fimmtudagur, október 28, 2004

Pheewwww....
Ég fór á Alien vs. Predator áðan.....já....
Í dálítinn tíma hef ég hlakkað til að sjá hana, því jú ég fílaði flest allar myndirnar...en borðin snérust aldeilis við og væntingarnar fóru með smellinum milli þumal- og baugfingri!

Allur tíminn sem fór í að gera þessa mynd..gátu þeir ekki fundið almennilegt casting crew?? og þá ekki einnhverja kauða sem að taka upp alveg skelfilegan breskan og ítalskan hreim líkt og Connor í Neighbours.

Til sorgar má geta glataðar línur sem komu fram: "You ugly son of a bitch! " og "You're one ugly mother..."
Einnig komu held ég 1-2 skelfilegir brandarar, sem fólk actually hló að...! .....Það var eitthvað í þessa áttina..
"How do you say shit in Italian?" ...og já, kallinn muldrar á ítölsku heilu setningarnar. Fólk hló . ?

Mikið var um galla....semsagt galla á borð við að í þessari mynd voru geimverurnar tífalt fljótari að fara í líkamann og gera sér hreiður og svo brjótast út. En í elstu myndinni tók það nú nokkra daga dá fyrir gaurinn þangað til hann vaknaði aftur, en þarna voru það 10 mínútur......Geimverurnar gátu synt í vatni í nr. 4, þarna gátu þær það ekki. Það var hægt að nota sýru úr einni geimveru á aðra geimveru í hinum myndunum, þarna var það ekki hægt. Drottningin hafði extremely góðan hlaupakraft, en í Aliens hafði hún hraða á borð við skjaldböku, því þetta var jú geimvera mjög þétt á velli.

Allavega...ég mæli ekkert sérstaklega með myndinni, lesiði frekar bara handritið að the original AVP...það var kúl..eða það langt sem ég komst í því.

Þrátt fyrir vonbrigði og þreytu er allt ágætt að frétta held ég.
Átakið gengur vel, mér gekk ágætlega í stærðfræði, fékk góða einkunn í þýsku, sjallinn annað kvöld, skautaferð laugardag, stelpugathering laugardagskvöld............og já, klára Híbýlin.

Keppni næstu helgi, Reykjavík helgina þar á eftir og svo aftur keppni helgina eftir þá helgi, það er að segja ef mér gengur vel í keppninni fyrstu helgina, ef ekki, þá Beach Boys þá síðastnefndu helgi....Svo ég bæði vona og vona ekki að junior verði mín örlög.

Where can I find a decent salt? Spurning sem brennur á vörum mínum

En nóg komið.

Friður meðal oss

|

sunnudagur, október 24, 2004

Ég borðaði alltof mikið í gær, ég er hætt að borða nammi....fram að jólum.

Fallen, Frequency, Danny Deckhair. Allt saman mjög góðar myndir og þá sérstaklega Frequency, hún var gríðarlega spennandi.

Ég er búin að vera dugleg við lærdóminn so far, er að reyna að byrja á tveimur öðrum íslenskuverkefnum og þá er ég búin með allt sem þarf að gera svona stórt þessa vikuna. Ohhh, nema Híbýli vindanna...það er víst eftir:/

Ég get svo svarið það að mér er ennþá illt í maganum síðan í gær..þetta er ekki gott. Ég legg bölvun á allt gotterí:@

Föstudagskvöldið var ágætt, fór í heimsókn til Kristjönu og vitiði ekki nema hvað að hann Steini mætti á svæðið...og með epli:] Þessi maður er svo indæll að það halfa væri nóg! Snemma fór ég nú heim vegna þess að eg þurfti að fara á æfingu og þjálfa morguninn eftir...eins og alltaf.

Ég er að pæla í því að stofna teymi með fagmönnum sem arka um heiminn og taka fólk í svona make-over. Frekar ófrumleg hugmynd, en hver er með mér? Og þá meina ég make-over án lýtaaðgerða.....heldur frekar svona læðupokast um miðja nótt og klippa og lita hár á fólki og .......jájá ég er farin að læra, þetta gengur ekki

|

sunnudagur, október 17, 2004

andvarp, bölv, anvarp.....

Snjór....vei ?

Ég nenni þessu ekki

|

þriðjudagur, október 12, 2004

Fórum í jarðfræðiferð í dag....Það var alveg prýðileg ferð og tók svei mér á.

Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni, en hún Björg tók þessar glæsilegu myndir!


Linda, Lilja og ég á Hverafjalli..eða hét það ekki það?:|


jajajaj, þarna var að finna hinn fínasta andlitsmaska og eins og sjá má, þá stóðst Sveinbjörn ekki mátið=)


Katrín sveskjubaka. Vote for Katrín!


Ástin faldi sig bakvið hvern hraunbita í Dimmuborgum.


Bryndís, Íris, Sandra og Anna á hátindinum.


Já og ekki má nú gleyma kirsuberinu á ísnum, Björg

Ég mun halda upp á það á föstudaginn verður að þessi vika verður liðin hjá. Hlakka til

|

sunnudagur, október 10, 2004

Áhugaverð helgi? Nei ég held nú ekki.

Föstudaginn fórum við til Báru flestallar stelpurnar úr gamla bekknum, það var spjallað og haft gaman sem var mjög indælt.
Bára kynnti okkur fyrir makanum sínum. Ég fór heim um hálf 1.

Laugardagurinn byrjaði á einna klukkustundar æfingu sem gekk fínt. Þjálfunin var skemmtileg og Krista knúsaði mig, það var mjög hjartnæmt.
Ég lagaði til, fór á hokkíleik, á rúntinn og kvöldið endaði hér fyrir framan tölvuna...
Ég varð þó vitni að tveimur ógeðslegum atvikum...Hið fyrra var heima hjá Einari, en þar ældi strákur lifum og lungum sem líktust pepperoni og sveppum.....Seinna atvikið..Þá vorum við í 10-11 að versla okkur nætursnarl.
Eldri maður gekk inn og keypti sér eitt stykki sviðasultu. Þegar hann var búinn að borga fyrir sviðasultuna, tók hann upp lyklana og fór að skera á pakkann....eftir vel heppnaða tilraun við að opna pakkann, þá tók hann sér stóóórt kjamms af sviðasultunni. Ég hló dátt af þessu, en reyndi þó að kæfa mestan hláturinn..það var sniðugt

sunnudagurinn lofar ekki góðu og ekki næsta vika heldur, hvað þá vikan eftir hina..ég nenni þessu ekki lengur...ég þarf alltaf að standa í veseni, af hverju ég? kannski ég skokki bara til endimarkar alheimsins....eins og Forrest Gump

|

fimmtudagur, október 07, 2004

Búin að fá einkunnina út úr stærðfræði. 4.8 ...gott eða slæmt, ég veit það ekki.
En ég veit að 9.2 er gott í stöðuprófi í íslensku:) woohoo

Já. Steinunn er ekki sú eina sem er búin að hafa sig að fífli í skólanum. Ég meira að segja fetaði nákvæmlega í sömu spor hennar og datt í stiganum. Það var fyndið, en jafnframt afar vandræðalegt. Hefði ég ekki haft stuðning Lilju við hlið mér, þá hefði ég grafið mig í holu. En við hlógum og gerðum gys að þessu, ekkert annað=]

Það er fátt betra en að fara í hádegishlénu yfir í Strax og kaupa sér eitt safaríkt og rautt epli. Það gerðum við Lilja í dag og man oh man, ekkert smá gott epli sem það var.

Það er fimmtudagur og ég náði að klára allan heimalærdóm um 6 leytið. Síðan þá hef ég haft frí útaf fyrir mig og það er ekkert smá dásamlegt. Ég, Lilja og Bryndís fórum á Greifann og fengum okkur alveg trylltann kvöldverð og eftirrétt. Mér líður ekki vel og þrái ekkert meir en að skokka þetta allt í burt...en það er kalt úti og herbergið mitt er svooo kósí.

Ég var að uppgötva það að ég hef ekkert horft á sjónvarpið síðan á sunnudaginn var...pælið í því
....ég verð að bæta þetta upp með Simpsoni eða Futurama í kvöld fyrir háttatímann...samt þarf ég að lesa í Híbýlum...arghh, tough choice

Það verður ekki meira að þessu sinni, þar til næst

|

þriðjudagur, október 05, 2004

Mig hryggir að segja það að Bingó, elskulega gæludýrið hennar Sunnu lét lífið um hádegisbil í dag.
Ég hringdi í hana og þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef orðið vitni af Sunnu grátandi. Ég hef aldrei séð né heyrt hana gráta og þegar ég heyrði hana reyna að stama upp orðunum þá gat ég ekki annað gert en að gráta með henni. Þess væri óskandi að ég gæti gert eitthvað fyrir hana, en þegar maður missir einnhvern nákominn þá er alltaf best að vera einn. Ég vil bara veita henni alla mína innstu samúð djúpt frá hjartarótunum og með vonum að hún komist yfir þetta. Bingó var ellefu ára gamall.

Blessi þig Bingó og Sunna

|

laugardagur, október 02, 2004

Jáhh, hvar skal nú byrja....

Á fimmtudaginn var fórum við 1F í skálaferð að Hólavatni og það var alveg frábær skemmtun, þessir krakkar eiga eftir að vera gullmolar þennan vetur. Við komum þarna um 5 leytið, komum okkur fyrir og slöppuðum af.
Í kvöldmatinn var valið á milli mislukkaðra hamborgara mínus grænmeti, eða pylsur. Hamborgarinn bragðaðist ekki vel svo ég fékk mér kringlu og mjólkurkex og það var hin fínasta máltíð bara.
Seinna um kvöldið spiluðum við Trivial, fórum upp í brekku þar sem var kolniðamyrkur og spjölluðum saman í dágóðan tíma. Mikið mikið mikið nammi og flögur og ógeð var innbyrgt þetta kvöld, enda er það ástæða þess að ég ætla bara að lifa á skyri næstu daga......
Rétt yfir miðnætti fórum við niður í fjöru þar sem við kveiktum bál og sungum nokkur lög. Allt saman mjög kósí og gaman.
Um 2, hálf 3 leytið voru allir í okkar herbergi mjög beaten, svo við hurfum inn í draumanna dyr.
....Daginn eftir var bakað skúffuköku sem bragðaðist jú prýðilega. Það sem eftir var af deginum nýttum við í afslöppun og þó voru tveir piltar sem fengu sér stóran göngutúr í kringum vatnið, komu í einum sokk og á nærbuxunum tilbaka....
Klukkan fjögur lögðum við af stað heim og þar með lauk Skálaferð fyrsta eff, vel heppnuð.

Ekki var öllu fjörinu lokið þennan dag, ónei. Seinna um kvöldið var partý á Ytri-Vík, en við fengum far hjá böðlunum okkar um hálf 10 leytið. Þeir keyrðu eins og brjálæðingar og ég þakkaði guði fyrir að hafa komist á leiðarenda heil á húfi.
... Við vorum 4 stelpur þarna sem voru edrú en annars voru allir aðrir með drykk af einnhverjum toga í hendinni.
Já kannski að ég taki það fram hér að ég ætla ekki að nefna nein nöfn, svo allir fá eitthvert dulefni í þetta rit. Ég verð jú að passa upp á orðstír annarra..
Kvöldið byrjaði rólega, sátum við borðið og vorum eitthvað að spjalla um hitt og þetta.
Einum sumarbústað neðar var annað teiti í gangi, þar voru aðallega VMA skæðingar þar á meðal nokkrir aldakunnugir félagar mínir...Ég kíkkaði þangað í smástund og jújú ég varð nú bara vitni að full monty senu..Það var einn strákur sem týndi sig úr spjörunum, one by one þar til að ekkert var eftir á honum nema bert skinnið og bjórflaskan....stökk ofan í heita pottinn og lét fara vel um sig.
Í MA hreiðrinu voru enn fleiri farnir að láta sjá sig og um 11, hálf 12 leytið voru flest allir úr bekknum mættir á svæðið.
Tíminn flaug svo og var áfengið ekki lengi að hverfa niður í líkamsstarfsemi unglinganna.
Þegar farið var að líða yfir miðnætti voru hlutirnir orðnir ansi skrautlegir....einn af fætum öðrum byrjuðu allir að hrasa í öðru hverju skrefi og hreyta út úr sér ræmuna af endemis rugli og þvælu.
Ég átti víst að vera verndarengill krakkanna....það gekk nú ágætlega þótt að það starf sé ekkert sérlega pleasent.
Það var eitt atvik sem að gerði mig svo óttaslegna að ég var næstum búin að segja mig út úr englastarfinu.
En það hljómar svo....Dísa og Dóri ætluðu að fara upp á efri hæðina og voru eitthvað að baslast í stiganum...ég var orðin pirruð á þessum drykkjarlátum og hávaða í krakkaskömmunum svo ég fór inn í borðstofu. Ég var varla búin að stíga eitt skref inn í stofuna þegar ég heyrði þennan þvílíka hávaða og dynk í stiganum.....hljóðið var ekki ánægjulegt og ég var fullviss um hvað hafði gerst...Dísa lá á gólfinu grafkyrr, við reistum hana upp og hún var ringluð en sagðist vera í lagi. Ég gaf henni vatn að drekka og seinna meir fóru stelpurnar með hana upp og hún lagði sig vonandi værum blund....
Svo var ég afar hrædd um hina og þessa að þeir væru að gera mistök og myndu sjá eftir því og so on.....
Mikill rígur myndaðist á milli VMA og MA....einnhverjir ætluðu að berja einnhverja og tralal...
3 löggubílar komu og grandskoðuðu í hvern krók og kima.
Um hálf 2 leytið voru síðan allir komnir í pottinn og þessi og hinn voru í fanginum á hinum og þessum....
Þá ákvað ég að segja þetta gott og hringdi í mína ástkæru móður. Hún kom og sótti mig og nokkrar stelpur fengu far líka...
Já ég gæti lengt þessa sögu með að draga fram smáatriðin, en ég er að reyna að flýta fyrir þessu svo að Bryndís mín geti fengið hnotskurnina á þessu máli.
Ef að það er eitthvað sem ég lærði af þessu kvöldi þá er það að ég hef lítið sem engan áhuga á að fara að drekka núna í bráð....ekki nema þá í veeerulegu hófi sem mjög fáir gerðu þetta kvöld.
Þar með lýkur frásögninni af þessu svaðalega partýi.

Að lokum verð ég að hafa hér tvo gullmola sem Ásta lét frá sér þegar við vorum að þjálfa í morgun....
Ásta var að aðstoða eina telpu.....
"Hendurnar þínar eiga ekki að vera eins og túkkudúkku heldur áttu að vera með þær beinar."
'Túkkudúkka' já....Það sem hún ætlaði að láta út úr sér var tuskubrúða, en þetta er gott dæmi um hvernig maður getur víxlað hlutum:]
Hinn molinn.....Krakkarnir áttu að giska á hvað jafnvægisæfingin 'svanur' myndu heita. Audrey gaf þeim vísbendingu: "Þetta er nafn á fugli" .......Ásta mundi ekki hvað það hét og fór að brjóta heilasellurnar í leit að rétta orðinu:
"Álft...,tófa..."
Tófa já...
Æji þetta er nú bara eitthvað sem ég gerði aðallega fyrir hana Ástu, ég veit að henni finnst gaman þegar ég rita um misheppnaðar athugasemdir hennar:D

En jæja þetta var nú bara útúrdúr sem skipti litlu sem engu máli...

Ég keypaði mér Damien Rice um daginn, hann er alltof góður og ég get ekki hætt að hlusta á hann. Ég mæli með að allir týni nokkra seðla úr buddunni og skelli sér á þennan stórbrotna disk!

Stærðfræðipróf um daginn....nei veistu, ég held ég vilji bara ekki fara í þá sálma...þeir eru ekkert alltof góðir.

Laugardagur...vonandi stendur hann undir væntingum.

Tschüss!

|