laugardagur, september 25, 2004

Hafiði einnhvern tímann lent í því að þið eruð að panta pizzu og hið óflýjanlega gerist, þ.e.a.s:
"Já góða kvöldið, ég ætla að fá eina pizzu með peppum og svepperoni" ...
Þetta er ástæða fyrir að ég reyni að forðast að panta hluti...tekst alltaf að klúðra því.

Ég svaf 5 tíma í nótt, ég held að þeytan sé að brjótast út núna.

Ég var að fá nýtt rúm..ég er himinsæl yfir þessu, þrátt fyrir að plássið í herberginu mínu mun minnka töluvert, en ég ætla að reyna að koma þessari hillu þarna burt, hún þjónar engum tilgangi nema að halda utan um videospólurnar mínar..ég get alveg fundið annað pláss fyrir þær.

Hefur einnhver góða hugmynd um hvað sé hægt að eyða kvöldinu í?

Ég held að það leynist fituagnir í andrúmsloftinu:|

Ef að einnhver hér fær sendan link með nafninu Ogrish í, ekki opna það. Ég gerði þá heimsku mistök að svala forvitni minni og afleiðingarnar voru ógnvænlegar.

Þetta var afar stutt þetta sinnið

Seinna

|

mánudagur, september 20, 2004

Whuspa!

Helgin var ansi áhugaverð...á laugardagskvöldinu fórum ég, Sunna og Ásta í heimsókn til Önnu þar sem við vorum samankomin nokkrir únglíngar.....Við hlógum mikið og borðuðum nammi, minnilegt verður atvikið þar sem hun Ásta fellti mig svo ég datt með látum með rassinn í borðið og á gólfið.....ég reyndar slapp alveg furðuvel frá þessu, Ásta you crazy beast you! Og hvað haldiði að hun hafi gert? Nuddað rassinn minn og sótt íste handa mér? Ónei, hún bara hló af þessu öllu saman, urrrr! En ég hló reyndar líka, en það er annar sálmur.

Einnig fannst mér mjög sniðugt þegar ég tók nammi upp úr gólfinu sem var búið að liggja þar dágóða stund, þvingaði það í munninn á Ástu en hún spýtti því út úr sér samstundis. Þá datt nammið í sófann, ég tók það upp og henti því í Rut. Það lenti á hendinni hennar Rutar, hún tók það og henti því í Önnu...semsagt á þessum tíma var það búið að ganga manna á milli.....Anna tók nammið og japlaði á því, ómeðvituð um fortíð nammsins..."nammsins..? nammisins...?"

Já..það var busun í dag. Mikill hiti og erfiði, ég þurfti að standa fyrir aftan illa lykt...nei okei, ég vil ekki að bloggið mitt verði skemmilagt vegna allra þessa baktals. Allavega var þetta án efa einn heitast dagur sem ég hef lent í innanhúss!
Morgundagurinn ætti að vera spennandi

Annað í fréttum...er á fullu á skautum, þeir meiða mig, bólga, bein=vont. En annars gengur allt vel, fíflagangur hjá okkur stelpunum eins og alltaf...þessi vetur á eftir að vera ágætur

En já, það verður ekki lengra að sinni

|

föstudagur, september 17, 2004

Mesta snilldin í skólanum í dag....
Eins og svo margir í F bekknum hafa tekið eftir, að þá erum við ekki svo rosalega vel að okkur í jarðfræði...það kom greinilega fram eftir minnilega könnun sem við tókum um daginn...en það var hlegið dátt að alveg fáránlegum svörum.
Allavega..þá átti sér annað eftirminnilegt moment stað í jarðfræði í morgun.

Kennarinn: "Vísindi, hvaða dettur ykkur í hug þegar þið heyrið þetta orð?"
Nokkrir komu með svör líkt og Albert Einstein, gamalt gráhært fólk....en þetta var alveg toppað með einu commenti frá bekkjarfélaga mínum sem vonandi kemur með fleiri skemmtilegar athugasemdir í vetur;
"Leonardo DiCaprio!" ...það gekk hláturbylgja um allan bekkinn og greyið blóðroðnaði niður í tær....En það sem hann vildi sagt hafa var Leonardo Da Vinci. Gaman að þessu

Gæs, kappötlur, sveppasósa og rifsberjahlaup....MMMMM

|

miðvikudagur, september 15, 2004

Múgurinn er að æsast og poppið dettur út um öll gólf, svo ætli maður verði ekki að blogga eitthvað....
Jú það eru heilir fimm dagar síðan ég bloggaði seinast, ég reyni að láta þetta ekki gerast aftur.

Ég er byrjuð í Menntaskóla Akureyrar og það lofar bara góðu...það eru fuglahægðir á skjánum mínum, ég kem aftur að vörmum sporum með pappír......

.....okei, þá er þetta taken care of og ég er búin að staðsetja Garfield bangsann minn ofan á skjáinn, þannig að ég efast að Gosi vogi sér þangað framar:]

Já, ég var víst að segja ykkur frá skólanum...Ég er semsagt í fyrsta eff, en ég þekki fáa sem enga þar nema Adda og Stefán...og jú Valda, en þeir eru búnir að vera ágætis companions...
Það má til gamans geta að í dag vorum við busarnir niðurlægðir með þeirri tilkynningu að við megum víst ekki sitja specific places, heldur eigum við hvíta veggs-hornið..svo við vorum hrakin út í það með skottin á milli lappanna. Steinunn gerði tilraun til að blenda inn í umhverfið..það var ekki að gera sig hjá henni.

En ég ætla að segja ykkur frá einum voðalegasta degi sem ég hef upplifað í langan tíma, en hann er að ganga í garð núna.
Ég vaknaði um tíu mínútur í 7 og hafði mig til, rölti síðar til Steinunnar.
Skólinn tók svo við, en um 10 mín yfir 12 fór ég heim og hjálpaði mömmu að dreifa blöðum...stinky blöð! Ég hélt að ég væri laus við þau en neiiii...mamma býr yfir þeirri náðargáfu að láta mig fyllast samviskubiti með þessum ræðum hennar...Hate it
Allavega..Ég snéri aftur í skólann um 2 leytið, en þar sem við fengum frí í dönsku nýtti ég tímann á bókasafninu og gerði lista yfir hluti til að gera með flokkunum og öll þau læti.....
Enskan kom svo siglandi í gegn og ég var búin í skólanum um 15:20
Þá rauk ég heim í hendingskasti, skipti um föt og fór inní höll
Þjálfaði frá 4-6
Tíminn frá 5-6 var afar áhugaverður, en þá vorum við með yngstu flokkana (6,7) ....það var ný stelpa sem var að taka sín fyrstu skref á skautum. Anastasía hét litla rússneska krúttið og talaði enga íslensku. Ég spurði hana hve gömul hún væri og hún sagði: "Anastasía" Ég var það lánsöm að fá að halda í hana allan klukkutímann, bakið er að hósta sitt síðasta.
En þrátt fyrir þetta er alltaf gaman að sjá framfarir þessa litlu kríla múslískvúslí!!
6-7 fórum ég og Audrey að skokka
7-8 var æfing
Um 20 yfir átta fékk ég mér ágætis grjónagraut og fagnaði sigri þessa dags.
Lærði og hér er ég.

Ég hafði áætlað að fara snemma að sofa, eða um 10 leytið....það gekk ekki upp.
Vonandi verð ég ekki að detta út á morgun eins og gerðist í dag....verð að safna mér meiri svefn, þetta gengur ekki.

Fimmtudagur á morgun, sem þýðir það að ég er búin í skólanum um hálf 3, búin að læra allt sem ég átti að læra á morgun. Engin æfing. Ég hef það á dagskrá að elda fyrir þessa fjölskyldu en það verður annað hvort eggjanúðlur, matsaman eða pad ka pao:) ....ég skal gefa skýrslu um hvernig það gengur svo upp hjá mér:D

En jæja, ég ætla að lesa kannski smá í Hvid Sommer, smá forskot...og svo með öllum líkindum mun ég sofna út frá hálfri blaðsíðunni.

Seinna melir

|

föstudagur, september 10, 2004

Sazam!

Fór með pabba í dag í gönguferð upp að íshelli rétt hjá Skíðasvæðinu...það tók okkur nú ekki nema um 2 og hálfa klst að labba fram og til baka, en ferðin niður var mikið erfiðari en ferðin upp ...pheew
Íshellurinn var geðveikur, allt saman geðveikt..rann mikið og gaman....ég myndi setja myndir en ég er ekki búin að redda Fetchinu..það hvarf á einnhvern hátt eða annan......

Fór á skauta í dag...bara til að ath. hvort blöðin væru rétt sett á skautana...allt fínt þar svo ég fæ að skauta árla morguns á morgun:D jahúúú...svo og, þjálfa.

Er að fara í bíó á eftir með stelpunum á Shaun of the Dead:D alger sniiillld.....svo já...hlutirnir eru ágætir..samt þreytt og dálítið pirruð...en kvöldið er indælt og lofar góðu svo ég get ekki annað en verið í et godt humør=)

Ég er komin með tvífara...a bad one...en ....þegar ég horfði á House on the haunted hill, þá stundum glimpsaði aðeins í Freddy þarna....smá svipbrigði, en samt ekki....ég bara verð að lífga aðeins upp hérna


Freddy Mercury


Psychoinn úr Hause on the haunted hill

Akureyrin er annars mjög ljúf, gott að vera komin heim og allt það..fékk me´r brynjuís í gær..það var æðislegt...er búin að keyra, það er líka mjög gaman..frjálslegt....ef maður væri einn þá myndi ég keyra langt í burtu bara..það væri ágætt

En ég ætla að slétta á mér hárið í fyrsta skipti í langan tíma..gaman að því..

Endilega spennið beltin þar til ég mun blogga aftur svona áhugavert rit....öss maður

Hafði það gott um helgina

|

sunnudagur, september 05, 2004

Þessi helgi er búin að vera athafnarmikil...

Föstudagurinn byrjaði með því að ég vaknaði eldsnemma og tilbúin í búðarráp á Laugarveginum, margt sem ég þurfti og þarf enn að redda og margt sem mig langaði til að skoða....En nei, það plan fór í súginn eftir margar tilraunir við að vekja stúlku sem að á endanum skellti á mig og slökkti á símanum...Reyndar afsakaði hún það síðar um daginn og sagðist hafa verið sofandi og ekki nennt að standa upp.....
Grétar hringdi og spurði hvort ég vildi ekki koma með sér á Selfoss og droppa off einnhvern gám...Þar sem að ég hafði verið skilin eftir í miðjum súginum ákvað ég að slá til....Selfoss er ágætis bær, þótt ég hafi ekki séð mikið af honum nema þá Kókómjólkurfyrirtækið..það fannst mér spennandi.
Um 5 leytið fór ég á Mekong og þar tók við einn brjálæðasti vinnudagur sem ég hef lent í...the phone was on the hook og fólkið streymdi inn og út....svona gekk þetta áfram til níu og við fengum ekki sekúndu brot til að setjast niður...kl. 10 þá var allt klappað og klárt, búið að skúra og svo framvegis.
Ég kom heim sársvöng og var ákveðin í að fá mér eitthvað gott að borða, bjóst við að félagar mínir væru up and adam til að fara og fá sér eitthvað í svanginn..en þau höfðu víst enga bifreið til að ferðast...og þar sem að ég nennti ekkert sérstaklega að labba yfir í Garðabæ ákvað ég að vera bara heima.....kvöldmaturinn minn var þunnt hrökkbrauð...mmmmmm
Ég horfði á Looney Toones, hún var furðuleg...Brendan Frasier var frekar glataður í henni, Steve Martin var engu skárri.
Scary Movie var samt sem áður alger snilld....Svefninn var síðan fullkomnun dagsins.

Laugardaginn vaknaði ég árla morguns og skellti mér í heita sturtu. Horfði á sjónvarpið þar til við fórum út á flakk, þ.e.a.s. ég, Sara og Grétar. Morgunmatinn fengum við okkur hjá Bakarameistaranum, the gotterí was all very good.
Við fórum svo í Smáralindina, þar sem ég verslaði mér nokkar bækur fyrir skólann og keypti mér sælgæti í Hagkaup.
Seinna meir fórum við á hundasýningu, það var æðislegt..mig langaði að grípa einn hund og flýja vettvangið, en í staðinn lét ég mig dreyma:)
Um fimm leytið fór ég enn og aftur í vinnuna og þar var ég til 10 leytið......áhugaverður atburður átti sér stað á þessum 5 klukkustunda vinnudegi....;
Allt brjálað að gera. Ég var að steikja hamborgara þegar ég sá að það vantaði ost. Í hendingskasti hljóp ég inn í kælinn, en ekki vissi ég að einnhver hafði lagt fyrir gildru með einum tilgangi; fá mig feiga. Ég steig eitt skref inn í niðamyrkrið og WHOOM....datt í gólfið með látum, rak hendina í, lenti á glerbrotum og bleytu...sat þar smástund og var að átta mig á ástandinu....Síðar stóð ég upp og þá sá ég að einnhver hafði misst glerflösku í gólfið og ekki þrifið það upp, eða í það minnsta sópað því til hliðar.....Ég slapp nú samt ómeidd fyrir utan riiiisastóran marblett á hendinni minni, ég held ég hafi aldrei séð eins stóran marblett á líkama mínum:|
Eftir þetta átakanlega kvöld fór ég heim, tók mig til og fór út með félögunum.....Við fórum á Nonnabita þar sem ég fékk mér baconbát...og þetta var ekkert smá gott skal ég segja ykkur. Ég mæli eindregið með Nonnabitum.
Við borðuðum froska og fórum í glatað teiti, keyrðum öfugugga út í bæ...og enduðum kvöldið með þeirri ákvörðun að við skyldum fara á Laugaveginn daginn eftir, semsagt í morgun.

Sunnudaginn vaknaði ég eldsnemma og var sko tilbúin í búðarrápið sem átti að eiga sér stað nokkrum dögum áður.....en nei...það sama gerðist....ég og drengur urðum fúl.....svo enn einn daginn af þessu sumari sit ég í þessum stól og geri ekkert af viti nema að skrifa eitthvað sem enginn les=] hehh
Nei bíðiði hæg...Hún Sara yndi var að spyrja mig hvort ég vildi ekki koma á flakk....ahh...þessi spurning ylur mínar hjartarætur....Förinni er heitið í Kringluna, hún sagði að við gætum ábyggilega fundið einnhverja úlpu þar:) ...það var nefnilega eitt af hlutum sem urðu að fara fram...Hún Sara, too nice sko! sweet

Ég er þá farin dömur og herrar.....og pælið í því...það eru bara fjórir dagar þar til ég kem heim:D:D:D
Hver ætlar svo að heilsa mér með opnum örmum?? ....fulla af brynjuís:]

|

fimmtudagur, september 02, 2004

Ég hef fundið tvífara Jóhanns enskukennara. Reyndar fann ég hann fyrir allnokkru síðan, en gleymdi þessu alveg...langt síðan við höfum fengið tvífaramyndir....en þar sem ég á ekki mynd af Jóhanni, þá verðið þið sem þekkið hann bara að sjá the simularity!

|