þriðjudagur, september 15, 2009

Lesstífla

Það er leiðinlegt þegar maður fær ritstíflu, en hvað þá þegar maður fær lesstíflu? Þegar maður les sömu blaðsíðuna aftur og aftur og þú veist nákvæmlega ekkert um hvað þú varst að lesa. Tjah, þannig má lýsa lestrinum fyrir þetta bölvaða próf á föstudaginn. Endalausir kaflar, tíminn flýgur hjá en blaðsíðurnar ekki.

Annars langar mig bara að bomba inn nokkrum random myndum hérna því let's face it, myndafærslur eru skemmtilegastar.


Ég að nauðgkyssa Hemma á ættarmóti í sumar.


Hressandi að vakna í sjóðheitu tjaldi þegar þynnkudraugurinn er að banka á hjá manni.


Ég er með þessa mynd sem profile á feisbúkkinu mínu og msn-inu mínu líka. Það er líka ástæða fyrir, þetta er mest awesome mynd ever.


Læt einn ellismell fylgja með. Ég og Erla í góðum eldhúsfíling. En þarna vorum við í 2. bekk í MA, þá var nú gaman.

Fingurkossar til ykkar allra.

|

miðvikudagur, september 09, 2009

play/episodes/languages

Ég trúi ekki hvað ég er búin að vera löt við að skrifa hér inná Eplamaukið. Ekki ein færsla síðan ég var á Ítalíu, Heiða þó!

Margt hefur á mína daga drifið, þá ber helst að nefna að ég hætti að vinna á Bautanum, semi-flutti í Klettastíg 6 með Hermanni og hóf fjölmiðlafræðinám við Háskóla Akureyrar. Einnig gerðist ég sölufulltrúi Avon snyrtivara og ef þið hafið áhuga á að fá mig í gæsapartý, afmælisveislu, staffadjömm eða bara saumaklúbinn og kynna fyrir ykkur Avon vörur - þá í guðanna bænum, give me a call.

HA er skemmtilegur skóli og notalegur. Ég er fulltrúi nýnema í Kumpána (sem er semsagt félag hug- og félagsvísindadeildarinnar) og svo er ég einnig í skemmtinefnd HA. Það verður sumsé kampakátt í allan vetur hjá mér. Svo er ég að gæla við hugmyndina að sækja um Erasmus og skella mér til Danmerkur eftir ár. Það er svona gælingpæling.

Ég sakna stelpnanna úr MA. Ég sakna þess að sitja í kvosinni og tala um hvað við eigum að gera um helgina, eða borða saman í miðvikudagshádegum. Æ mig auma, ég sakna ykkar.

Ég hef allavega hér með tekið ákvörðun að efla Eplamauk, ekki vil ég láta það sitja upp í skáp og súrna. Nei, ó nei.

|