mánudagur, ágúst 29, 2005

Reykjavik

Á föstudaginn fórum ég, Tryggvi og Birkir til höfuðborgarinnar, hittum Örvar og fengum gistingu á setrinu hans. Það var margt og mikið bardúsað um helgina og ég jók kaffidrykkju mína um eina ögn eða tvær...

Föstudagurinn...African Late á Ömmukaffi->Besta Late sem ég hef smakkað, ef ekki bara almennt besta kaffið.
...Kvöldið var óskup rólegt, röltuðum Laugarveginn og rákumst á einkennilegt fólk frá öllum heimshornum, fórum á Ömmukaffi og drukkum framúrskarandi kaffi sem ég er viss um að hafi komið alla leið frá Afríku.
Kvöldinu lauk nokkurn veginn á Café Paris þar sem við fengum voðalega smart matseðil og framan á matseðlinum var mynd af kaffihúsinu -Kaffistaðurinn sjálfur var allur upplýstur og kósí en fyrir utan staðinn var ís, snjór og kuldi. Ég skil ekki hvernig en gengilbeinu einni tókst að snúa borðunum við svo kuldinn var allur inni á Paris meðan kósí-heitin fóru út á götu,
en strákarnir fengu sinn Tuborg svo allt lék í lyndi.

Laugardagurinn...1) Venjulegt kaffi heima hjá Heiðbrá frænku->Maður var orðinn frekar þreyttur eftir amstur dagsins, þá var mjög gott að fá smá koffeinkikk og þetta venjulega kaffi stóð alveg fyrir sínu.
2) Strong Swiss Mocca á Café Paris->Kaffið kom mér á óvart, hélt að það yrði alltof sterkt, en maður fann vissulega örlítinn súkkulaðikeim og fékk alveg tvöfaldan koffein skammt. Gott sinnum tveir.
Laugardaginn byrjuðum við með bakkelsum frá Kökuhorninu. Eftir það fórum við í langt búðarráp sem lauk um 4 leytið. Ótrúlegt en satt þá keypti ég mér fæstar flíkur af öllum.
Leiðir skildust og ég fór í heimsókn til Grétars og Söru í Keflavík. Þar fékk ég skuggalega gott grillkjöt og piparsósan hennar Söru var þvílík bomba. Svo kíkkuðum við í stutt stopp hjá Heiðbrá þar sem spjallað var, kaffi drukkið og M&M borðað.
Seinna um kvöldið var lítið hægt að gera svo við fórum aftur í bæinn og stróluðum. Þá átti sá merki atburður sér stað er við vorum að labba upp Laugarveginn - jújú ég sá engan annan en Harrison Ford, skoðandi í búðargluggana og með henni var konan hans Calista Flockhart. Ég reyndi að láta strákana vita af þeim með þöglum aðferðum sem skiluðu engum árangri... Aðeins ég og Birkir sáum Indiana Jones svo ef þið kjósið að trúa mér ekki (sem ég efast nú um) þá hef ég Birki sem vitni. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér Ally McBeal og Indiana Jones skoða í búðarglugga á Laugarveginum, þetta var án efa hápunktur ferðarinnar.
Kvöldinu lauk með slæmu sjónvarpsefni.

Sunnudagurinn...Cappuchino Caramel Smoothie í Álfheimum->Þessi bongódrykkur klikkar náttúrlega aldrei, nema í þetta sinnið vorum klakarnir alltof stórir. Nevertheless...Triumphant.
...Morgunmatur á American Style, örlítið meira búðarráp í Smáralindinni og svo haldið heim. Heimleiðin góð, kvikmyndaleikurinn skemmtilegur.

Allt í allt var þetta bara mjög góð helgi, gott að komast burt og slappa vel af áður en veturinn og ringulreiðin tekur við...
Veturinn verður svo sannarlega annasamur en samt sem áður leggst hann afar vel í mig.

Gaudium

|

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Freyju Lakkrís Draumur

Þetta er án efa ein bjánalegasta innihaldslýsing sem ég hef lesið, fyrri parturinn er jú í lagi en síðasta setning er fáránleg...

Innihald: Súkkulaði: Skur, kakósmjör, nýmjólkurduft, kakómassi, bindiefni, vanillín. Lakkrís: Sykur, hveiti, vatn, lakkrískjarni, ammóníumklóríð, salt, litarefni, rotvarnarefni, sýrustillar, anis, olía. Geymist best við 10-20°. Gæti innihaldið snefil af hnetum.

"Gæti innihaldið snefil af hnetum." Ég held að sælgætisgerðamennirnir þurfi að vera aðeins ákveðnari í því hvaða hráefni þeir eru að blanda út í Drauminn, kannski er eitthvað hnetuóþolsfólk sem vilja fá eitt stk Draum en geta það ekki vegna þess að það gæti verið snefill af hnetum í Draumnum... Og ekki nóg með það, heldur eru þeir búnir að þýða þetta á 2 önnur tungumál.
1) "May contain traces of nuts" - 2) Kan inneholde spor av nøtter.

Þannig að þið sem eruð með ofnæmi fyrir hnetum, hugsið ykkur tvisvar áður en þið kaupið Freyju Draum.

|

laugardagur, ágúst 20, 2005

Barnfóstra og broddflugur

Ég og Erika rákumst á sniðuga auglýsingu í Brynju um daginn...

"Hálf-íslensk fjölskylda óskar eftir Au-pair í rólegu og öruggu umhverfi í Írak.
Upplýsingar gefnar í síma: ******* "

...Er slíkt til, öruggt og rólegt umhverfi í Írak? Ég allavega myndi klæða mig og barnið upp í málmkassa.

Mig hryggir að tilkynna það að geitungarnir eru farnir að láta á sér bera en ég lenti í klónum á allavega þremur geitungum á Amber í gær svo og réðust 2 ef ekki 3 á okkur Eriku á leiðinni í Brynju.
Þegar Amber atvikið átti sér stað, gat ég ekkert gert mér til varnar sökum þess að Heiða var að kemba hárið mitt svo ég þurfti að sitja sem fastast, berskjölduð í hárgreiðslustólnum. Þá kom Erika, Svarthvíta Hetjan mín með hársprey í hendi og úðaði á geitunginn eins og hún ætti lífið að leysa.
Á leiðinni í Brynju sátu geitungarnir gersamlega um okkur, ég og Erika viljum halda því fram að það er einhver róttæk hernaðaráætlun í gangi hjá þessum kvikindum. Ég segi bara fyrir hönd okkar Eriku, farið varlega þarna úti og ef þörf krefst, gangið með sokkana yfir buxurnar, trefil utan um hálsinn, græna vinnuhanska og flugnanet yfir höfuðið...ef þið viljið hafa allan varann á gæti verið gott að hafa 2 flugnanet.

Bis dann

|

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Batman

Já ég held að það sé tími til kominn að segja skilið við Batman...hann er orðinn löngu löngu úreltur, ætlaði nú að láta hann flakka fyrir mörgum mánuðum en eins sjarmerandi og hann getur nú verið þá var það auðveldara sagt en gert. Betra seinna en aldrei.

Gríman er farin af, skikkjan liggur hirtin í dragkistu og ábreiða hylur The Batmobile. Hann er sestur í helgan stein.

|

mánudagur, ágúst 01, 2005

Verslunarmannahelgin

Föstudagurinn...Skemmtilegt kvöld.

Laugardagurinn...Enn skemmtilegra kvöld.

Sunnudagurinn...Versta kvöldið.

Mánudagurinn...Sunnudagsfílingur.

|