föstudagur, mars 25, 2005

Ég held að framundan bíði okkar fjörugt kvöld.

Ég held bara að þetta stefni í góða páska með fullt af skemmtilegum uppákomum. Ef allir dagar væru eins og þessir dagar, ó hve glatt væri á hjalla þá. En nei, eftir páskafríið tekur við blákaldur raunveruleikinn með stærðfræði...helvítis stærðfræði.

Lengi hef ég ætlað að senda kvörtunarbréf til MS (Mjólkursamlagið ekki Menntaskólann við Sund eins og ég hef áður tekið fram einhvers staðar) vegna lélegra umbúða MS drykkjarskyrsins. Mér finnst vanhaga almennilegan stút til að drekka úr þessu en ekki að eiga það á hættu að skera sig á málminum sem ég hef jú gert, svo og fleiri. Það væri líka alveg ágætt ef það væri hægt að selja þetta í aðeins minni dollum svo það væri til bæði mini útgáfa og normal.

Mér til mikillar skömm hef orðið vör við að hætt er að selja bestustu Strax eplin í öllum þeim búðum sem ég hef farið í uppá síðkastið. Því miður var ég ekki það skörp að pæla út í hvaða fyrirtæki kom með þessi frábæru epli í búðirnar svo ég get ekki tilkynnt nafn þessa undurs...en ég legg samt til að allir séu vel vakandi eftir Strax-eplunum, þið sem fróð eru um epli og hversu misvel þau smakkast.
Verðiði vör við eitthvað, látið mig þá vita í síma 694-1009 eða einfaldlega ritið í comment boxið mitt...
...ég skal íhuga fundarlaun..

In case I don't see you again...good morning, good afternoon and goodnight

|

þriðjudagur, mars 22, 2005

Yeeehaa! Náði verklega prófinu og mun keyra innan fjögurra daga:]

Svo fæ ég að njóta náveru þessa litla krílis um páskana...


Húgó er hans nafn.


Sjáiði bara onku ponku pínu ponsu litlu fæturna..awwwww

Páskaegg, bananasplitt, brauðsúpa, afmælisdagur, ökuskírteini- allt saman innan seilingar

*glott*

|

laugardagur, mars 19, 2005

Ætli ég verði ekki að drattast til að blogga eitthvað, langur tími síðan síðasta færsla mín var.

Það er margt búið að gerast uppá síðkastið og mun ég í stuttu máli segja frá því sem er að gerast þessa dagana.

1) Á föstudeginum lögðum við af stað í hreint út sagt fárlegum Abus-rútum og við vorum svo heppin að fara í síðri rútuna...báðar leiðarnar. Það voru engar gluggagardínur, það var þröngt og kalt og snjóaði inn um blásturs-thingie-ið og fólk var að reyna að troða pappír upp í það til að hindra snjókommuna...ráðabrugg það verkaði misvel og voru flestir bara með húfu, vettlinga og klæddir í úlpu það sem eftir var leiðinnar. Allt gerðist þetta reyndar á heimleiðinni, ferðin suður var eilítið skárri og þó ekki.
Föstudagskvöldið- Idol partý= Mjög leiðinlegt og óspennandi.
Afþreying eftir Idol partý= Ég gerði skvott, fór í göngutúr og las mig í svefn.

Á laugardeginum vöknuðum við herbergisfélgar nr. 5 árla morguns og farið var seinna meir í sund. Þar sem ég hef óbeit á sundi ákvað ég að gleyma sundfötunum mínum heima á Akureyri og fór bara í langa, góða sturtu.
Laugardagseftirmiðdagur- Kringlan= Langt shopping spree með stelpunum, verslaði mér glæst skópar og pils, sátt með það. Þegar fæturnir voru farnir að visna, settumst við niður á Café Blue og ég fékk mér sjúklega gott ískaffi...maður, hvað það var gott ískaffi. Ágætis búðarferð lauk sumsé á Café Blue.
Hrói Höttur= Þetta voru engar Greifapizzur en ásættanlegar þær voru. Væri ekki verra ef að ofnum væri fjölgað þarna.

Laugardagskvöld- Leikhús= Framúrskarandi. Góðir söngvarar, dansarar og leikarar.
Keila= Tapaði í keilunni, tapaði í þythokkíinu. Annars prýðileg skemmtun og ég fékk að hitta 50 cent.
Afþreying eftir Keilu= Spjall, hangman, lestur og svefn.

Sunnudagur: Morgunmatur hjá Bakarameistarnum: Dílissjus...haldið heim á leið.

*To sum it all up: Ágæt tímaeyðsla, hefði getað skemmt mér betur en náði þó að klára Saga af stúlku.

2) Síðastliðinn miðvikudag 16. marz, komst MA í úrslit Gettu Betur eftir að hafa tekið hina sigurvísu Vezlinga í bakaríið.
Glæsileg frammistaða og þess er óskandi að næstkomandi miðvikudagur fari eins vel og hinn síðastliðni.
Til hamingju piltar og brjótið fótlegg!

3) Fæ að keyra C4 í næsta ökutímanum mínum á mánudaginn, fer svo í síðasta ökutímann á þriðjudeginum fyrir prófið og vonandi bursta ég það eins og flókinn persneskan kött.

4) Vika í afmælið mitt. Vika í bananasplitt. Vika í 700 gramma Bombur. Vika í bílpróf.

Ætli ég sé ekki farin í sturtu og ef til vill svo lesa eitthvað...maður sleppur víst ekki frá lærdóm í þessu páskafríi.

Verið svo dugleg við að tjá ykkur í athugasemdarboxið mitt.

|

föstudagur, mars 11, 2005

Þá er menningarferðin innan seilingar..Bókað fjör.

Svo er gaman að segja frá því að ég er komin með starf fyrir sumarið en það mun vera á hótelinu Sveinbjarnargerði. Ég fór þar inneftir í gær í svokallað starfsviðtal og yfirmaðurinn hlýtur að hafa heillast svona af umsókninni minni því hann kvað sig næstum vera búin að ráða mig á stundinni þegar hann las umsóknina mína, nokkuð kúl það.
Þetta þýðir semsagt að ég þarf að finna mér bílskrjóð fyrir sumarið:|

Stutt í þetta sinnið, hafið það gott um helgina!

|

föstudagur, mars 04, 2005

Ég hef eina 7 mp3 diska með alls kyns tegundum af tónlist...Einhver að gefa sig fram sem á mp3 spilara. Hef ekkert að gera með þetta...Helvítis rugl.

Viti einhver um eitthvað uppbyggilegt að gera í kvöld þá gæti ég þegið hugmyndir

|

fimmtudagur, mars 03, 2005

Já ég hef verið býsna löt við að blogga uppá síðkastið..

Barna og unglingamótið var síðustu helgi og var það haldið í Reykjavík þetta sinnið...Sú ferð reyndist bara vera hin skemmtilegasta og gott að komast frá heiðardalnum og anda að sér menguðu lofti og drekka hvervatn.
Mér gekk svosum skítsæmilega með prógrammið...en eins og alltaf er hægt að segja: þá hefði mér mátt ganga betur..En ég hafnaði sumsé í 3. sæti og bara kát og sátt. Audrey lenti þá í 1. sæti, Urður Ylfa í 1. sæti og lengi má telja fleiri SA-inga sem hrepptu verðlaun.
Seinni rútuferðin var hin kampakátasta. Ég, Audrey og Erika áttum gott Kodak moment og svo var brjálaður api sem sparkaði í eyrað á mér, það fannst mér ofboðslega spennandi:)
Það var ekki mikið sofið í þessari ferð og því vorum við útkeyrðar er heim var komið. Hins vegar átti Sigur Rós og Damien stóran part í að hjálpa manni að ná sínum svefni..

Erika sá um ljósmyndatökur í þessari ferð og hér má sjá brot af því besta...


Ég og Audrey á leið í skautahöllinum um 7:30, laugardagsmorgunin. Nóg af fjöri þarna.


Verðlaunaafhending í mínum flokki.
2. sæti Kristín SR, 1. sæti Sólveig SR og 3. sæti Heiða SA


Góður dagur, gott skap..Hvernig er annað hægt?


Ójá


Þessar keppnir geta verið landregnar og verður maður úrvinda er lengra er á liðið.


Manni leiðist líka.. Fer ekki á milli mála að Erika hefur öðlast hárgreiðsluhæfileika móður sinnar.


Puffy!


Audrey rústaði þessu í gulum kjól.


Rútuferðin fræga = Glens og grín, nammi og svefn.

*2 vikur í páskafrí
*19 dagar í verklegt próf
*3 vikur í 17 ár
*3 vikur í bílpróf
*3 vikur í bíll+músík+ég+vegur

ALL Bran er ekki svo slæmt morgunkorn, kom mér á óvart.

|