mánudagur, október 30, 2006

Dönsk lifrakæfa

Það er skemmtilegt hvað maður getur rekist á ýmislegt gamalt dóterí í tölvunni sinni (Skrítin málsgrein?). Ritunarverkefni úr grunnskóla, teikningar, boðskort, jólakort og það allra skemmtilegasta - myndir.


Ég veit ekki hver tók þessa mynd eða hvernig ég komst yfir hana en hún er töff, sömuleiðis hárið á Þorvaldi.


Mikið voðalega erum við krúttlegar og saklausar. Þá sérstaklega Ásta með stóra græna blómið í hárinu.



Annar í jólum, 2003 (minnir mig). Þetta var einn skemmtilegasti snjódagur sem ég hef átt. Ég, Audrey og Erika fórum á hólinn hjá Skautahöllinni og notuðum snjóþoturnar okkar sem bretti. Surf those waves dude.
Seinna um kvöldið fórum við svo að henda snjóboltum í rúður hjá fólki. Mjög svo þroskaðir fjórtán/fimmtán ára einstaklingar með adrenalínfíkn. (Okkur fannst þetta fyndið, barnalegt og jafnframt heimskulegt...en mjög gaman).


Helena, Demetrius, Hermia & Lysander. Draumur á Jónsmessunótt - Besta leikrit sem hefur farið fram í Oddeyrarskóla.

Í næstu færslu minni verða engar myndir what so ever, bara heillangur pistill um eitthvað ómerkilegt. Það er kominn tími til.

Punktom.

|

fimmtudagur, október 26, 2006

Innskot

Hallur bloggaði, aldrei þessu vant.

Ég er búin að setja upp myndir frá seinustu helgi og helginni 7. október. Þær myndir má finna í tenglunum undir Jamapple. Ég læt eina krúttlega fylgja með þessari þurru og stuttu færslu.

|

mánudagur, október 23, 2006

heida_26@hotmail.com

It's been a tough day.

Augun mín og augnlok eru bleik. Mig klæjar í þau og ég er með þykkt lag af Nivea krem á þeim. Djöfull er þetta pirrandi. Ég lít út eins og junkie.

Í náttúrufræðitíma í dag prófaði ég að gúgla nafnið mitt. Það kom enginn mynd af mér, heldur bara þetta...

What?

Mér sýnist hún vera mjög kát og sátt með handakrikana sína.

Alltaf spennandi að gúgla.

Ef þið eruð að spá í titlinum þá var ég að apa eftir Erlu og Katrínu. Þetta virðist vera orðið trend núna...alveg eins og myspace.

Hahahahaha. Ég var svo viss um að þessi mánudagur væri að stefna í eintóman súrleika. En nei, Erlu tókst að kæta mig með einum fjórum fyndnustu myndum sem ég hef séð í langan tíma. Mæli með að allir heimsæki heimasíðuna hennar.

Fin.

|

föstudagur, október 20, 2006

Woolsocks

Dagurinn í dag var ómótstæðilega fyndinn.
Ég komst að því að það er ótrúlega gaman að vera í ullarsokkum í skólanum (og þó varasamt í stiganum í Gamla skóla).

Í hádeginu fóru ég, Katrín, Sigrún og Júlía í Leirunesti og fengum okkur bullandi sveittar samlokur. Úr hversdagsspjalli þróaðist fróðlegt og jafnframt skemmtilegt samtal.
Júlía: Oh, ég vona að það verði einhverjir sætir busastrákar í kvöld.
Heiða: Ég vona að það verði einhverjir þ(áhersla á þodnið)roskaðir, fullorðnir menn þarna.
Stelpur: Hahahaha. Menn.
Spjallið varð meira og furðulegra og í lokin var Katrín komin með gælunöfn á okkur. Júlía (barnaníðingurinn, sem reynir við busann), Heiða (gullgrafarinn, sem reynir við pabba busastráksins), Sigrún (mömmulessa, sem reynir við mömmu busastráksins) og Katrín (eðlilega manneskjan, sem reynir við eldri bróðirinn). Saman myndum við hamingjusama fjölskyldu.
Svo komumst við að því að það var hamborgarasósa á samlokunum sem átti ekki að hafa hamborgarasósu og kokteilsósa á samlokunni sem átti að hafa hambó. Helvítis Leira. Katrín slefaði líka. Geðveikt mikið.
(Bleh, þetta samtal er bara brauðmoli fyrir okkur stelpurnar býst ég við. Æji fokkjú.)

Ég, Hallur og mamma gerðum skyndiákvörðun og ætlum út að borða. Mér finnst skyndiákvarðanir frábærar. Mér finnst líka frábært að fara út að borða þar sem ég geri það nánast aldrei.

Í kvöld verður farið í sínu fínasta pússi. Það er er að segja skellt sér í einhvern snotran kjól og sett á sig sinn fínasta hatt.

Leeloo Dallas

|

Merde

World's biggest screw up.

Ef það er einhvern tímann, tjah þá helst núna.

Þá er ég búin að ákveða það. Já, Danmörk. Það held ég bara? Nei samt ekki.
Ég hef aldrei setið jafn kyrr og ekki getað hreyft mig.

Síðan hvenær þurfti allt að vera eins og völundarhús?

Oj.

Ömurlegasta færsla í heiminum.

|

miðvikudagur, október 18, 2006

Spanish oily buttocks

Það er alveg einstaklega frábært að skokka með Bloc Party í eyrunum.

Já búið.

Klukkan er tvö að nóttu til og koffínið er ekki enn horfið.

Tweek

|

föstudagur, október 13, 2006

Floop


Í tilefni þess að það er komin helgi ætla ég að skella einni bollumynd af mér, Erlu og Katrínu í Mývatnssveitarvettvangsferð (sterkt orð) okkar með Dönunum seinastliðinn marzmánuð. Katrín er svo mikið krútt með þessa prjónuðu rólóhúfu og Erla, tjah já Erla lítur út fyrir að vera hamingjusöm.

Ég var að ganga frá í herberginu mínu, skúffum og þess háttar. Fann ég ekki eldgömlu dagbókina mína sem ég fékk í afmælisgjöf árið 1995. Hérna er ein góð færsla.

Kæra dagbók
í morgun vaknaði
ég og kígti í skógin minn og ég
fjékk Bangsa í sgógin
ég var voða glög því að
ég elska Bangsa Hann
var með brún og með slaufu
hann var mjög sætur.
dagursunnud. 1996
blessdagbók jólinerualvegakoma

Svo fann ég aðra sniðuga...

Kæra dagbók ég lenti
uppi á spítalanum í dag. Það festist tappi
upp í nefinu. Þetta var ekkert svo vont,
læknirinn hét Hannes.
dagur miðvikudagur
23 feb. 1997.

og ein önnur...

Kæra dagbók í skólanum
þegar ég var að labba
niður stigan, þá hrinti skúli fúli
mér niður stigan. ég meiddi mig.
dagur fimm.
27 feb. ár 1997

Vá hvað það er gaman að finna eitthvað svona gamalt dót og sjá bara hversu góður penni ég var.

Zia !
^Dizzy (Mitt vinsæla kvitt í hverri dagbókarfærslu, haha).

|

miðvikudagur, október 11, 2006

Rólóást

Lameass færsla.

|

þriðjudagur, október 10, 2006

Racism In History

Helvítis enskufyrirlestur.

Djöfull.

|

laugardagur, október 07, 2006

Dagbók Berts

Ég átti mjög áhugavert föstudagskvöld. Í staðinn fyrir að fara út, eins og venjuleg manneskja myndi gera á föstudagskvöldi, þá ákvað ég að vera heima í faðmi fjölskyldunnar. Ég og Hallur elduðum feitustu og safaríkustu pizzuna, ekkert
alltof ólík hinni dýrlegu Greifapizzu og borðuðum við fjölskyldan hana með bestu lyst. Þar sem að stemmingin fyrir póker var frekar slöpp ákvað ég að stökkva ámyndbandaleiguna frekar, enda geri ég það ekki nógu oft þessa dagana (lélegt). Ég tók RV og The Producers. Ég hafði áður séð The Producers en hún var fyndin í minningunni...það var kannski ekki alveg rétt. Hún var jú alveg witty en alveg afskaplega löng. Enda sofnaði ég í litla spýtnastólinum okkar (sem er viðurstyggilega óþægilegur og ekki til að sofa í) og mamma og Hallur gáfust upp. Vel valið Heiða, vel valið. Ég fór semsagt að sofa klukkan hálf tólf takk
fyrir. Um nóttina/miðnætti hringdu allavega fjórar mismunandi manneskjur og mig minnir að ein manneskjan hafi hringt tvisvar. Ég man ekkert hvað þetta fólk sagði við mig.

Í morgun vaknaði ég svo hálf níu, fékk mér Weetabix og skundaði út í rigninguna með svefnskalla og stýrur í augunum. Leið mín lá upp í Sundlaug þar sem ég synti einhverja nokkur hundruð metra. Ég vona að ég eldist vel.
Eftir sundið fór ég inní höll, þar sem ég er núna og ætlaði að gera prógram fyrir eina hnátu. Þegar ég kom hingað fattaði ég að ég las vitlaust á tímatöfluna, því þarf ég að bíða í svona hálftíma í viðbót.
Vá hvað þetta var feitasta dagbókarfærslan maður. Oj.

Hokkíleikur í dag. Greifapizza, øl, stelpnatjútt og Sjallapalli. Er ég orðin að einhverju ótemjanlegu sjalladýri eða?

Íslandsklukkan framundan. Sjittfokksjitt.

Ég má ekki stíga á vigtina fyrr en 28. október. Þetta er ábyggilega eitt af því erfiðasta sem ég hef þurft að þrauka þar sem ég stíg á vigtina...tjah, nánast á hverjum einasta degi (it's an obsession).

Ég elska sundlyktina sem er á höndunum mínum. Ég elska líka að klappa litla armyhaircut svæðinu mínu fyrir ofan vinstra eyrað.

Let all the children boogie

Jareth the Goblin King

|

miðvikudagur, október 04, 2006

Billeder

Var að setja inn fjögur ný albúm á Jamapple.


Þetta er án efa ein krúttlegasta myd sem hefur verið tekin af mér og Erlu.

Pecker

|

þriðjudagur, október 03, 2006

Traudl Junge

Aldrei á ævinni minni hef ég fengið jafn mikið samviskubit og í gær. Fíaskóið byrjaði á skokkinu okkar Ástu fyrir ísæfinguna. Við vorum að hlaupa innbæinn framhjá rauðum, haustlituðum runna sem ég dáðist mjög að. "Vá hvað þetta er ótrúlega fallegur runni." Ekki veit ég hvað hljóp í Ástu (kannski það að ég gerði tilraun til að gera það sama og hún fyrr í skokkinu okkar, ég veit ekki) en skyndilega var mér hrint inn í haustlitaða rauða runnann. Henni tókst ráðabruggið mjög vel þar sem allur skrokkurinn lenti inn í runnanum en ég náði þó að halda mér nokkurn veginn á fótunum og styðja mig við nokkrar vesældarlegar greinar sem brotnuðu eins og ...núh, greinar? Flestir hefðu orðið önugir í þessu tilviki og jafnvel gefið Ástu kinnhest, en nei - það gerði ég sko ekki. Við skellihlógum og misstum næstum andann á leiðinni út Aðalstrætið.

Eftir skokkið fórum við á æfingu. Erika, Audrey, Ásta og Karen stóðu á ísnum og voru að spjalla. Þá sá ég alveg kjörið tækifæri til að hefna mín á Ástu. Ég fór fyrir aftan hana og ætlaði að gefa henni hné í hnésbót trickið svo hún myndi aðeins kikna í hnjánum. En neinei. Ég gerði þetta kannski aðeins of harkalega því það næsta sem ég veit er lárétt Ásta í loftinu og lendir hún með miklum skell á ísnum. "Guuuuuð, fyrigefðu fyrigefðu fyrigefðu!" Ég hendi mér niður og tek utan um Ástu eins og hún sé særður hermaður í baráttu mikillri. Hún gerir ekki annað en að skellihlæja og ég endurtek "ég ætlaði ekki að gera þetta!" Allar mínar áhyggjur beindust að Ástu og tók ég ekki eftir því að ég hefði sært fleiri hermenn með þessum skæruliðalátum í mér. Erika hélt utan um sköflunginn á sér og rak upp skellihlátur. Hún tók hendina frá og þá var þessi stóri blóðblettur á sköflungnum hennar. "Guuuuuð, fyrigefðu fyrigefðu fyrigefðu!" Ég sleppti takinu á Ástu og stökk til Eriku sem gat varla talað því hún var að kafna úr hlátri. (Ásta sumsé sparkaði óvart í sköflunginn á Eriku um leið og hún flaug í loftið). Ég fletti upp sokkabuxunum og við blasir þetta sexmynstraða sár. Jújú mikið rétt, ekki rak Ásta einn einn tágadd á skautunum heldur voru það allir sex gaddarnir! Maður gat nánast séð sárið hennar Eriku stækkandi. Stelpurnar héldu áfram að hlæja en mér leið hrikalega.

Svo í dag fór Erika í röntgen til að láta athuga með sexmynstraða sárið. Það kom vel út, engin meiriháttar meiðsl. Hinsvegar hef ég engar fregnir af Ástu og hennar gúmmí-úlnlið. Damn you stelps!

Ég þoli ekki þegar maður ætlar að fíflast og gengur yfir línuna. Enginn varasamur fíflagangur fyrir mig á næstunni.

Gaylord Focker

|