fimmtudagur, maí 25, 2006

Firefly

Fyndið hvað ég gef mér loksins tíma akkúratt núna til þess að horfa á alla ókláraða sjónvarpsþætti. Um leið og maður byrjar að horfa á Scrubs þá er ekki hægt að hætta...

"Nothing in this world that is worth having comes easy." - Ég fékk gæsahúð og tár í augun.

And so begins the great flood of coffee and the overwhelming stress.

|

þriðjudagur, maí 23, 2006

Kókómjólk

Mig óraði ekki að ein manneskja gæti verið svona illkvittinn. Sérstaklega þar sem þessi umtalaða manneskja er hið ljúfasta lamb og myndi ekki gera flugu mein. Um hvern/hverja er ég að tala? Jú enga aðra en hana Eriku Mist.

Þannig var það að ég kom arkandi með kumpána mínum, Erlu, inn í kvos og fór hún í sjoppuna til að kaupa sér eitthvað að borða. Þá kom ég auga á Eriku sem sat ásamt lífsförunauti sínum, Snæbirni og vinkonu sinni Erlu (annarri Erlu) í hinum enda kvosarinnar. Hún kallar á mig æst eins og hún ætli að segja mér eitthvað eldrjúkandi leyndarmál eða slúður. Ég hleyp til hennar með bros á vör og spennt að heyra skemmtilegar fréttir. Þegar ég kem til hennar réttir hún mér kókómjólk og segir "Heiða, viltu smakka kókómjólkina fyrir mig, hún er eitthvað skrítin?" (Nota bene - hún sagði þetta í mjög saklausum og mjúkum tón.) Þar sem ég er nú mikill kókómjólkurunnandi, brosti ég sjálfsöruggt og var tilbúin að koma með frábæra gagnrýni á kókómjólkina. Ég fékk fernuna í hendurnar og tók vænan slurk af kókómjólkinni sem á að veita manni kraft. Það eina sem ég fékk úr þessari kókómjólk voru kögglar í Massavís, myglubragð sem hægt er að líkja við gráðost sem hefur verið geymdur bakvið ofn í nokkra mánuði, kúgunartilfinningu og ælu upp í kok. Ég henti frá mér töskunni minni, hljóp upp tröppurnar og rauk beint inn á baðherbergi þar sem ég spúði mjólkinni í vaskinn eins og heitum eldi. Ég lá með höfuðið í vaskinum í smá tíma og þambaði vatn, hið ljúfa vatn.
Farið varlega, treystið engum nema sjálfum ykkur, við erum hvergi óhult.

Ég er enn með gráðostaeftirbragð.

|

sunnudagur, maí 21, 2006

Árshátíð

Myndir frá Árshátíð SA og Narfa.

Dugleg er ég. Í staðinn fyrir að læra dunda ég mér við myndasíðuna mína. Dumbass.

|

laugardagur, maí 20, 2006

Boom-shak-a-lak

Gærkvöldið...aldeilis stór pakki af tærri snilld. Myndir eru sko væntanlegar mjög fljótlega.

Góður matur, sniðug skemmtiatriði, skemmtilegt fólk, bongógóður KaffiAk og var mesta og besta snilldin þegar Dj Ástrós lumaði á Footloose með Kenny Loggins - þá var ég hamingjusöm stúlka. Ég þoli samt ekki fólk sem sýnir öðru fólki óvirðingu með því að taka sígarettur með sér á dansgólfið og brjóta glös um allt dansgólf þannig að stelpur í hvítum skóm, berfættar, stappa á þessu og fylla skóna sína af blóði og glerbrotum.

Þetta var gott lokaflipp áður en geðbilaða ringulreiðin byrjar.

|

miðvikudagur, maí 17, 2006

Welcome to the Roughnecks

Segið svo að Starship Troopers sé ekki góð mynd. Ég græt þegar ég hlusta á þetta lag. Þetta er semsagt lagið sem kemur á jarðaför Dizzys.

Dizzy: Rico, I'm dying.
Johnny Rico: No, you're not gonna die.
Dizzy: It's OK, because I got to have you.
(Okei ég felldi tár bara við að lesa þetta. Aumingi).

Rasczak er samt langtum svalastur.
Jean Rasczak: I expect the best and I give the best. Here's the beer. Here's the entertainment. Now have fun. That's an order.
Jean Rasczak: This is for all you new people: I only have one rule. Everyone fights. No one quits. You don't do your job, I'll shoot you. Do you get me?

Besta mynd í heimi.

|

mánudagur, maí 15, 2006

Yawn

Ég er geðveikt þreytt.
.....Ég
........er með
...........bólgna fætur.
..............Ég kem
.................ekki hlussufótunum
....................í inniskóna mína.
.................Ég
..............er með
............bumbu.
........Ég kem ekki
.....bumbunni
í peysuna mína.

Allavega...ég var að setja upp myndir af stelpukvöldi þann 29. apríl.
Hérna má finna þær myndir.

|

föstudagur, maí 12, 2006

Aries

Ég fékk einstaklega góða stjörnuspá í dag.

Hrútur
(21. marz - 19. apríl)
Hamingjan er einföld um þessar mundir.
Einbeittu þér að einkalífinu.
Umbunaðu kímni og léttúð í sjálfum þér
og öðrum og gerðu allt hvað þú
getur til þess að sniðganga eða forðast drama.


Vanalega er ég ekki stjörnuspásmanneskja, en þessi á vel við.

Svo dreymdi mig líka furðulegan draum í nótt...

Ég og nokkir bekkjarfélagar mínir fórum til New York í ferðalag. Við neyddumst til að gista í hrörlegum kofum einhvers staðar útí móa. Þessir kofar voru í eigu einhvers fólks og þau sögðu okkur frá því að það væri reimt þarna. Eftir fyrstu nóttina þarna fór draugur að ásækja mig. Hann tók í í hnakkann á mér, hífði mig upp og hristi mig. Það horfðu allir á mig og sögðu: "Þetta er bara smokkadraugurinn." Mér fannst voðalega skrítið hvað allir voru rólegir yfir þessum draugi, sérstaklega þar sem hann hét "smokkadraugurinn." Framhald draumsins var ekki svo áhugavert en draugurinn hætti allavega að ásækja mig.

Jæja Birkir, hvað hefði Sigmund sagt um þennan draum?

|

fimmtudagur, maí 11, 2006

11. maí

Það er merkisdagur í dag. Það er fimmtudagur, það er 11. maí og sólin skín. Hallur Örn Guðjónsson, til hamingju með tuttugu og þriggja ára afmælið!

Ég trúi því varla að þú sért orðin 23 ára. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar...

-við gerðum göt á diskadúkana okkar á Pizza 67.
-við bjuggum til leikrit og tókum það upp á kasettur.
-við fórum í skipaleikinn í kojunni.
-við vorum að leika okkur að detta um spotta í garðinum og þú fékkst nagla í fótinn.
-við bjuggum til tjald úr teppum.
-við hjóluðum í Kjarnaskógi og þú hrundir niður brekku eina.
-við bjuggum til stóra snjóhúsið í garðinum sem hægt var að standa í. (Snjódagurinn mikli í marz)
-við bjuggum til jólakúlurnar með kókosinu og lentum í rifrildi þannig að við fengum bæði kartöflu í skóinn daginn eftir.
-þú sagðir mér að mamma væri lítil með rauð augu eða að það væri kall fyrir utan gluggann minn.
-við lékum okkur í NHL 2001 langt fram eftir nóttu.
-við löbbuðum um alla eyrina með ljótan, illa lyktandi svampsófa sem við ætluðum að nota í leynistaðinn okkar.
-við bjuggum til bílaborg með grænum herköllum í sandkassanum.
-við hlupum í gegnum úðarann í garðinum. (Við eigum þau tilþrif á spólu einhvers staðar)
-við fórum á Búrfell, borðuðum grjónagraut og borðuðum kandís.
-við héldum Tívolí í garðinum okkar.

Those were the days.

Ég gæti skrifað mun lengri lista en ég læt þetta duga.

|

miðvikudagur, maí 10, 2006

Super Rocky

Þetta gerði ég bara fyrir þig Steini.

1. Hver ert þú?
2. Hver er ég?
3. Hvar hittumst við fyrst og hvernig?
4. Hvernig leist þér á mig þá?
5. Hvernig lýst þér á mig núna?
6. Lýstu mér í einu orði:
7. Gefðu mér gælunafn, og segðu mér afhverju þú valdir það:
8. Hvað minnir þig á mig?
9. Hversu vel þekkir þú mig?
10. Hvar og hvenær sástu mig síðast?
11. Hvaða stjörnumerki er ég, eða hvenær á ég afmæli?
12. Hvað meikar bara sens fyrir mig og þig?
13. Hvernig nærbuxum ertu í?
14. Hvað er uppáhaldssjónvarpsþátturinn minn?
15. En bíómynd?
16. Á ég systkin? Ef svo er, nafngreindu þau:
17. Á ég kærasta? Ef svo er, hver er það?
18. Trúi ég á Guð?
19. Hvernig myndir þú lýsa mér fyrir öðrum?
20. Tókstu eftir því að það vantaði ekki nr. 13?
21. Ætlaru að láta þetta á þitt blogg svo ég geti skrifað um þig?

|

sunnudagur, maí 07, 2006

Joon

Mig langar að hafa þær tilfinningar sem ég hafði þegar ég var krakki. Núverandi tilfinningar eru fúlar og ég er komin með leið á þeim. Mig langar að vera áhyggjulaus og glöð öllum stundum. Mig langar út að leika við krakkana í götunni, fara í eina krónu og hjólakapp.

Það er fallegt veður úti.

|

föstudagur, maí 05, 2006

VHS

Eru VHS myndböndin að deyja út?

Þetta las ég í Myndbandablaðinu sem kom út í marz:

"Frá og með marsmánuði munu Sammyndir og Sena, tveir af þremur stærstu útgefendum kvikmynda á Íslandi, hætta alfarið að framleiða og gefa út myndir á VHS myndböndum og einbeita sér að útgáfu DVD-diskum í staðinn. Myndform hefur ákveðið að halda úti VHS-útgáfu um óákveðinn tíma á völdum myndum til að koma til móts við þá sem enn kjósa myndböndin, en ljóst er að ekki líður á löngu uns útgáfa á VHS heyrir sögunni til, rétt eins og risaeðlurnar..."

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta spaðlélegt. Leigurnar heita jú Myndbandaleiga - en á þá að breyta nafninu í DVD-leiga? Oj.

Fyrst að videoleigur eru að hætta að framleiða myndbönd, ætli verslanirnar taki þá ekki upp á því líka og þá hugsa raftækniverslunargaurarnir að enginn vill kaupa myndbandatæki lengur því myndböndin eru ekki til á videoleigum eða í verslunum. Við fjölskyldan erum jú búin að safna óragrúa af kvikmyndum á VHS spólur í gegnum árin og hvað ef myndbandatækið mitt myndi einn daginn koxa? Hjartað í mér myndi hætta að slá.

Tökum okkur til og leigjum VHS spólur svo myndbandatækið verði ekki grammafónn 21. aldarinnar.

|

mánudagur, maí 01, 2006

Öll lífsins gæði

Mig langar í nýtt herbergi. Svona vil ég að nýja herbergið mitt sé (í ljóðaformi taktu eftir):

Mig langar að það sé stærra.
Mig langar að hafa svo þægilegan sófa í því
að þegar fólk sest niður þá sekkur það
í undur mýktinnar.
Mig langar í stærri glugga.
Við gluggann vil ég að stærra rúm liggi,
þannig að ég get legið í rúminu
með galopinn gluggann
svo að golan leikur við
andlit mitt og hár.
Mig langar í rólu í herbergið.
Ekki svona dekkjadrasl heldur spýtusvíng.
Mest af öllu
langar mig í glerloft.
Þá gæti ég legið í stóra rúminu
við stóra gluggann,
andað að mér fersku lofti
og talið stjörnuhröp.

Hvað langar þig í?

|