sunnudagur, október 26, 2008

Ka'eretta

Ég veit ég hef ekki bloggað lengi en það er bara einfaldlega vegna þess að mér finnst ég eiginlega ekki hafa neitt til að skrifa um. Það er ekkert neitt spennandi að gerast, ég er bara að vinna og djamma þegar ég er ekki að vinna. Fer út að skokka þegar ég nenni eða göngutúr þegar ég nenni ekki að skokka. Það er alveg afskaplega hressandi og gaman að fara í göngutúr og taka þá alveg góðan hring, labba í um klukkutíma eða lengur. Þar sem ég er ekki mikil skokkmanneskja finnst mér göngutúrinn alltaf mun skemmtilegri. Ég vildi bara óska þess að ég ætti hund til að labba með, eins og hún Júlía Erlusis. Ég öfunda hana alltaf þegar ég sé hana á labbinu, rjóð í kinnum, með iPodinn í eyrunum og Depill labbandi kátur við hlið hennar. Júlía, þú ert krútt alveg eins og systir þín.

Um mánaðarmótin byrja ég aftur að vinna á Bautanum en atvinnuferill minn síðastliðnu mánuði hefur verið heldur skrautlegur: Akureyrarbær/blómastelpur-3 mánuðir, Norðlenska/frystiklefi/pakka drasli í kassa og merkja-3 dagar, Strikið - 1 mánuður. Ekki nenni ég að útskýra þetta eitthvað frekar, það mikilvæga er að ég hlakka til að komast aftur á Bautann og ég veit það verður bara gaman að koma aftur þangað og vera með gamla genginu, ó já.

Ég þoli ekki svona litlar sprungur sem koma alltaf á puttana, oftast við nöglina og fara stundum undir hana. Þetta er ponsulítið sár, en það meiðir rosalega. Sérstaklega ef þú ert að skera sítrónu eða lime, það sökkar. Ég er einmitt með þannnig sár núna.

Gaman að segja frá því að ég er búin að borga staðfestingagjaldið fyrir skólann og einnig flugið fram og tilbage. 7. febrúar á ég flug til Frankfurt og svo Firenze (Flórens) og þaðan tek ég lestina til San Giovanni Valdarno þar sem mánaðardvöl mín hefst. Ég ætla að læra að tala mafíóísku og að elda mafíómat og kem vonandi heim full af visku og fróðleik. Á heimleið minni mun ég þó gera 5-6 daga stopp hjá henni elskulegu Katrínu minni, í Köln. Þannig að ég flýg aftur frá Firenze til Frankfurt þar sem ég tek svo lest í Köln. Mikið rosalega hlakka ég til. Svo verð ég í svona svona studio apartment, sem þýðir að ég á eftir að lenda með einhverjum furðufuglum í herbergi. Neinei. Allavega, þetta verður vonandi gaman.

Jólin í ár verða alveg einstaklega skemmtileg. Af hverju? Nú, Katrín, Erla, Sigrún og Júlía verða allar staddar á Akureyri. Svo og fullt af öðrum menntskælingum sem maður hefur nú sárt saknað eftir útskrift. Ég er búin að ákveða fyrirfram jólalegan kaffihúsarhitting okkar stelpnanna. Heitt kakó á Bláu Könnunni, sitjum við gluggann og horfum á jólaskrautið og hlustum á mjúka jólatóna. Einhvern tímann á milli jóla- og nýárs verður svo reunion og get ég ekki lýst því hversu mikið ég hlakka til að hitta alla aftur og fá að vita hvað fólk hefur verið að malla og bralla. Svo er hann Hermann að spá að vera hér um áramótin, eða það var allavega hugdetta og ekki væri það nú leiðinlegra. Borða góðan mat, spila eða horfa á skaupið, kveikja í kínverjum, horfa á fólk skjóta upp mörgþúsundkróna flugeldum, skála í freyðivíni og gleðjast á miðnætti. Áramótin eru skemmtileg.

Annars langar mig að ljúka mínum orðum með nokkrum myndum, bara svona uppá gamanið.


Ég og Hemmi að koma úr veiðitúr við Þorvaldsey. Takið eftir hvað Hemmi er bjánalegur í alltof stuttum buxum.


Við vorum dönsk í Stykkishólmi.


Ragga Hólm sæta skvís og ég með nýja sparisvipinn.


Vigfús Fannar að éta mig.


Sólheimar púnktur is. Takið eftir Gilitrutt þarna aftast.


Bautaskvísurnar reunite.


Ég og Alda að drekka osom. Hemmi að skemma þarna bakvið.


Ég og kærastinn minn, hann Hermann.

Mig langar í súkkulaði.

|