mánudagur, júní 11, 2007

Kókoshnetuþykkni

Helgin var að mestu leyti góð. Hallur, Eiki og Sara unnu Leitina að Strákunum enda stóðu þau sig með miklu prýði. Til hamingju brósi, þú varst frábær strandvörður og ég skemmti mér ótrúlega vel á föstudagskvöldið. Bravo, bravo, bravissimo.

Annars hefur þessi sunnudagur einkennst af mikillri myglu, biturð og lokun. Það er margt að fara í taugarnar á mér núna og ég held að það sem ég þurfi...nei veistu, ég veit ekkert hvað ég þarf. Ég er búin að vera nokkuð dugleg í að vera jákvæð og bjartsýn að undanförnu en...það bara hefur einfaldlega átt ekki við um mig síðasta árið og hálft.

Mig langar alls ekki í vinnuna á morgun, mig langar bara ekkert að vera í þessari vinnu í sumar. Vinna tólf til fjórtán tíma vaktir, fá blöðrur á fæturna og verki, hlusta á fólk tuða yfir því að gosið þeirra sé goslaust, steikin sé hrá, maturinn kaldur eða of lengi á leiðinni, kartöflurnar vondar, kartöflurnar kaldar...lykta eins og hamborgari, ganga í pólóbol, sveitt eins og svín og pirruð yfir því að þurfa að vinna inni þegar það er 22 stiga hiti úti.
Hvenær fæ ég eitthvað gott, eitthvað sem er ekki falskt, eitthvað sem er einu sinni raunverulegt? Eitthvað til að hlakka til, eitthvað sem er mitt...

Já, ég vil ekki fá pity komment eða ræðu sem að á að láta mig fá allt aðra sýn á lífið. Einhvers konar tuð eða biturleikatal er það eina leyfilegt.

Ain't life swell?

|

fimmtudagur, júní 07, 2007

She's just a smalltown girl

Ég þoli ekki þegar maður stendur frammi fyrir því að ákveða á milli tveggja hluta sem eru svo ógeðslega equally fun að mig langar að taka blauta sokka, kuðla þeim í kúlu og henda í krumpað fólk með andlit.

Hlutur # 1:
Á föstudaginn fer ég í mitt síðasta próf. Um kvöldið þennan sama dag verður úrslitaþáttur í Leitinni að Strákunum sem þýðir partýmikiðgamanhaugafyllerí (í Reykjavík). Hallur er búin að bjóða mér með í þetta lokafiesta ef ég næ að redda mér fari og mig langar alveg sjúklega mikið. Á föstudagsmiðdeginu erum við búin að ákveða að borða á TGI Friday's, borða rif og drekka daquiri. Eftir það myndi ég svo fara með Halli í parteyh-ið, drekk loads, hlæja mikið, tala við skemmtilegt fólk og njóta þess að vera búin í prófum. Svo get ég nýtt laugardaginn, farið út að skokka á skemmtilegu göngustígunum í Reykjavík og jafnvel kíkkað í Kolaportið ef vel liggur á mér. Jaaafnvel taka ágætt fyllerí á laugardagskvöldið líka þar sem ég er að vinna allar helgar út þennan mánuð, neeema þessa.

eeeeðaa...

Hlutur # 2:
Á föstudaginn fer ég í mitt síðasta próf. Eftir það gæti ég farið að hoppa á trampólíni og spila frisbee með vinkonum mínum, byrja snemma að drekka í sólinni (vonandi), borða eitthvað gott og drekka Strawberry daquiri (sama þótt ég verði á Siglufirði eða Varmahlíð þessa helgi, þá MUN ég drekka Daquiri), get wasted, fara kannski niður í bæ og svo eftipartý eftir allt það.

Þessi ákvörðun fokkin sökkar og mig langar ekki að taka hana. Hvað finnst ykkur?

Later chumps

P.s. Vissuð þið að svín kúkar 400 kílóum á mánuði? Sem gerir...13 kíló per dag. Það er dálítið mikill kúkur!

|

mánudagur, júní 04, 2007

Snu Snu

Hallur bróðir minn hefur dálæti af að bregða fólki. Honum tókst að bregða félaga sínum Bjögga svona rosalega á laugardagskvöldið var og hér er afrakstur þess: Scary Head Prank Eða þá að þið getið lesið nýjustu færsluna hans sem inniheldur þetta myndband á http://www.blog.central.is/leitin6
Það er ekkert grín að búa á sama heimili og þessi bavíani.

Annars vil ég bara segja að mér er illa við ykkur þorskhausa sem eruð búin í prófunum.

|