Audreyjar

og Eriku



En allavega, nóg af þessum atvikis-sögum......Í dag er laugardagur sem er býst ég við skemmtilegt, fyrir utan það að ég var búin að ákveða að fara í bíó með bróðir mínum klukkan 8 í kveld, en svo kom víst uppá að ég þarf að fara á æfingu klukkan 8-9...svo þar fór það:/ .....Ég mun því ábyggilega eyða kveldinu hér við tölvuna mína og hlusta á tónlist og sonna.....kannski byrja á ritgerðinni eða einnhverju nytsamlegu....eða nei....ég efast um það.....I'll pretty much stay in bed and watch tv......Hey já, sem minnir mig á það, Þessum lögum bara verðiði að dl!! ::: Don't get me wrong - The Pretenders (En þetta lag kemur úr Bridget Jones's Diary)
og þetta lag: I'm Every Woman - Whitney Houston (Eg er ekki mikill Whitney fan, en þetta lag er magnað..gamalt gott 80's lag :P eða disco....who really cares??!) og svo þetta hérna lag:
Amber - 311 (uhm kemur í trailernum 50 first Dates, en sú mynd skartar honum Sandler og Barrymore, ég var búin að segja ykkur ett) .....DL ÞESSUM LÖGUM, TREYSTIÐ MÉR!=)

Jæja já.......ég er farin að lesa í The Hobbit, ég á aðeins 2 kafla eftir:) Þetta er orðið mighty spennandi sko!! Og svo tekur bara ritgerðin við, en það verður mjög krefjandi og erfitt verkefni, en gaman að sjálfsögðu=)

Later dudes!! Muna að skrifa í COMMENT KASSANN!! Og muna að DL ÞESSUM LÖGUM sem ég sagði ykkur!!=)

Friður!

|

:)

Í dag að lokinni æfingu þá var ég á leiðinni út og þá var Mimmi, fyrrum þjálfari minn að ræða við móður mína og sagði svo við mig þegar ég nálgaðist þær: "Já Heiða, ég var að enda við að segja mömmu þinni hvað þú lítur rosalega vel út, þú ert búin að mjókka mjög mikið" Þetta voru ein skemmtilegustu orð sem hægt er að heyra marr...jeiijjjjj:) Ég svaraði þessu með miklu *gasp* því ég hef nú barasta ekki séð neinn mun á mér:P En þetta eru skemmtileg hrós sem gaman er að heyra.....sérstaklega eftir þúst feitasta jólafrí ever marr....guð minn góður.......

Klukkan er 12 og ég er að fara á æfingu klukkan hálfníu í fyrramálið......verð að fara í rúmið, lesa í hobbit og hlusta á LOTR........Veriði bless gott fólk!

Namaarie!

|