miðvikudagur, desember 19, 2007

Come what may

Meh. Einn af þessum bitru dögum. Kannski af því að það er miðvikudagur. Allavega sterklega grunar mig það.

Mjé mjé mjé.

|

mánudagur, desember 03, 2007

Þú ert með huge kuskbolta á augnhárunum

Þá er árshátíðin yfirstaðin og get ég ekki annað sagt en að hún var eftirminnilegasta árshátíð sem ég hef upplifað. Erla góða Erla var veislustjóri og krúttið stóð sig með einstakri prýði þrátt fyrir töluvert stress (sem hnátunni tókst að fela). Ræðan mín var að mestu bara vel heppnuð og fólk hló, sem gladdi mig. Maturinn var frábær og fjölbreyttur, skemmtiatriðin góð - þá sérstaklega Flosi og battlið milli DansMA og PriMA. Battlið...það var rosalegt. Svo má til gamans geta að ég og Védís tókum slíkan leik á laugardagskvöldið, við meðlimi DansMA. Mjög fyndið allt saman.
Það var gaman að vera í þjóðbúning, kúka á sig úr stressi og fá að eiga orðið. Stress er helvíti magnað skal ég segja ykkur.

Bootcamp byrjaði í dag. Það er pjain. Fyrsta skiptið sem mér fannst bara virkilega erfitt að fara í sturtu. Talandi um Bootcamp þá er ég að hefja nýtt átak. Ég steig á vigtina í morgun og tala sem ég hef ekki séð í langan tíma birtist, ég felldi hamingjutár. Svona held ég áfram - bjórbumban væk og þolið og styrkurinn tilbage.

Jólin eru framundan og ég er ekki byrjuð að versla né spá í jólagjafakaup. Á morgun segir sá lati.

Já. Hér eru svo nokkrar myndir af árshátíðinni.


Erla bolla.


Heiða (ég) bolla.


Heiða Gee & Böðvar Jay. Minni karla og Minni kvenna.

Bæ.

|