sunnudagur, maí 29, 2005

Próftíðin/RauðiVolvoinn

Próftíðin sýgur. Geðveikt veður búið að vera síðustu daga og maður hefur ekkert fengið að njóta sumarblíðunnar vegna próflesturs. Mig langar í eina krónu eða fótbolta eða eitthvað sem allir heilbrigðir og virkir unglingar ættu að vera að gera í veðri svona fögru.

Ég lenti í aldeilis skemmtilegri uppákomu síðastliðinn föstudag. Steinunn og ég fórum í bíó á Star Wars og latar við erum svo við fórum á bíl uppí miðbæ. Ekki bara hvaða bíl sem er heldur Steinunnar bíl. Ójá, þið lásuð rétt, Rauði volvoinn. ...Rauði volvoinn hljómar töff, kannski að gera framhald að Christine - "The Red Volvo". Það væri ábyggilega hittari..
...Bíóið var búið og við vorum sestar inn í bílinn þegar einhverjir náungar hliðina á okkur bentu á eitthvað á bílnum. Steinunn fór út til að sjá hvað amaði að kagganum og var ekki sprungið eitt dekkið. ...Ohh sjitt ég verð að læra, tíminn flýgur víst svo ég ætla að hraða þessari sögu um smá:
...Sprungið dekkið já, Steinunn ætlaði að hringja í pabba sinn um hálf 2 um nóttina, ég sagði nei: við sjáum um þetta sjálfar bara - sem og við gerðum þar til einhver náungi kom og heimtaði að hjálpa okkur...gátum ekki annað en leyft honum það. Með góðri samvinnu tókst okkur að skrúfa rærnar lauslega en við komumst ekki lengra þessi gaur kom og kláraði verkið fyrir okkur. Svekkjandi. Ég held að það sé bara forgangsatriði að búa til litla bók: "Ferðasögur Steinunnar". Sú bók slær í gegn um leið og frumsýning á "The Red Volvo" hefst.

Andskotinn hafi það..ég hef mig ekki í það að læra meiri stærðfræði...Langar einhverjum í eina krónu?

|

þriðjudagur, maí 17, 2005

Klukkuleikurinn

Klukkuleikurinn já. Ég er búin að þróa hann uppá síðkastið og held ég að ég sé komin með lokaniðurstöðu þessa leiks.

Klukkuleikurinn skal notast við íþróttaæfingar en einnig er hægt að spila hann sér til dundurs í tímum í skólanum ef manni hundleiðist, en þarf þá að sveigja reglurnar aðeins eftir kringumstæðum.

Segjum sem svo að ég og vinkona mín séum á klukkutíma æfingu og tíminn líður ekkert. Við tökum þá uppá því að spila klukkuleikinn..

Reglur í klukkuleiknum:
1. Það er bannað að líta á klukkuna.

2. Ef þú lítur á klukkuna þá missiru eitt stig.

3. Það eru nokkrar lotur í þessum leik, eftir hverja lotu, það er þegar þjálfarinn kallar alla saman (sem hann gerir oft þegar á æfingu stendur), skulu keppendur í klukkuleiknum sjá hve mörg stig þeir hafa misst. Hafa þeir ekki misst nein stig fá þeir eitt bónusstig, þannig að ef ég lít á klukkuna í næstu lotu þá missi ég ekkert stig útaf því að ég hafði eitt bónusstig í pokahorninu.

4. Segjum sem svo að ég sé búin að missa alveg 5 stig bara í fyrstu lotu og lota tvö líður þá hjá og þjálfarinn kallar okkur saman...Ég náði að þrauka alla lotu númer tvö án þess að líta neitt á klukkuna og því fæ ég eitt bónusstig þannig að það mínusast út við þessi 5 stig sem ég missti. Sem gefur þá útkomuna: -4 stig.

5. Í lok æfingunnar eru stigin svo talin og sá sem er með fæst mínusstig, hann vinnur.

6. Öll bellibrögð eru leyfð.

Þessi leikur þrælvirkar ef þú vilt fá tímann til að líða hraðar..en aðallega á þessi leikur við íþróttaæfingar. Ef til vill hægt að nota hann í tímum eins og ég sagði áður, en þá þarf ég að íhuga aðrar reglur fyrir það og það er of tímafrekt svo ég segi þetta gott.

|

sunnudagur, maí 15, 2005

Hvítasunnudagsnóttin

Kvöldið byrjaði með Trivial Pursuit og nokkrum kampakátum félögum. Engin miskunn var sýnd og grúttöpuðum ég og mitt lið þessum fjandsamlega leik. Flögur, nammi og brjóstbirta...öllu þessu var notið í góðu hófi...

Þegar vísirinn fór að líða á 1/2 eftir tug, tók fólki að fjölga og þá aðallega bekkjarsystkini mín. Meiri goggolía og áhugaverðar umræður gerði bara góða samsetningu af fjöri, spaugelsi og gamansemi.

Tíminn flaug og veigarnar með honum. Fleira fólk frá ýmsum heimshornum bættust í hópinn og voru tíðar klósettferðir hjá mörgum, það reynist mér enn ráðgáta hvað fór fram inn á salerninu.
Umræðurnar voru margar og á allskyns mállýskum.

Lítið held ég að ég geti sagt um þessa hvítasunnudagsnótt nema það að ég fékk óvænta heimsókn frá manni sem var blóðhlaupin í augunu, lítill og lagði frá honum illur fnykur - og var hann að leita að Dísu. Dísa er víst búin að vera týnd og lögreglan er að leita að henni. Maðurinn er mjög smeykur og vill finna Dísu. Ég sagðist ekki hafa séð hana Dísu, en maðurinn var bara ekki á því að fara af mottunni, heldur stóð hann þarna sem fastast og beið eftir að ég myndi láta hann fá Dísu sína. Ég lokaði blíðlega á manninn og sagðist láta hann vita ef ég yrði vör við Dísu.

Já eins og ég sagði fyrr get ég lítið sagt um þessa nótt, allir þeir sem voru viðstaddir geta bara notið hennar í minningum, já já.

Mikið rosalega er gott veður úti

|

fimmtudagur, maí 05, 2005

The Streetgrill

Það er eitthvað mjög gruggugt við hinn umtalaða veitingastað Götugrillið.

Þannig var það að Erika átti afmæli í gær, *Innilega til hamingju með sextán árin elsku Erika mín*, og fór hún og fjölskylda hennar út að borða.
Þau tóku þá ákvörðun að fara á Götugrillið og er löng og skemmtileg sólarsaga frá þeim lautartúr að segja...

Þrjár ungar stúlku voru að vinna og byrjaði ein þeirra á að taka niður pöntun fjölskyldunnar. Eitthvað hlýtur stúlkan að hafa skrifað illa því hún þrívegis rann yfir pöntunina og þuldi upp það sem þau pöntuðu sér og tók þetta alveg ágætan tíma.

Ekki veit ég hvað fór fram í eldhúsinu en einhver kveikti í einhverju sem varð til þess að eld tók að mynda. Kom þá í ljós að ekkert slökkvitæki var finnanlegt á staðnum, ég hélt nú að það væri skilyrði á öllum veitingastöðum að hafa eitt stk. slökkvitæki. Til allrar lukku var þó til eldvarnarteppi sem ein stúlkan notaði til að slökkva eldinn. Ætli það fylgi því ekki að vera með slæm handvinnnubrögð þarna því stúlkan framkvæmdi alveg hryllilega tilraun til að slökkva eldinn og lét ekki teppið yfirgnæfa bálið.

Kunningjar stelpnanna sátu þarna að snæðingi og ekki voru þær í því að hjálpa stelpunni að slökkva eldinn heldur fóru þær til strákanna og skopuðust með þetta: "Við kveiktum í eldhúsinu".
Ekki var enn búið að slökkva eldinn alveg og svo heppilega vildi til að nokkrir vinnufélagar kunningja fjölskyldunnar voru þarna að borða og stóð einn vinnufélaganna upp og breiddi teppið alveg yfir eldinn og batt enda á þessa vitleysu.

Maturinn var með sama sniði og þegar við Þorvaldur fórum þangað. Hann var ætanlegur en skammtarnir voru í minna lagi. Erika fékk tonn af frönskum en afar afar smáa kjúklingabringu og kramið grænmeti undir því. Pabbi hennar fékk svo kjötkássu í skálum og skiljanlega fyllti það ekki magann og varð hann því að draga dætur sínar af landi.

Skemmtilega vill svo til að bróðir minn hefur einnig farið á þennan stað og lenti hann í svipuðu rugli með matinn. Franskarnar fékk hann ekki í venjulegri skál eða körfu, ónei, franskarnar fékk hann í glasi.

Ég endilega hvet fólk til að fara á þennan stað bara svona til að bæta þennan glæsilega lista af sögum frá Götugrillinu.

Góður matur en áhættan mikil.

|

sunnudagur, maí 01, 2005

Sinnlos Pfahl

Ég er officially hætt að keyra rúnthringinn.

Tillaga: Stroka út aðalrúnthringinn og koma inn nýjum og enn betri rúntleiðara: Eyrin.
Eyrin hefur enga tilgangslausa staura, eyrin er 30 km hverfi, eyrin er best. Einnig er eyrin mjög auðug hraðahindrunum og hægri handar reglum sem gerir þessa tillögu enn skemmtilegri. Til að summa það allt saman = Safety to the max..annað en þessi tilgangslausi og fáránlegi rúnthringur.

Héðan í frá verður aldrei keyrt rúnthringinn á mínum bíl eða með mig í bílstjórasætinu.

|