mánudagur, janúar 30, 2006

The Lord's Prayer

Eplið og Z. Eplið og Z. Eplið og Z. Eplið og Z.

Helen Exley veit ekki neitt. Ég veit ekki neitt. Hver veit? Allavega ekki ég.

Forgive us our trespasses,
as we forgive those who trespass against us.
And lead us not into temptation,
but deliver us from evil.

|

sunnudagur, janúar 29, 2006

undo

Hversu gaman væri að vera Superman? Þá gæti maður flogið hring í kringum jörðina á ofurhraða og þar með snúið tímanum við. Maður gæti líka smiðið tímavél úr DMC Delorian, það væri einnig mjög gaman og afar hentugt fyrir ýmsar aðstæður.

Ég náði öllum prófunum og er þokkalega ánægð með útkomuna. Djamm í gær með stelpunum: Trabant og Hermigervill á Oddvitanum, býsna skemmtilegt kvöld. Þið getið lesið betur um það á blogginu hennar Erlu eða Þorvaldar en ég nenni ekki að gera yfirlit yfir kvöldið. Svo verður enn betra stelpnadjamm næstu helgi.

Litla hnátan verður skírð næstu helgi, sorglega kemst ég ekki með þar sem ég verð að hugsa um fuglabjargið.

Ég ætla að halda áfram að njóta frísins og horfa á Superman.

|

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Varúð

Það er svo hálkt. Ég vorkenni póstmönnunum sem þurfa að bera út tugi bréfa í dag. Ég hata hálku mest af öllu, sérstaklega þegar maður þarf að ganga í henni einsamall. Aftur á móti er mjög gaman að sjá fólk detta í hálku en ég get ekki talið upp fleiri góða hluti við þetta fyrirbæri.

Ég hitti marga félaga sem ég hef ekki séð í langan tíma í gærkvöldi og það þótti mér skemmtilegt. Hefði verið enn betra hefðum við getað farið í einhverja samkundu en neinei það var bara enginn bekkur að halda boð. En eins og alltaf, má finna hápunkt kvöldsins: Heilaga þrenningin í aftursætinu á rauðum Subaru, (mjúkir) tónar með Aerosmith. Stelpur *við skulum gera betur næst*u helgi, djamm to the death dudes!

Ekki ætlaði ég að nenna að skrifa færslu í dag en mig langaði að koma þessum tveimur frábæru lögum á framfæri. Bæði lögin eru úr kvikmyndinni Garden State sem er ofbó góð mynd.
Let Go - Frou Frou og New Slang - The Shins

I'm looking in on the good life i might be doomed never to find.

|

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Finido

Loksins. Nú getur maður varpað öndinni léttar og tekið því rólega. Ég sé fram á mjög þægilegt og jafnframt dúndurskemmtilegt vikufrí. Einkunnirnar eru farnar að koma inn og ég er ánægð með það sem komið er...spurning hvernig viðbrögð manns verða þegar sögueinkunnin og nátt123 einkunnin birtast.

Í tilefni af þessum gleðidegi ætla ég að slétta á mér hárið, klippa það pínu og fara í fínni tau - svo og posta þessari ótrúlega hressu mynd úr Randers ferðinni en þið getið skoðað fleiri myndir í myndaalbúminu hennar Erlu sem er búin að liggja sveitt yfir því að líma inn myndirnar. (Nei Erla er ekki sveitt, hún er sæt stelpa. ) Svo ótrúlega skemmtilegar og fyndnar myndir - þ.e.a.s. okkur Erlu finnst þær ótrúlega skemmtilegar og fyndnar. Ekki sammála? Nú jæja þá Fokk jú.

Megi allir eiga ánægjulega viku, bæði þeir sem eru í skóla, vinnu eða fríi (ég). Gangið hratt og brussulega í gegnum gleðinnar dyr, that's an order.

oorah!

|

mánudagur, janúar 23, 2006

Mandarína

Páfagaukarnir fjölga sér eins og kanínur. Konan er búin að verpa, ekki einu heldur fjórum eggjum til viðbótar, takk fyrir. Mér líst ekkert á blikuna enda held ég að það verði að skilja turtilgaukana að í einhvern tíma.

Söguprófið var eins og við var að búast. Nú er það bara að halda í vonina að maður nái...væri ekki verra að fá sexu í lokaeinkunn.

Ég ákvað að sleppa því að drekka kaffi þetta kvöld og fékk mér mandarínu í staðinn. Ég fékk Þrjátíuogsjö steina í einni venjulegri, meðalstórri mandarínu. Ég taldi steinana tvisvar til að hafa rétt fyrir mér og þetta er engin lygi gott fólk, þrjátíuogsjö steinar. Næst held ég mig bara við kaffið - þar finn ég allavega ekki þrátíuogsjö kaffibaunir.

Svekkelsi, öfundsýki, þreyta, pirringur. Í dag kláruðu allir bekkir prófin nema 1. og 2. bekkur og nokkrir stærðfræðiáfangalúðar. Nú er mjöður við hönd þeirra krakka sem kláruðu þessi skítapróf í dag og vissulega ríkir mikil kátína og fjör. Mér verður óglatt við tilhugsunina.

Það er eins gott að eitthvað skemmtilegt bíði þriðjudagsprófakrakkanna annað kvöld? !

|

sunnudagur, janúar 22, 2006

Sálarangist

Andskotans, ansans, ansvítans, árans, benvítis, bölvans, dauðans, déskotans, djöfuls, fjandans, fjárans, herans, horngrýtis, hornvítis, rækallans, skollans. Fari þessi saga í sjóðbullandi helvíti!

Ég skipulagði helgina rosalega vel, hvern klukkutíma fyrir sig og ákvað hvað ég ætlaði að gera á þeim klukkutímum. Ég komst kannski yfir 3/25 af efninu og mér finnst eins og það sem ég lærði hafi kannski setið í hausnum á mér í hálftíma og horfið svo. Klukkan er hálf ellefu að kvöldi til, prófið er á morgun kl. 09:00. Ákvörðun: Hætta að læra núna, fara að sofa og vakna klukkan sex og ekki mínútu seinna. Læra ártölin og áherslupunktana VEL. Meira held ég að ég geti einfaldlega ekki áorkað á þessum fáu klukkustundum sem eftir eru. Fari það í grængolandi horngrýti!

Ég er með annarheit sem ég ætla að standa við: Lesa fyrir hvern einn og Einasta sögutíma. (Íslensku líka.)

|

föstudagur, janúar 20, 2006

Wingus & Dingus

Heilmiklar umræður hófust við matarborðið eftir kvöldmat. Meðal annarra umræðna var Sylvía Nótt og Johnny National... af því tilefni spyr ég :


Johnny

vs.


Sylvía

?

|

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Malfunction

Það sem ég er komin með nóg af þessari próftíð...veit ekki hvað er að gerast en ég er allt í einu orðin mjög svartsýn á allt og mjög svo pirruð á öllu. Svaf illa í nótt þar sem ég er komin með hálsbólgu. Mér var heitt og kalt til skiptis, dreymdi alltaf að ég væri að sofa yfir mig og missa af einhverju prófi og því var ég alltaf að athuga klukkuna...vaknaði klukkan sjö og ætlaði að fara yfir orðaforðann fyrir dönskuprófið. Ég hélt ég væri orðin fárveik þegar ég vaknaði við ömurlegu vekjaraklukkuna mína. Fór framúr, borðaði og tannburstaði mig. Gaf skít í orðaforðann og fór aftur að sofa.

Prófið sökkaði þó svo að það hafi verið í léttari kantinum. Fór að hugsa hvað ég nenni ekki að gera neitt í dag, nenni ekki að læra fyrir næsta próf. Fór að hugsa um helgina og hversu ömurleg hún verður. Ég sökka í sögu, ég hata sögu. Ég sökka í nátt, ég hata nátt. Ég hata próf, ég hata janúar. Sagt hefur verið að maður fái útrás með því að skrifa, það er mjög rétt.

Þetta er ábyggilega myrkasti fimmtudagur sem ég hef upplifað en vanalega þykir mér fimmtudagar góðir dagar. Hey! Það gæti náttúrlega einhver plokkað augun úr mér - allavega eitt, þarf ekkert að hafa tvö. Það hlýtur að vera gild og góð ástæða fyrir því að sleppa við tvö seinustu prófin?

Næstkomandi þriðjudagur kl. 10:30...ég veit ekki hvort ég muni hoppa af kæti eða grenja af gleði.

|

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Pampers



Ég ætlaði að bíða með barnafærsluna uns ég væri búin að fá myndir af krílinu hans bróður míns Grétars og konu hans Söru. Föstudaginn þrettánda átti bróðir minn litla snót, 16 merkur með dökkt og mikið hár. Ég er ekki enn búin að fá að sjá litla rúsínurassgatið en líklega fer ég til Keflavíkur í næstu viku. Mamma er orðin amma, pabbi er orðinn afi og ég er orðin föðursystir. Þetta þykir mér skemmtilegt.



...mér datt ekki í hug betri titill en þetta. Slappt.

|

sunnudagur, janúar 15, 2006

Raðdraumar

Mig er farið að dreyma óhemju mikið þessa dagana og oftast nokkra mismunandi drauma í röð. Reyndar dreymir mann alltaf, ég veit það, en ég er farin að muna eftir draumunum sem gerist ekki alltaf. Í nótt dreymdi mig að minnst kosti þrjá drauma...

1. Mig dreymdi að Jack Nicholson væri að elta mig og vini mína með þeim tilgangi að drepa okkur.
Skýring á draumi: Fann enga í Draumaráðningabókinni en í flettingum mínum fann ég þó nafnið Erla og hvað skýringin á því er. (Bara svona til gamans og til að gleðja Erlu). Erla= Happatákn. Dreymandinn getur búist við smáhappi.

2. Mig dreymdi að ég var með einhverjum FM-hnakkadreng í Centro að máta skó.
Skýring á draumi: Drengur= Að dreyma dreng getur líka endurspeglað þrá dreymandans eftir að eignast barn. (Þessi bók sökkar.) Engir skór, piltur, strákur, maður, máta, prófa - í þessari bók. Sökkí bók.


3. Mig dreymdi að ég væri að fara að berjast í stríði. Stór maður kom til mín og lét mig fá stríðsfatnaðinn sem var álfaskikkja og náttbuxur. Loks fékk ég svo risastórt spjót sem ég átti að reka í hjartastað andstæðinganna.
Skýring á draumi: Stríð= Að dreyma stríð merkir erfiðleika og reiði fyrir alla nema yfirmenn og hermenn. Skikkja= Dreymi menn skikkju ættu þeir að vara sig á svikum einhvers sem þeir treysta. Náttföt= Dreymi menn að þeir fari í náttföt verður ást þeirra ekki endurgoldin. Spjót= Spjót veit á gott í draumi. Dreymandinn mun njóta veraldlegar velgengni og frægðin er ekki langt undan.

Ég elska drauma.

|

laugardagur, janúar 14, 2006

Swoff


Þessi færsla höfðar aðallega til kvenfólksins...

Ég fór í kvikmyndahúsið í gær á myndina Jarhead eða á góðri íslensku: Krukkuhaus. Gamlar tilfinningar í garð Jake Gyllenhaal vöknuðu á ný en ég man eftir að hafa séð hann í fyrsta sinn í myndinni Donnie Darko (einstaklega góð mynd) þar sem ég féll kylliflöt fyrir þessum föngulega pilti. Í myndinni Jarhead ælir hann, kúkar, fróar sér, veður í skít...alltaf leit hann samt jafnvel út, meira að segja með æl- og sleftauma niður á höku.
Vanalega þykir mér krúnurakað höfuð ekkert sérstakt. Eins og ábyggilega fleirum, finnst mér mikill kynþokki koma frá hári fólks en hvað varðar Jake Gyllenhaal þá er hann alltaf flottur. Man oh man.

Ef einhver vill sjá meir af þessu snoppufríða andliti/kropp þá vil ég benda á myndirnar October Sky, Bubble Boy (hann er meira að segja sætur í plastkúlu), The Good Girl (frekar slöpp mynd reyndar) og The Day After Tomorrow. Sjálf ætla ég að leigja Brokeback Mountain sem nýja mynd og The October Sky sem gamla...ef Brokeback er þá komin á leigu?

|

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Agureyringur

Hafa ekki allir lent í því þegar þeir fara í ferðalag til Reykjavíkur að það er alltaf einhver bjánalegur bjáni sem þarf að setja útá framburð okkar Akureyringa? "Ert þú AKureyringur? Áttu stóran aPa?" Nú jæja...ég er komin með besta comeback-ið ef einhver lendir í því að vera strítt og þetta ágætis comeback fann ég í bókinni Íslensk Málsaga sem er búin að gegnumsýra minn heila í dag.

"...eftirtektarvert er að harðmæli hefur aukist meðal unglinga í Reykjavík, líklega af því að víða er kennt í skólum að sá framburður sé æskilegri vegna þess að hann sé skýrari".

Já þetta fannst mér sniðugt og bersýnilega mátti ég til með að skrifa um umtalað efni...

Blóðprufa á mánudaginn, *grenj*... (girly ég)

|

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Svart og hvítt

Móðir mín kom til mín og spurði hvort ég nennti ekki að arka með henni og bera út Dagskránna. Ég gretti mig eins og það stæði súr moli fastur í kokinu, bölvaði, andvarpaði þungt...og sagði já. Ég hafði ekki hjartað í mér að segja nei, stundum er bara ómögulegt fyrir mig að segja nei.

Þegar ég gekk út Ránargötuna með bunka af blöðum í fanginu, frosið hor í nefinu og eldrauð í framan (engu að síður mjög hress úti í grámyglunni) fann ég að mér var veitt eftirför. Mjálm. Ég leit við og sá svartan kött elta mig, breimandi. Hjátrúafull? Ég veit ekki en samt sem áður greikkaði ég sporin. Kötturinn elti mig hálfa Ránargötuna og nuddaði sér upp við fæturna mína við hvert tækifæri sem gafst. Ólukkan er alveg hundrað prósent á hælum mér.

...ekki er sagan búin, ónei. Þegar ég kom út úr Ránargötunni var svarti kötturinn hættur að elta mig. Ég beygði niður Eyrarveginn og what the heck? Ég mæti þarna snjóhvítum ketti og þá meina ég snjóhvítum, það sást ekki einn dökkur blettur á honum.
Klárlega er eitthvað mjög djúpt og spekilegt bakvið þetta.

Ég skynja eitthvað slæmt í aðsigi.

|

sunnudagur, janúar 08, 2006

Stórtónleikar

Flugferðin suður var hræðileg. Ég var svo handviss um að þurfa að nota hvíta pokann í sætishólfinu en ég slapp...but it was close, very close.
Flugferðin norður var hræðileg. Sofnaði reyndar mestalla leiðina en í lendingu var "smávægileg" (eins og flugfreyjan orðaði það) ókyrrð. Ég kreisti hendina hennar Eriku af alefli og grúfði mig í hana. Ég hata að fljúga.

Tónleikarnir voru mjög góðir þrátt fyrir líkamsverki á öllum stöðum, hita, svita og troðjól í endann. Eins og ég hafði búist við var Damien Rice hápunktur kvöldsins ásamt Lisu Hannigan sem söng svo ótrúlega vel. Gaman að horfa á þau tvö uppi á sviði. Damien söng The Blowers's Daughter og I Remember...honest to god hef ég engin orð yfir það hversu frábært það var að heyra hann syngja og það 3 metra frá mér eða eitthvað álíka.
Ég fékk gæsahúð er Björk steig á sviðið og röddin hennar er alltaf jafn flott, hefði samt verið kúl að fá einn ellismell eins og Immature.
Sigur Rós tóku Heysátan og það rann kalt vatn milli skinns og hörunds (in a good way) er tónarnir svifu um í magnþrunginni þögninni. Tónleikarnir hefðu verið perfekto ef þeir hefðu tekið eitt lag til viðbótar en eitt lag er betra en ekki neitt, eyh?
Múm, Magga Stína, Mugison, Hjálmar. Allt þetta var einnig mjög gott og Magga Stína kom mér á óvart, minnti mig á villtan ungling í trylltum dansi uppá sviði...ágætt það.

Honda Civicin var líka, á sinn hátt, skemmtileg.

Ágætis helgi, lítill lærdómur samt...því tekur við sunnudagslestur í Talk Show.

|

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Kærasti

Ég var að þjálfa áðan og lenti í mjög furðulegu samtali við litla stúlkukind. Ég hló.

Litla stúlkukind: "Heyrðu...var kærastinn þinn ekki í Idolinu?"
Ég: (Þetta kom mér í opna skjöldu, kveikti ekki á perunni heldur stamaði) "Öhhh...nei, eh nei. Bíddu ha, hver?"
Litla stúlkukind: "Æji hann þarna...æji hann var í Idolinu en er ekki lengur. Hann er þarna ruslakall!"
Ég: (Byrgði mesta hluta hlátursins inní mér en gat ekki komist hjá því að hlæja einum þremur Ha og brosa breitt) "Hahaha nei það er ekki kærasti minn, hann er bróðir minn."
Litla stúlkukind: "Óóó." (Skautaði í burtu)

Ég ætla rétt svo að vona að það séu ekki fleiri sem eru að fara með feil á að ég sé kærasta bróður míns, takk fyrir.

|