mánudagur, nóvember 29, 2004

Ég lofaði myndum og ég stend við mitt.


Já hérna byrjar semsagt þetta netta ljósmyndaflipp sem ég og Erika áttum saman eftir Bikarmótið...En þetta eru víst skautarnir mínir, saman höfum við gengið í gegnum súrt og sætt.


Ekki voru það gúrku- og bananabitar sem fylltu maga okkar. Ooonei, langt því frá.


Erika, þú ert svo mikið bláber


Making friends with the ice


Jújú það er ekki óþægilegt að liggja á ísnum


kokomo


Ýmir stal senunni..


...svo ég gaf honum kex


Jolly fun


Ein almennileg mynd af ungu snótunum í nýju kjólunum.


Hápunktur mótsins. Þetta sýndi hve skelfilega skills við höfum í skátunum.

Ég mun von bráðar setja myndir af Steina og co.

|

laugardagur, nóvember 27, 2004

Mína fór til Mikka, Andrésína til Andrésar...En Hábeinn situr eftir í stofusófanum.

Árshátíðin var mögnuð, ég skemmti mér konunglega, Hljómar, Terminator, eftirréttur, glamúr og fallegt fólk.
En nú renni ég mér niður rennibrautina ofan í holu og dvel þar bara í smá tíma...eða þar til næsta vika er liðin...eða kannski þarnæsta líka.

Chicken fajitas, nammi og góður vinahópur. Vel heppnað kvöld en boredom-ið sígur á, nú er líða fer á miðnætti.

Sunnudagur í nánd..oooo

Romeo & Juliet...ætti ég?

|

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ótrúlegt hvað maður leggur á sig fyrir peninga

|

föstudagur, nóvember 12, 2004

Þá er ég komin aftur í the city of fear og ég verð að segja, þetta er bara notaleg tilfinning. Ágætt að komast burt í svona smátíma, þótt það sé nú ekki beint skemmtiferð sem ég er í...Gaman að rifja upp sumarið...væri alveg til í að upplifa seinni hluta þess aftur.....

Helgin verður afar skemmtileg....meira og minna verð ég inní höll á þjálfaranámskeiði...get ekki sagt að ég sé að nenna því.
úfff hvað mér er ekki vel við flugvélar. Rétt fyrir take off áðan tilkynnti flugmaðurinn það að það væri vestanvindur svo það myndi verða óróleiki í flugvélinni. Mér leist nú ekki á blikuna, en með mjög svo lokuð augun og puttana í eyrunum, þá gekk þetta bara ágætlega. Náði líka að lesa nokkrar blaðsíður í Min ven Thomas, hún lofar góðu. Búin með Hvid Sommer, hún var bara fín. Svo ´ég er á góðu róli eins og er......eða samt ekki stærðfræði, ég hata stærðfræði...en það er ekkert sem góð súkkulaðikaka getur lagað.

-Ég er búin að finna mér árshátíðarkjól og ég held að hann sé nú bara mjög flottur...ég vona það?
-Nýr skautakjóll á leiðinni.
-Komin í Junior flokk, keppni næstu helgi...= Sjæs:/
-Ég er svöng

Hahh.....Ég hef ekki hlegið lengi jafn mikið og ég gerði á æfingu nú á miðvikudaginn.
Hárspenna+rúða+lás+nammi+stela = Glens og grín .....Ég held að það þurfi að herða rúðurnar.

æjhh.....

|

laugardagur, nóvember 06, 2004

Klukkan er 14:40 og ég er búin að keppa, allt stress liðið hjá. Ahhhhh
Mér gekk nú bara ágætlega þrátt fyrir tvær dettur í lutz og flippi....Stressið var alveg skelfilegt:/ En samt náði ég með að lenda báða axelana, tvöfalt flipp-tvöfalt loop, loop og salcow..minnir mig...(með naumindum)
Ég hafnaði í 2. sæti og var þrælsátt með það. Reyndar hafði ég ekki hugsað ögn út í verðlaunaafhendinguna allan morguninn, hugurinn var aðallega við það að standa sig vel svo kannski maður fari upp í junior...en ég bíð spennt eftir að vita úrskurðinn. Erika krækti sér svo í 1. sætið og Ásta lenti í einnig í 1. sæti afturábak:D *klappklappklapp* Við skemmtum okkur bara vel í morgun held ég. Ásta þurfti samt að vera að meiða sig meira í lærinu, það er ekki gott:/

En allavega....þá er það nú í hefð að posta myndum af keppnum ekki satt? Svo jújú, ég ætla að deila með ykkur bæði skondnum og ógnvekjandi myndum:|


Eftir keppnina var súkkulaðiþörfin farin að láta í sér heyra og því grátbáðum við (með lokkandi augnahreyfingum) næstkomandi manneskju um að fæða okkur.


Helga hafði mikla ánægju af að leika sér með súkkulaðitilfinningar okkar. Ótuktin sú arna!!


Það var slegist, bitið, klórað og klipið....Eftir blóðugan bardaga kom í ljós að peningurinn var ekki súkkulaði:/


Hver og einn hugsaði sinn gang.


Eftir langa umhugsun komumst við að þeirri niðurstöðu.....að Ásta er svo mikil rúsínubolla með rjómasúkkulaði að við réðum ekki við okkur og smelltum einnum kossi á hana:)


Þá hljóp í okkur veðrið..........


................já ég held að medalían hafi verið áfeng


....jájájájá, það fer ekki á milli skjalatöskunnar.


Þar með hættum við þessum gelgjuskapi omg og þúst tókum eina svona meira grown-up mynd, þúst skiluru?
Spurning hvort einnhver ætli að skvetta vatni í Eriku?

JAHH...Það var þá það, og dagurinn á eftir að vera ágætur. Ég er samt þreytt. En Greifinn í kvöld, og afslöppun eftir það:) Búja!

Svo var einn hönkedíhúnk inní höll sem hafði gist þar um nóttina...Myndarlegur var hann og fékk sér skyr eða frógúrt í morgunmat...Roar

Friður!

|

föstudagur, nóvember 05, 2004

Já það er frekar langt síðan ég bloggaði síðast, ætli ég verði ekki að standa mig í stykkinu.

Ég uppgötvaði fyrir nokkru að Tears for Fears eiga alveg dágóða slummu af andskoti góðum lögum og hef verið að hlusta þónokkuð mikið á þá. Ég mæli eindregið með eftirfarandi lögum:
-Who You Are
-The Devil
-Closest Thing To Heaven
-Killing With Kindness
-Last Days On Earth
....Þetta eru allt saman afbragðs lög og drífið í því að niðurhala þeim!

Síðasta vika er búin að vera ágætlega kreisí, skóli, æfingar, þjálfun og einnig hef er ég byrjuð að skokka og ætla að gera það á degi hverjum..Allavega er það markmiðið, svo og að teygja extremely vel á afterwards.
Á morgun er svo fyrsta keppnin í ár. Á þessari keppni verður úrskurðað um hvort ég komist í Junior flokk eður ei, svo það má segja að ég sé með ágætan fiðring í maganum eins og er. Gekk ekki vel með prógrammið á æfingu áðan, en það þýðir með vonum að mér muni ganga vel á morgun.
Annað kvöld ætlum ég, Ásta, Erika og Audrey að gera eitthvað upplífgandi. Svona eins og í gamla daga...ó, gömlu dagarnir:/


Svo er það Reykjavíkin þann 12. 13 nóvember, ég hlakka afskaplega mikið til því in a way sakna ég sumpartinn sumarsins...Það verður ágætt að komast þangað aftur....Ágúst 2004, djöfull var það skemmtilegur mánuð.
En erindi mitt til Reykjavíkur þann tólfta er framhald af þjálfaranámskeiði....hef enga sérstaka löngun til að fara á það, en...
a girl has got to do what a girl has got to do!

Stærðfræði er án efa einn mest hataði hlutur, ásamt Rósu frænku! Mig langar að taka þá tvo hluti, binda utan um stóran og níðþungan stein, leigja mér speedboat og fara út á hafið og henda því í hafsbotninn.

....lollypop í 10-11 fyrir litla duglega álfa með óðagot...

....af hverju er ég svona mislukkuð?.....Engir sleikjóar, engin umbun. Tveir ísar í einni hendi, opna dyr, missa ís.....BJÁNI

Stórar ákvarðanir eru erfiðar....hvað ef ég læt úr því verða, eða hvað ef ég myndi ekki láta úr því verða. Biði mín eitthvað betra á þeim stað sem ég hef alltaf verið á, eða er kannski betra að prófa nýjan orkudrykk..hmm

Já ég er búin að skríða undir gaddavírinn og klifra upp rauðbrúnan múrvegginn. Ætli ég sé þá ekki stödd á endilöngu engi troðfullt af baldursbrám og túlipönum svo það sést ekki í græna lund neins staðar. Nehh...ég er komin yfir múrvegginn, en hinum megin við múrvegginn er allt annað en litardýrðin..ég stend í tjöru og neyðist til að spila skák.
Múrveggurinn er þó að baki, that's a good thing

Er að fá nýjan skautakjól sem mun renna í gegnum lúguna á næstu 5 til 10 dögum.
Einnig er hann Steini nokkur að teikna myndir handa mér, sem ég var búin að grátbiðja hann um að gera og má einnig búast við þeim á næstu ? dögunum:D Fátt skemmtilegra en að fá gamaldags póst, mætti vera meira af honum...kannski ég fari að endurnýja skrifin við pennavinina...nehhh
Talandi um Steina...þá mun ég að öllum líkindum koma upp nokkrum myndum hér á bloggið, þar sem ég hef nú ekki deilt með ykkur mörgum myndum upp á síðkastið. Spurning hvort ég sparki sjálfan mig í rassinn á morgun og drífi í því.

U.þ.b. 12 klukkustundir þar til ég mun umbreytast úr ungri, yfirvegaðri stelpu í lítinn taugaóstyrkan dverg með enga tilfinningu í fótunum. Kannski að eg fari bara að kaupa þessa farmiða til Mexico, eins og ég hafði alltaf planað.
Taugaóstyrknin og stressið mun eventually verða minn bani og ég mun enda í 15 ára og eldri B...sem er svosem ágætt..En mig langar að gera mitt besta og for once ganga mjög vel með prógrammið og ekki vera gráti nær. 7-9-13

Hmm......hafiði pælt út í, að vera kannski stödd í Hagkaup þegar rafmagnið fer af. Yrði ástandið þá ekki eins og maður sér í sjónvarpi....fólkið breytist í hungraða úlfa og grípur hvernig poka sem er hendi næst og treður inná 999 króna loðkragaúlpuna sína, og þeir sem eru über fljótir í snúningum, taka handfylli af flíkum og hlaupa með þær út. Ekki getur neinn stoppað þær þar sem allir eru að reka höfuðum saman og fletja út tærnar á öðrum í niðamyrkrinu? Eða kannski myndi fara skátafílingur um flesta og fólk myndi poppa upp nokkrum tjöldum sem gerð eru úr plastpokum, brúka kerti sem liggja þar nálægt og grilla mini-marshmallows.....Hvað myndir þú gera?

En jæja.....Slúbbert the skúffuskrímsl is awoken, svo ég verð að huga að honum...ætli hann sé ekki hungraður í eina túnfisksamloku, en það gæti verið varasamt...túnfisksáhrif geta verið slæm fyrir litla blobbið.

Mig vantar ennþá salt. Svo ef þið vitið um gott, solid salt, þá megiði senda mér það...Þá helst í umbúðum með bamba myndum á, utan á umbúðirnar á að vera rauður gjafaborði, utan á gjafaborðan á að vera hengdar eplaskífur, nýbakaðar.

Ég er hér með hætt þessu béskotans rugli. Farin að telja línurnar í lófa mínum

Hafið það nú gott um helgina, það er einnhvers konar skipun.

|