mánudagur, júlí 23, 2007

sigh

Ég er hætt að botna í neinu. Það er bara enginn botn í lífinu, bara eitt fall eftir annað.

Mmpfh.

|

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Neeej, for helvede!

Langar einhverjum með mér á L.UNG.A. þarnæstu helgi?

Ég fann mér bikinítopp í dag. Þúst, ómægad. Ég hata að velja mér bikiní...ég hata bara bikiní almennt. En ég fann bikiníTopp. Djöfulsins snilld. Núna þarf ég bara að finna góða brók. Þannig að, ef þið rekist á einhverjar góðar bikiníbrækur, helst svartar eða dökkbleikar, þá væri það magnað.

Svo er ég búin að missa 2 og hálft kíló. Það er samt ekkert. Átök sökka drullumikið.

Mér finnst allir vera í útlöndum að skemmta sér en ég er bara hérna heima að vinna. Í alvörunni, bara að vinna. Ég geri Ekkert annað en að vinna. Þegar ég á frí þá ber ég út morgunblaðið, með mömmu (sem ég geri þar að auki fyrir vinnu líka), kannski kíkka í bæinn, með mömmu, eða heng heima og horfi á Grey's Anatomy, með mömmu. Ekki það að mamma sé slæmur félagsskapur, hún er mesta æðið...en ég er bara lítið sem ekkert búin að hitta vinkonur mínar síðan skólinn var out.

Annars fann ég nokkrar myndir til að lífga upp á tilveruna.

Mig minnir að þessar séu teknar úr partýinu mikla í H-100. Hahah.



Ég og Katrín ánægðar með lífið, í lest á leið til Parísar.


Oooog síðasta myndin, þetta var stutt í þetta sinnið - Katrín, Sigrún og ég í Eiffel turninum, enn og aftur - mjög ánægðar með lífið.


Ég endurtek. Langar einhverjum með mér á LUNGA þarnæstu helgi?

|