laugardagur, maí 22, 2004

Ahoi! Ég er hér að bíða eftir þeim Sunnu og Kristjönu og stytti mínar stundir með að hlusta á góða tónlist og jú, að blogga....ég verð jú að halda lífsmarkinu á þessari síðu ekki satt?

Ég hef eina tilkynningu hér handa ykkur! Sá/sú sem getur bundið hnút úr banana fær eittþúsunundtuttuguogsjö krónur að launum hjá mér!! Og athugið að eg verð að fá sannanir..þ.e.a.s. segja banana sem er bundinn í hnút! Takk fyrir það...

En já...það er árleg Vorsýning Listhlaupadeildar Akureyris á morgun kl. 17:00 og kostar 500 kr inn en frítt fyrir 14 ára og yngri! Endilega að mæta, því þetta verður alveg magnþrungin sýning. Slóvanskir dansarar taka nokkur skemmtilegheitin við hööörmulega tónlist sem ég fæ steinselju af! En svo er rúsína í þessum pylsuenda, en það er glæsileg sýning um Koppafeiti eða öðru nafni Grease! 1. flokkur sér um þá sýningu að þessu sinni og þetta er búið að vera fjári stressandi og krefjandi verk, svo endilega komið og sjáið það sem við erum að færa úr bláköldum og útkrumpuðum höndum okkar=]

Á mánudaginn eru svo síðustu prófin í Oddeyrarskóla..hin allra allra síðustu...In a way it's kind of sad....en svona er lífið! Á þriðjudaginn tekur svo við tryllt 10. bekkjar ferð sem á eftir að vera svo eftirminnileg að ég veit vart hvað skal gera við hægri og vinstri fótinn minn!

En já...stelpurnar fara að koma bráðlega svo ég kveð bara að sinni með smá glaðningi fyrir ykkur aðdáendurna:]


Ásta, ég, Audrey og Erika....Myndin tekin á Frissa móti..sprækar að venju:]


hey já..eitt enn að lokum....ef að þið vitið um einnhvern hárgreiðslumann/konu sem hefur gaman af að prófa nýja hluti...For Freeee....þá megiði láta mig vita, mig langar í klippingu....:) takk fyrir það góðir hálsar

seinna melir!

|

fimmtudagur, maí 20, 2004

mm.....Hérna sit ég með pizzu í hendinni og brauðstangir í návist minni og indælis jarðaberjasvala...*slef*
En það er honum Ómari litla mangói að þakka að ég er að snæða þetta! *kreist* En hann er eini strákurinn sem er buinn að vera almennilegur við okkur Eriku í kvöld og ekki svíkja okkur! :/ Tjörvi og Steini eru skítalubbar sem naga táneglur...og svo er Einar vondur, gat ekki keyrt okkur aðeins....svo ég þurfti að labba frá Kaupangi og heim..alein..ískalt og ömurlegt..og nuna er ég að deyja úr kulda....sniff...en pizzan sem Ómar indæli keypti er að bæta þetta upp:)

ansans..ég fékk svona þambikast svo nuna er svalinn buinn:( .....

En jæja...það er mikið að gera hjá mér þessa daga...miklar æfingar og sonna og svo þjálfa, það snýst allt um vorhátíðina nuna....Grease verður og voða gaman...mæta kl. 17:00 næsta sunnudag..en ég er þreytt....nenni ekki að pikka þótt ég hafi eikkað rugl að segja...

later

|

fimmtudagur, maí 13, 2004

Já. Þá er samræmdu prófunum lokið og þá er hægt að taka gleði sinni á ný...ja...svona nokkurn veginn....
Mér gekk jú bara mjög vel í stærðfræði prófinu, eða allavega held ég það.....

Þann 11. maí kl. 13:30 lögðum við 10. bekkur Oddeyrarskóli af stað í óvissuferð sem fól í sér heimsókn í fiskismiðju eina sem saug allnokkuð, það eina sem bragðbætti sveskjuna var einn sætur strákur sem var hægt
að gjóta augunum...annars var þetta bara mega súrt sko...

En já, svo var kíkkað á Bílaminjasafnið og það var jú bara mjög spennandi og við rákumst á ýmsa athugsverða bíla s.s. hippabíla, herbíla og bíla sem mig dreymir um dag og nætur....

Þar á eftir fórum við á sveitabæ nokkurn og skoðuðum beljur og kálfa og fylgdumst með andskoti háþróuðum mjólkurtækjum já...Konan á bænum var síðan svo indæl að gefa okkur heitt súkkulaði og kex og gúmmulaði...það var dásamlegt...maður kom semsagt nokkrum kílóum þyngri heim sko....mhmm...

En já ég gleymdi að þarna mitt á milli fengum við okkur að éta eikkurs staðar við eikkað subbó hús með subbó ruslafötu og þar spiluðum við fótboltaleik sem ég og Sunna vorum mjööög active-ar í :D

Later on var brunað til Húsavíkur þar sem var skellt sér í sundlaugina sem var frekar sorgleg...en afar indæl....þar spjölluðum við og ég og Sunna lentum í hremmingum fyrir augun okkar, en við urðum vitni að nokkru ógnvekjandi sem tengist hori..mhm...við skulum ekki fara nánar í það vinir mínir...

Eftir ágætan sundsprett var skundað á Sölku og þar fengum við okkur pizzu sem að mínu mati brögðuðust eins og pepperoni ógeðið frá Júmbó samlokum.....en ég var svöng, so I ate it anyway.....
Já....eftir matinn tók við eilítið filmuflipp hjá mér og Sunnu, en ég mun birta þær myndir hér uppi í bráð:]

Þegar fór að líða á kvöldið og allir voru útbelgdir af pizzum, frönskum og gosi þá voru foreldrarnir það illir að senda okkur í ratleik sem tók maximum 5 mín og var afar tilgangslaus...En við bættum kvöldið upp með smá leik í fóbolta og hacky, og það var nú bara hin ágætasta skemmtun sko!

Eftir þetta var nú bara keyrt heim í afar þreyttu skapi og svo gistu nokkrir í skólanum og þar var fótbolti spilaður og horft á video og balbllab....

Já...that about sums it all up!

En í morgun fórum ég og Sunna í sveitaferð og það var gaman þrátt fyrir ansi leiðileg meiðsli eftir hestbaksferð sem ég og Sunna fengum að njóta...en lesið bara um það hér því það reynir á rassinn að pikka fyrir mig....Sveitasælan

....

Ég kveð því að sinni áður en það líður yfir mig af ofreynslu...

Heil og sæl!

|

mánudagur, maí 10, 2004

Jæja jæja jæja...Erika heldur áfram að tuða og tuða og tuða...svo ætli maður verði nu ekki að setja þessar myndir upp sem ég hef hérna í pokahorninu.......Taka mér smá pásu frá stærðfræðinni því hún er að ganga frá mér dauðri skal ég segja ykkur! :@

En um helgina áttum við Erika, Ásta og ég skemmtilegar stundir með myndavélina sem er nú ekkert nýtt neitt....En hér hafiði það nýjasta á döfinni:]


Erika og Ásta að reyna að kæta mig upp með þessu ómótstæðilega brosi....ég haggast ekki við þessu....wait, wait..noo *mouth explodes*.....Beutiful, and yet so deadly!


Sjáiði þetta, sjáiði þetta....augngoturnar sem Erika er að senda mér! Hvað ætli hún sé að hræra saman..hmm


The coolest dudes on the block. ó já, við erum svalastar, það fer ekki milli mála...Enda erum við svo góðar að púzzla, mhm!


ihihihihi....Hér hefur okkur verið umbreytt í Barbie dúkkur, en mér finnst þetta soldið kúl...ég bara mátti til að leika mér með myndina....ég er soddann prakkari í mér..*nagar hendina*


Erika strax farin í faðminn á einnhverjum öðrum...alveg ótrúleg þessi villiköttur...tssssss=]


Jáááá og svo þetta....Usssusssussss...Ásta sárbændi mig um þessa mynd. Ég held hún vilji ekki lifa í blekkingu lengur heldur koma út úr pennaveskinu og sýna heiminum hve mikill öfuguggi hún í raun og veru er!!


En já...hérna byrjar svo þetta fjöruga Akureyrarmót þar sem við þurftum að dúsa á í 6 og hálfan tíma! En eins og sjá má þá fundum við okkur einnhver activities, s.s. hestbak, snúsnú og krítar!


Heimilið mitt, líf og brauð.....gúrkur og bananar


Hérna erum við svo skvísurnar nýbakaðar af ísnum, ferskar og eldrauðar eplakökur;]


Það er bara til eitt orð yfir þetta sko: awwww...little munscin!! ...úps...þetta voru 3 orð....jæja, enginn er fullkomin!


Og þetta.....þetta er sólargeisli veraldar minnar sko...Þetta er án efa mandlan í jólagrautnum sko!!


Þetta var allt og sumt...óskið mér góðs gengis í þessu skaðræðis stærðfræði prófi á morgun....úff...

Seinna melir!

|

laugardagur, maí 08, 2004

Æji ég bara varð að posta þessa mynd af þessum elskulegu heimasætum!=) Krúslímúslí:D


Við vorum einnig að ganga eilítið af göflunum með myndavélina, en vegna orsaka nokkra þá get ég ekki sett þær upp núna..en þær koma í bráð:) I promiso=P

Seinna melir

|

Klukkan er 09:46, oh wait wait.....ég meinti 09:47, og hér sit ég í eymd minni og er að skrifa á fyrirbæri sem ber nafnið Blogg....já svei mér þá....Þarf að mæta á æfingu eftir svona kortér eða svo og er bara að bíða eftir henni ástkæru Ástu minni....Þar eftir á þarf ég víst að þjálfa og læti...arg....svo ætlaði ég að skella mér í ljós, neyða Hall greyið að lagfæra tónlistina mína og gera tónlist fyrir Eriku og Ástu...
og ætli ég fara ekki bara að læra í stærðfræðinni eftir það....Það er jú eina prófið sem er eftir:D Einungis 3 dagar í óvissuferðina...*ánægjusigh* Við fengum meira að segja miðann um ferðina í gær strax eftir dönsku prófið, wich btw gekk eins og í sögu!=P
Á þessum miða um ferðina er þó eitt atriði sem að hræðir mig eilítið....en ég skal bara vitna í textann:
"Gott væri að hafa þvottaklemmu og svo bara góða skapið og bjartsýnisgleraugun"
hmm.....hvort að þetta sé eitthvað plot um að þræla okkur í þrifnaði óhreinna nærbuxna og skítuga sokka þá er ég ekki viss....en ég myndi þó hafa allan varann á gott fólk!

Já...Oddeyrarskóla fer svo sannarlega að ljúka og verð ég að viðurkenna það að þetta er mér ansi sorglegt:/ Enda er maður búin að ganga í þennan skóla í 10 ár núna....Sjæt.....
En þessi mánuður mun vera eftirminnilegur og ég vona að hann verði öllum magnþrunginn!!

En allavega....ég ætlaði nú bara svona aðeins að drepa tímann og segja ykkur frá stöðu málanna...En hafiði það gott um helgina og verið dugleg að læra.....Skipið er að renna í gegn krakkar, no worries!

Later

|

miðvikudagur, maí 05, 2004

Jæjjaa....það hlaut að bresta á fyrr eða síðar að ég blogga á ný:D En ástæða þess að ég hef ekki lagt mikla stund á skrifin mín er að ég hef verið mikið að læra undanfarna daga...en nú er að baki mér 2 samræmd próf, íslenska og enska=) Svo er danskan á föstudag og stærðfræði á þriðjudag og svo bara óvissuferðin og læti:D:D

Keppni á næsta sunnudag...arg....nenni því svo ekki...en svona er þetta líf....alltaf ósanngjarnt..
en ég er fitubolla...ég hata mat, ég hata fitu, vöðva, vigtina...Fari það allt til helvítis! Og ég hata gínurnar í tískubúðunum líka!

En ég blogga seinna þegar skapið mitt er gott og ég þarf ekki að vera í prófum..gangi ykkur vel 10. bekkingar!

|