laugardagur, september 30, 2006

Time is on my side

Ég er lukkuleg. Áðan fór ég í hjólatúr kringum Akureyri með Podda í eyrunum, algjörlega að fíla mig eins og alltaf á hjólinu. Eftir hressan túr og sár læri teygði ég vel á í garðinum mínum. Þá gerði ég rútínuna splitt-spíkat-splitt sem ég geri alltaf eftir að hafa hreyft mig (er nýbyrjuð á að gera það Alltaf). Fyrst gerði ég spíkat svo sneri ég beint yfir í splitt og Bamm! Ég komst niður í splitt. Vá hvað ég varð æst og fór að anda örar. Prófaði að skipta aftur frá splitti yfir í spíkatt og komst þá mun lengra niður í spíkatt. Ég gerði rútínuna aftur og ákvað svo að fara inn og sýna mömmu minni (ég er smástelpa, hvað get ég sagt). Mamma sagði, and I quote: "Vá, þetta er bara allt annað en í fyrra." Ég var ótrúlega stolt. Þá hljóp ég inní herbergið hans Halls og sagði "Hallur, sjáðu dálítið kúl." Fór niður í spíkatt og skipti beint í splitt. Svipurinn á honum var óborganlegur.

Ég fór í fyrsta sinn í Sjallann í gær - allsgáð. Það er fyndið hvað maður sér Sjallann frá allt öðru sjónarhorni, maður verður svo fullorðinn og dull eitthvað. Vaxinn upp úr þessari vitleysu og passar uppá vini sína eins og þau væru börnin manns.

Marty McFly

|

föstudagur, september 29, 2006

Full stop

Livsforandringer.

-Skokk alla daga.
-Sund 2x í viku.
-Ísæfingar 3x í viku.
-Hollt mataræði.
-Spara pening.
-Spara lifrin.
-Velvakandi.
-Dugleg í lærdóm.

Mér líst bara vel á þetta plan, bara vel já.

Sæh.

|

laugardagur, september 23, 2006

Fields of gold

Ég man ekki hvort ég las þetta einhvers staðar, heyrði þetta eða hreinlega datt þetta í hug (ólíklegast af öllu, mér dettur ekkert gáfað í hug) en þá finnst mér alveg rosalega satt í þessu*

*Þegar kvenmenn koma saman þá tala þær um karlmenn en þegar karlmenn koma saman þá tala þeir um íþróttir.

Mér finnst alltaf jafn spennandi þegar póstbíllinn kemur fyrir utan húsið mitt. "Ætli þetta sé pakki til mín?" Vanalega er það ekki pakki til mín heldur annað hvort bók sem pabbi hefur pantað eða eitthvað dularfullt sem fer í dyrnar við hliðina á okkar (þar sem amma og afi búa). Um daginn kom póstbíllinn og í þetta sinnið var það dularfullur pakki til mín. Í bubblewrapped bögglinum, sem var þrípakkaður, var splunkunýr iPod. LOKSINS. Nú get ég farið að labba í skólann með podinn minn, kát og rjóð í kinnum.

Ég var að fatta eitt. Ég er aldrei búin að koma með neinar vinnusögur úr sumrinu og því ákvað ég að finna eitthvað kræsið. Ég fann ekkert kræsið, ekkert spennandi...en, ég fann sögu.

Þannig var það að Bubbi Morthens (ekkert alltof hress gaur) kom út að borða. Bubbi var með þessa rosalegu hálsbólgu og því var frekar erfitt að skilja það sem hann var að segja. Hann byrjaði á því að panta sér samloku með meðlæti og svo heyrði ég hann segja: "Svo ætla ég að fá eitt límónaði." Ég svara kurteisislega: "Við erum því miður ekki með límónaði en..." og held áfram að tala þegar best hefði verið að stansa "...við eigum Fresca og Sprite. (Heiða, hættu núna) Svo get ég líka..." hann stoppar mig af og segir "Bíddu, ég var ekki að tala um neitt límónaði, ég sagði remólaði!"
Ég brosti blíðlega og hló panikuðum gervihlátri (sem er ekkert smá lélegur) og afsakaði mig. Bubbi var ekki hress og heldur ekki ég.

80's bash í kvöld, jeg glæder mig meget til det.

Atsjú.

|

laugardagur, september 16, 2006

There once was a man named Enis

Í gær gerði ég eina ljótustu stafsetningarvillu sem hægt er að gera. Ég var sumsé að fletta nýju VasaDagbókinni minni þegar mér varð litið á það sem ég hafði skrifað við 7. nóvember, sem er brúðkaupsafmæli mömmu og pápa. Ekki skrifaði ég Silfurbrúðkaup með solid effi, heldur var það Silvurbrúðkaup. Ég flissaði og ég grét.

Ég held að við fjölskyldan séum mjög einstök. Um helgar er alltaf góður matur eldaður af pabba og mömmu, af hreinum kærleika og ást. En málið er, að undanförnu hafa þau verið mikið í því að prófa eitthvað nýtt og þá nota þau einmitt tækifærin um helgar. Sem dæmi má nefna er ég að fara að borða skógardúfur og héra í kvöldmatinn. Mér leiðist að borða eitthvað sem er svo tiny að maður þarf nánast að nota prjóna til að ná kjötinu (sem er rúmlega einn munnbiti (allur fuglinn þ.e.a.s.)). Svo fór ég að renna yfir það kjöt sem ég hef smakkað á lífsleiðinni og listinn er nokkuð langur og jú pínu afbrigðilegur:
Strútskjöt, kanína, kengúra, héri, lynghænur, dúfur (ekki skógardúfurnar sem ég er að fara að smakka í kvöld heldur bara venjulegar dúfur) ... og svo aðeins minni afbrigðilegt: folald (eldum það oft, viðurstyggilega gott), rjúpur, gæsir, hreindýr, önd. Já, þá er það komið. Vei, það verður gaman í kvöldmatnum.

Enis the penis.

|

mánudagur, september 04, 2006

how to save a life

Nothing in this world that's worth having comes easy.
...Þessi lína hefur svo mikið að segja.

To do listi:
-Spara pening.
-Grennast.
-Klára Stardust.
-Lesa fleiri bækur.
-Endurheimta iPodinn minn.
-Hefja skrif á dramatískri ævisögu minni sem ég mun ljúka við á sjötugsaldri.
-Kaupa nýja og flotta skipulagningarbók.
-Kaupa þrjá lítra af undanrennu.

Þessi færsla er álíka súr og þriggja vikna gamall rjómi.

|