miðvikudagur, júní 30, 2010

Bombus jonellus

Eftir mikla hugleiðingu hef ég ákveðið að blogga á ný. Það fer að verða ár síðan ég dritaði einhverjum orðum hér. Smá yfirlit yfir síðasta ár:
-Vann á Bautanum út sumarið 2009.
-Hætti á Bautanum og fór í fjölmiðlafræði í HA.
-Fjölmiðlafræði saug svo ég hætti og fór að vinna í Rúmfatalagernum í lok janúar.
-Tók ákvörðun að fara í snyrtifræði.
-Fann skóla í Dublin, Bronwyn Conroy Beauty School.
-Fékk inngöngu í skólann.
Í dag: Held áfram að vinna þar til í lok september en þá fer ég af landi brott.

Það verður skrítið að búa ein í fyrsta skiptið í 22 ár og vera svona lengi að heiman. Námsárið á eftir að vera mjög strembið en engu að síður er ég rosalega spennt að byrja. Ég kem líklegast heim um jólin, sem betur fer. Veit ekki hvernig ég lifi af jólahátíðina án rjúpna og Akureyrar. Og elskulegu fjölskyldunnar minnar að sjálfsögðu.

Mig langar að deila með ykkur smá fróðleiksmola. Þetta var geðveikt langt komment sem ég kom með sem útskýringu hver munurinn væri á randaflugu, hunangsflugu og geitung.

Randafluga er mjög svipuð geitungnum nema flugstíllinn hennar er öðruvísi, hún hefur ekki tvískiptan búk og er ekki með fálmara nema þá mjög litla. Hún er með mjög snöggar hreyfingar frá einum stað til annars. Hún er algjörlega meinlaus, hún er alveg eins og húsfluga bara. En það er mjög algengt að fólk rugli randaflugunni saman við geitunginn.
Hér er mynd af randaflugunni (syrphidae) en þær geta verið mjög misjafnar í útliti, aðallega upp á lit og stærð að gera.

Hérna höfum við svo geitunginn.
Búkurinn hans er tvískiptur, ólíkt randaflugunni. Hann er með fálmara, frekar skæra liti og fokkin badass motherfucker. Hann flýgur ekki eins og randaflugan og má þar gera greinamuninn. Svo og fálmarana, randaflugan er ekki með þannig, bara ponsulitla. Geitungarnir stinga, þeir drepast ekki eftir að þeir hafa stungið, eins og með hunangsfluguna, og þeir eru mjög árásagjarnir í ágúst. Og eru andskotann útum allt.

Svo loksins. Hunangsflugan krúttlega (bombus jonellus). Sem gerir ekki mein nema hún sé áreitt greyið. Hún er bara að hlunkast, getur stungið ef hún verður fyrir áreiti og deyr fyrir vikið.



SEMSAGT:
Íslendingar eru kjánar sem kalla hunangsflugur randaflugur þótt þetta séu gerólík kvikindi.

Samhengislaust og heimskulegt blogg. En ást og umhyggja til ykkar allra.

|