mánudagur, nóvember 26, 2007

Kabuna

Whatup:

-Semja ræðu fyrir árshátíð. Stress.
-Klára frönskuverkefni fyrir morgundaginn. Bögg
-Lesa 500 blaðsíðna bók fyrir næsta þriðjudag. Bögg.
-Klára Hamlet og gera 5 blaðsíðna ritgerð fyrir mánudag. Bögg.
-Stússast fyrir árshátíð, þjónalega séð etc. Gaman.
-Byrja í Bootcamp 3. des. Gaman.
-Þátturinn Mangó verður frumsýndur næsta fimmtudag á Sirkús. Gaman. Fylgist með.

Litla frænka mín Aníta Fanney var í heimsókn núna síðustu vikuna og það var mjög gaman að hafa litla sponsið. Ég kenndi henni að snúa sér í hring og að segja gaggalagaggalagú, nema hvað hún segir meira bara "gaga-úú". Svo í staðinn fyrir að segja Heiða segir hún "Eija". Þegar hún biður líka um sósu segir hún "fufu" með stút á munninum. Ég er að vinna í því að vera uppáhaldsfrænkan, enda er þetta jú guðdóttir mín.

Akkúratt í dag eru fjórir mánuðir í afmælið mitt. Þá ætla ég að halda stóra veislu, bjóða öllum og hafa þema. Þemað er ég búin að ákveða.

Aldrei því vant þá átti ég góðan sunnudag í gær.

Lag augnabliksins: Goodbye Horses - Q Lazzarus

|