fimmtudagur, mars 13, 2008

foshizzle

Það er kominn tími á nýtt blogg.

Margt hefur skemmtilegt skeð á síðastliðnu vikum og ætla ég að segja aðeins frá því.

Júlía Margrét varð tvítug þann 4. mars og bauð hún okkur í matarboð á Dalvík. Það er jú staðreynd að pápi hennar Júlíu er meistarakokkur og biðum við spenntar eftir bongómáltíð a la Júlíus.
Okkur var fagnað með opnum örmum þegar við komum í Dalvíkurbyggð og matarlyktin var dásamleg. Við stelpurnar gáfum Júlíu afmælisgjöfina en sú athöfn var vandlega skipulögð af Erlu. Ég rétti henni kortið, Védís rétti henni krúttulegu töskuna með Herra Hnerra í, Erla rétti henni fallegu hælaskóna (sem smellpössuðu og Júlía elskar núna) og Katrín rétti svo loks innrammaða mynd af okkur stelpunum. (Þetta var að sjálfsögðu allt innpakkað).
Eftir gjöfina frábæru hófst borðhaldið. Í forrétt fengum við humar í hvítlauk og djúpsteiktan þorsk með heimatilbúni súrsætri sósu. Nammmmii. Í aðalrétt var pasta í einhvers konar rjómalagaðri ostasósu með kjúklingi og ég held litlum skinkubitum, cheddar osti og parmesan yfir. Meðlæti var ferskt salat og brauð. Vanalega er ég ekki mikil fyrir rjómalagað pasta en þetta var goooottt. Í eftirétt (sem ég vildi að ég hefði haft meira pláss fyrri) voru ávextir í marengs með súkkulaðisósu og rjóma. Slef.

Ég vona að ég verði á Íslandi næsta ár svo mér verði boðið í afmæli til Júlíu Margrétar. Tíhí. Allavega, Jules, til hamingju með tvítugs afmælið.

Ég verð að skjóta því inní hérna að Katrín átti afmæli 4. febrúar en ég var einmitt mjög löt þá að blogga, eins og ég er núna, og skrifaði aldrei til hamingju kveðju. En ég kreisti hana fast á afmælisdaginn hennar svo það ætti nú að vera nógu gott. Hoh.
...Katrín hélt fjölmennt afmælispartý á Svalbó í fárviðri þann 8. febrúar og var það hin prýðilegasta skemmtun. Það voru ýmsar veitingar í boði, s.s. snitturnar hennar Erlu, dórítós og fleira gotterí. Við stelpurnar gáfum henni rosalega snotran Ryk kjól og ég var ekkert lítið æst þegar ég sá hversu ánægð hún var með gjöfina. Það er svo ótrúlega gaman að gefa þegar maður hittir svona á naglann. Allavega. Afmælisveislan var mjög skemmtilegt þrátt fyrir fáránlegt veður og þakka ég bara fyrir mig Katrín, tvítuga mær.

Yfir í babystöff.
Hún Sara Birgitta (kona bróður míns) eignaðist strák í gær, þann 12. mars. Hann er mesta krúttið, lítill, krumpaður, búttaður og með mikið dökkt hár. Þetta gekk allt saman eins og í sögu, bara popps - út hann kom og er mamma mín núna fyrir sunnan að skoða litla krílið og knúsa hann. Hallur og papz fara á morgun þannig að ég verð alein og einmanna um helgina. Boo hoo.
En til hamingju Grétar og Sara.


Ætli þetta sé ekki allt að sinni...jú, ég á afmæli eftir 13 daga. Vei.

Keep it real

|