miðvikudagur, desember 27, 2006

The Music Of The Night

Ég er skotin...


Ég er skotin í honum, Gerard Butler.

Ef að strákur myndi syngja til mín eins og hann gerir til Christine, myndi ég ekki giftast honum? Júbb.

Ég er heilluð af The Phantom Of The Opera (jupp ég er lúði, ég fíla söngleiki). Ég legg til að allir taki frá tvær klukkustundir og tuttuguogþrjár mínútur til að horfa á þennan frábæra söngleik og segið mér svo að þið félluð ekki fyrir Gerard.

Góðir hlutir.

|

þriðjudagur, desember 26, 2006

Halli og Holli hommahúss

Hátíð þessi hefur upp að þessu verið mjög ánægjuleg og frekar húmorrík. Á aðfangadagsmorgun keyrðum ég og Hallur út jólakortin og þau voru ekkert smá mörg í ár. Á leiðinni vorum við að tala um Hólmgeir vin Halls og þegar við vorum að nálgast gatnamót segi ég "Jæja þá er það Holli (stytting á Hólmgeiri sem ég bullaði þarna á þeirri stundu) og þá segir Hallur mjög hratt "já HallogHollihommahúss". Ég skellihlæ og spyr "ha?" Hann svarar: "Já þegar ég og Hólmgeir vorum litlir vorum við oft saman og hélt fólk að við værum hommar og því kölluðum við okkur Halla og Holla hommahúss og bjuggum til fréttablað. Ég grenjaði úr hlátri, bókstaflega. Tárin féllu niður eftir kinninni og á buxurnar mínar. Það reyndist erfitt fyrir mig að keyra í þessu ástandi og því silaðist ég áfram þar til dyrnar á táragöngunum lokuðust. Ég held að ástæðan fyrir þessu flóði hafi líka verið að ég var ekki búin að fá hláturskast í dálítinn tíma og því gat ég bara ekki hætt, vá hvað það er skemmtilegast í heimi - samt pínu óþægilegt stundum.

Rjúpurnar voru mjög góðar í ár, sósuna hefði maður getað borðað eintóma og gumsið (meðlætið) kom að sjálfsögðu sterkt inn.

Gjafirnar voru frábærar, ég fékk eiginlega allt sem mig secrtaly langaði í: 66°norður húfuna (hef þráð hana lengi), D&G Light Blue (uppáhaldsilmvatnið mitt, góður Hallur), ullarsokka, vettlinga, gjafabréf í Spútnik, Damien Rice 9 og margt fleira skemmtilegt. Einnig fékk ég nokkur hjartnæm og sæt kort, takk fyrir það sendendur og fokkjú þið sem ég sendi en senduð ekki tilbaka (neinei grín (samt ekki)).

Jóladagurinn var leti. Við fjölskyldan fengum okkur göngutúr eftir hangikjétið og fórum í hafnabolta. Pabbi var góður leikmaður og sló vindhögg, allright dad!
Kvöldmaturinn var fyndinn. Við vorum með önd og fyllingu í henni sem var alveg mega gott. Þegar einhver stund hefur liðið heyri ég allt í einu alveg rosalegt viðreksturshljóð. "Ojjjj, þú ert ógeðslegur" segi ég við Hall, strunsa á fætur og labba yfir á hinn enda borðsins, alveg við hlið pabba. Þá hlæja þau öll brjálæðislega og ég botna ekkert. Þá var það ekki Hallur sem rak svona skelfilega við heldur var það pabbi. Og ég stóð upp frá borðinu og fór beint til hans eftir að Hann hefði rekið við, nice touch. Þá tekur við hláturskast no. 2 á þessari hátíð og ég grét mörgum tárum.
Já svona er fjölskylda mín smekkleg og sniðug.

Klukkan 6 á annan í jólum stóð ég á fætur og fór í vinnu með pabba og Halli. Ég vann til 11, bara til að prófa hvernig það er að taka illa lyktandi rusl hjá fólki og hlaupa útum allt...verð að segja að þetta var bara ágætis gaman, helvíti góð líkamsrækt þar að auki. Seinna sagði Hallur mér að gaurarnir hefðu sagt að ég hefði staðið mig mjög vel, í góðu formi til að hlaupa, etc.
Um hádegi fór ég í matarboð sem var mjög fámennt, 15-17 manns. Við dönsuðum í kringum jólatréð, nema hvað að jólatréð var borð með sprittkertum á. Ættin mín er stórfurðuleg. Við sungum lög eins og "Gekk ég yfir sjó og land" og ég fékk kjánahroll og roðnaði.

Ég er búin að hlusta mikið á 9 og í laginu The Animals Were Gone kemur eftirfarandi setning sem er mitt uppáhald um þessar mundir (setningin það er að segja).

I love your depression and I love your double chin.
I love 'most everything that you bring to this offering...

Gleðilega hátíð gott fólk!

|

fimmtudagur, desember 21, 2006

París



Ó já, þið lásuð rétt. París. Í janúar. AHHHHHHHHHHH!

Í dag gengum ég og Katrín endanlega frá okkar pappírum, þ.e.a.s. bókun á hóteli og flugi og munu Sigrún og Vilhjálmur gera hið sama á morgun. Eftir það fáum við afhenda miðana og allt heila klabbið og þá er lítið annað fyrir okkur að gera en að telja dagana niður (37 dagar). Ég trúi varla að það hafi orðið úr þessu. SNILLD.

|

þriðjudagur, desember 19, 2006

Hvítir mávar

Á föstudaginn upplifði ég nokkuð í fyrsta sinn - "Kvöldið er okkar". Kvöldið er okkar er skemmtun sem á sér stað í Sjallanum fyrir miðaldra fólk (allavega meirihluta) og fékk ég að njóta þeirrar ánægjulegu kvöldstund sem reyndist svo vera hin besta skemmtun. Fjölskyldan og ég fórum á þessa kvöldstund saman og er við komum inn um dyr Sjallans fengu allar konur rós, þar á meðal ég. Svo var búið að dekka upp salinn svona prýðilega og allt leit glæsilega út - þá sérstaklega jólahlaðborðið. Við borðuðum á okkur gat og hlustuðum á jólatónlist frá stelpu, sem n.b. var yngri en ég. Ég var ekki sú yngsta í húsinu, fjúkk. Þorvaldur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir spiluðu skemmtilega tóna og þar með vaknaði dálæti mitt á Þorvaldi en áður vissi ég varla hver maðurinn var. Það getur ekki nokkur maður sungið "Á sjó" betur en hann.

Eftir matinn spilaði hljómsveit fyrir dansi (man ekki hvað hún heitir) og Heiða í Idol söng, einnig Þorvaldur og Helena. Gömlu dansarnir to the max, ég tjúttaði við mömmu og pabba og kenndi Halli djive. Mikið rosalega fannst mér fyndið og gaman að standa og horfa á mömmu og pabba dansa trylltan vals. Kvöldinu lauk um tvöleytið en þá tvístruðust leiðir. Mamma og pabbi fóru heim og ég og Hallur eitthvað niður í miðbæ.

Kvöldið fær alveg fjórar stjörnur af fimm og væri það einstaklega skemmtilegt að sjá fleiri svona gamaldags Sjallakvöld á komandi ári.

Hliðar saman hliðar, krossa.

|

föstudagur, desember 15, 2006

Lélegir trúbadorar

Að sitja á bar er góð skemmtun

Þetta væri yfirleitt rétt. Eins og vor góðkunni vinur á Capone er búinn að sanna sig mikið þá vantar eitthvað uppá hjá honum. Nefnilega tóneyra. Það virðist hvaða hálfviti sem er sem tók 2.5 ár á gítar mega spila þarna. Trúðu mér ég hef ekkert rosalega mikið á móti klassíkum á borð við Stál og Hníf og Rangur maður, þetta eru lög sem allir geta tengt sig við á einhverjum tímapunkti í lífi þeirra. En nú til dags er þetta meira svona ,,síðasti gaurinn lifandi í útilegunni" heldur en að spila þetta á bar fyrir áheyrendur. Það er eiginlega bara sorglegt. Jafn sorglegt er hvað margir láta draga sig út í að syngja með þessum tilteknu tveimur lögum. Þetta eru auðvitað klassíkir sem allir kunna en á bar er þetta algjört nono, frekar þá að fara í skemmtilega keppni um hver heldur lengst út án þess að syngja með textanum. Það er erftitt eftir svona 4-5 bjóra.
Annað sem er virkilega að trúbadorunum á þessum stað (Já ég ætla að miða allt út frá þessum eina stað þar sem þetta er eini staðurinn sem ég stunda af viti) Þá er það hversu hátt þeir spila. Það er ekki eins og þetta séu tónleikar hjá þessum greyjum, þeir eiga í rauninni að spila lágt undirspil fyrir fólk. Enn það fer algjörlega framhjá þeim og þeir spila allt svo hátt að það þarf að öskra allt á fólkið sem maður situr hjá. Alveg eins og á Palla-Sjalla nema það er enginn að fara að fá að ríða þannig séð. 
Það ætti að skrifa upp handbók fyrir svona fimmtudagstrúbadora:

1. Ekki spila tónlist eftir 3 tónlistarmenn.
2. Lærðu á gítarinn þinn (ALMENNILEGA)
3. Lærðu textana í guðanna bænum, að láta salinn klára textana í hverju versi er ekki töff.
4. Þú ert ekki að meikaða á fimmtudegi, 1/2 lægra vinsamlegast.
5. Ef þú hlýðir þessu ekki þá ber ég þig með fullt af kylfum.

Ég þakka ykkur fyrir áheyrnina og vona að þið njótið fimmtudaga jafn mikið og ég.

|

Chonnngg

Þessi dagur var mjög bylgjóttur (víst er það orð!) Ég ætla að punkta daginn í dag.

-Vaknaði klukkan sex og fór inn í höll á æfingu (það er jú bara þrír dagar í jólasýningu). Enginn þjálfari, enginn lykill, ekki neitt. Þurfti að keyra aftur heim eftir að hafa beðið fyrir utan skautahöllina eftir engu og n.b. þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu.
-Legg mig aftur og vakna um 8.
-Fyrstu tveir tímarnir voru íþróttir og við fórum út að skokka. Ég skokkaði á undan hinum með podda góða og er ég var að beygja inn á planið hjá Hrísalundi "WHOOM" rennur vinstri fóturinn minn undir þann hægri og þar með felli ég sjálfa mig (mjög svo lóðrétt). Hefði ég ekki hlaupið á undan hinum og haft einhvern til að hlæja með, þá hefði þetta verið skemmtilegt. En þar sem ég var ein, stóð ég bara strax upp og hélt áfram að hlaupa, án þess að líta við. Hah.
-Fór heim í þrefalda eyðu. Nýtti tímann með því að fara og athuga með ný kort (visa og debet). Vesen. Fæ þau eftir viku ca. Þar á eftir fór ég upp á stöð til að athuga með veskið mitt, símann og allar níu jarðirnar. Ekkert hefur fundist. Drjólar.
-Kætti mig með hádegismat með mömmu á Bautanum.
-Skóli aftur.
-Eftir skóla hjálpaði ég Katrínu að bera út bingókassa og að sjálfsögðu tók ég stærsta og þyngsta kassann...
-Á leiðinni í bíllinn hennar Katrínar var ég næstum flogin á hausinn með bingókassan, næstum takk fyrir. Einhver indælis herramaður fyrir aftan mig var tilbúin til að grípa mig er hann hrópaði "vó" um leið.
-Fór aftur inn í skóla að sækja töskuna. Leitaði eftir bíllyklunum. "Sjitt" Engir bíllyklar. Leitaði tíu sinnum í gegnum töskuna og úlpuna og rassvasana. Engir bíllyklar. Hljóp útum allan skóla og gekk í allar stofur þar sem ég hafði verið fyrr um daginn. Engir bíllyklar. "Fokksjitt" - Var komin með tárin í augun (eigum bara eitt sett af lyklum þar sem hinum var stolið og vildi svei mér ekki koma heim lyklalaus) þegar Ragna gladdi mig með þeim fregnum að Hlynur í afgreiðslunni hefði fundið Subaru lykla. Ég hljóp upp stigann, með ekka (án gríns) en fann engan Hlyn. Hljóp inní smíðakompu, kennarastofu. Enginn Hlynur. Hinn gaurinn var samt þar og hann sagðist vera á leiðinni. Ég beið heillengi uppi og Hallur þurfti að komast á Einingu fyrir fjögur (klukkan var 15.55). Loksins kemur náunginn og lætur mig hafa lyklana. Ég þakka kærlega og hleyp út. Á leiðinni í gegnum bílaplanið flýg á þennan ófyrirsjáanlega hálkublett og flýg á hausinn. Neei djók. Það hefði samt toppað daginn ekki satt?
-Kom heim. Lagðist upp í rúm og ákvað að leggja mig þar sem ég var ofboðslega pirruð á öllu stressi.
-Vaknaði. Pizza + Desperate Housewives.
-Fór á æfingu kl. 22:00 og kom heim um miðnætti.

Vá ef þetta var ekki bara geðveik færsla sem ég nenni núll að fara yfir.

(Koma svo, kommenta!!!)

Ojj.

|

þriðjudagur, desember 12, 2006

Skinkubúningur

Fokk.

-Ömurlegt enskupróf.
-Munnlegt þýskupróf á miðvikudag.
-Enskufyrirlestur um húmor á miðvikudag.
-Jólaverkefni í þýsku og þemaverkefni í frönsku á mánudag.
-Stærðfræðiverkefni einhvern tímann í næstu viku.
-Plús jólasýning og vinna um helgina.

...og yfir í smá dagbókarskrif.

Helgin var býsna góð. Hún byrjaði með matarboði á föstudeginum heima hjá mér. Kjúklingabringur, gratíneraðar kartöflur og piparsósa. Stór flaska af Blush með matnum og í eftirrétt ávaxtarjómasúkkulaði kaka með marengssósu og snickersbitum. Mátun á gömlum, skápalyktandi fötum, grín, glens og skemmtanagildið í hámarki. Eftir vel heppnað heimapartý skelltum við okkur á pöbb þar sem við dönsuðum villt.
Þetta er nokkurn veginn summan af föstudagskvöldinu.

Laugardagur. Vinna. Eftir vinnu fórum við stelpurnar í afmælisteiti. Það var gaman. KaffiAk - mikið dansað, drakk fjólubláan drykk og týndi gleraugunum mínum.

Við tókum myndir í matarboðinu. Planið er að útbúa nýja myndasíðu með viðburðum okkar stelpnanna en þessi forsýning skal duga í bili.


Myndarlegar við matarborðið.


Twiggy, Gwen, Audrey, Mila & Samantha.

Svo var ég að hala inn nokkrum myndum frá skautamótunum tveimur í nóvember.


Hvenær ætli þessi uppstilling verði orðin þreytt?


Já ég er ekki frá því að við lítum út fyrir að vera í 8. bekk.


Krumpgallarnir góðu. Þá meina ég það, þeir eru geðveikt kúl.

P.s. Smellið á mynd til að fá hana stærri.

Undir og inn.

|

föstudagur, desember 08, 2006

Ekkert

Í kvöld ætla ég að halda matarboð. Þemað verður "celebs". Arnrún og Júlía eru nokkurn veginn búnar að finna út með myheritage.com hver á að vera hver í kvöld. Myndir verða án efa væntanlegar.

Mér er heitt í kinnunum, mér leiðist rjóðar kinnar.


Ég fann káta mynd af mér og hressum spönskum karlmanni frá árshátíðinni (semsagt myndin er frá árshátíðinni en ekki Jónas, Jónas á ekki heima í árshátíðinni). Hann heitir Jónas Abel og er pabbi. Krútt.

Bless.

|

þriðjudagur, desember 05, 2006

Power Ranger

Ég hef búið til heimsins flottustu skutlu.

|