laugardagur, janúar 29, 2005

Valdi minn. Ég held að það þurfti eitthvað meira til en nokkur pepporð svo ég breyti skoðun minni á malti..

Malt er mjög langt frá því að vera góður drykkur. Það hlýtur að vera einhver sem er sammála mér?

Annars..
-Hlíðarballið var troðið og skapið á mér sveiflaðist upp og niður eftir því hve margir stömpuðu á fótunum á mér og gáfu mér olnbogaskot.
-Árshátíðin var mjög fín, góðar kökur og ágætis leikrit. Lentum á borði með honum Jóhanni sem var stór plús.
-Hokkíleikurinn var 4-2 er ég skildi við hann, tel ég mjög líklegt að SA piltarnir hafi tekið þetta með trompi.

Frieden!

|

mánudagur, janúar 24, 2005

Ég rak augun á nokkuð skelfilegt í dag..."Maltbjór" Tveir ódrykkanlegustu drykkir sem ég get ímyndað mér, blandaðir saman og fjöldaframleiddir...eakk. Frekar vel ég mysu!

Dagurinn í dag er búin að vera annamikill og held ég að þetta hafi verið mettími í búðarrápi...greyið faðir minn verður aldrei samur.
Ég fullnægði fataþorstanum með nokkrum smekklegum flíkum á góðu verði, keypti mér nýtt Dolce & Gabbana ilmvatn sem er svooo það besta, dvd myndir= Bad Taste, Footloose og Club Dread, b-sides Damien Rice og það besta af öllu keypti ég mér myndavél...eða reyndar var þetta gjöf frá móður minni og föður. Reyndar heimtaði ég að fá að borga eitthvað í henni sem og þau gáfu mér leyfi til að gera. Já allt þetta tók 7 klukkustundir. Pheww

En ég finn lykt af pizzu, annað hvort Uno eða Papinos..

|

Þá er síðasti dagurinn hér í Reykjavíkurborg að hefjast og er ég meira en til í langt búðarferli. Enn eru nokkrir ógerðir hlutir á listanum, en ég er samt sem áður búin að fá mér göngutúr í Svartaskógi með Damien, mjög hressandi það var og gaman að rifja upp góðar sumarstundir...þá skilur það eftir cappuchino smoothie-inn, Nonnabita og leitina að Spongebob.

Ég held ég verð að nýta þetta tækifæri og monta mig á því að ég fékk 8 í jarðfræði. Jebb, jebb :D

Já, á síðastliðinn laugardag fóru ég, Erika, Ásta og Berglind í keilu og Erika sá um myndatökurnar, svo ég mun eflaust setja upp myndir úr þeirri ferð í komandi tíð.

Ég fór að íhuga hið óumflýjanlega..hvað ef bloggið mitt einn daginn ákveður að deyja? Það væri virkilega svekkjandi ef allur þessi tími sem maður hefur lagt í mikla þvælu, bæði góða og slæma þvælu, myndi hverfa með einum smell á fingri. En þetta eru bara hugsanir sem maður á ekki að leyfa..samt held ég að ég ætti að gera einhverjar varúðaráðstafanir. Hugmyndir?

En jæja ég er farin út í þetta grámyglulega veður.

Farvel

|

sunnudagur, janúar 23, 2005

Enn og aftur lendir lofsteinn af óhöppum á mér..ekki gaman það.

eeeeeeen ég náði stærðfræði 103 með 7....can you belive that? Ég lét heilan klukkutíma líða hjá eftir að klukkan sló eitt vegna ótta um að vera fallin...Ég bjóst við að sjá 4 eða ef til vill 5 í lokaeinkunn....en neinei, var það ekki bara lucky number seven.
Svo var það 8 í íslensku og 9 í þýsku...gott mál.

Þá er ég stödd í Reykjavíkinni miklu og so far hefur þetta verið ágætis leiðangur...Fór í keilu fyrr í kvöld og komst að því að ég er haldin spilafíkn...stelpurnar náðu að toga mig frá kló-kassanum í tæka tíð...ehh, eða þegar ég var búin með alla hundrað kallana mína.

Ég er búin að snæða mat frá Mekong og njóta Micro Machine útsýnisins...Svo ég er á góðri leið með að fylgja listanum mínum.

Held ég dragi tjöldin fyrir og segi þetta gott.

|

föstudagur, janúar 21, 2005

Alveg hreint frábært...brotið/brákað rófubein, tekur vikur að gróa, verkjalyf sem gera mann sljóan og bílseta í 6 tíma...
Lífið gerist ekki betra en þetta?

|

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Þá eru prófunum að ljúka og hef ég ein 6 próf að baki mér, misjafnlega góð frammistaða í þeim. Ætli þýskan verði ekki með bestu útkomuna, hin prófin prýðilega ásættanleg og stærðfræðin mun eflaust reka lestina..

Á morgun mun ég spóla í mölina og leggja leið mína til borg óttans þar sem ég mun njóta langþráða frísins í eina 4 daga eða svo. Meðferðis verða foreldrar mínir og kampakáti félagi minn, Ásta. Tilgangur þessara ferðar átti í fyrstu að vera vegna Íslandsmeistaramótsins, en vegna ónefnds vesenis varð ekki úr því- svo ég, Erika og Ásta erum settar í það verkefni að fara á dómara- og þjálfaranámskeið. Skemmtilega vill þó svo til að ég þarf einungis að sitja 3 og hálfan tíma á þjálfaranámskeiðinu, þannig að þessi ferð er nú meira svona til afslöppunar og skemmtunar í staðinn fyrir eins og hún átti að vera. Ég get með sönnu sagt: thank heavens.

Ég er búin að renna yfir forgangsatriðin í tengslum við þessa ferð og hljóma þau svo..
-Njóta Micro Machine útsýnisins yfir Kópavoginn.
-Nr. 48, 62 eða 21 á Mekong og heilsa uppá stöllurnar sem héldu einhverju lífi í mér í sumar.
-Fá mér kvöldgöngu í Fossvoginum og Svartaskógi eins og í fornum dögum.
-Cappuchino/karamellu smoothies með súkkulaðispænum.
-Búðarráp-nokkur brýn erindi, þar á meðal leitin að Spongebob DVD.
-Nonnabiti.
..ætli þessi listi gæti ekki verið töluvert lengri ef mjöllin væri farinn og ég hefði reiðhjólið með mér.

Leifarnar af fríinu fara ábyggilega í einhverja bábilju og grautargerð, en snjóbrettaferð og Árshátíð Oddeyrarskóla er það eina sem ég hef markað stefnu að.

Að lokum vil ég skjóta inn tveimur orðsendingum...

Í fyrsta lagi: Gettu Betur lið MA sýndu afburðargóða frammistöðu á síðastliðinn þriðjudag er þeir sigruðu mótherja sína,
lið Menntaskólans á Ísafirði. Þá fáum við að njóta þeirrar ánægju að fylgjast með þeim á skjánum í komandi tíð.

Í öðru lagi: ...það var eiginlega ekkert annað lag, heldur vil ég bara óska ykkur öllum, hvar sem þið verðið í fríinu, til hamingju með prófalok, hafið það gott í fríinu og reynið að halda söngvatninu innan skynsamlegra marka.

Ekki tvínóna við að bæta athugasemdum við það sem ykkur finnst vanta í þetta frí. Ég er opin fyrir öllum hugsmíðum sem gætu lappað upp á orlofið!

|

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Þannig er mál með vexti að ég ákvað að fá mér súrmjólk með perum út á, síðastliðinn mánudag eða í gær semsagt.
Súrmjólkin lofaði góðu og peran líka, þrátt fyrir að vera ekki nægilega þroskuð en ég lét mig hafa það. Ætli hungrið hafi ekki stækkað með hverri sekúndu sem mínar hægfara hendur reyndu örmagna að skera niður óþroskuðu peruna..þreytt og volug augu mín voru, svo ekki tók eg eftir því að ég hafði skorið niður alla peruna án þess að flysja af henni.
Þar sem hungur er og verður alltaf hungur snæddi ég einfaldlega þennan disk með súrmjólk, óþroskaðri- og óflysjaðri peru með bestu lyst... Ég er ekki mikil pempíumanneskja og þó eru nú sumir hlutir sem psycha mig out..það gerðist einmitt eftir þennan súrmjólkur/peru skammt. Hugur minn fór að reika um flusið sem ég þá hafði innbyrgt, flusið sem var áður á peru sem á rætur sínar að rekja til perubúgarðs einhvers staðar í framandi löndum...

Þar byrjar semsagt langt ferðaferli perunnar. Perutínslugaurarnir smala saman öllum girnilegu perunum. Spurning hvort þeir noti hanska eður ei...og þó er það vangavelta hvort hanskar séu af hinu góða, þar sem rökræður gengu manna á milli um að latex hanskar væru krabbameinsvaldandi eða hvað sem meinið nú var...sumir vilja sagt hafa að svitalyktaeyðir sé einnig krabbameinsvaldandi- en þetta var efni sem var algerlega út af járnteinunum. Eins og ég var að segja, vinna þessir menn sveittum höndum í töluvert miklum hita og það er ábyggilega einhver uppreisnaseggur sem leynist þarna á milli sómasamlegra vinnumanna og ákveður að vera villtur einn daginn og sleppa allri hanskanotkun. Ef til vill er einhver kvenmaður sem er komin með leið á þurrki á höndunum og ber þvi töluvert af vaselíni á þær svo hendurnar verði vel útlítandi fyrir mikilvægt stefnumót seinna um kvöldið. Segjum sem svo að einhver af þessum uppreisnaseggjum og vaselínskvísum týni mína peru. Þá er þessi fína djúsi pera maríneruð í vaselíni og svipadropum sem hafa dottið af enni skvísunnar í 35 stiga hitanum.
Eftir nokkra daga ferðalag kemur peran mín í matvörumarkaðinn Bónus. En þar sem starfsmennirnir eru vonandi allir mjög snyrtilegir þar nota þeir einhvers konar anti-krabbameinsvaldandi hanska og raða þessu snoturlega í ávaxtakassana.

Einn dagur líður hjá og enn hefur enginn keypt peruna mína heldur hefur bara verið kruflað, kreist og potað í hana. Aldrei að vita hvort lítill drengstauli hafi tekið peruna mína, hent henni á milli systur sinnar og með þeim afleiðingum misst hana í gólfið. -Snögglega líta þau í kringum sig og sjá engan fullorðin og henda því perunni aftur uppá ávaxtakassann.
Þarna datt peran mín í gólfið...hún hefur e.t.v. valið sér lendingarstað á fótspori af öðrum litlum smákrakka sem kannski fyrr um daginn var að leika sér í sandkassa, ekki vitandi að hann hafi óvart stigið í kattar-droppings, sem btw leynist víða hvar í sandkössum.

Þá var komið að vikulegu Bónusinnkaupum hjá mömmu og eins og í flest skiptin var ég dregin með. Þá loksins var peran mín keypt af mér. Ég fór með hana heim það sem eftir er af þessu ævintýri kannist þið nú þegar við...

Þetta fáránlega rit mitt á nú ekki að skilja mikið eftir sig nema það að ég tel það crucial að þið skolið vel af ávöxtunum ykkar, þrátt fyrir að hungrið fari illa í ykkur. Hef nú líka lent í því að fá vínberjaklasa með köngulóarvef í, svo það er betra að skola öllum úrþvætti heldur en að borða það.

|

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Þess má til gamans geta að Jussi, Joel og félagar hafa gefið út plötu og má heyra brot af afrekum þeirra hér- Arsenicks...Fyrir ykkur sem ekki vitið hverjir það eru...skiptir ekki máli. Joel a.k.a. Shine spilar á píanó og Jussi á gítar..sniðugir piltar.

úff...prófin nálgast og kvíðaköstin aukast. Þrátt fyrir að dugnaður í lærdómi sé úti núna í janúar samkvæmt spádóm ungra manna, þá mæli ég nú samt með því að allir bretti upp ermar og lesi sig augun blóðhleypin...ég get allavega lifað við lummuleikann.

Ég vil annars óska ykkur ungu lestrarhestum alls hið besta á næstkomandi vikum!

|